Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 19©8 BRIDGE ÍSLENZKU bridgesveitinni, sem keppir á Olympíumótinu í Frakklandi gengur mjög vel og að 11 umferðum loknum er sveitin í 3ja sæti með 150 stig, en efstir eru ítölsku heimsmeistar- arnir með 167 stig. Síðustu fréttir eru þær að í 12. umferð tapaði ísland fyrir Ítalíu 0-20 og þá er staðan þessi: 1. Ítalía 187 stig. 2. U.S.A. 178 stig 3. Ástralía 162 stig 4. Holland 159 stig 5. Sviss 158 stig 6. Kanada 158 stig 7. Svíþjóð 148 stig 8. Ghile 148 stig 9. Frakkland 145 stig 10. ísland 144 stig. í 10. umferð vann ísland Filippseyjar 20—0, en í 11. uni- ferð tapaði íslenzka sveitin fyr- ir Kenya 4—16. Sveitin hefur þannig spilað 10 leiki (setið yfir einu sinni), unnið 7 leiki og að- eins tapað 3. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er fyrirkomulag keppninn- ar þannig, að allar 33 þátttöku- sveitirnar spila saman 20 spila leiki og að þessari undankeppni lokinni munu 4 efstu sveitirnar keppa í undanúrslitum og síðan sigurvegararnir í þeirri undan- keppni um Olympíutitilinn. Keppnin er því afar tvísýn þeg- ar um svo stutta leiki er að ræða og þar sem aðeins þriðja hluta keppninnar er lokið er úti- lokað að spá neinu um úrslitin, en þó er sýnt, að ítölsku heims- meistararnir eru enn í góðu „formi“. Að 11 umferðum loknum er röð efstu sveitanna þessi: 1. Ítalía 167 — 2. U8.A. 157 — 3. fsland 150 — 4. Sviss 150 — 5. Kanada 148 — 6. Finnland 146 — 7. Holland 146 — 8. Frakkland 146 — Fékk smásíld i Seyðisfirði í FYRRINÓTT var maður á trillu við veiðar með silunganet rétt við nýja hafnargarðinn á Seyðis firði. Fékk hann þá um tvær tunnur af smásíld í netfð, og hyggst maðurin nota hana í beitu. — Noregur Framhald af bls. 1 verft 24 millj. Gert er ráð fyrir, að fé til hlutafjárins fáist með því að umbreyta núverandi fasta tryggingarfjármagni fyrirtækj- anna og með því að umbreyta tveimur minniháttar ríkLslánum svo og með fjárveitingum að upp hæð kr. 46.2 millj. til Kongsberg og 27.4 millj. til Raufoss. Þá er stungið upp á þvi, að höfuðstóll Marinens Hovedverft verði auk- inn með því að veita 15 millj. kr. til umráðasjóðsins. Enn fremur er stungið upp á því í tillögunni, að núverandi rekstrarlán fyrirtækjanna frá rík issjóði al'ls að upphæð kr. 127 millj. verði greidd niður með jöfnum greiðslum á 5 árum og að einkabankar taki við þeim. Hefur Andresens Bank hf. veitt vilyrði fyrir því að gangast fyr- ir yfirtöku þeirra í samvinnu við aðra banka. — James Earl Framh. af bls. 1 fyrstu ráðstafanir sínar til þess að fá Ray framseldan með því að fá því framgengt, að gefin var út handtökutilskipun til bráða- birgða, þar sem hann er sakaður um morð. í fyrstunni höfðu brezk yfirvöld einungis ákært hann fyrir að vera með falskt vega- bréf og hlaðna skammbyssu, strax eftir að hann var handtek- inn á laugardaginn var, aðeins fjórum mínútum áður en hann hugðist stíga upp í flugvél áleið- is til Briissel. Handtökuskipunin nú hefur það hins vegar í för með sér, að ekki er hægt að láta hann lausan gegn tryggingu fyrir tvö framangreind smærri brot, sem fela í sér tiltölulega vægar ákærur á hendur honum. Handtökutilskipunina verður að senda innanrfkisráðuneytinu ásamt sönnunum fyrir því, að Bandaríkjamenn hafi raunhæfa ástæðu til þess að gruna hann fyrir þá glæpi, sem hann er sak- aður um, er formleg beiðni um framsal verður borin fram. Talsmaður utanríkisráðuneytis ins í WaShington staðfesti, að dómsmálaráðuneytið þar hefði tekið á móti skjali ríkisstjórans í Tennessee með beiðni um, að Ray verði framseldur og sams- konar áskorun hefði komið frá Missouriríki. Sagði talsmaðurinn, að utanríkisráðuneytið myndi sjá um, að þessi skjöl yrðu send áfram eins fljótt og tök væru á til sendiráðsins í London. Þessi skjöl hafa að geyma sönn unargögn sem færa rök fyrir framsalsbeiðnunum, annað hvort til Missouri, þar sem lýst er eft- ir Ray sem strokufanga úr fang- elsi, eða til Tennessee, þar sem hann er eftirlýstur fyrir morðið á dr. King. Talsmaðurinn sagði, að nú væri unnið að öllum formlegum hlið- um málsins í því skyni að fá Ray framseldan til Bandaríkjanna. Þegar brezkur dómstóll kvæði upp úrskurð um, að Ray yrði framseldur og innanríkisráðu- neytið brezka ákvæði, að framsal skyldi fara fram, myndu banda- rískir lögreglumenn fara til Lon- don til þess að taka við fangan- um og flytja hann til Banda- ríkjanna. f síðustu viku hófst kynning Efnagerðar Reykjavíkur h/f á TORO pakkasúpum, súputeningum, sósum og kjötkrafti frá fyr- Irtækinu Rieber & sön a/s, Bergen, sem er stærsta fyrirtæki í þessari grein á Norðurlöndum. Heimsóttar hafa verið verzlanir og húsmæðrum boðið að bragða á súpunum. 1 dag verður kynn- Ingin í Kjötmiðstöðinni í Skipholti, á morgun í Melabúðinni og kynningunni lýkur í verzluninni Víði í Starmýri. Rieber & sön a/s framleiða 19 tegundir af súpum og auk þess apríkósu og eplaábæti. l 4- M.npoisosi 0 SL l 0 [L L t-io % W. UHLMfíNN m V 1/ I / 0 0 H‘h 5-U FReYSTB/Nlvl i 'iz ! Ti 0 o Jk w Y K. BYRNF JL 0 0L 1 L Tl $ N D R > S 0 0 0 0 0 0 í 0 VtM jL brr ai 1 0 S / 0 l •h sT ±\ L. 5ZP&0 i. J 2 'h ‘k h 0 0 u U-i &ENONY 0 0\ 'iz 0 l 0 0 i’ii N 9 FRIÐRIK öl i h L T Vix II J0 6. VAS3UKOFF % L / % h l 1 1 I-Z U ÖNOrl R. 0 h % 0 % % ± / t-IÓ 1L M. TfilMflNOFF 1 i h L % t h / <o Id /3 3'OHRNJN ö l h K 0 0 0 0 2 13, /H 6-UOMUNOUft r 0 0 71 / 2 H >. 15. P.OSTOJíC H / Tti ! K / L 5]h 3 Ik J'OM 2 i m _ [oj ~ö ó 0 L riz 15 Taflan sýnir stöðuna eftir 8. um<í5> ferð. Athuga verður, að Friðrik á þrjár biðskákir, við Guðmund, Benóný og Ostojic, og frestað var skák Byme og Jóns, vegna veik- inda hans. BIÐSKÁKIR voru tefldar í gær- morgun, þá vann Szabo Uhlmann og er það fyrsta skákin, sem þessi gamalreyndi stórmeistari vinnur. Ingi R. vann Jóhann, en biðskák varð á ný milli þeirra Guðmund- ar og Friðriks. Á Friðrik nú þrjár biðskákir, við Guðmund og er hún jafnteflisleg, en möguleiki er þó á að Friðrik vinni, við Benóný og á Friðrik heldur betri stöðu þar, og við Ostojic og virð- ist Friðrik vera með tapaða stöðu. Ennfremur eiga Byrne og Jón einni skák ólokfð. í kvöld eigast við: Uhlmann og Friðrik, Addison og Vasjukoff, Guðmundur og Taimanoff, Os- tojic og Ingi R., Byrne og Szabo, Andrés og Bragi, Jón og Jóhann og Freysteinn og Benóný. Aðeins einni skák var lokið á Fiske-mótinu, er Mbl. fór í prent un í gærkvölidi og var það skák Freysteins og Szabo, er lyktaði með jafntefli. — Frakkland Framh. af bls. 1 óeirðir, sem í síðasta mánuði komu af stað allsherjarverkfalli í Frakklandi. Parísarbúar, sem í morgun hugðust halda til vinnu sinnar, urðu að ryðja sér braut gegnum ruslahauga á götunum og ökumenn gátu rétt komizt áfram milli ónýtra bifreiða og strætisvagna, sem velt hafði ver- ið á hliðina. Tilkynnt hafði verið, að 26 lög reglumenn hefðu særzt í átökun um, að minnsta kosti 16 bifreið- ar verið eyðilagðar og kveikt hefði verið í á 50 stöðum. Yfir 50 manns voru yfirheyrðir, og 22 settir í varðhald. Óeirðirnar í nótt urðu, eftir að sú frétt hafði komizt á kreik, að stúdent hafði drukknað í Signu, er hann var á flótta und- an lögreglunni. Halda stúdent- arnir því fram, að lögreglan hafi varpað honum í ána ofan af brú einni og fór fréttin sem eld- ur um sinu um Latínuhverfið. Þustu stúdentar út á göturnar og hrópuðu „Morðinginn de Gaulle" og „Þeir hafa drepið fé laga okkar“. Síðar dró lögreglan sig í hlé frá svæðinu umhverfis Sorbonne en verkamenn héldu þangað í staðinn til þess að gera við göt- ur, sem skemmdar höfðu verið og að gera við verzlanir, þar sem spellvirki höfðu verið framin. Er lögreglan var á brautu, komu stúdentar fram hvarvetna og dreifðu flugritum, sem höfðu að geyma ásakanir á hendur vörð- um laganna. Var því haldið fram þar, að lögreglan hefði varpað stúdentinum Gilles Tautin, er getið var hér að framan, í Signu við Maulan. Iinni á sjálfu háskólasvæðinu sleiktu stúdentar sár sin, á með- an þjóðlög og mótmælasöngvar voru leiknir. Það mátti leita lengi til þess að finna heila rúðu í há- skólabyggingunum og var því haldið fram, að minnsta kosti 20 stúdentar lægju alvarlega særð- ir í einum fyrirlestrasalanna. - HRINGSKYRFI Framh. af bls. 32 í dag varð beðið eftir fyrir- mælium frá yfirdýralækni um varnarráðstafanir, en ráðgert er að hleypa kúnum ekki út fyrr en komið hefur verið upp tvö- faldri girðingu kringum bæinn, og er það verk þegar hafið. Þeg ar því lýkur verða kýr þó hýst ar um nætur. í gærkvöldi var haldinnfund ur með bændum í Glæsibæjar- hreppi, og þar skýrði Gudmund Knútsen málið, og hverjarhorf urnar væru. Engar ályktanir voru gerðar á fundinum, en nokkur óhugur er í bændum. — Sv.P. F erðamannastraumui Framh. af bls. 32 Björn Ingvarsson, lögreglustjóri á Keflavíkuirflugvelli. Forráðamenn SAS lögðu áherzlu á það, að þetta áætlunar flug til íslamds yfir sumasrmánuð- ina væri ekki gert til þess að taika upp samkeppnd við íslenzku flugfélögin um farþegaflutninga á þessari leið, enda stæði SAS þar höllum fæti þar sem aðeins væri flogið einu sinni í viku til íslands. Á hinn bóginn hefði fé- lagið nú séð sér fært að láta gamlan draum rætast að hefja reglubundnar ferðir til íslands og um leið kornið upp föstum flugsamgöngum við Grænland, sem að þeirra dómi hefði mikla möguleika á að verða ferða- manmaland. Þeir kváðu það skemmtilega tilviljun, að sömu vikuna hóf SAS áætlunarflug til Jakarta í Indúmesíu. SAS hefur nú dreift kynningar bæklingum um ísland og Græn- land viða um heim, hefur þá bæði í skrifstofum sinum og af- greiðslum í milli 49—50 löndium auk þess, sem þeir hafa verið sendir fjölda ferð ama nnaskr if- stofa. Einn af framkvæmdastjórum SAS í Kaupmannahöfn sagði, að auglýsimgastarfsemi SAS á und- anförnum árum hefði borið góð- an áramgur, félaginu hefði tekizt að ná til ferðamanna um allan heim og fengið þá til þass að heimsækja Norðúrlöndin. Við höfum ekkert undan því að kvarta, sagði hann. En hvers vegma ekki að bæta íslandi við? Hvers vegna ekki að vekja áhuga þess fólks, sem við flytjum til Norðurlanda á fimrnta hlekknum í því þjóðasamfélagi, eyjunni nyrst í Átlantshafi. Við höfum þá trú, að ísland hafi upp á svo margt að bjóða sem ferðamanna- land, að þetta muni tákast. ís- land er að mörgu leyti alger and staða flestra hinna svo kölluðu ferðamannalanda. Það eitt ætti að vekja forvitni og vera að- dráttarafl. Við vonumst að máinnsta kosti eftir árangri af þeirri auglýsingastairfsemi, sem við nú höfum hafið. Þá bentu SAS-mennirnir einn- ig á, að þeir ferðamenn, sem færu til Grænlands og kæmu aft ur með Flugfélagsvélinni, sem flýgur þangað á vegum SAS, yrðu annaðhvort að dvelja á ís- landi í vikutíma eftir næsta SAS flugi, eða taka sér far með is- lenzkum flugvélum héðan. SAS hefur þegar opnað skrif- stof'U hér á landi. Umboðsmaður félagsins er Birgiir Þórhallsson. Var hann fararstjóri íslending- anna í fyrsta fluginu, og hefur skipulagt móttökur erlendu gest- anna hér á landi. Grettir Leo Jóhannsson og frú, aðalræðismaður tslands íKanada, hafa dvalizt hér á landi undanfarið að lokinni langri ferð um Evrópu. Grettir sat hér aðalfund Eimskipafélags íslands og þau hjónin heimsóttu vini og kunningja og ferðuðust víða um land, en í dag halda þau aftur heimleiðis til Winnipeg i Manitoba. Grettir sagði, að mest hefði undrun sín orðið yfir stórkostlegum framkvæmdum við Búrfell, það væri næsta ótrúlegt að íslend- ingar gætu framkvæmt annað eins stórvirki á jafn skömmum tíma, en þetta mál hefði verið á umræðustigi, er hann kom hing- að síðast árið 1965. au hjónin báðu Mbl. að skila beztu kveðjum til vina sinna hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.