Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1968 21 Jóhann Hannesson, prófessor: Flest er í lagi í fræöslukerfinu „Mest er það umvarðandi að íslenzkir sjálfir fái elsku til skóla vors“ (Jón Sigurðsson). 1. Vandi skólamanna. fslenzkum skólamönnum er miklu meiri vandi á höndum en t.d. sænskum, þótt aðeins væri hugsað til eins atriðis, hinnar öru mannfjölgunar hérlendis. Þegar Svíar þurfa að hugsa fyr- ir kennslu þrettán nýrra barna að hausti til, þurfa islenzkir skólamenn að hugsa fyrir kennslu tuttugu og fimm eða sex, miðað við sama mannfjölda í báðum löndum. Hér þýðirþetta tvöfalt meira magn af skóla- stofum, kennurum og kennslu- tækjum en hjá frændum vorum Svíum. Ekki vil ég öðru trúa að ó- reyndu en að þingmenn vorir hafi lesið sögu Kennaraskóla fs- lands, sem skrifuð var árið 1958, af þeim gagnmerka og þjóð- kunna manni, Freysteini Gunn- arssyni, fyrrverandi skólastjóra. Forsaga þess skóla ætti líka að vera almennt kunn. En blaða- menn virðast henni lítt kunnug- ir, a.m.k. gæ.tir ekki slíks kunn- ugleika i skrifum um fræðslu- mál almennt. Bók Freysteins er full af fróðleik, einnig er þar ýmislegt til gamans, og mörgum lifandi myndum er brugðið upp. En þar er lfka ýmislegt átak- anlegt, sem sýnir að vonir Jóns Sigurðssonar, um elsku ís- lenzkra manna til skóla síns, hafa ekki rætzt nema hjá sum- um mönnum. Það er átakanlegt hve mikla fátækt sá skóli hefir átt við að búa mikinn hluta sögu sinnar. Og það hlýtur að segja til sín einnig inn í nútím- ann. Æfingaskólinn, sem skóla- stjórinn bað um árið 1908, er ekki tekinn til starfa enn, og er þó Kennaraskólinn sextugur. Það er fleira en fræðslukerfið, sem þarf að hafa í huga, þeg- ar rætt er um fræðslumál. 2- Fræðsluáætlun og skóla- gagnrýni. Menntamálaráðuneytið gaf út bók árið 1960, og ber hún heit- ið „Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri“. Tilsvarandi bækur á Norðurlöndum nefnast „Normalplan“ — og bæði kenn- arar, foreldrar, blaðamenn og á- hugamenn, sem eitthvað hirða að vita um fræðslu- og uppeldis- mál eigin þjóðar, setja sig mjög vel inn í þess konar bækur og taka þær alvarlega, enda er mjög til þeirra vandað. Hér láta margir eins og þessi bók sé ekki til, og furðu margir eru reynd- ar ófróðir um að hún er til. Þar sem anda laganna hefir ver- ið framfylgt, hefir verið unnið eftir þessum reglum í rúmlega hálfan áratug. Flestar reglurn- ar eru reyndar eldri, en hér eru þær skipulega fram settar, lið fyrir lið, bæði eftir einstökum námsgreinum og eftir aldri nem- enda. Forspjall er fyrir bókinni, er greinir frá því hversu hag- nýta skuli reglurnar og kenn- arar eru ekki þrælbundnir við lágmark eða miðlungsstig. Vilji menn gagnrýna ísl. fræðslumál, ber að byrja með þessum reglum og leiðbeiningum, normaláætlun almenningsfræðsl- unnar. Eftir þeim á öll þjóðin að vinna um nokkurt s'keið æv- innar, en áhrifanna gætir jafn- an þaðan í frá. Hirðuleysi um þessa áætlun er jafnframt hirðu leysi um almennings heillir. Heiti það, sem Ráðuneytið hef ir valið bókinni, er að vísu ekki heppilegt, minnir nokkuð á ♦narkaskrá. Fræðsluáætlun hefði verið betra, enda er hér ekki þurr skrá yfir námsefnið, heldur ýmislegt um þær kennslu aðferðir, sem nota skal. At- hyglisverðar eru t.d. frumregl- urnar um móðurmálskennsluna, bls- 11-15. Vilji menn gagnrýna hana, þá ber að byrja hér! Sé ekki rétt af stað farið, þá er erf- itt úr að bæta síðar. Yfirlit yfir námsgreinarn- ar eru fremst í bókinni. Ekki fæ ég séð að nein þeirra megi missa sig. Annað mál er hvort ekki stiginu, og hvort nemendur hafa vantar eitthvað inn á unglinga- þroska til að melta það efni allt, sem kenna skal. Markmið hverrar einstakrar námsgreinar er skilgreint, en ekki heildarmarkmið fræðslunn ar. Samkvæmt eðli máls hvílir aðaláherzlan á fræðslu, en minni áherzla á uppeldi. Kerfið er intellektúalistiskt, og sé ekki góðra kennara völ, þá er hætt við að sumar góðar námsgrein- ar verði slegnar í rot með kennslunni og rakni aldrei úr því roti síðan. Tekur þá við sá gamalkunni námsleiði eða skóla leiði, sem yfirleitt finnst ekki hjá börnum, þegar þau hefja nám. Engin lög frá Alþingi geta komið í veg fyrir hann. Yfirleitt verður að telja Náms skrána vel unnið verk, þótt sumt í henni sé furðulegt, og enn furðulegra hvað inn í vantar,- Bókin er nauðsynleg ekki aðeins kennurum, heldur einnig foreldr um, sem vilja vita hvort böm þeirra fá þá fræðslu, sem þau eiga rétt á lögum samkvæmt. Því námsskráin er meðalvegur, eins og í forspjallinu segir. Hafi foreldrar ekki rænu á að líta nokkuð eftir þeirri fræðslu, sem börnum þeirra er veitt, mega þeir sjálfum sér um kenna ef þau dragast aftur úr á veg- inum. Samhljómur kveinanna. Ef nokkurs staðar er sam- hljómur í kveini skólamanna, þá er það út af íslenzkum kennslu- bókum, einkum eftir að skyldu- námi sleppir. Kerfi og kennslu- bækur eru ekki eitt og hið sama, heldur er kennslubókar- pólitíkin sérstakt mál, sem þarf að athuga. Þessi stefna heldur íslenzkum skóla niðri, bæði nem- endum, kennurum, höfundum og öllum almenningi í landinu. Sjúkleg fíkni í erlendar ency- clopaedíur lækna ekki þann sjúkdóm, sem þetta ófremdará- stand hefir valdið. Ef menn geta ekki notað þessar miklu útlendu bækur, væri skynsamlegra að safna fimmeyringum eða frí- merkjum, sem hækka í verði, því alfræðibækur lækka í verði með aldrinum. „Ég myndi fá skamm- ir og óþökk ef ég tæki saman kennslubók í greininni“ sagði ungur kennari, og var þó um að ræða grein sem bæði er kennd hér, talin nauðsynleg og engin íslenzk kennslubók er til í. Eins er um kennslubækux í öðrum nýjum greinum, fjöl- skyldufræði, hugsjónasögu og ýmislegt, sem fella mætti inn í móðurmálskennslu, sögunám eða átthagafræði. Erlendis er til heill bókaflokk ur til eflingar skólunum: Leið- beiningabækur handa kennurum einkum hinum yngri, en slíkar bækur eru nálega ókunnar hér á voru máli, og undantekningar sára fáar. Frá því segir í sögu Kennara- skólans að honum var lok- að einn vetur til að spara fé til eldiviðarkaupa, og hefði senni- lega verið lokað annan vetur til, ef skólastjóri hefði ekki komið í veg fyrir það. Kennslubókar- pólitíkin hér virðist mótuð af sams konar skynsemd. Með henni hefir alþýðumenntun á ís- landi verið útþynnt áratugum saman, svo að sumt sem vel má kenna í barnaskólum, er ekki kennt fyrr en í háskóla. Það er stórtjón fyrir þjóðina að við halda skorti á hjálparbókum handa kennurum og greindum al menningi. Æfingaskóli fyrir kennaraskólann, sem um var beð ið fyrir sex áratugum, er ekki kominn enn, þrátt fyrir alla vel- megun, þrátt fyrir lúxusíþrótta- mannvirki fyrir milljónatugi. Það er ýmislegt í skólastarfi voru sem maður kannast við úr flóttamannastarfi. Þar reynir hver kennari að gera sem hann bezt getur með þeim fátæklegu gögnum, sem fáanleg eru. En slíkt er mikil orkueyðsla, bæði fyrir kennara og nemendur, og reynt er að komast hjá því að slíkt ástand standi lengi. Og þar sem auðið er að nota prentlist- ina, er þetta mögulegt, þar sem friður er í landi. Hve þunnar íslenzkar kennslu bækur eru, má bezt sjá með því að leggja þær á borð við hlið- ina á tilsvarandi bókum frá ná- grannaþjóðunum. Band ís- lenzkra barnabóká (og fleiri skólabóka) má nokkuð meta með því að klippa upp mjólk- urhyrnu og bera saman papp- ann. Hér rækta menn ræfilshátt í bókagerð meðan þjóðin hellir hundruðum milljóna í fánýtt sjónvarp — sem oft og einatt rífur niður það, sem skólarnir byggja upp. íslenzkar skóla- bækur eru átakanleg sjón, þegar búið er að nota þær um nokk- urt skeið. Nú hefir reyndar orðið tals- verð framför á bókum Ríkisút- gáfunnar eftir tilkomu laganna frá 1956, einkum því er tekur til myndskreytingar bóka. Út hafa komið góðar bækur og gagn- legar handa unglingum, bæk- ur sem fullorðið fólk þarf líka að lesa, svo sem Félagsfræði Magnúsar Gíslasonar, sem er hin þarfasta bók, og Átthaga- fræði ísaks Jónssonar. Gert er ráð fyrir því í Náms- skrá að börnum sé kennt að leita sér heimilda til að vinna úr, og er það góðra gjalda vert. En til þess þurfa heimildir reyndar að vera til og aðkvæmar börnum. Þar sem saga er kennd eftir Daltonaðferðinni, notar eitt og sama barn ekki eina, heldur þrjár eða fjórar bækur í sögu, og líka er þetta í landafræði og sumum öðrum greinum. Hvar höf um við bókakost til að geta hag- nýtt slíka aðferð? f sumar af barnabókum okkar vantar jafn- vel efnisskrá yfir það sem í bókinni stendur! Ekki er það vel fallið til að efla sjálfstæð vinnubrögð. íslenzka alfræðibók handa al- menningi og skólafólki vant- ar enn. Hún hefði átt að koma á undan sjónvarpinu. Þótt hún hefði verið lítil, þá hefði hún samt að nokkru getað komið í veg fyrir þann faraldur, sem gripið hefur fjölda manns, að kaupa tuttugu til þrjátíu bindi af bókum, sem enginn notar til neins. Lýðræðisríki þarf að hafa eft- irlit með námsbókum og lög- gilda þær, sem nota skal í skól- um. Er það ekki heillavæn- legt að dæma alla kennslubók- arhöfunda úr leik nema örfáa útvalda. „Varið ykkur á þessu!“ sagði einn erlendur sérfræðing- ur í skólamálum, þegar hann leit yfir skólabækur barna hér fyrir nokkrum árum. En aðvör un hans var ekki sinnt. f kerfinu er sveigjanleiki, sem löggjafar vorir verðskulda þökk fyrir. í bókagerðinni er aftur á móti ósveigjanleiki, sem gerir ráð fyrir að allir landsmenn skuli hafa sömu greind og læra það sama — og þetta sama er svo þunnt að það heldur fólki niðri á lágu menntastigi, og veldur seinagangi og þroskaleyisi og jafnvel leiða Nútima fjölskylda greiðir um þúsund krónur árlega fyrir væntanlegan grafreit og eyðir á annað þúsund í umbúðir utan um mjólk. Hefir hún ekki ráð á því að kaupa sæmilega gerðar skólabækur handa börnum sín- um? Hugleiðingar um próf. Ef vér tökum dæmi af þeim kennurum mannkynsins, sem flestum hafa kennt og verið fyr- irmyndir þúsunda milljóna, svo sem Búddha, Kungtze, Sókrates, Múhamed — eða þeim sem nær oss standa, Jasús, Páll, Jóhann- es og Pétur — þá fara ekki miklar sögur af prófum þeirra. En enginn vafi er á því að þeir veittu öðrum menntun og uppeldi og höfðu meðtekið hvort tveggja sjálfir. Hvernig eru þá próf komin inn í menninguna, og hvað eiga þau að þýða? Tveim öldum fyrir Krist tóku kínverskir keisarar upp á því snjallræði að láta menn þreyta skrifleg embættispróf ef þeir vildu halda þeim embættum, sem þeir voru komnir í. Tilgangur- inn var að brjóta á bak aftur veldi aðalsins, sem lítið kunni annað en vopnaburð og veizlu- höld, en koma lærðum mönnum, hliðhollum keisara. Þetta tókst og þar með skapaðist lífseigasta prófakerfi veraldar — og það varð öðrum fyrirmynd öldum seinna. Það gæti verið efni í langt mál að greina frá þessum heimsfrægu prófum. — Munnleg próf voru haldin þegar menn voru teknir inn í miðaldaháskól ana hér í Evrópu, annars sönn- uðu menn oft hæfni sína með munnlegum kappræðum og fyrir lestrum. Hverjir komu skrifleg um prófum á hér á Vesturlönd- um, er almennt kunnugt frá skólasögunni. Og í stuttu máli fóru leikar svo, að prófin urðu ómissandi tæki fyrir ríkið og rikisvaldið. Nú eru þau skilyrð- islaus nauðsyn, bæði þeim sem vilja vinna fyrir ríkið í opin- berri þjónustu og við mörg einkafyrirtæki. En lengi lifði líka önnur menntunarleið. Menn lærðu hjá meisturum, og þegar meistarinn sagði: Þú ert útlærður — þá var það látið duga- Slíka menntun fengu margir hinna fremstu manna, bæði á Indlandi og víðar í Austurlöndum, og hún er ekki úr sögunni enn. Ríkisvald nú- tímans viðurkennir hana hins vegar ekki, nema til kom ipróf. Síðan kemur til innri nauðsyn, sem knýr skólana til að halda prófanir vegna þeirra sjálfra, stig af stigi. Menn hafa rökrætt lands- prófið. Því mætti auðvitað sleppa ef nóg væri til af mennta- skólum til að taka við öllum, sem inn vilja komast. Eins mætti sleppa stúdentsprófi, ef enn væru í gildi þau miklu mann- réttindi til náms, sem á miðöld- um voru. Að þá hafi aðeins börn efnaðra foreldra notið menntunar, er hreinn þvætting- ur. Hver sem vildi, gat farið í há- skóla. En til að verða „borgari háskólans“ varð hann að þreyta inntökupróf. Aðeins tvær eink- unnir komu til greina: Maturus eða immaturus, þroskaður eða óþroskaður, og fyrri einkunn in veitti manni rétt til inngöngu. Þvottakonur háskólanna voru þá líka háskólaborgarar. Rétt- indi stúdenta voru mikil. Við einn háskólann mátti hver stú- dent kaupa tollfrjálst 360 lítra af víni og sex tunnur af öli ár- ur orðið stúdent meðan hann var að læra stafrófið. Nokkuð eimir eftir af þessu enn í enska orð- inu ,,student“, það merkir sama sem námsmaður. Hvað frelsi snertir til æðri mennta, hafa ekki orðið fram- farir síðan á miðöldum þar sem bezt lét. Á vorum tímum eru margir prýðilega þroskaðir menn útilokaðir frá háskólanámi svo sem kennarar, enda hafa há- skólar glatað miklu af frelsi sínu. Ríkið setur á þá hömlur og fjötra, og má vera að nýaf- staðnar óemðir við Svartaskóla stafi af löngun stúdenta til að endurheimtá nokkuð af sínu forna frelsi. Athugi maður námskröfur franskra menntaskóla, þarf ekki að undrast þótt upphef jist kvein þar í landi. Hjá oss er erfitt að breyta menntaskólum án þess að breyta um leið öðru námi. Há Framhald á bls. 18 UTBOÐ Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir til'boðum í bygg- ingu gagnfræðaskóla Kópavogs áfanga 2 B. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu minni kl. 9—12 f.h. gegn 5 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað 24. júní n.k. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Veiðimenn! Tilboð óskast í að gera Kattarfoss í Hítará, laxgeng- an, gegn leigu í ánni ofan fossins, en áin þaðan og inn að Hítarvatni er u.þ.b. 16 km. Tilboðum sé skilað fyrir 18. júlí n.k. til Hallbjörns Sigurðssonar, Kross- holti sem ásamt Leifi Finnbogasyni Hítardal gefur nánari upplýsingar. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 20. júlí n.k. kl. 17 að Hítardal. 8. júní 1968. Stjórn veiðifélags Hítarár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.