Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 18
18 . MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1968 SÁLARSVEFN ÉG BR upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann degi. Jóh. 11.25. Fyrir stuttu barst mér í hend- ur rit frá Aðventistum, eftir Júl- íus Guðmundsson. Rit þetta fjall- ar um sálarsvefn, að sálin sofi eftir dauðann til efsta dags, þvert á móti kenningu orðsins: „í dag skaltu vera með mér í Paradís". Og „Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi“. Einnig segir Páll postuli: „Ég hefi löngun til að fara héðan og vera með Kristi, því það er svo miklu betra, því lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur, oss langar öllu fremur, að hverfa burt úr líkamanum og vera heima hjá Drottni". Þessvegna segir Prédikarinn: „Betri er dauðadagur en fæðingardagur". „Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn'*. Hvað yfir sofandi sálum? Mér skilst að Júlíus vilja reyna að sanna, að Jesú hafi ekki kom- ið í Paradís á föstudaginn langa. Hann segir að Jesú hafi sagt á upprisudaginn, að hann væri „ekki enn farinn upp í himin- inn“. En Jesús segir á upprisudag- inn við Maríu: „Snertu mig ekki, því að ennþá er ég ekki upp- stiginn til föður míns, en far þú til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til föður míns og föð- ur yðar, til Guðs míns og Guðs yðar“. Hér talar Jesús um himnaför sína eftir holdinu, en ekki um það er skeði á föstudaginn langa. Það var í andanum ,sem Jesús birtist eftir dauða sinn í hópi og hólpinna sálna í ljóssins og sæl- unnar himnesku Paradís. En Hann birtist einnig í heimkynni fyrirdæmdra til að prédika fyrir öndunum, sem voru í varðhaldi, þeim sem óhlýðnast höfðu fyrr- um, en langlyndi Guðs beið eftir betrun þeirra á dögum Nóa, er örkin var í smíðum, sem fáeinar — það er átta sálir — frelsuðust í og áttu það vatninu að þakka, sem er fyrirmynd skírnarinnar, sem nú einnig, frelsar alla, sem því trúa, „svo sem orð Guðs og fyrirheit hljóða“. Hvorki munu trúaðir né van- trúaðir sofa eftir dauðann. hinn ríki maður og fátæki. Lúk. 16, 19-31. í sálmi Davíðs 115 seg- ir svo: Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hníginn er í dauða þögn. En vér viljum lofa Drottin héðan í frá og að eilífu. Hallelúja. Þér óskynsömu Aðventistar, hví skiljið þér ekki ritningarnar? Ef sálin (lífið) í manninum svæfi eftir dauðann, mundi eng- inn lofa Drottin. En Guði sé lof að sálin lifir þótt líkaminn deyi og verði að moldu. Orð Jesús: Ég lifi og þér munuð lifa. Ef sálin skilur hér við í trúnni á Jesúm, er hún heima hjá Drottni og hvílist þar í sælum friði íklædd sælunnar ljóma, í dýrlegri mynd, unz hún samein- ast aftur líkama sínum í uppris- unni frá dauðum á efsta degi og verður þá líkur dýrðarlíkama Jesús Krists, fyrir Hans órann- sakanlegan mátt og visdóm. „Vér vitum, að þegar Hann birtist, þá munum vér verða Honum líkir, og sjá Hann eins Hann er“. Þegar Kristur Hótel Búðir Opnum 14. júní, föstudag. Sími um Staðarstað. HÓTEL BÚÐIR, Snæfellsnesi. Próf í bílaniálun verður haldið laugardaginn 22. júní að Skeifan 11, ef nSeg þátttaka fæst. Upplýsingar í sima 35035. PRÓFNEFNDIN. Til leigu er húsnæði til sælgætis- og benzínsölu á vörubíla- stöð Akraness. Upplýsingar veitir Halldór Sigurðsson, sími 1394 Akranesi. vort líf, opinberast, þá munuð og þér ásamt Honum opinberast í dýrð“. Þetta er hin sæla von Guðs barna (þeirra sem í sannleika trúa á Krist Jesúm) sem upp- fyllist við dýrðaropinberun hins mikla Guðs og frelsara vors, Jesú Krists, sem dauðann afmáði og leiddi í ljós lífið og ófor- gengileikann með sinni dýrlegu upprisu frá dauðum og himnaför. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen. Kristján Á. Stefánsson. - ORMASJÚKD. Framlh. af bls. 19 bólusetningaratriði, l£kt og bnáða pestin. Það er þvi kominn tími til fyrir Alþingi og ríkisstjórn að stokka upp spilin og annað- hvort að leggja nefndina niður eða að £á henni önnur meirihátt ar verkefni, eins og það t.d. að hefja baráttu gegn ormaveiikinni, sem veldur mestum fjárhagsleg- um skaða af öllum sjúkdómum í landinu, þótt hægt farL En þeg- ar betur er að gáð sýnist óþarfi að burðast öllu lengur með nefnd ina, sem slíka, og skrifstofu hennar, því að þótt rannsókna- deildin fái aukin, almenn rann- sóknarefni, verður ekki leng ur um rándýrar ráðstafanir að ræða, eins og uppbætur til bænda fyrir dauða gripi eða girðingar frá sjó til fjalla. Rann sóknadeildin yrði þá lögð und- ir deild háskólans á Keldum til aðstoðar rannsóknadýralæknin- um þar og með hann sem deild- arstjóra. Um leið yrði og að skapa deildinni trauatan fjár- hagsgrundvöll. Ásgeir Einarsson - FRÆÐSLUKERFIÐ Framih. af bls. 21 skólamenn hafa ástæðu til að þakka menntaskólum fyrir margt vel unnið verk, þótt ým- islegt vanti reyndar inn í þekk- ingu stúdenta. Málakennslan er enginn hégómi, enda verða stú- dentum sízt kennd of mörg fög- ur orð og gagnleg hugtök. Veika hliðin er hins vegar þroskinn, bæði í menntaskólum og öðrum skólum íslenzkum. Latínunni tel ég ekki skynsam legt að sleppa, því að frá henni og grískunni er komið vísinda- mál Vesturlanda, sem menn læra líkt og páfagaukar, ef þeir þekkja ekki þessi mál. En lesa mætti léttari texta, því óþarfi er að læra hernaðarmál Róm- verja, en nauðsynlegt að læra mál vísinda og hugsjónasögu. Tilraunir og páfagauka- lærdómur. Tilraun var gerð á megin- landinu, fólgin í því að láita börn sækja skóla annan hvorn dag. Síðan voru börnin prófuð — strangvísindalega — með sömu verkefnum sem þau, er dag lega sóttu skóla. Enginn mun- ur varð á hópunum sem gengu i skóla daglega og hinum. Tíðindi þessi bárust til Vestur heims, og vel kunnum skóla- manni þar vestra varð að orði: „Eins og ég hef áður sagt, ekki Hér vantar reyndar upplýsing- ar um kennara og foreldra og kennsluaðferðir. Bækur ognáms efni var eins. Umhverfi var ó- líkt. En tilraunin sýnir að langt er enn að því marki að menn viti hvaða námstilhögun sé hin bezta. Þá hafa tíðindi borizt frá til- raunamenntaskóla, þar sem nem endum var ætlað að ráða miklu um tilhögun. Framan af varð reyndin sú, að lítið varð úr námi, en mikið úr skemmtunum, fáeinir nemendur tóku upplyfja át og sinntu lítt öðru. Tilraun- in virtist ætla að verða til lít- illar frægðar og enigrar fyrir- myndar. En tekið var í taum- ana og málum virðist að miklu leyti hafa verið bjargað. Þó er enn mikil óvissa og ágreiningur, nema hvað kostnað snert- ir Hann er þegar tvöfaldur á hvern nemanda miðað við venju lega menntaskóla. Fulltrúar skattgreiðenda voru ekki hrifn- ir af því, en lítið er hægt að gera af tilraunum í skólum, nema almenningur borgi, of fljótt er enn að fullyrða um nið urstöður, enda er tilrauninni ekki lokið enn. Hvort hér er farið inn á braut framfara eða afturfarar er ekki vitað, enda engin trygging fyrir því að eitt hvað nýtt sé um leið gott. Lærdómur páfagauka ein- kennist af tileinkun einstakra orða og setninga úr mannamáli sem páfagaukarnir hagnýta einatt á ótímabæran og álappa- legan hátt. Óspart þarf að nota fyrri hluta páfagaukalærdóms í málanámi, læra orð og setningar af manneskjum. Þegar menn læra „Guten Tag“, „Ich liebe dich“, „Danke Schöhn" og „Bitte sehr“ eftir að hafa lært til- svarandi á ensku og dönsku, þá er hér auðvitað páfagaukalær- dómur, og menn eru ekki að auka neinu við þroska sinn eða lærdóm, heldur leikni. En hún er líka nauðsynleg, og það er ómögulegt að komast inn í fram andi tungumál án nokkurs páfa gaukalærdóms. Þetta ber ávöxt ef áfram er haldið og málið lært, en ekki að öðrum kosti. í mála- námi verður aldrei auðið að kom ast fram hjá þessu með öllu, og í því felst engin sérstök hætta. Hún felst aftur á móti í því að staðna á menntunarstigi páfa- gaukanna. Framtíðardraumar ráðandi manna. Mikil aðsókn að skólum sann- ar ekki lengur að um sé að ræða ást á skólunum £ anda Jóns Sig- urðssonar, eða mannvináttu í anda þeirra presta, sem mest börðust fyrir kennaramenntun og skólum, bæði hér og erlend- is. Menntun er á vorum tímum fjárfesting fyrst og fremst. „Hvar er kvinnan?“ er orðatil- tæki I Frakklandi, en „hvar eru peningarnir?" á nú við um heim allan. Um veröld alla fjölgar nú tal- (B| örugg wmtfP umferð í öruggum bil Við viljum vekja afhygli á þakbifum SAAB bílsins, sem sérstöku öryggis afriði. Einnig viljum við benda á ótrú- lega endingu allra slitflata f undirvagni bílsins. Bíllinn er lika hór fró vegi eins og sjá má. Spyrjið þann næsfa sem hefur KYNNST SAAB. SAAB er fjölskyldubíllinn SVEINN BJÍRNSSONxCO. SKEIFAN11 SiMI 11531 andi vélum og reiknandi vélum. Þá mætti spyrja hvort nauðsyn- legt sé að verja mikilli orku í að kenna mönnum að tala og reikna. Mætti ekki smíða vélar í stað þess að byggja skóla og mennta kennara? Svarið er í stuttu máli að enn er ekki svo langt komið að vél- in geri kennarana óþarfa, þótt hana megi vel nota til að létta störf nemenda og kennara. Þýð- ingarmest þeirra — og allt of lítið notuð hér á landi, er prent- vélin. 1 nágrannalöndum hafa fjölmiðlunartækin allmikið verið notuð í þágu kennslustarfs jafn- hliða prentuðu máli, sem undir- búið var fyrirfram, og hefir þetta gefið góða raun, einkum til upprifjunar á fræðsluefnL Þannig hafa orðið til heil söfn, þar sem tvö eða fleiri fjölmiðl- unartæki hafa verið látin vinna saman að fræðslu almennings. Stefnan hérlendis virðist þó fremur vera að láta hvort sigla sinn sjó, skólann og fjölmiðlun- artækin, og virðist ekki vel ganga að samhæfa hið gamla og nýja, svo sem sjónvarp og út- varp annars vegar og prentlist- ina hins vegar. Það er yfirlýst stefna flestra ráðandi manna að þeir vilji veita þjóðum sínum góða mennt- un, enda væri gagnstæð stefna vart frambærileg. En góð mennt un telst nú ekki sú, sem eflir siðferðilegan þroska og mann- gildi. Væri sú raunin á, þá væri margt á aðra lund en nú er. Góð menntun í nútímanum telst sú, sem eykur velmegun og fram- leiðni, án nokkurs konar hvíta- galdurs allsnægtanna. Hún srtefn- ir hægt og sígandi að því marki að manneskjan lifi af einu sam- an brauði. Jóhann Hannesson. - HAMPIÐJAN Framh. af bls. 5 — Til framleiðslu Hamp- iðjunnar eru aðeins notuð beztu gæðaflokkar af hráefni og hafa sjómenn tekið hinni nýju framleiðslu vel. Til- raunir með fiskilínur úr gervi efnum hafa staðið yfir sl. tvö ár og hefur Hampiðjan notið leiðsagnar athugulla skip- stjóra, sem þaulvanir eru línu- veiðum. Árangurinn er nú að koma fram í „Trevira FP“ fiskilínunum, sem útlit er fyr- ir að flestir skipstjórar taki upp notkun á í náinni fram- tíð. — Nú hafið þið sjálfir smíð- að öngultaumavél. — Já, við tókum í notkun í janúar sl. sjálfvirka öngul- taumavél, smíðaða af Bergi Jónssyni, en hann er yíirmað- ur vélaeftirlits Hampiðjunn- ar. — Er vitað um samsvar- andi vélar? — Nei, það er ekki vitað að slík vél sé tH. — Hver eru afköst vélar- nnar? — Afköstin eru um 2000 taumar á klukkustund og alls hefur vélin unnið um 1 milljón tauma í vetur. — Eru nýjar vélar á döf- inni í verksmiðjunni? — Það eru ókomnar vélar til að samræma fulla nýtingu vélakerfanna og ein vél er ný- komin, sem hnýtir tvöfalt botnvörpugarn úr sveru garnL — Framleiðið þið eingöngu fyrir innlendan markað? — Já, við framleiðum ein- göngu fyrir innlendan markað og það má t.d. benda á, að 1 botnvörpugerð er erlendur kostnaður 20% og innlendur 80%. Við framleiðslu veiðar- færa er meirihluti kostnaðar innlend vinna, orka og lögboð in gjöld og þar af leiðandi mikill gjaldeyrissparnaður af starfsemi Hampiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.