Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1&68 — Sannleikurinn Framhald af bls. 15 komulagi fleiri aðila. Þeir Björn og Þórður voru nú búnir að kynna sér hverjar ætlanir voru á döfinni um rekstur skurð- grafna og framræslu á vegum Vélasjóðs og við forsjá Verk- færanefndar. Það var því alger- lega með þeirra samþykki og að þeirra vilja, að gröfurnar voru báðar greiddar af ríkisfé, með samþykki Hermanns Jóns- sonar ráðherra bréflega til mín 11. mai 1942. Þeirra var vitið meira að nýta hin nýju viðhorf. Um leið — sama dag — var ákveðið að með Akranesgröfunni yrði fyrst unnið fyrir Akranes- kaupstað. Að baki þeirri ákvörð un lá bréf frá bæjarstjóranum á Akranesi til landbúnaðarráð- herra dagsett 28. apríl 1942. þar er farið fram á „að ríkið kaupi skurðgröfu þessa, og láni hana Akraneskaupstað", eins og kom- izt er að orði. Um leið tekur bæj arstjóri fram, að bærinn hyggist láta grafa kringum 6000 metra af stórum skurðum og hafi ætlað til þess kr. 30.000.00. Um það hvað hefir gerst innanbæjar á Akranesi áður en bréf þetta var ritað er mér ókunnugt, en hitt get ég fullyrt að aldrei heyrði ég eitt einasta óánægjuorð frá þeim Birni á Ósi né Þórði Ás- mundssyni út af því hvernig þetta skurðgröfumál réðist Fundum okkar Þórðar bar sam an í síðasta sinn, að ég ætla, 1 Landakotsspítala 22. marz 1943. Þess ber að lokum að geta, að á fjárlögum 1943 voru veittar 30 þús. krónur til „landþurrk- unar í Akraneskaupstað og ná- grenni“. Þannig var vel búið að Akurnesingum við framræslu- framkvæmdir þeirra. Er vart að efa að þeir hafa þar notið Pét- urs Ottesen þingmanns og bónda sem einnig var í stjórn Búnaðar- félags fslands frá því í apríl 1942. Mán nærri geta hvort hann var meinsmaður Þórðar Ásmundssonar í skurðgröfu- málinu“, líklega að hann hafi verið nokkuð með í ráðum, um heppilega lausn málsins. Þannig er þá sagan um Akra- nes-skurðgröfuna rétt sögð. Sannleikurinn er æði mikið ann- ar en Þorvaldur Steinason vill vera láta í útvarpserindi sínu - FERÐAMÁLA Framh. af bls 8 mjög í vök að verjast og að á þeim hvíldu margvíslegar álög- ur og gjöld, sem sízt væri þörf að bæta við. Mér flugu í huga orðin, sem karlinn sagði við kellu sína eftir áratuga sambúð: ,,Hvert á andanum! Ertu einsýn Gróa?“ Ýmislegt jákvætt kom þó fram 1 umræðunum og svo fór málið í nefnd. Hún skilaði áliti næsta dag, er var samþykkt, sem ályktun ráðstefnunnar í málinu. Þar var stjórnarvöldum þakkað fyrir sinn stuðning, lögin um sjóðinn talin þurfa endurskoðun- ar við og Ferðamálaráði falið að beita sér fyrir, að svo væri gert. Eina málsgrein úr ályktuninni vil ég þó tilfæra orðrétta, því að í henni kemur fram veiga- mikið sjónarmfð, sem allir voru sammála um. „Ráðstefnan telur nauðsyn bera til, að eigin fjáraukning ferðamálasjóðs verði verulega meiri en verið hefur og bendir í því sambandi á ört vaxandi tekjur ríkisins, er skapazt hafa af ferðamannastraumi til lands- ins“. f þessum kurteislegu orðum felst fyrst og fremst það, að hér sé um að ræða gjaldeyristekj- ur, sem ríkið fær á fullu verði, þurfi ekki að greiða niður á einn eða annan hátt. Það sé því óumdeilanlegt hagsmunamál, að renna enn styrkari stoðum undr þá gjaldeyrisöflun, t.d. með því að láta Ferðamálasjóð njóta ein- hvers góðs af aukningunni. Er þessum umræðum lauk var komið fram að hádegi og fund- armenn héldu út í sólskinið og heiðrikjuna. Það var líka tölu- vert meiri heiðrikja á fundinum eftir hádegið og mun ég segja nokkúð frá því í næstu grein. 26. apríl síðastliðinn. Mest af því sem Þ.S. segir um þetta er ekki annað en þvaður, og sumt því miður töluvert ill- kvitnislegt þvaður, sem verður að mótmæra. Mönnum á ekki að líðast að brengla þannig sögu- legum staðreyndum. ^ Að þeir Bjöm á Ósi og Þórð- ur Ásmundsson gæfur Vélasjóði eftir „eignarheimild" og innflutn ing“ á skurðgröfur frá Englandi 1942. Eigi heldur verkfæranefnd ríkisins, sem þá og síðar fór með þessi mál. Hér eru höfð enda- skipti á hlutunum, er mér það best kunnugt, sem formanni nefndarinnar frá 1927-1945. Um slíka „eftirgjöf“ gat blátt áfram aldrei verið að ræða, engar for- sendur fyrir neinu slíku. Það er einnig tilhæfulaust með öllu að þeir Björn og Þórður settu Verk færanefnd eða Vélasjóði „skil- yrði“ í þessu sambandi. Þótt þeir væru mætir menn og nokkrir áhrifamenn voru þeir ekki þess umkomnir að setja mér og með- nefndarmönnum mínum í Verk- færanefnd, þeim Pálma Einars- syni og Runólfir Sveinssyni, „skilyrði", um eitt né neitt varð- andi skurðgröfukaupin 1942 og rekstur grafnanna, er hannhófst þá um sumarið. Her má bæta því við, að þeir sem til þekkja munu renna grun í, að það hefði orðið dálítið fast fyrir, ef þeir Björn og Þórður hefðu reynt að beita mig, sem formann Verkfæranefndar og Framkvæmdastjóra Grænmetis- verzlunar ríkisins einhverjum þvingunar-skilyrðum. En til þess kom auðvitað alls ekki. Ég reyndi þá Björn og Þórð aldrei að öðru en sanngirni og fullri kurteisL Það er alger fjarstæða aðþess ir mætu menn stæðu í „baráttu“ við mig, eða „formælendur rækt unarmála" varðandi það, „að fá stórvirk verkfæri til framræslu landsins" eða það er viðkom vél- væðingu landbúnaðarins yfir- leitt. Þeir gátu því ekki unnið neinn „sigur“ í slíkri baráttu og biðu heldur ekki neinn ósigur. Enn ein fjarstæðan er, að Her mann Jónasson landbúnaðarráð- herra hafi á árunum 1941-1942 ráðið leyfisveitingum eða synj- unum, að því er kom til inn- flutnings ræktunarvéla slíkra sem skurðgrafna. Þetta er að sönnu ekki mikið atriði, en það hvernig fyrirlesarinn Þ.S. hamp- ar slíkri fullyrðingu og byggir rangan málflutning á henni sýn- ir fullvel hversu illa honum tekst að fara með rétt mál, í þeim hluta erindis síns, sem varð ar innflutning skurðgrafnanna Mér er ljóst að Þórvaldur Steinason hefir ætlað sér með út varpserindi sínu að sýna minn- ingu Þórðar heitins Ásmundsson ar heiður. Maklegt er það, en slikt mistekst að mjög veru- legu leyti þegar hallað er réttu máli eins freklega og Þ.S. gerði í erindi sínu. Þ.S. gleymir hinni góðu reglu: „Lofaðu svo einn að þú lastir ei annan“ og verður hált á því, svo að sumt af því sem hann segir um þá Björn bónda á Ósi og Þórð Ásmunds- son verður þeim til vansa ef satt væri. Ég held sómi þessara manna sé mestur þegar satt er greint frá afskiptum þeirra af „skurð- gröfumálinu" 1941-1942 og hlut- dield þeirra í því máli. Það hefi ég gert margsinnis og ekkert dregið undan sem verða má þeim Birni og Þórði til hróss. Væri ég orðinn mikill og margfaldur ósannindamaður og sagnafalsari ef allt væri satt er Þ.S. mis- sagði stórlega í erindi sínu. Þess vegna hefi ég orðið að rita hér lengra mál en æskilegt væri í blaðagrein. Hlutur minn, lítill eða stór 1 innflutningi skurðgrafnanna 1942 og næstu ár, skiptir litlu máli, ég þarf þar engin vé að verja. Fleiri góðir menn lögðu þar hönd að verki, eftir þörfum og ástæðum. Meðal þeirra voru þeir Björn á Ósi og Þórður Ás- mundsson, svo sem ég hefi greint satt og rétt frá í fyrri skrifum mínum um skurðgröfurnar. Söm var þeirra gerð og bjartsýni, þótt brátt kæmi í Ijós, að það skipti í rauninni engu máli hvort það komu tvær skurðgröfur itl landsins eða ein sumarið 1942. Grafan sem fyrst var keypt og kom til Eyjafjarðar reyndist svo 9vo vel við erfiðar aðstæður að brautin var rudd og greið til frekari aðgerða í miklum mæli, alveg án tillits til gröfunnar sem kom til Akraness. Þetta er ljóst þegar litið er á hver framvindan varð. Árið 1943 kaupir ’vélasjóð ur 3 gröfur til viðbótar 4 árið 1944 o.s.frv. Ég hefi aldrei litið á innflutn ing skurðgrafnanna 1941-1942 sem neitt „baráttumál", því var ekki til að dreifa. Er ég í þvl sambandi og næstu ár varð fyr- ir nokkru aðkasti í sambandi við val á vélum og fleira, þá er slíkt nú hégómi einn, þegar litið er yfir það sem gert hefir verið á þeim fjórðungi aldar, sem lið- inn er síðan gröftur hófst í Garðaflóa 1. júní 1942. En það er því miður ekki hégómi einn þegar í Rikisútvarpinu er rangt skýrt frá um liðinn tíma og at- hafnir manna þá. Sannleikurinn verður alltaf sagna bestur, um það sem annað. Reykjavík, 30. maí 1968. Árni G. Eylands. Leiðrétting á attvugasemdum í ATHUGASEMDUM mínum við fréttatilkynningu Hagtryggingar h.f., sem birtust hér í blaðinu sl. laugardag, prentuðust tvær töfl- ur þannig, að þær voru algjör- lega óskiljanlegar. í fyrri töfl- unni var gerður samanburður á lægstu iðgjaldstöxtum aðildar- félaga samstarfsnefndar bifreiða tryggingafélaganna (SB) og lægstu iðgjaldstö.xtum Hag- tryggingar (HT fyrir fólksbif- reiðir (áhættuflokar 1A, 1B og 1C) og leigubifreiðir (áh.fl. 2) á 1. áhættusvæði frá 1. maí 1965 til 30. apríl 1966. Taflan fer hér eftir: Áhættu- Lægsti Lægsti Lægsti taxti HT flokkur taxti SB taxti HT lægri en lægsti kr. kr. taxti SB 1A 3.360,— 2.700,— 19.6% 1B 3.710,— 2.900,— 21.8% 1C 4.760,— 3.600.— 24.4% 2 6.510,— 5.600,— 14.0% Hinsvegar var því haldið fram í síðari töflunni var gerður í fréttatilkynningu HT, að HT hefði lækkað „bifreíðatrygging- ariðgjöld um nálega 60% fyrir góða ökumenn." samanburður á iðgjöldum, tjón- um, reksturskostnaði og hagnaði SB annarsvegar og HT hinsvegar í ábyrgðartryggingum bifreiða á árinu 1966 og fer tafla sú hér eftír: SB kr. Iðgjöld ársins ........... 102.951.375.— Tjón ársins................... 75.573.184.— Tjón í % af iðgjöldum ........ 73,41 Reksturkostnaður.............. 29.837.900.— R.kost. í % af iðgj........... 28,98 Hagnaður ..................... 1.992.096.— Hagnáður í % af iðgj................. 1,93 HT kr. 15.343.014,— 8.117.418,— 52,91 5.747.139.— 37,46 1.330.964,— 8,67 Varðandi frekari útskýringar á töflunum vísast til athugasemd- anna í Morgunblaðinu sL laug- ardag. Bjami Þórðarson tryggingafræðingur. Tónleikar: FERSKLEIKI Á UNDANFÖRNUM sex árum hefur nafnið John Ogdon feng- ið á sig síaukinn ljóma í erlend- um tónleika eða hljómplötuaug- lýsingum. Nafnið ber, svo sem kunnugt er, enskur píanósnill- ingur, stór í sniðum, sem rekur listrænt ætterni sitt ekki langt aftur til Busonis og e.t.v. fleiri slíkra stórmenna. Ogdon kom hingað og hélt tónleika á veg- um Tónlistarfélagsins sl. þriðju- dags og mfðvikudagskvöld. Þá gafst reykvískum tónleikagestum loks tækifæri til að kynnast listamanninum með ljómandi nafnið, og það voru víst engum vonbrigði. Hann hóf leikinn með króma- tísku fantasíunni og fúgunni eft- ir J. S. Baeh. Engu var likara en að hann væri sjálfur að upp- ljúka leyndardómum fantasíunn- ar í fyrsta skiptið þama frammi fyrir áheyrendunum í Austur- bæjarbíói, hugmyndaflugið þræddi svo frísklega furðulega stíga fantasíunnar. Fúgan fór hægt og leitandi af stað og tók þeim mun ákveðnari stefnu, er leið að lokum hennar. Sami fersk leiki var yfir túlkun Ogdons á hinum verkum efnisskrárinnar, Beethoven sónötunni opus 111, Gaspard de la nuit eftir Ravel of Mefisto, valsi nr. 1 eftir Liszt. Ferskleiki í túlkun er samt þaS, sem erfi’ðast mun vera að ná fram, þegar menn eiga að baki þúsundir tónleika með þúsund- um endurtekninga. John Ogdon veldur fádæma leiktækni, en tæknin er ekki sjálf markmið, hún þjónar tón- verkunum, flytur þau. Ogdon endurtók framsöguna í Beethov- en sónötunni, endurtók meir að segja smávægilega yfirsjón í einu taktbroti í framsögunnL Engar slíkar yfirsjónir gerðu vart við sig í öldugangi Gaspard de la nuit og hljóðfærið svaraði vel fáguðu handbragðinu. I Mefisto valsinum dró Ogdon fram hinar sterkustu andstæður, annars vegar var lokkandi 9eið- urinn hins vegar tryllandi djöf- ulgangur, þegar Mefistoteles býður Fást auð, völd og jafnvel æsku og leiðír Margréti fram í svfðsljósið... Ogdon sleppti engu tæknilegu smáatriði, opn- aði hins vegar allt hið stóra svið fyrir því drama, sem Liszt ætl- aði valsinum að vera. Þorkell Sigurbjörnsson. Aðalfundur Kven- félagsins Hringsins AÐALFUNDUR Kvenfélagsins Hringsins var haldinn 22. maí síðastl. að félagsheimilinu Ás- vallagötu 1. Formaður forú Sig- þrúður Guðjónsdóttir setti fund- inn og stjórnaði honum. Á síð- asta starfsári hafa látizt tvær merkar félagskonur, þær frú Ás- laug Benediktsson og frú Borg- hildur Björnsson. Formaður rakti helztu æviágrip þeirra, og þakkaði þeim störf þeirra í þágu félagsins. Bað hún síðan fundar- konur að rísa úr sætum í virð- ingarskyni við hinar látnu. Siðan gaf hún skýrslu um starf semi félagsins á liðnu ári. Starf- semin hefur eins og ævinlega áður gengið út á það, að afla fjár til áhugamála félagsins. — Fjárhmagur félagsins stendur með miklum blóma, og einnig sjóðir þess. Margar góðar gjafir nafa borizt, og sömuleiðis hefur 611 fjáröflun gengið mjög vel. Eins og kunnugt er beitir Hringurinn sér fyrir því, að koma upp Lækninga- og hjúkr- unarheimili fyrir taugaveikluð börn. Alþjóð er nú smátt og Skólaslit að Löngumýri HÚSMÆÐRASKÓLA þjóðkirkj- unnar að Löngumýri var slitið á annan í hvítasunnu. Hófst at- höfnin með guðsþjónustu í Víði- mýrarkirkju. Prestur var séra Sigfús J. Árnason á Miklabæ, en námsmeyjar úr skólanum sungu við guðsþjónustuna. Eftir guðsþjónustu fóru fram skólaslit á skólasetrinu, og flutti skólastjórinn, Hólmfríður Pét- ursdóttir, skólaslitaræðu og af- henti prófskírteini. Auk nemenda voru viðstaddir kennarar, nýskipuð skólanefnd og allmargir gestir. Formaður skólanefndar, séra Erlendur Sig- mundsson, biskupsritari, flutti ávarpsorð til kennara og nem- enda. Skýrði hann frá því, að unnið yrði að gagngerum endur- bótum á skólahúsinu í sumar, og mætti vænta þess, að til skóla- starfs yrðu góðar á komandi vetri. í skólanefnd Löngumýrarskól- ans eiga nú sæti auk formanns, séra Gunnar Gíslason, alþings- maður, varaformaður, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslum., frú Emma Hansen og frú Lilja Sigurðardóttir. Sýning var hald in á handavinnu nema á hvita- sunnudag. Sóttu þá sýnin.gu hátt á annað hundrað manns. smátt að skiljast, hversu brýn nauðsyn er að hlúa að Barnaspít ala Hringsins áfram, enda renn- ur allur ágóði af minningar- spjöldunum óskertur til hans, og á þessu ári höfum við borgað ýmis áhöld til spítalans ásamt mörgu öðru. Stjórnarkjör fór ekki fram að þessu sinni, þar sem það fer að- eins fram annað hvert ár. Núverandi stjórn skipa: frú Sigþrúður Guðjónsdóttir, form., frú Anna Hjartardóttir, ritari, frú Ragnheiður Einarsdóttir, gjaldkeri, og frú Sigríður Jóns- dóttir og frú Bryndís Jakobs- dóttir meðstjórnendur. Vara- stjórn skipa frú María Bernhöft, frú Guðbjörg Birkis, firú Sigríð- ur Zoéga og frú Ágústa Gísla- dóttir. Hringurinn þakkar svo öllum velunnurum sinum allan stuðn- ing, og vonast til að njóta hans áfram. (Fréttatilkynning). Luku BA-prófi Vegna línubrengls í blaðinu í gær birtist hér aftur skrá yfir þá stúdenta, er luku BA-prófi frá Hásikóla íslands: Einar Kristinsson, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Hafdís E. Ingvarsdóttir, Hafsteinn Þór Stefánsson, Hrefna Amalds. Ingvar Ásmundsson, Karl Kristjánsson, Kirsten Friðriksdóttir, KrLstín Bjarnadóttir, Ólafur H. Óskarsson, Sigrún R. Þorsteinsdóttir, Sigurður Pétursson, Silja Aðalsteinsdóttir, Skúli Halljórsson, Sólveig Einarsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Þuríður Kvaran. Stálu fatnaði RANNSÓKNARLÖGREGLAN handsamaði fyrir skömmu þrjá pilta, grunaða um innbrot. Hafa þeir nú viðurkennt, að þeir hafi stolið allmdklu af fatnaði, er þeir brutust imi í Nýju Efnalaugina, Fichersundi 3, aðfarainótt föstur dagsins 31. maí. Hafa þeir skilað nokkru af fatnaðinum aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.