Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNt til eða frá Gíbraltar varð ég fyr- ir neinum óþægindum af hálfu Spánverja. Þvert á móti, voru allir tollþjónar og aðrir embætt ismenn afar kurteisir og prúðir í framkomu. Gíbraltarhöfðinn, eða Kletturinn .Hið mikla virki er uppi á klettinum. GIBRALTARIDEIELUNNI Njörvasund er ekki langt trá Torremolinos NÝLEGA hefur verið skýrt frá því, að Spánverjar hafi lokað landamærum sínum við Gíbralt- ar, bersýnilega til þess að reyna að hafa áhrif á gang samninga- umleitana, sem um þessar mund ir fara fram milli fulltrúa Breta og Spánverja í Madrid, um fram tíð nýlendunnar. Blöðin heima á íslandi eru full af auglýsingum um ódýrar skemmtiferðir ýmist til Costa Brava, Costa del Sol eða Mallorca, og margir íslend- ingar hafa þegar legið í sólinni á þessum slóðum. Spænskar stúlkur eru að sýna nýjustu tízkuna í íslenzkum fiskiþorpum og Spánn yfirleitt virðist vera _.í tízku í augnablikinu. Eins og kunnugt er, krefst spænska ríkisstjórnin þess, að „Kletturinn" — eins og Gíbralt- ar er oft kallaður á ensku — verði „deklolóniseraður", eða með öðrum orðum hætti að vera brezk nýlenda. Ályktun þess efnis var á sínum tíma samþykkt hjá Sameinuðu þjóðunum. Hins vegar létu Bretar fara fram þjóð aratkvæði um framtíð Klettsins meðal íbúa hans. Yfirgnæfandi meirihluti kaus eindregis með að vera áfram undir brezkri vernd. Samningaumleitanir xnilli brezkra og spænskra yfir i valda hafa reyndar staðið yfir í all langan tíma ,en án áranguis og nú bendir margt til þess, að Spánverjar ætli að láta til skar- ar skríða. ^ Enda þótt Rómverjar hefðu einu sinni búið þar ,dregur Gí- braltar nafn sitt af arabískum leiðtoga, Tarik, sem lenti þar ár ið 710, þegar Arabar voru að . byrja að leggja undir sig stóra hluta af spænska meginlandinu. Á arabískri tungu heitir klettur „gebel“, svoleiðis að Gíbraltar þýðir Klettur Tarkis. Spánverj- um tókst ekki að ná Gíbraltar úr höndum Máranna fyrr en ár- ið 14®2, en síðasta máríska virk- ið á Spáni, Granada, féll ekki fyrr en árið 1492 (sama árið og Kólumbus fann Mið-Ameríku). Það var í svokölluðu Spænska Erfðastríðinu að Bretar tóku Gíbraltar árið 1704 af Spánverj- um með herhlaupi, en þess ber að geta, að það var upphaflega gert fyrir austurríska erkiher- togann, Karl, sem í þá daga gerði kröfu til spæinsku krúnunnar. Samkvæmt Utrecht-samningi ár ið 1713 var Gíbraltar formlega afhentur Bretum, og enginn ann ar samningur hefur verið gerð- ur um Gíbraltar síðan. Spánverj ar reyndu oftar en einu sinni að cá Klettinum aftur á sitt vald, en þessar umsáturstilraunir báru aldrei árangur. Ótvírætt má fullyrða, að Gí- braltar hafi haft geysimikla þýð- ingu fyrir Bretland sem her- og flotastöð ,einnig sem „refuelling station" eða birgðastöð fyrir skip almennt. Með samdrætti herafla Breta fyrir austan Súez og missi flestra nýlendna í Afríku og Asíu er augljóst, að Gíbraltar gegnir í dag ekki sínu fyrrverandi hlutverki nema að mjög takmörkuðu leyti. Hinsveg ar hafa Bandaríkjamenn á seinni árum sýnt vaxandi áhuga fyrir Spáni, og meðal annars samið við Spánverja um að mega hafa nokkrar hernaðarlegar bæki- stöðvar þar, ekki sízt í grennd við Klettinn, og bandarísk her- skip koma iðulega við í Gíbralt- ar, eins og í Hong Kong, sem er einnig ein af þeim örfáu brezku nýlendum í heiminum í dag. Ennfremur eru sovézk skip, bæði úr stórauknum verzlunar- flota og sjóher, farin að sigla um Miðjarðarhafið og framhjá Gíbraltar miklu oftar en áður. Allt þetta gerir án efa spænska ríkisstjórnin sér mjög vel grein fyrir. Gíbraltar er tengdur meginlandi Suður- Spáns mjóum og löngum tanga norðanmegin. Þarna er landa- mæraborgin La Linea. Þetta hef ur verið aðalflutningaleið fyrir erlenda ferðamenn og vörur frá Spáni, og um margra ára skeið hafa þúsundir spænskra verka- manna, sem eru búsettir í La Linea og vinna í Gíbraltar, far- ið þessa leið fram og aftur dag hvern. Vestanmegin er fallegur flói, kenndur við spænsku borg- ina Algeciras, en þaðan fara ferjur til Gíbraltar á hálfum klukkutíma nokkrum sinnum á dag. Vöruflutninga frá Bret- landi og öðrum löndum en Spáni annast aðallega flutningaskip, en í Gíbraltar er stór höfn. Á ofangreindum tanga er svo eini flugvöllurinnn í Gí’braltar. Þegar ég var á heimleið frá Mexíkó á spænsku farþegaskipi um miðjan janúar í vetur, fór ég af skipinu í hinni sögulegu, spænsku borg, Cadiz, dvaldizt um 10 daga á Spáni og skrapp yfir Njörvasund til Marokkó. Blaðafréttir hermdu, að spænsk yfirvöld væru þegar byrjuð að setja ýmsar hömlur á fólksflutn inga til og frá Gíbraltar. Þrátt fyrir það, vildi ég ekki missa af tækifærinu að sjá Klettinn fræga ,og tók ég því rútubíl frá Cadiz til Algeciras. Þar blasir Gíbraltar við hinumegin við fló- ann í allri sinni dýrð. Veðrið var hið ákjósanlegasta, glamp- andi sólskin, blæjalogn og 20 stiga hiti. Margir Bretar biðu síðla dags á bryggju í Algeciras eftir ferjunni. Sumir búsettir á Gíbraltar, höfðu eytt deginum í Algeciras sér til skemmtunar, en aðrir voru Bretar búsettir á Suður-Spáni, sem vildu verzla í Gí'braltar. J't isstaðar í grennd við Gíbraltar búa Englendingar, mest fullorðið fólk, og hafa margir þeirra starfað í fyrrver- andi brezkum nýlendum og eru nú á eftirlaunum hjá ríkinu. Kletturinn er fríhöfn, og þar af leiðandi eru fáanlegar allskonar vörur frá öllum heimshornum á lágu verði. Ég slóst í för með þessu fólki, en hvorki á leiðinni Þegar maður stígur á land í Gíbraltar, er eitt af þeim fyrstu fyrirbærum, sem hann tekur eftir, lögreglumenn, klæddir al- veg eins og í London, jafnvei með samskonar hjálma og alvar legan svip. Þrátt fyrir þennan brezka blæ á klæðaburði, bregð ur hann svolítið við, þegar þess- ir „bobbies" svara manni ekki á cockney-ensku, heldur með sterkur erlendum hreim. Mað- ur verður ennþá meira undrandi þegar sumir strætisvagnastjórar geta ekki einu sinni svarað manni á ensku yfirleitt. Hins vegar er Aðalstrætið þar ekki ósvipað þröngri, gamalli götu í smáborg í Suður-Englandi. Þarna eru rammenskar bjórstof- ur með nöfnum eins og „Rauða Ljónið“, fish-and-chips shops og útibú margra þekktra brezkra fyrirtækja, banka, verzlana, o.s.frv. — og kirkjunum ógleymdum. Þar ber einnig mik ið á brezkum hermönnum, er- lendum ferðamönnum og ame- rískum sjóliðum og sumar minja gripaverzlanir (oft reknar af Ind verjum) sýna sérstök skilti með áletrun á rússnesku. Innfæddir íbúar Gíbraltar eru taldir um 25.000, en ég komst aldrei nákvæmlega að því, hvað an forfeður þeirra væru upp- runnir. Mér var tjáð, að nokkuð margir væru afkomendur Gyð- inga frá Genúa á Norður-Ítalíu. Aðrir voru greinilega af spönsk- um eða arabískum ættum, og aðaltungumálið, sem var talað á götunum, virtist vera nokkurs konar afbökuð spænska frekar en enska. Efri hluti Klettsins er eitt samfellt virki, og undir- lendi er ekkert, þannig að fólk býr mjög þröngt. f flestum hlið- argötum voru merki, fánar og skilti, sem höfðu sennilega ver- ið sett upp í sambandi við hina nýafstöðnu þjóðaratkvæða- greiðslu. Allsstaðar blöktu brezkir fánar, og öll áletrun á veggjum bar glöggt vitni um, að fólkið vildi ekki sameinast Spáni. Skrifmálið var enskt, mis jafnlega vel gert hvað viðvíkur málfræði og stafsetningu. Á ein- um stað var gróflega málað í stórum stöfum: „Við elskum okkar Betu (þ.v.s. Elísabetu, Bretadrottingu). Kerlingin, hún mun aldrei yfirgefa okkur“, og víðar sá maður svipaðar stað- hæfingar. Þegar íbúar Gíbraltar láta skýrt og skorinort í ljós, bæði í tali og riti, að þeir vilji vera áfram undir brezkri vernd, cr það vafalaust gert í einlægni og af sannfæringu. Hitt er annað mál, að margir þeirra eru senni lega að hugsa jafnmikið um þann hagnað, sem þeir hafa af fríhafnarviðskiptum og um föð- urlandsást gagnvart Bretlandi. Til dæmis, spænska sjónvarpið, sem sést að sjálfsögðu vel í Gí- braltar, virðist mjög vinsælt hjá mörgum. Ef til vill mundu flest- ir íbúar vilja kjósa algert póli- tískt sjálfstæði, en þeir verða að viðurkenna, að það er ekki raunhæf lausn vandamálsins. Spánn hefur enn ekki tekið upp aftur diplómatískt samband við Sovétríkin. Bæði löndin hafa um langt skeið gagnrýnt hvert annað harðlega í sínum áróðri. Aftur á móti var ég hissa að sjá víðsvegar á Spáni auglýsingar um sovézkar kvik- myndir og heimsóknir sovézkra listamanna og annarra Rússa. Til dæmis í Madrid sá ég sjálfur í geysistóru bíói hina nýju sov- ézku kvikmynd „Stríð og Frið- ur“ (eftir Tolstoj). Áhorfendur voru margir. Ennfremur á leið yfir Atlantshafið frá Mexíkó á spænsku skipi, var mjög oft leik in rússnesk tónlist í hátalakerfi skipsins, en þessi tónlist var tek in upp af Spánverjum á segul- band. Stundum voru heilir þætt ir, ekki eingöngu af sígildri rússneskri tónlist, en iðulega af nútíma sovézkri tónlist, meðal annars kór Rauða hersins. Mér var sagt, og maður fann það reyndar í sumum spænskum blöðum, að í dag væri miklu minni andúð á Sovétríkjunum en fyrir nokkrum árum, ekki sízt vegna þess, að sovétstjórn- in styður Spánverja í Gíbraltar- málinu á alþjóðavettvangi. Hjá einstöku fólki gætti hinsvegar andúðar á amerískum bæki- stöðvum á Spáni. Hvað sem því líður, er eitt augljóst: Spænska ríkisstjórnin er að reyna að hafa áhrif á bandaríska stefnu í deilu málinu við Breta með því að hóta að segja upp samningum þeim, sem veita Bandaríkja- mönnum hernaðarlega aðstöðu á Spáni. Hún hefur einnig krafizt þess, að bandarísk herskip hætti að nota höfnina í Gíbraltar. Eins og flestum íslendingum mun kunnugt, er Spánn eitt helzta ferðamannaland heims og kemur stór hluti af þessu ferða- fólki einmitt frá Bretlandi. Ef deilan um Gíbraltar harðnar verulega, gæti það haft alvarleg áhrif, meðal annars á ferða- Framh. á bls. 23 (Ljósm.: P.K.) Algeciras á Spáni, gegnt Gíbraltar. Hér bíður brezkt fólk eftir ferjunni í Algeciras, en með henni fer það til Gíbraltar .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.