Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 2
2 !:>*; ÍHTJt : H OAg IVCHVJ , i■ ■ >ft MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JUNÍ Unniö af kappi að undirbúningi byggingar félagsheimilis stúdenta - ríkissjóður hefur lagt tœpar 4 millj. fra m til byggingarinnar Háskólaráð hefur ákveðið, að veita Félagsstofnun stúdenta 5 milljón króna styrk af happ- drættisfé til byggingar félags- heimilis stúdenta, eins og fram hefur komið. Hér birtist mynd af tillögu um útlit Félagsheimil- isins eftir Jón Haraldsson arki- tekt, og er hún tekin úr Stúd- entablaði frá 1964. f stúdentaráði því, er Björn Bjarnason stud.jur veitti for- formennsku og lauk störfum í apríl s.l. var unnið að frekari undirbúningsvinnu undir bygg- ingu félagsheimilisins af hags- munanefnd stúdentaráðs. Hér fer á eftir skýrsla formanns þeirrar nefndar, Jóhanns Heiðars Jó- hannssonar, stud med, um það starf. Skýrslan er tekin úr Vett- vangi stúdentaráðs, sem nýlega kom út: Jón Haraldsson arkitekt boðað- ur á fund með nefndinni og voru þar ræddar teikningar að félags heimilinu, sem gerðar voru 1964. Ljóst var, að talsverðra breyt- inga var þörf og var því hafizt handa um að kanna óskir stúd- enta í sambandi við félagsheim- ilið. Auglýst var eftir umsókn- um frá félögum og samtökum stúdenta í háskólanum um að- stöðu í vaentanlegu félagsheim- ili. Umsóknir bárust frá deildar- félögunum 8, SFHÍ, SÍSE og Stúdentablaðinu. Að þessu loknu var gerð nákvæm skrá yfir þær vistarverur, sem nauðsynlegar mættu teljast I félagsheimilinu. Þegar hér var komið sögu, var skipuð samstarfsnefnd SHÍ og Háskólaráðs um félagsheimilis- málið. Af hálfu SHÍ voru valdir dr. Ragnar Ingimarsson, formað- ur og Leifur Benediktsson, stud polyt., en haf hálfu Háskólaráðs prófessorarnir Árni Vilhjálma- son og Loftur Þorsteinsson. Nefnd þessi átti að hafa umboð byggingarnefndar, unz stjórn fé lagsstofnunar stúdenta tæki til starfa. Fyrsta verk nefndarinn- ar var að fela Jóni Haraldssyni, arkitekt, að gera nýjar tillögu- teikningar að félagsheimilinu og voru teikningar frá 1964 og skýrsla hagsmunanefndar lagðar til grundvallar. Snemma í apríl toru þessar teikningar tilbúnar og fékk hagsmunanefnd þær þá til umræðu. Virtust þær full- nægja óskum okkar á viðunandi hátt. Þegar þetta er ritað, fara fram umræður um ráðningu verk fræðings vegna félagsheimilisins til þess að hægt verði að full- gera teikningar næsta vetur. í sjóði til félagsheimilisbyggingar mun nú vera talsvert á fjórðu Framh. á bls. 3 SBBBEHBa Útlitsteikning félagsheimilis stúdenta við vesturenda Gamla Garðs, sem gerð var af Jóni Haraldssyni, arkitekt.árið 1964. ÖRYGGI ER FYRIR ÖLLU SEGJA LOFTLEIDAMENN - 20 farþegar hættu við flugferð vegna bilanna „Stærsta málið í starfi nefnd- arinnar í vetur var félagsheim- iiismálið. Það mál hafði legið ut- an garðs í nokkur ár. í upphafi var reynt að kanna á hverju mál ið hefði strandað síðast, en bar það lítinn árangur. Fundir voru haldnir með háskóiarektor og skýrði hann afstöðu sína og Há- skólaráðs í málinu. Síðan var Fyrsta sending í kísilgúr tíSILGÚRVERKSMIÐJAN við Mývatn hefnr sent frá sér eina sendingu af framleiðslu sinni til útlanda, og voru það alls 65 tonn. Fóru 25 tonn til Englands en 40 til Þýzkalands. Ekki hef- ur frétzt hvemig framleiðslan lík aði, en hún komst seinna á á- fangastað en ráðgert var. Olii því hafísinn fyrir Norðurlandi, er teppti för flutningaskipsins um skeið. Áframhaldandi framleiðslu á kísilgúr verksmiðjunnar miðar jafnt og þétt, áfram en menn fara sér þó hægt nú fyrst um sinn meðan árangur fyrstu send ingarinnar liggur ekki fyrir. Hef ur samt talsvert magn kísilgúrs verið flutt í skemmur, að því er Vésteinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, sagði Morgunblað inu í gær. SÁ atburður gerðist í gærmorg- un suður á Keflavíkurflugvelli, að 20 farþegar með flugvél Loft- leiða hf., sem var á leið frá New York til Luxemborgar með 189 farþega, neituðu að ganga upp í vélina, er hún átti að hefja sig til flugs frá vellinum. Þeir hurfu af landinu síðar um daginn með öðrum flugvélum félagsins eða annarra flugfélaga. Astæða þess- arar neitunnar farþeganna voru ítrekaðar bilanir á vélinni. Mbl. sneri sér af þessu tilefni til Sig- urðar Magnússonar, blaðafull- trúa Loftleiða hf., og sagði hann, að atburðir sem þessi gætu gerzt og gerðust hjá hvaða flugfélagi sem er, en Lofleiðir myndu ekki slaka á öryggiskröfum sínum vegna hans. Farþegarnir neituðu að fara upp í flugvélina, að því er einn þeirra skýrði blaðinu frá, þegar vélinni hafði seinkað um 30 tíma, einkum vegna vélarbilana. Hafi henni verið snúið við stuttu eftir að lagt var af stað frá New York, þegar ein hr«yfill hennar bilaði. Ferðin hingað til Islands hafi hins vegar gengið vel, eftir að lagt v£ir af stað að nýju. Á Keflavíkurflugvelli hafi það hins vegar borið við, að er farþegar höfðu tekið sér sæti í vélinni og búist til brottferðar, voru þeir allir beðnir að fara úr vélinni, vegna þess að einn hreyfillinn fór ekki í gang. Er þeirri við- gei'ð var lokið komst vélin að nýju af stað, en þegar henni hafði verið flogið í nokkurn tíma var snúið til baka til Keflavíkur vegna bilunnar. Sagði farþeginn, að þá hefði sér og nokkrum öðrum orðið nóg boðið og neit- að fljúga áfram með vélinni, virtist maðurinn mjög æstur og mfður sín yfir þessu öllu saman. Eins og fram kemur hér að framan voru það 20 farþegar, sem neituðu að halda áfram með vélinni. Loftleiðir hf. greiddu götu þessa fólks og komu því á aðrar vélar hjá félaginu eða öðr- um félögum. Með vélinni voru 189 manns, er hún kom til Kefla- víkur og þaðan héldu með henni 169 farþegar. Vegna þessa máls sneri Mibl. sér til Sigurðar Magnússonar, blaðafulltrúa Loftleiða hf., til þess að heyra sjónarmi'ð félags- ins. Sigurður sagði: „Atburður, sem þessi geta gerzt og gerazt hjá hvaða flugfélagi sem er. Og hjá okkur er ekki farið af stað með farþega í vél, þar sem einn hreyfill er vafasamur og tel ég það okkur fremur til sóma en svívirðingar. í öðru lagi vil ég geta þess, að sá, sem kvartaði, er ein af þeirri manntegund, sem kallast „hippies" og er þekkt fyrir að mótmæla öllu því, sem venjulegt er og hefðbundið, og þar me’ð einnig sjálfsögðu örygg isráðstöfunum flugfélaga. I þriðja lagi eru Loftleiðir hf. kunnir að því, að hafa alltaf gert allt til þess að tryggja farþegum sínum örugga ferð og ef þessum unga manni finnast öryggisreglur okk ar of strangar, verður hann að ferðast með öðrum flugfélögum. Við munum ekki láta af okkar öryggiskröfum vegna kvartana frá hans likum. Hvað varðar seinkunina, vil ég að lokum segja þetta: „Vi kommer sent men vi plejer at komme godt.“ AÐALFUNDUR Sjóvátrygging- arfélags íslands hf., var haldinn 7. júní I húsakynreum félagsins í Ingólfsstræti 5. í upphafi fundaTins minntist formaður félagsstjórnar, Sveinn Benediktsson, framkvæmdastj., fjögurra hluthafa, sem látizt hafa frá síðasta aðalfundi, þeirra frú Áslaugar Benediktsson, frú Jónínu Arnesen, Davíðs Þor- steinssonar á Arnbjargarlæk og Arents Claessens, stórkaup- manns. Vottaði fundurinn þeim virð- ingu sína. FundaTstjóri var Benedikt Blöndal, hrl., en fundarritari Axel J. Kaaber, skrifstofustjóri. Framkvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, flutti skýrslu um rekstur og hag fé- lagsins, en árið 1967 var 49. starfsár þess. Jafnframt skýrði hann hina ýmsu liði ársreikning- anna. Samanlögð iðgjöld sjó-, EKIÐ var á kyrrstæða bifreið, R-17926, sem er af Volkswagen- gerð, þar sem hún stóð á stæð- inu við Kalkofsveg og Geirsgötu. Gerðist þetta hinn 7. júní sl. Var bifreiðin dælduð og rispuð á hægri hlið, og var blá máining í förunum. Biður umferðardeild rannsóknarlögreglunnar þá seon einihverjar upplýsingar geta gef- ið, um árekstur þennan, að hafa samband við sig. Reitingsafli ÖTj REITINGSAFLI hefur verið hjá togurunum að undanförnu. t sl. vikn komu fjórir togarar til Reykjavíkur og lönduðu, og voru það Narfi með 223 tonn, Þorkell máni með 93 tonn, Júpí- ter með 274 tonn og Hallveig Fróðadóttir með 262 tonn. Einn togari hefur landað, það sem af er þessari viku. Er það Neptúnus, sem kom til Reykja- víkur með 170 tonn eftir 9 daga útivist á heimamiðum. Von er ennfremur á Agli Skallagríms- syni og Þormóði goða, en hinn síðarnefndi hefur verið á A- Grænlandsmiðum. bruna-, bifreiða-, ábyrgða- og endurtrygginga námu um 166,5 milljónum króna, en af líf- og líifeyristryggingum um 3,7 millj., eða samtals um 170 milljónir. Fastur eða samningsbundinn afsláttur til viðskiptamanna er þegar frádreginn í upphæðuim þessum, svo og afslóttur eða bón us til bifreiðaeigenda, samtals um 25,8 milljónir. Stærsta tryggingardeildin er Sjódeild, iðgjöld tæplega 75 milljónir, en þar urðu tjónin líka 77 milljónir króna. í tjónabætur voru greiddar samtals um 135,6 milljónir, en í laun, kostnað, umboðslaun og skatta um 28,3 milljónir króna. Iðgjöld og tjónavarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir eru nú um 114,3 milljónÍT króna. Er Líftryggingardeildin ekki talin með í þessum tölum. Ið- gjaldasjóður, vara- og viðlaga- sjóður hennar eru hinsvegar tæp lega 57,9 milljóndr króna. SamanlagðÍT varasjóðir eru því um 172 milljónir. Nýtryggingar í Líftryggingar- deild námu 20,3 milljónum en samanlagðar líftryggingar í gildi um sl. áramót voru um 166 milljónir Stjórn félagsins skipa, Sveinn Benediktsson, framkvæmdastj., Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar- maðuT, Ágúst Fjeldsted, hrl., Bjöm Hallgrímsson, framkvstj., og Teibur Finnbogason, stór- kaupmaður. (Fréttatilkynning). ELZTI borgari Hafnarfjarðar, Sigurveig Einarsdóttir, vist- kona að Sólvangi í Hafnarfirði, átti 100 ára afmæli í gær. Bárust henni fjöldi blóma og heillaóska, og bæjarstjóri Hafn arfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, heimsótti gömlu kon- una. Færði hann henni blómakörfu ásamt ámaðaróskum bæjarstjómar. Sigurveig er eini vistmaðurinn að Sólvangi, sem náð hefur svo háum aldri. Aðalf undur Sjðvátrygg ingarf élags Islands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.