Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1968 GISU CUÐMUNDSSON: Setið á Ferðamáiaráðstefnu IJM þebta leyti árs er venjuleg- ast mikið um allskonar ráðstefn- ur á landi voru og í blöðunum birtast fréttir frá slíkum sam- komum daglega. Töluvert virð- ist mikilvægi þeirra misjafnt, sumar eru setnar af útlendu stórmenni, víðsvegar að, sem ræða vísindaleg málefni af mik- illi þekkingu, en á öðrum er að- eins heimafólk, sem stendur í eigin bæjardyrum með sína meiningu. Komi'ð hefur fyrir að hún hefur reynzt haldbetri en vísindin. Víst er um það, að þessi málþing eru orðin fastur liður í þjóðlífinu og njóta vin- sælda, enda má oft eiga von á ráðherraveizlu. Ég vil síður en svo gera lítið úr þessum ráð- stefnum, þvert á móti, þá tel ég þær mikilvægar, stundum mjög mikilvægar. Á þeim kemur sam- an fólk víðsvegar að, kynnist og skiptist á skoðunum. Oftar en hitt, þá koma þar fram kunnir menn, sem flytja erindi um mik- ilvæg málefni. Vissulega flýtur léttmetið með, en ég hefi veitt því athygli, að áheyrendur eru fui'ðu glöggir á það og hleypa því framhjá. Á þessi þing sækir fólk því aukna þekkingu og víð- sýni og um Ieið meiri getu í störfum. Þó að meirihluti þeirra sé sóttur af atvinnu- og hags- munahópum, þá er þar einnig mikið af áhugafólki, sem á engra beinna hagsmuna að gæta. I brjóstum þess lifir þessi furðu- legi neisti, að vilja ljá góðu máli byr en spoma við þeim óþörfu; leggja hönd á plóginn, hvar sem þess virðist þörf, án annarra launa en þeirrar innri fullnægingar, að vita sig hafa komið einhverju jákvæðu til leiðar. Opinber stjómarvöld eiga þakkir skilið fyrir að hafa skil- ið mikilvægi þessara ráðstefna, og að veita þeim stuðning, með því að senda á þær frambæri- Iega menn, sem eru reiðubúnir að veita nauðsynlegar upplýsing- ar og aðra liðveizlu, ef með þarf. Hvað veizltmum viðkem- ur, þá finnst mér áð skattborg- arinn ætti ekki að sjá eftir pen- ingunum, sem í þær fara. Is- lenzka þjóðin hefur lengst af verið gestrisin í eðli sínu og er það enn; því finnst mér naum- ast sæmandi fyrir stjómarvöld hennar að afrækja þá fornu dyggð. Og þá er víst bezt að hætta þessum vangaveltum og komast að efninu. Ég sat eina af þessum ráð- stefnum nú um daginn, og hafði bæði gagn og gaman af. í>að var Ferðamálaráðstefnan haldin að Höfn í Hornafirði dagana 18. og 19. maí. Það var mikið sólfar þessa daga og bjart yfir sveitum þar eystra, glitrandi jökull hið efra en ís fyrir landi. Fyrir 3 árum efndi Ferðamála ráð, þá nýkosið, í fyrsta sinni til slíkrar ráðstefnu og var hún haldin á Þingvöllum. Árið eftir var hún haldin á Akureyri, í fyrra í Reykjavík og svo þessi er var hin fjórða í röðinni. Tvær fyrstu ráðstefnurnar sat ég ekki en ég hefi fyrir satt að þær hafi einkennzt of miki'ð af hörðum átökum, þar sem sum- ir deiluaðilar sýndu takmark- aða hófsemi í vopnaburði sín- um. Þetta skaut strax upp koll- inum á ráðstefnunni í fyrra en var kveðið niður, að mestu. Sem betur fór var þessi ráðstefna al- veg laus við þann ófögnuð, en einkenndist af málefnalegum umræðum og yfirvegaðri af- greiðslu mála. Er hin nýju lög um fer'ðamál voru sett fyrir 4 árum, eftir langar og harðvítugar deilur, fyrst og fremst út af einokunar- aðstöðu Ferðaskrifstofu ríkisins, var deiluaðilum heiitt í hamsi og fyrirsvarsmenn einkaframtaks- ins sigurglaðir. Sumir þeirra hugðust nú fylgja sigrinum fast eftir og ganga af þessu ríkisfyr- irtæki dauðu, sem hin gallaða lagasetning hafði skilið eftir óþarflega berskjaldað, sumpart vegna skilningslítillar afstöðu forsvarsmanna þess. Það voru árásir þessara aðila, stundum hóflausar, jafnvel ruddalegar, sem áð settu leiðinda svip á tvær fyrstu ráðstefnumar. Ráðstefnuna sóttu um 50 gest- ir en auk þeirra nokkrir heima- menn, sem vöktu athygli að- komumanna vegna prúðmennsku í málflutningi og framkomu. Mesta athygli vakti þó hið nýja og glæsilega hótel staðarins, sem er honum og eigendum þess til sóma. Ferðamálaráð á einnig þakkir skilið fyrir góðan stuðn- ing við þá framkvæmd. Fyrir- komulag hótelsins mætti gjarna verða öðrum til eftirbreytni, er hyggja á slíkar framkvæmdir. Sérstaklega finnst mér það at- hyglisvert, hversu vel hefur tek- izt áð aðskilja gistirými frá veit- ingarými og koma þannig í veg fjrrir að hávaði frá gleðskap þar trufli svefnfrið næturgesta. Þetta hefði arkitekt Loftleiða- hótelsins mátt hafa betur í huga, er hann teiknaði þá byggingu. Ráðstefnan var haldin í félags- heimili staðarins, Sindrabæ, og sett af formanni Ferðamálaráðs, Ludvig Hjálmtýssyni, sem einn- ig er framkvæmdastjóri þess. Það er trúa mín, að þeim manni hafi þegar tekizt að þoka ýmsu góðu áleiðis. Stormasamt mun stundum hafa verfð á fundum ráðsins og þá hefur hann reynt að bera klæði geðspektar og sanngirni á vopnin. Það er vel er menn stækka í nýju starfL Fundarstjóri var kjörinn Ágúst Hafberg frá Félagi sérleyfishafa og honum til aðstoðar Birgir Þorgilsson frá Flugfélagi ís- lands. Fundarritarar voru þeir Einar Guðjohnsen, framkvæmda stjóri Ferðafélags íslands, og Tómas Zoega, fulltrúi Félags ferðaskrifstofueigenda. Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla Ferða málaráðs fyrir árið 1967, flutt af framkvæmdastjóranum. Var hún mjög ýtarleg en ég mun ein ungis geta þess, sem mér fannst einna athyglisverðast. Kosftnaður við Fer'ðamálaráð varð kr. 400 þús. á árinu og verð ur að teljast mjög í hóf stillt, enda hefur það ekki úr miklu að moða, því að fjárveiting til þess er mjög lág, má segja allt of lág. Ráðið hélt 40 ftmdi á starfsárinu og eru öll þau funda- Gísli Guðmundsson höld ólaunuð. Mjög mörg mál voru tekin til meðferðar og skildist mér að klögumál hefðu verfð all fyrirferðamikiL Tölu- vert af kvörtunum mun hafa borizt til ráðsins frá erlendum aðilum vegna vanskila íslenzkra ferðaskrifstofa. Óskandi væri, að hægt verði að koma í veg fyr- ir slíkt í framtíðinni, því að eng- an veginn getur það talizt góð landkynning. Nokkuð mun einn ig hafa verið um kvartanir á innlendum vettvangi; það er ferðamálum okkar til framdrátt- ar, að til skuli vera opinber aðili til að fjalla um þessi mál. Gisti- og veitingastöðum víðsvegar um Fyrri grein land, var veitt aðstoð við út- vegun tækja og húsbúnaðar og á því sviði höfð náin samvinna við Gisti- og veitingahúsaeftirliit ríkisins, sem Edward Frederik- sen veitir forstöðu af miklum dugnaði. Á árinu 1967 komu til lands- ins 37,728 „túristar", 8,6% aukn- ing frá árinu á undan. Við þá tölu bætast 6,500 farþegar með erlendum ferðamannaskipum, sem bjuggu þar um borð og dvöldu í landinu innan við sól- arhring. Heildartala erlendra gesta vartS því 44,228. Það kom í Ijós, í skýrslunni, að á und- anförnum árum hefur ísland ver ið með meiri aukningu í að- streymi erlendra ferðamanna, en nokkurt annað land í Vest- ur-Evrópu. Um gjaldeyristekj- urnar af þessum erlendu ferða- mönnum voru upplýsingarnar meira á reiki. Til gjaldeyris- deilda bankanna höfðu borizt 97,4 millj., en þeir telja að þar vanti mikið upp á góð skil, að verulegur hluti af gjaldeyrinum hafi hafnað í vösum annara. I skýrslunni var einnig talin fram sala á vörum fyrir erlendan gjaldeyri í Fríhöfninni á Kefla- víkurflugvelli, samtals 27,9 millj. Þá upphæð verður þó að taka méð miklum frádrætti, þvi að meirihluti hennar fer beint til kaupa á erlendum varningi, sem auk þess eru engar tolltekjur af. I skýrslunni kom fram, að allri innlendri skýrslugerð, um erlenda ferðamenn, eru verulega ábótavant. Lítið er vitað um lengd dvalar þeirra á Islandi, flutningafélög, svo og gisti- og veitingahús, tregðast við, eru jafnvel ófús til að skila skýrsl- um um þetta eins og tíðkast hjá öðrum þjóðum, þó að Ferðamála- ráð sendi þeim eyðublöð til út- fyllingar. Kemur þar enn einu sinni fram hinn landlægi trassa- skapur, sem svo erfitt vir’ðist að losna við. Hvenær skyldi okkur takast að útrýma þessum leiðin- lega búrahætti. Samt gerði ráð- | ið alvarlega tilraun til að reikna út hversu miklar tekjur landið hefði haft af þessum útlendu gestum, þegar með eru talin far- gjöld þeirra að og frá landinu. Niðurstaða þess útreiknings varð sú, að þær myndu hafa numið li’ðlega 9% af heildar gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar. Sem sagt svipuð hlutfallstala og hlutur Vestmannaeyja, sem sá mikli út- gerðarstaður er eðlilega stoltur af. Þó verður hlutur „túristanna" töluvert ríflegri ef við höfum það í huga, að þeirra gjaldeyrir er keyptur á réttu gengi og að verulegum hluta af honum er eytt til kaupa á innlendum fram leiðsluvörum, sem við annars þyrftum að borga með út úr landinu. Það fóru 26,368 tslendingar til útlanda á árinu 1967, svo að ef mfðað er við höfðatölu, þá var ferðamannabúskapurinn hagstæð ur um tæp 15 þús. En um gjald- eyrisbúskapinn er allt önnur saga, þar vann okkar fólk yfir- burð-asigur, þrátt fyrir liðsmun- inn. I undanfarin 15 ár hefi ég far- ið með íslenzka ferðahópa til út- landa á hverju ári og suma stóra. Með örfáum undantekn- ingum þá hefur þetta fólk verið með fullar hendur fjár, hjá sum- um eins og óværð á líkmanum, sem það leggur ofurkapp á að losa sig við. Það er mikill mun- ur á því eða meöferð útlendinga á sínum fjármunum hér á landi. Hörmulegast er þó að horfa upp á virðingarleysið fyrir okkar eig- in gjaldeyri og hvernig allar reglur um útflutning á honum eru þverbrotnar. Eitt sinn fylgd- ist ég með því, er farþegar um borð í skipi voru að koma pen- ingum sínum til geymslu um borð. Nokkuð af þeim var er- lendur gjaldeyrir en langmest íslenzkir 1000 kr. seðlar, þetta frá 10 upp í 30. Þá var leyfilegt að fara með 2500 kr. út úr land- inu. Sannarlegt er þetta rauna- legt virðingarleysi fyrir lands- lögum, að ég nú ekki tali um fyrir eigin fjármunum, því að undantekningarlítfð verður að sætta sig við afföll af þessum peningum, stundum mikil. Ég álít að ferðaskrifstofur okkar eigi sinn hlut í þessu, ég veit sönn- ur á því, að hjá þeim hefur fóllc fengið þau svör, að þetta sé allt í lagi, það sé allsstaðar hægt að skipta þessum peningum. En út- koman verður heldur betur ó- heagstæð ef afföllin á þessum seðlum fara upp I 25—30%, sem Seðlabankinn svo verður að inn- leysa á fullu ver'ði. Það er ekki að furða þó að íslendingar séu hvarvetna miklir aufúsugestir í öðrum löndum. Það urðu ekki miklar umræð- ur um skýrslu ráðsins, enda gaf hún naumast tilefni til þess. Þá Þá var komið að einu aðalmáli ráðstefnunnar, Ferðamálasjóður og framtíð hans. Framsögu í því hafði Ólafur St. Valdimarsson, deildarstjóri í samgöngumála- ráðuneytinu. Þessi sjóður var stofnaður árið 1964 með milljón króna framlagi úr ríkissjóði og þá upphæð hefur hann fengið síðan árlega. Einnig var sjóðn- um gefin lántökuheimild, að upphæð 20 millj. kr., sem síðar var aukin um 20 milllj. kr. Af þeirri heimild hafa þegar verið notaðar 25 millj., þar af 20 millj. erlend lán. Hlutverk sjó’ðsins er að lána fé til nýbygginga og endurbóta á gisti- og veitinga- stöðum, hvar sem er á landinu. til að stuðla að bættum skilyrð- um til móttöku innlendra og er- lendra ferðamanna. Hann er sem sagt alger fjárfestingarsjóð- ur. Úr sjóðnum hafa verið veitt 57 lán í 32 staði, að upphæð samtals 29 millj. Þau eru með 8—9% vöxtum, til 15 ára og eru gengis- og vísitölutryggð. Þó áð þetta sé máske engin vildarkjör, er þó eftirspurnin eftir þeim miklu meiri en hægt er að sinna. Þær lánabeiðnir, sem nú liggja fyrir hjá Ferðamálaráði, og aðr- ar, sem þeim er kunnugt um en liggja ekki formlega fyrir, munu nema svipaðri upphæð og upp- hæðin, sem þegar hefur verið veitt. Ráðið tekur afstöðu til allra lánabeiðna en úrslitavald er hjá ráðherra. I skýrslu fram- sögumanns kom þáð greinilega í ljós, að sjóðurinn er í nokkr- um vanda staddur, fyrir utan þörfina á auknu fjármagni. Eig- in fjármunamyndun hans er af- ar takmörkuð vegna þess eð meg inhlutinn af vaxtatekjunum fer í að greiða vexti af lánum, þar af leiðandi stendur hann höllum fæti gagnvart vanskilum, sem vonandi verða lítil, en samt verð ur að gera ráð fyrir. Ræðumaður lét í ljós það álit sitt, að í þessu máli hefíii ríkis- valdið lagt fram mikinn stuðn- ing, hlutfallslega meiri en í ýms um öðrum tilvikum, er hann nefndi sem dæmi. Hann taldi, að nú væri röðin komin að sam- tökum veitingamanna sjálfra, að þeim bæri að efla sjóðinn með einhverju móti svo að hann gæti leyst betur úr hinni brýnu láns- fjárþörf þeirra. Samkvæmt all ýtarlegri athugun, er fór fram á vegum ráðuneytisins, taldi hann þörfina vera um 10—15 millj. á ári í næstu 10 ár. Þetta þurfti engum að koma á óvart, sem á annað bortS hefur eitthvað fylgzt með þróun þessara mála undan- farna áratugi. Fyrir 15 árum var aði ég mjög eindregið við þeirri stefnu, bæði í ræðu og riti, að hefja áróður erlendis fyrir ís- landi sem ferðamannalandi, áð- ur en við værum tilbúnir til að taka á móti slíkum gestum, hefð- um einu sinni ekki gert okkur skynsamlega grein fyrir því, hvað vfð þyrftum að fram- kvæma til að geta gert það sóma samlega. Þessari skoðun minni hefur verið mótmælt, og er enn, fyrst og fremst af aðilum er hafa hag af því að flytja fólk að og frá landinu. Þeir segja að aðal- atriðið sé að fá fólk til að koma til landsins, hitt komi svo smám saman. Ég get ekki að því gert, a’ð mér finnst það óábyrg af- staða, að stuðla að sívaxandi að- streymi erlendra ferðamanna til landsins, vitandi það, að þeir eiga máske eftir að vera á hálf- gerðum hrakhólum á meðan þeir dvelja hér og fara óánægðir heim. Straumurinn heldur ekki lengi áfram að aukast með því móti. Eitt dæmi um árangur slíks áróðurs vil ég tilfæra og hvernig þar var brug’ðizt við. Haustið 1963 hófu Loftleiðir áróður fyrir því, að farþegar þeirra á Atlanshafsleiðinni hefðu viðdvöl á tslandi. Þeir buðu upp á sólarhriogs viðdvöl, gistingu, mat og skoðunarferð um Reykja- vík, fyrir ákveðið gjald (’66 fóru þeir að bjóða upp á tveggja daga dvöl). Árfð ’64 var tala þessa viðdvalarfólks 1798 en ’65 fór hún upp í 4658 manns. Þó hefði hún getað orðið mun hærri, því að yfir sumarmánuð- ina urðu þeir að neita pöntun- um vegna skorts á gistirými f Reykjavík. Hér var því úr vöndu að ráða, annað hvort að draga úr áróðrinum, jafnvel hætta honum alveg, éða byggja sitt eigið gistihús, hvað þeir gerðu. Síðastliðið ár var tala þessara viðdvalargesta 10.240, þar af stóðu 2300 við í tvær nætur. Þetta kalla ég að standa ábyrgur gerða sinna. Framsöguerindi Ólafs var ýt- arlegt og bar vott um velviljað- an skilning á málinu. Það urðu um þa'ð töluverðar umræður og vitanlega andmæltu fulltrúar veitingamanna fillögum hans. Þeir kváðu sinn rekstur eiga Framh. á bls. 2. Fiskiskip til sölu 170 rúmlesta fiskiskip með fullkomnum útbúnaði fyrir síldveiðar, netaveiðar, línuveiðar og togveiðar. Tekur 140 tonn af bolfiski í lest. Heppilegt skip fyrir staði sem þurfa að sækja langt á bolfiskveiðar. Lánakjör eru mjög aðgengileg og útborgun hófleg. SKIPA. SALA Vesturgötu 3 — Sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.