Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 196.fi 25 Er hægt að hjálpa alkoholistum? VISSULEGA. Vandinn felst a«- eins í því að finna leiðina til hjaLpar. Finna skarð í þann varn argarð sem sjúklingurinn uimlyk ur siig. Allir, sem nálægt virkum og hálfvirkum alkoíholiistum hafa komið vita að þeir verjast af- hjúpun, og harðneita sig hjálpar þurfi — nema þá á sáruistu eymd ar aiugnaiblikunum. Og hvað venzlamenn, og þá aðra er ættu helzt að styrkja þá tid sjálfsbjarg ar, álhraerir, þá hjálpa þeir o.ft til að breiða blekkinga- og lyga- hjúp uimhverfis þá sjú'ku vegna mis'skilinnar miskunnsemi og skilningsskorts á eðli sjúkdóms- ins. Heilbrigðisyfirvöldin og al- menningur hatfa að vísu viður- kennt alkoholisma sem sjúkdóm en sjaldnast eruim við sjáLfum ökkur samkvæm þegar á á að herða. Laeknar veigra sér oft við að taka róttæka afstöðu, e.t.v. af ótta við að starfskilyrði gefi alls eloki tilefni til að annast sé um drykkjusjúiklinga í daglegu vafstri 'heilbrigðisþjónustunnar. „Ætli renni ekki 'bráðum arf hon- um“ er viðkvæðið, og við það látið sitja. Og ennþá þekkist það að loforð drukkinna al'koholista eru tekin aLvarlega, og að men-n furða sig á því að sjúklingurinm skuii ekki skammast sín fyrir að láta sjá sig útúrdrukkinn — jatfn vel á nærtouxunum einum fata — á aimannafæri, hvaðan kemur mönnum þrek til að viðhalda þessari blindu á alkohoUsmann. Nei, ailkolholLsminn verður ekki fr®kar en 'hver annar sjúkdómur læknaður með fortölum, skömm- um eða tómlæti. Gegn alkohol- isma dugar ekkert nema vakandi umhyggja og fræðsla. Umhyggj- unni verður þó að vera í hóf stillt, því dekur er veizlukostur sem alko/holistinn er nofckuð lag inn á að verða sér úti um. — Fræðsian verður hinsvegar að ná til allra — jafnt til hins sjúka sem og hinna sem umhverfis hann eru. Og þar má ekki slá slöku. Hver er þá leiðin? Á að taka hvern einstakan fyrir eða á að ráðast gegn heildinni? Ef litið er til þeirra þjóða er tekið harfa mál þessi alvarlega, og hafið raun hæft starf til stuðnings öMum þeim sem vilja leggja hönd á plóginn, væri engin _ goðgá að ímynda sér að við íslendingar gætum líka stofnað til almennra ofdrkkjuvarna, er hefðu það eitt að markmiði að aðstoða aHa er vilja vinna gegn alkoholisma og ofdrykkju — hvort heldiur það eru sjúfcliingarnir sjálfir, aðstand endur þeirra, félagsheildir, eða þá sérmenntaðir starfshópar kenn ara, presta, eða annarra sam- Mlna er bera hag og iheill með- borgarans fyrir brjósti. Slík stofnun Þyrfti auðvitað að taka starfsvið sitt svo mátulega al- varlega að hún léti öll önnur m)ál,efni afskiptalaius. Hennar yrði ekki að velja milli leiða eða troðninga í þessum efnum. Henn ar væri að vísa allair leiðir, að nýta a'llt til hins ítrasta, allt sem fram hefir komið á þessu sviði, og leita erftir hverri þeirri nýj- ung, s*m kynni að skjóta upp koiiinum. Síðan á að láta þá sem þjónustunnar njóta ákveða hvaða ieið þeir velja í það og það skiptið. Ein fcann þegar að vera troðin arf þeirn sjálrfum án árangurs, önnur efcki. Sumir telja t/L .réttaira að beita sér frekar aS betnum áfengisvörnum, en aðrir að afleiðingum notkunar þess. Þessar tvær meginstefnur eru yfirleitt mjög ráðandi í of- drykkjuvörnum. Auðvitað hljóta þær hvor um sig að eiga margt til síns ágætis, svo margir ágæt- ismenn sem skipa sér á báða bóga. Önnur fylkingin segir að ef bindindismenn hverfi frá sinni grundvaillarkröfu um bann við sölu áfengis, sé sú stefnubreyt- ing þess eðlis að hún kippi stoð- unum undan bindindisbreyfing- unni, Það leiði til þess að hún hljóti fyrr en síðar að rotna inn anfrá, því áróður gegn áfengi sé Hfsnauðsynlegur öllum virkum áfengisvörnum. En hin fylking in segir: Er hægt að ætlast til þess að 90 menn n.eiti sér um áfengi svo að 10 sýkist ekki, þeg ar sannað er að hægt muni að forða a.m.k. 7 arf hinum 10 ef því væri sinnt, og hinum þrem ur sem þá eru eftir ættiu lækn arnir og hæiin að fá að spreyta sig á Bæði eru skæðin góð, en eitt eru þeir þó sammála um, að til- raunir til að hamla í móti vax- andi höli vegna drykkjuskapar séu nauðsynlegar. Fyikingin, sem vill að ráðist sé beint að buHauganu og unnið samkvæmt lögmiálinu „á skal at ósi stemma", er hugsjón sinni jafn trú nú og hún hefir alltaf verið .Þegar 'hún bendir á að áfengi sé eitur og gegn neyzlu þess skuli barizt og aðstreymi þess heft öllum tiltækum ráðum þá meinar 'hún það sem hún seg- ir, og stendur við það. Hinir, aftur á móti, telja að ekki sé neitt siðferðilega athiuga vert við sjálift áfengið. Þeir segja einfaldlega, að missi mað- ur stjórn á einhverjiu, verði það að vandamáli. Þannig sé um ár í vexti og bíla í umferðaröng- þveiti. Þannig sé það líka um drykkjuskap. Hinn áfengi drykkur sé ekkert slæmiur í sjálfu sér, en eins og flóðið í ánni og bíllinn í umferðarílækj- unni getur hann orðið að vanda- máli ef ekki er að gáð. Þessir menn þykjast líka vita hvað þeir segja og vilja standa við það. Þessi tvö megin sjónarmið rista hvort um sig svo djúpt, að fávizka væri að taka ekki af- stöðu tii þeirra ef einlægni ligg- ur á bak löngunarinnar til að aðstoða þá sem standa höllium fæti í ofdrykkjuvandanum, Því um tilveru ofdrykkjunnar, hvort sem 'hún brýst fram í alkóhólisma eða ekki, efast eng- inn og viljann til að stuðla að bættari menningu þjóðarinnar eigum við öll. Almannasamtök gegn ofdrykkju og alkoholisma verða því að vera hlutlaus gagn vart hinum ýmsu stefnum hinna dreifðu ofdrykkjuvarna þjóðar- innar, en sarnt verða þau að kynna sér og kynna öðrum, alla virka starfsemi hverju nafni sem hún nefnist, aðeins ef hún hefir ofidrykkju- og áfengis- varnir að marfcmiði. Harfsjó af fróðleik og reynslu má sækja til útlanda. Áfengisbölið hefir a'Ldrei tekið tillit til þjóðernis manna eða landamæra og ætti erlend reynsla gegn því alveg eins að geta talizt islenzk. Ver- um þess minnug að víðar krepp- ir skórinn að í þessum efnum en hér, enda viðurkennt að alkohol- isminn er orðinn einn af fjór- um skæðustu sjúkdómum sam- tíðarinnar. Árvekni gegn þessum sjúkdómi er nauðsynleg ekki síður en gegn öðrum, og von um bata byggist einnig hér á því að hlutfallslega vaxandi hópur sjúklinga nái til læknis áður en í óefni er komið. Einmitt vegna þess að sjúkra- hjálp og almannatryggingar eru umtalsverður liður í opinlberum rekstri á fslandi megum við ekki líta fram hjá því að þessi sjúk- dómur er mun meiri dragbítur á atvinniuvegi landsmanna en nokkur annar. Það er staðreynd að alkoholistana vantar mun orflt ar til vinnu en hina. Þeir eiga lífca til að klippa aftan af dög- um ef þeir sjá sér færi. Ást- sjúkur rnaður getu skapað vand- ræði á vinnustað þegar hann gleymir sér í draumavímiu, ^n sinnuleysisdrungi timburmann- anna er þó hálfu verri Svo Byggingarfélag alþýðu Reykjavík TIL SÖLU. 2ja herb. íbúð til sölu í fyrsta byggingarflokki. Umsóknum sé skilað í skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 18. þessa mánaðar. STJÓRNIN. Plastbútur (6 m. iiskibótur) 14 feta ásamt utanborðsmótor með góðum undir- vagni, yfirbreiðslu og 5 björgunarvestum. Allt sem nýtt. Lítil útborgun, eftirstöðvar má greiða í nokkr- um greiðslum. Símar 34472, 38414. segja þeir a-m.k. hjá slysaitrygg- ingunum. En líftryggingaifélögin telja ævi alkoholistans vera 12 árum styttri en meðalævi, og sjá alilir að þar er höggvið drjúgt skarð 1 þjóðarauðinn. Þessar hvimleiðu gælur við cúkoholist- ann um að hann arfkasti tvöföldu starfi þegar af honum rermur, eru ekki aðeins hreinn og beinn þvættingur, heldur eru þær drjúgur liður í að byggja upp næsta rfyllirí hjá hinium sjúka, og næra með honum d'ulið stæri- læti og áframhaldandi virkan alkoholisma. í mörgum tálfellum er sannileikurinn hinsvegar sá, að fyrstu diagana eftir fjarveru ásakar sjúklingurinn sjálfan sig ósjálfrátt um svik við vinnuveit- andann vegna nýafstaðinnar drykkju og heldur sig því betur að vinnu en ella. En í skiipulagðri hópvinnu getur úr þessu orðið fum, sem er nánasta vinmirfélaga ekki bara til ama, heldur hættu- legt, Leiðin til bjargar er að afla fræðslu og staðreynda á sviði drykkjuvarna, og hifca hvergi. Hér þarf engum að hlífa, svo „hrossakaup“ hverskonar má af sfcrifa. Það þarf að hvetja og styðja öll bin'dimdis- og ofdrykkju varnarsamtök í landinu til að afla sér fræðslu og gagna er við má fcoma. Það þarrf að byrgja kennara og tvinnurekendur upp af öllum tiltækum áróðri — og semja í skörðin. Það þarf að víg- búa útvarp og sjónvarp. Það þarf að mata blöðin. Hér er svo þægilegt áróðursmál á ferðinni, því hvergi þarf að níða skóinn niður af neinum. Eini sprúttsal- inn, sem um munar er Ríkið sjálft, en sá aðilin sem mest hagn aðist efnalega 6 aukimni r^glu- semi væri einmitt Ríkiskassinn. Skólaæskan gæti tekið við miklu meiri menntun í þessum efnum, og hinar vinnandi stéttir ekki síður. Það er ekki móg að vona. bara að börnin okkar verði efcki meðal þess hluta þjóðarinnar sem fyrirfram er vitað að hlýtur að verða ofdrykkjunni að bráð ef ekkert er að gert. Við verðum að reyna að breyta hlutfallinu. — Fækka sjúkiingunum fyrirfraim. Verzlunar- og iðnaðarmenn. Læknar, lögfræðingar og prest- ar. IJtgerðarmenn, iðnverkat- menn, sjómenn. Húsmæðuir. Verkalýður allur. Þið vitið öfll að alkoholismi og ofdrykkja er þjóðarvandamál. Ekki bara sem læknisfræðilegt heilbrigðisvanida mál, heldur siðferðis og félags- legt stórmál þjóðarinnar. En við 'húkum bara ennþá hvert í símu horni. Misskilningur akkar, ótti og fávizka. Allt er þetta öl á könnu alkaholismans. Við rugl- um saman alkoholisma ag of- drykkju og blöndum það svo- kallaðri hófdrykkju, en tökum síðan sjúkdóminn sem siðgæði. Samkvæmt þeirri sjúkdómsgrein ingu hyggjumst við lækna meinið með lagakrókum. Engan annan sjúkdóm er lengur reynt að sigra við púlt dómarans. Nei, ég endur tek: Um alkoholisma gildir sama lögmal og um alla aðra sjúk- dóma. Til að lækna þá þarf að komast að þeim. Hvernig skyldi kynsjúkdómunum hafa reitt af ef þeir hefðu aldrei komizt und- ir smásjána? Nei, í dag erum við hvað viðvíkur drykkjusýkinni í sporum þeirra sem óaði við fram gangi 'hvíta-dauða fyrir 40—50 árum. Þeir réðust hiklaust að honum þótt berhentir væru. — Sama verðum við nú að gera. Leggja á hilluna allt grufl um það hvort hægt sé að koma vörn um við. Bara gera eitthvað. Sé ástæða til að taka berkla, krabba og blóðspennusjúkdóma alvar- lega, er ekki minni ástæða til að taka alkaholismanum tak. Sem manndirápari slagar hann örugg- laga hátt í þann skæðasta hinna ef allt skilar sér, en sem harð- stjóri og kvalari er hann grimm- astur allra, 'hvar sem hann fær þróast í friði. Alkaholisminn er slunginn heig ull og ef friðhelgi hans verður rofin, hopar hann. Með beztu kveðju, Alkoholisti. íbúð til sölu Til sölu er íbúð í I. byggingarflokki Byggingafélags verkamanna í Kópavogi. Félagsmenn, sem hafa áhuga á að kaupa, gefi sig fram við srfjórn félagsins fyrir 25. júní næstkomandi. Byggingafélag verkamanna, Kópavogi. Iljíikrunarkonur 1 — 2 hjúkrunarkonur vantar að lyflækningadeild Borgarspítalans í Fossvogi, vegna sumarafleysinga strax eða 1. júlí. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík, 11. 6. 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. HÚSNÆÐI TIL SÖLU Nýlegur sumarbústaður í Mosfellsdal, 3 herb. og eldhús. anngjarnt verð. 2ja herbergja risíbúð í stein- húsi við Grundarstíg. Stórar vestursvalir. Ágætt út- sýni yfir Miðborgina. 2ja herbergja rúmgóð kjallaraíbúð við Kleppsveg. Afhendist strax tilbúin undir tréverk. Sérþvottahús. Sérinngangur. Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. 3ja herbergja, góð íbúð á 3. hæð í sambýlishúsi við Laugarnesveg. Suðursvalir. Laus fljótlega. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir á hæðum í sam- býlishúsum við Breiðholtshverfi. Bílskúr getur fylgt. Afhendast tilbúnar undir tréverk 1. ágúst n.k. og síðar. Ennþá möguleiki á því að beðið verði eftir Húsnæðismálastjórnarláni að talsverðu leyti. Mjög hagstætt verð. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL., Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvöldsími: 34231.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.