Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. JUNI 1968 hlutverk. En vitanlega hefði það í för með sér að þér fengjuð refs ingu. En ekki hengingu. Nei, ég hef ekki áhu^a á að hengja einn eða neinn. Eg er yfirleitt and- vígur líkamsrefsingum. Þetta kann að láta einkennilega í eyr- um hjá manni, sem hefir orðið meðvirkur að því, að menn lentu í gálganum. En það er raunverulega satt. Þeir þögðu báðir. Svo leit læknirinn á klukkuna á veggn- um. — Nú, hver skrattinn. Hún er orðin ellefu. Afsakið, en nú verð ég að yfirgefa yður. Hann gekk áleiðis að dyrunum. — Aðeins eitt enn, læknir, sagði Nemetz. — Hvað snertir Milyukov ofursta — hvernig ætlið þér að sanna, að þessi ákæra sé ekki á rökum reist. — Það er yðar að sanna, að hún sé það. — Heyrið þér nú . . . þér vit- ið vel, að þannig er ekki gang- ur málanna hjá Rússunum. Og sízt eins og nú er ástatt. Halmy hristi höfuðið, eins og hann væri að verjast flugum. — Ég get ekki eytt tíma í svo hlægUega hluti. Við höfum enn eina sex Rússa liggjandi hér. Er það kannski ekki meira á- ríðandi fyrir yfirherstjórnina að fá þá skóbætta heldur en að fara að grafast fyrir, hvernig fór fyrir Milyukov: Hann verður hvort sem er ekki reistur upp frá dauðum héðanaf. Nemetz datt snögglega nokk uð í hug. Voru þessir Rúss- ar liggjandi hér, þegar ofurst- inn dó? Já, einir þrír eða fjórir þeirra. Ef ég man rétt voru þeir fluttir hingað samtímis Milyu- kov. Fylkingin þeirra hafði hop að á hæl og skilið þá eftir. Þess- vegna hirtu okkar sjúkravagn- ar þá. Kunna þeir vel við sig hérna? Og kunnið þér vel við þá? Jú, þetta eru almennileg- ustu náungar. f fyrstunni voru þeir hræddir. Svo komust þeir að því, að við viljum þeim ekki annað en allt hið bezta, og þá tókú þeir að róast. Upprunalega voru þeir sex, en svo dó ofuist- inn, og einn óbreyttur va.' dá- inn á undan honum. Annar komst á fætur og var útskrif- aður. Ég er alveg viss um, að þeir vita vel, hve mikið við lögðum okkur í líma til að bjarga honum. Haldið þér, að þeir mundu segja frá því ef herdeildin þeirra spyrði þá? Þeir láta sem þeir séu þakk- látir. Þeir eru meira að segja búnir að læra nóg í ungversku til að þakka fyrir sig. Heyrið þér nú til, sagði Nemetz. Gefið þér mér nafn, stöðu og númer á þessum mönn- um. Og dragið það ekki, því að það getur kostað yður lífið. Ég skal gera það strax. Halmy gekk til dyra, en stanz- 76 aði þar. Því var ég næstum búinn að gleyma. Mér þykir af- skaplega leitt, hvernig fór með hana litlu frænku yðar. Ég vil að þér vitið, að af sjúkrahúss- ins hálfu var allt gert, sem í mannlegu valdi stóð. Því miður dugði það ekki til. Hann gekk út á ganginn og ætlaði að fara að loka á eftir sér, þegar hann allt í einu stirðn aði upp. Hann stóð nokkrar sek úndur og starði eftir ganginum. Svo sneri hann sér að Nemetz. Þetta verður að stöðva! Guð minn góður, einhver verður að stöðva þá. Hann þaut eftir ganginum. Flokkur rússneskra hermanna, undir forustu majórs eins, hálf- rak og hálfdró níu unga sjúkl- inga, pilta og stúlkur í náttföt- um sjúkrahússins, áleiðis til dyranna. Tveir borgaraklæddir menn, annar stór en hinn lítill, í ... 12-24 ® 30280-3262 LITAVER Þýzk teppi, verð frá kr. 255. Ensk teppi, verð pr. ferm. 360, breiddir 137 — 228 — 366. Korkgólfflísar, verð pr. ferm. 214 og 324. Amerískar gólfflísar, verð pr. ferm. 278. Mjög mikið úrval. Postulíns-veggflísar enskar og þýzkar, verð frá 190 kr. ferm. Fjölbreytt litaúrval. GRÆNT HREINOL í UPPÞVOTT ULLARÞVOTT ALLAN ÞVOTT H.E HREIIMIM VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ ylMU leðurjökkum og háum stígvélum, fylgdu Rússunum. Sumir Mnna náttfataklseddu virtust of mátt- farnir til þess að geta yfirleití gengið, svo að félagar þeirra urðu að hjálpa þeim. Halmy hljóp svo hratt, að Ne- metz náði ekki í hann fyrr en hann var kominn að majórnum og skók hnefann framan í hann. Hann æpti á þýzku: — Þér get- ið ekki rifið þessa sjúklinga upp úr rúmunum. Þeir eru að deyja! Sjáið þér ekki, hve veik- ir þeir eru? Majorinn horfði á hann eins og utan við sig. Kannski skildi hann ekki orðin, en merkingu þeirra gat hann ekki villzt á. Það, hvernig hann loks leit af fölu, reiðu andliti læknisins, minnti á hund, sem er skammað- ur fyrir að hafa migið á gólfá- breiðuna. Hann var stór og hef- ur sjálfsagt verið hálft þriðja hundrað pund, en í samanburði við unga manninn í óhreina sloppnum, varð hann allt í einu eins og fis. Sá stærri í leður- jakkanum hljóp að lækninum og greip í handlegginn á honum. — Yður er betra að skiptc yður ekki af þessu, sagði hann á ungversku. Hann var úr lejmi lögreglunni AVO, sem hafði ver ið uppleyst fyrir nokkru, en var nú endurreist. — Við erum send- ir til að ganga milli bols og höf- uðs á fasistunum. Það er skipun frá yfirherstjórninni. Svo að yð- ur er betra að skipta yður ekki af þessu. Halmy læknir var alltof æst- ur til að hræðast. — Já, en 10 ÁRA ÁBYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR ynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF f 10 ÁRA ÁBYRGÐ Það eru ýmsar hliðar á starfinu í dag, góður dagur. Gleðstu yfir f>ví. en miklastu ekki. Nautið 20 apríl — 20. mai Eitthvað fréttirðu, sem þig varðar, reyndu að skilja hlut- ína og þér mun fleygja áfram. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Gættu eigna þinna, lóttu ókunnuga lönd og leið, náðu því upp, er á vantar í starfi heima og heiman. Krabbinn 21 júní — 22. júlí Vertu samvinnuþýður og leggðu hart að þér. Erfiður dagur á morgun. Ljónpð 23. júlí — 22. ágúst Uáttu hlutina ganga eins og þú ert vanur. Gerðu fólki greiða, ef þess er nokkur kostur, án þess að ganga í of stóra ábyrgð. Meyjan 23 ágúst — 22. sept. Hafðu hreinar línur i dag. Sinntu tómstundavinnu seinni hluta dags. Vogin 23. sept. — 22. okt. Láttu skapsmuni þína ráða í dag gerðum þínum. Sinntu ýmsu heima fyrir. Ræddu við þína nánustu. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þjónaðu persónulegum málefnum þínum í dag, og reyndu að sinna viðgerðum o.þh. Heimsæktu einhvern í kvöld. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Farðu ekki að telja eggin úr hænunni fyrr en þar að kem- ur að tímabært sé Farðu þér hægt, og vertu sparsamur. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Skoðaðu hug þinn i dag. Þarftu ekki að fata þig eittíhvað? Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Farðu yfir hið liðna og reyndu að leggja nýjan ákilning í gamalt gandamál. Sinntu einhverjum viðgerðum eða þeaslhátt- ar, sem bíður. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Þér opnazt nýjar leiðir. Gakktu eins langt og þú getur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.