Morgunblaðið - 12.06.1968, Side 19

Morgunblaðið - 12.06.1968, Side 19
MORGUIsTBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 19®8 19 Svar við greinarkorni Fyrir skömmu svaraði frú Sig- urlaug Bjarnadóttir, hér í Morg- unblaðinu, bréfi mínu úr Tím- anum. Nú sem fyrr ætla ég að reyna að sleppa öllu orðaskakL Það er auðsjáanlegt að við Sigurlaug verðum aldrei sammála, við er- um stödd nákvæmlega á sama stað og við vorum, ex þættinum hans Haralds Hamars iauk. Ég hef ennþá þá bjargföstu trú, að aðeins ein leið sé fær til að brúa það augljósa bil sem milli kynslóðanna er, e<n hún er að sleppa öllum fordómum, til að skapa umræðugrundvöll, sem gæti orðið til árangurs og að eldri kynslóðin kenni yngri kyn slóðinni hvernig á að taka á sig ábyrgð, en auðvitað þýðir það að fullorðnir verða fyrst að læra hvað ábyrgð er. Sýnileg niður- staða frú Sigurlaugar á ábyrgð- armálum beggja kynslóðanna er, að allir eru ábyrgðarlausir, nema þá helzt hún, en þó allra mest ég og mínir líkir. Ekki er því hugsanlegt að umræðugrundvöH ur myndist milli mín og frúar- innar. E.t.v. er það mest vegna hinnar augljósu andúðar sem hún heifur á kaupsýslumönnum. Frú Sigurlaugu famnst ég færast of mikið í fang að segja „okkur foreldrum til syndannia“ og lækna unglingavandamálin, enda fanmst mér það líka, og sagði svo. Ég skal einnig viður kenna að frúnni stendur mun nær en mér, „örmum gróða-' hyggjumanni" og „snýkjudýri á sýktum líkam'a“ (svo ég noti orð frúarinnar þótt ljót séu, en orð hennar mun ég setja innan gæsa- lappa hér í þessari grein) að reyna að kenna foreldrum upp- eldisaðferðir og lækna unglinga- vandamálin, þar sem hún er í barnaverndarnefnd. Ekki tekst henni þó betur en það, að í grein hennar eru ótal ósvarað- ar spurningar og niðurlagið á þessa leið ... „Þet'ta er nú orð- ið miklu lengra hjá mér en ætl- unin var í upphafi og þegar lit- ið er á öll spurningarmerkin, má sjálfsagt segja, þó ekki væri mema vegna þeirra, að þetta grein arkorn sé ekki merkilegt framlag til lausnar einum eða neinum vanda, enda ekki ætlað sem slíkt. En ekki fáum við svar við neinum spurningum nema við spyrjum fyrst“ Mér er spum hver á að svara fulltrúa barna- verndarnefndar? Hafa þessar spurningar virkilega komið fram í dagsljósið fyrst núna? Hefur hin mæta bamavemdarnefnd ekkert gert í þessum málum ann að en að spyrja, fordæma og banna — árangurslaust? Ég taldi að frú Sigurlaug befði rangtúlkað orð mín í brennidepM, en í þessari grein hennar marg rangtúlkar hún þau ög jafnvel tekur aftur smá glefsur úr viðtali við mig í Tím- anum en endar mátulega til að meining orða minna komi ekki fram, annars endaði svar mitt við spumingu blaðamanns Tím- ans svona: Blaðamaður spurði: „En er þá rétt að græða á því“ Svair mitt var: „Það er nú það. Þetta er bara hið gamla lögmál um fram- boð og eftirspurn. Nú, það er markaður fyrir táningartízkuna núna og honum þarf að svara. Ef ég geri það ekki myndi bara einhver annar gera það, svo eng- inn yrði neitt betur settur þótt ég hætti þessu. (Ég vil taka það fram að hér var ég ekki að afsaka mig, þvert á móti að benda á stað reyndir. Ég tel enga skömm að græða á viðskiptum og væri bet- ur að fleiri segðu, sem hugsa svo). Við höfum fenigið harðan dóm frá mörgum að- ilum og okkur er jafnvel kennt um beimtufrekju ungMnganna. Það þarf alltaf að keruna ein- hverjum um, eins og til dæmis í verkfalLi, allir keppast um að skella skuldinni hver á amnan. Ætli það sé ekki sönmu nær að við séum öll undir sömu sökinia seld. Við reynum öll að hrifsa til okkar og sá sem er dugleg- astur við það er dáður og lof- aður fyrir að koma sér áfram. En þegar í óefni er komið hamast allir við að finna sökudólginn“. Þannig var það orðrétt. Frú Sigurlaugu fannst ég fella þungan dóm yfir foreldrum og um leið yfir sjálfum mér sem Guðlaugur Bergmann kaupsýslumanni. Ég hefði nú haldið að hún gæfi mér plús fyrir áræðið, að minnsta kosti hlýtur „gróðrarhyggjan" að hafa vikið augnablik. Dómurfrú Sigurlaugar yfir foreldrum er þó engu betri en minn. Orðrétt segir hún: „Nú hvað um rétt- mæti þessa dóms? (míns) Ég held því miður að hann feU í sér of mikinn sannleik. Ég held að alltof margir foreldrar hafi í öllu peningaflóði undanfarinna góðærisára gert sig seka um hættulega undanlátsemi og fávís legan auraaustur til bama sinná og unglinga ..." og seinna finnst Sigurlaugu þetta „upp- gjaíar-volæðisviðhorf" ekki sam boðið foreldrum. Unglingarnir fá sinn skammt af dómum líka. Jú, þeir fá að njóta sannmælis um útlitið, en þeir eru „jafnfromt heimtufrekari og vanþakklátari" en áður og á einum stað kallar hún þá meira að segja „band- ítta“ (ljótt orð það) Rétt væri að benda frú Sigurlaugu á, að kona í hennar stöðu ætti að kynna sér málefni unglinga bet- ur og virða þeirra skoðanir á þeirra áhugamálum. Það er mjög hæpið að líkja POPinu við Ví- etnam stríðið og þrælkunardóm yfir rithöfundum í Rússiá og að segja að bítlatónMst hafi aðeins „ært og tryllt milljónir ungl- inga um allan heim“, þar sem mætir tónlistarsniMingar eins og Leonard Bernstein og margir fleiri, láta hafa eftir sér þau ummæli í TIMES magazine, en þau hafa verið þýdd og birt í Morgunblaðinu, að The Beatl- es séu sniLMngar á við hina gömlu meistara og bítla'tónlist bylting í tónlistarheiminum. Það er auðsjáanlega ekki sama hver dæmir eða hvað? Ummæli frú Sigurlaugar um Camaby-str., voru næstum fávís- Leg og báru enn einu sinni með sér óbeit hennar á kaupsýzlu, en éinnig að hún er óhrædd við að setja dóm á mál sem hún veit raunar ekkert um, eða hvað seigir hún? „Ég hef ekki orðið það fræg að koma í Carnaby-str., en mér skilst að Bretar sjálfir séu ekkert yfir sig hrifnir af þessu fyrirbæri í höfuðborg þeirra, telji það nánast sjúklegt otfþenSlufyrirbæri, sem gegni mið ur þörfu eða þjóðnýtu hlut- verki" Staðreyndir tala öðru máli. John Stevens, frumkvöðull Oarnaby str., hefur fengið heið- ursskjal frá Bretadrottningu fyr ir ómetanlegt framtak í útfluttn- ingsmálum Breta (eins og The Beatles) og Bretar hafa, með Oarnaby-str. í fararbroddi stolið tízkunni frá París. Verzlunair- (göturnar eru raunar orðnar fleiri með sömu eigendum og him ar stóru rótgrónu verzlanir bafa flestar ef ekki allar sett upp Carnaby-deild í verzlunum sín- utf. Þetta eru staðreyndir sem taLa sínu máM- Okkur Islending- um þætti gott að hafa gjaldeyris- tekjur af fleiru en fiskafurðum. Ég er viss um að okkar mætu stjómarherrar mundu taka við Carnaby-str., ef þeir gætu feng- ið, með haus o<g sporði og halda lokadansleik á eftir. Frú Sigurlaug taldi mína á- byrgðarhugsjón felast í því að leggja ábyrgð á herðar ungling- um í peningaformi, þannig að þeir gætu ,,sóað“ peningum for- eldra sinna „sem hafa aflað þeirra með súrum svita“, í verzl- un minni. Er hægt að fara lengra í rangtúlkun. Þarna var skotið yfir mark, jafnvel kreddufullir einangrunarsinnar hljóta að sjá það. Hi/æðsfta frú Sigurlaugar við auglýsingar og áróður er með einsdæmum. Ein spurning henn- ar er, „væri það ekki heldur hörmulegt, ef öll þessi voldugu og yfirþyrmandi menningartæki (dagblöð, útvarp og sjónvarp) yrðu til að svæfa með okkur sjálfstæða vakandi hugsun? — gera okkur að karakterslausum aumingjum?" Flest fyrr nefnd menningartæki eru nú reyndar starfrækt fyrir ágóða af „aug- lýsingaráróðri“. Áróður er nokk uð tvírætt orð. Sumum hefði fundist „greinarkom" Sigur- laugar áróður, en henni án efa helber sannleikur.. Öðrumfannst frú Sigurlaug gefa verzlun minni óþarfa auglýsingu, og það veit ég að ekki var ætlunin. Jafn- vel í þessu „greinarkorni“ henn- ar eru tvær hliðar á áróðri. Kommúnistar eru e.t.v. mestu á- róðurssnillingar heims, síðan ríki Hitlers sáluga leið undir lok, en þeirra áróður kaláast víst hugsjón, svo sjá má að á- róður er nokkuð umdeilt orð. Bandarískir sérfræðingar um viðskipti, telja auglýsingu og á- róður eina megin undirstöðu allra viðskipta. -Hingað kom fyr ir stuttu sérfræðingur um þessi efni og las ég í blöðunum að hann teldi að hér vantaði alla sölutækni, en megin uppistaða þeirrar tækni er auglýsingaá- róður. E.t.v. stæðum við betur að vígi nú, ef við hefðum not- að meiri auglýsingaráróður tii sölu á útfluttningsvörum okkar, og e.t.v. eru þeir menn, sem stjórna þeim málum okkar hræddir eins og frú Sigurlaug við að verða að „karakterslaus- um aumingjum". Það er líka nokkuð stórt ábyrgðarleysi að vaða út í nútíma viðskipti án nútíma viðhorf. Gaman væri fyrir frú Sigurlaugu að spyrja einhvem mætan hagfræðing, hvemig þjóðfélag okfcar Mti út án áróðurs og auglýsinga, sér í lagi ef við verðum að hafa viðskipti við aðrar þjóðir. Er einangrunarstefnan e.t.v. rétta úrlausnin, frú Sigurlaug? Að mínum dómi, væri mun vitur- legra að búa unglinga okkar undir nútímann með öl'lum hana hraða og tækni, visindum og .. . auglýsingaáróðri. Vera óhrædd, stóla á einstaklinginn framtak hans og vitsmuni, því það hljóta allir að sjá, nútíminn verð- ur ekki lagður að velM, þótt allar barnaverndarnefndir heims legðust á eitt. Að lokum tek ég undir orð frú Sigurlaugar, þessi grein mín leysir ekkert vandamál, en ég verð að* játa barnaskap minn, bréfkom mitt í Tímanum (ekki viðtalið) átti að vera viðleitaii til fordómalauss spjalls um þjóð- félagsvandamál, en varð þaðauð sjáanlega ekki og ég er reynsl- unni ríkari, það get ég þó þakk- að frú Sigurlaugu Bjamadóttir frá Vigur. Þessum blaðaskrifum er lokið af minni hálfu, því búast má við að konan vilji hafa síðasta orðið, svo þetta yrðu endaliaius skrif. Með þökk fyrir birtinguna Guðl. Bergmann. Rannsóknir ormasjúkdóma Sauðfjártræktin er önnur aðal búgrein landsins, og undanfarin ár •hefur bændum verið ráðlagt að fjölga fénu en fækka kún- um. Bændur hafa almennt orðið vel við þessu og fjölgað fénu, og einnig hafa þeir eftir beztu getu reynit að auka afurðir und an hverri á með því að bæta fóðrun og meðferð alla og með því að auka hlufcfalistölu tví- lembanna með kynbótum fóðr- un og jafnvel hormónalyfjum. Brátt eru þeir komniir eins langt og þeir geta í þessa átt, en kjöt- gæði og fallþungi lambanna hafa ekki aukist að sama skapi, enda ekki við að búast, þegar meiri- hluti lambanna eru tvílembingar En það hefur minna verið hugs að um það að viðhalda heiibrigði lambanna og forða þeim frá þeim sjúkdómshættum, sem fyrir þeim liggja á fyrstu vikunum, en hér er átt við ormavei'ki og hnísla sótt, sem smitast úr grasi á vor- in og sumrin. Aftur á móti er komið gott lag á varnir viðbráð um bakteríusjúkdómum, betra en í ýmsum öðrum löndurn, af því að bændur okkar fá að vinna að því sjálfir og þar með á hinn ódýrasta hátt (bólusetn- ingar). Það er meiri vandi að gæta fengins fjár en að atfla þess, og þannig er það einnig með sauð féð. Það er ekki nóg, að bónd- inn fái mörg lömb úr ánum sín- um. Það er meira í varið, að þau haldi öll lífi og verði ekki fyrir kyrkingi á besta framfarar skeiðinu. Afkoma bóndans er undir því komin að lömbin fari heilbrigð á fjall og komi væn þaðan aftur, en ekki horaðir aumingjar, sem hafa verið að berjast við magaveiki af ormum meirihluta sumars. Rannsóknir Það er hægt að mæla þann skaða í tölum, sem bændur verða fyrir, þegar þeir missa kind eða aðra gripi, en þessi hægi leyndi Skaði, sem ormasjúkdómarnir valda á ári hverju, er svo mörg- um sinnum meiri, en verður eklki mældur ákveðið að krónutaM, heldur aðeins eftir líkum og sam anburði við önnur ár eða önnur héruð. Það þarf að kenna bændun- um að forðast hætturnar, þ. e. smitið, fyrir litlu lömbin með því að fræða þá um eðii sjúikdóms- ins, hvenær búast má við mikilli smiitun í túninu, við hvaða ytri skilyrði, eftir hve langan tíma í túni, á hvaða aldri lambanna er mesta hættan á sýkingu. Það er nokkuð hægt að hugsa sér, hvernig þessi atriði eru heima á fslandi, af þeim miklu rannsóknum, sem framkvæmdair hafa verið á þessu sviði í öllium helztu fjárræktarlöndum heims, og eru enn í fullum gangi, og þá ekki síður ormaveiki nauit- gripa. Enn eru í gangi rannsókn ir í samb. við beit á ræktað land en mest er nú unnið að rann- sóknum og tilraunum á ónæmi. (immunity) sem myndast í dýr- um gegn ormaveiki. Það er sem sagt hægt að dæma nokkuð um það, eftir erlendri reynslu, hvem ig hinar ýmsu ormategundir mundu haga lífi sínu utan kind- arinnar hér heima, en ísland hef ur svo ákveðna sérstöðu um veð urfar, gróðurfar, fóðrun, hýsingu og beitarskilyrði, að samanburð- urinn við önnur lönd verður mjög ófullkaminn. Það þarf víð- tækar íslenzkar rannsóknir á Mf og lífsskilyrði onmanna ufcan kindarinnar, þ.e. eggin og lirf- urnar, til þess að hægt sé að gera sér rétta mynd af eðli veik innar og sýkingarleiðum. Á öðru er ekki hægt að byggja fræðslu til íslenzkra fjárbænda og ráð- leggingar um meðferð. Þessi litlu kvikindi eru kann Ske búin að laga sig svo etftir hinum hörðu lífsSkilyrðum hér heima, að þau þurtfi talsvert lægra hitastig til að klekjast út, en í suðlægari löndum. Einnig vitum við varla, hvort allar orma tegundir, eru fundnar, sem fyrir koma í fénu hór á landi, svo að maður tali nú ekki um naut- gripi og hrass. T.d. fanrnst nærri fyrir tilviljun (próf. O. Nilsson) síðast liðið haust „stóri vinstrar ormurinn“ (haemonchus) í sauð- fé á Rangárvöllum, tegund, sem við dýralæknar vorum að halda, að laindið væri laust við, en hann er Skæð blóðsuga, og sér- lega hættulegur fyrir unglömb. Norður á fslandi var hann helm- ingi minni en sama teg. í Mið- Evrópu. Þannig eru áhrif harðra lífssikilyrða. Einnig má geta þess að fyrir nokkrum árum reikn- aði dr. Ollerenshaw, ormafræð- ingur, það út, eftir veðurfars- skýrslum frá íslandi að litfrair- fliðran (fasiciola hep. fluke) væri ekki til þar atf því að hún hefði þar ekki nógu lamgt og hlýtt sumar til þósá að ná þroska jafnvel þótt sníglar þeir sem hún þrúast í væru til þar. íslenzkir bændur mega prísa sig sæla á meðan þeir flá ekki þannfjanda í fé sitt. Það fer ekki mikið fyrir vís- indalegum rannsóknum á orma- veiki og eðli hennar á voru landi enda enginn lærður ormafræð- ingur verið starfandi á landinu fram til þessa. Dýralæknar hafa ekki mótt vera að því að sinna þessu sviði, en Guðm. Gíslason, læknk á Keldum, sem starfar fyrir „Sauðfjárveikivarnir“ (áð ur Mæðiveiikinefnd) hefur á und anförnum árum fengist talsvert við athuganir á orimum og orma veiki í sauðfé og gert nokkrar tilraunir með sýkingu lamba og ormalyfsnotkun í samb. við tún- beit. Þetta hefur Guðm. aðallega gert í hjáverkum og vísast hér til þess sem hann hefur ritað um þetta efni í „Frey“ og Árb. Landbún. 1964. Það þartf svo miklu meiri rann sóknir og víðtækari, en þær sem hér liggja fyrir, til þess að hægt sé að gera sér sanna mynd af eðli ormaveikinnar á íslandi og eins vantar góða heildarmynd atf útbreiðslu hinna ýrnsu tegunda. Og að rannsókn á lungnaormum hefur lítið sem ekkert verið unn ið, svo að verkefnin eru nóg fyrst um sinn fyrir nokkra dýra lækna eða dýrafræðinga (zool- oge) sem væru sérlærðir í orma fræði (Helmintkol). Og á með- an þessi mál eru ekki rannsök- uð nánar en gert hefur verið, til þessa, tapa bændur landsins milljónum króna á ári hverju fyrir misskilning og ranga með- ferð á lambfénu á vorin, sem aftur stafar af því þekkingar- leysi sem ríkir um eðli orma sjúkdómanna og líf og ytri lífs- skilyrði sníkjudýranna, sem valda þeim. Á Keldum starfar rannsóknar- dýralæknir, en það er Páll A. Fálsson yfirdýralæknir. Eins og gefur að ski'lja hefur hann, sem eini sérfræðingurinn á þessu sviði, ærmum störfum að gegna og ekki hægt að búast við, að hann geti snúið sér að hinum tímafreku rannsóknum á eðli ormaveiki. „Mæðiveikinefnd“ fékk inni á Keldum árið 1948 fyrir rann- sóknarstarfsemi sína á „karakúl pestunum", en þeirri starfsemi hefur Guðm. læknir Gíslason staðið fyrir frá upphafi. Nú beit ir nefndin ,,Sauðfjarveikivarnir“ og hefur fengið allmikinn hluta atf hinni nýju byggingu á Keld- um undir þesssa deild sína, og hefur komið þar upp allgóðri að stöðu til rannsókna dýrasjúk- dóma. Þegar ég fyrir rúmu ári reyndi að fá starf hjá netfndinni, sem sérfræðingur í ormarannsóknum, fékk ég þau svör, að það væri ekki í hennar verkahring að fást við þá sjúkdóma, og þegar ég reyndi að.fá starf hjá „hinni deildinni", deild háskólans var það vanaviðkvæðið, að hvergi væri til húsnæði fyrir nýjan sér fræðing. Nú er svo komið að verkefni „nefndarinnar“ á rannsóknarsvið inu er nærri búin, af því að mæðiveikin er væntanlega út- dauð í landinu og „garnaveikin“, sem aldrei verður hægt að út- rýma, er ekki orðin annað en Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.