Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 12. JUNÍ 1968 piovjpnMnMfc RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA‘SKRIFSTOFA SÍIVII Reykjaborgin með 260 tonn við Hjaltland Hefur landað í Fœreyjum en siglir nú til Þýzkalands TVÖ skip eru nú farin til síld- veiða við Hjaltland. Eru það Reykjaborg og Fylkir, og hefur Reykjaborgin tvívegis fengið 130 tonn, en hins vegar varð Fylkir fyrir vélarbilun. Varð harnn að fara inn til Færeyja til viðgerð- ar og hefur því ekki getað kast- að enn. Haraldur Ágústsson, skipstjóri og einn af eigendum Reykjaiborg ar, sagði í viðtali við Morgun- tolaðið í gær, að skipið hefði feng ið aílann á síldarmiðum norðvest ur af Hjaltlanidi. Var honum land að í Færeyjum, en nú er svo komið að þar enu lönidunarerf- iðleikar vegna þess hve margir færeyskir bátar leggja þar upp, en þeir hafa aflað ágætlega á þessum miðum. Sagði Haraldur að nú mundi Reykjabongin taka ís í Færeyjum, og væri fyrirhug- að að sigla til Þýzkalands með síldaraflann. Mætti þar fá gott verð fyrir síldina, ef hún skemmdist ekki á leiðinni. Flugvél SAS í áætlunarflugi til íslands lenti á Keflavíkurflugvelli í gær. Var fjöldi gesta með vélinni, bæði innlendir og erlendir. Myndin er tekin, þegar fyrstu farþegarnir stigu á land. Unglingar úr vinnuskól- um umferðarveröir Hyggst auka ferðamanna strauminn til Islands SAS dreifir auglýsingabœklingum um landið víða um heim EINN af Víkingum SAS kom í SJALFBOÐALIÐAR við umferð arvörzlu vegna umferðarbreyt- ingarinnar hafa nú látið af störfum. Þess vegna hefur það vakið athygli manna, að enn eru umferðarverðir á helztu gang- brautum um mesta umferðartím ann. Samkvæmt upplýsingum um- ferðarlögreglunnar er hér um að ræða 30 unglinga úr vinnuskól- Verkfall á flugflot- anum? FÉLAG íslenzkra flugvirkja hef ur sent flugfélögunum, Loftleið- um og Flugfélagi íslands, bréf, þar sem boðuð er vinnustöðvun að miðnætti 24. júní, hafi samn- ingar ekki tekizt fyrir þann tíma. t þessu félagi eru bæði flugvirkj- ar og flugvélstjórar, og mun þvi allt flug leggjast niður, ef til verk falls kemur. um borgarinnar. Eru þeir við umferðarvörzlu á mesbu anna- tímunum — frá kl. 11.30—13.30 og frá kl. 16.30 — 18.30. Hafa unglingarnir staðið sig með ágætum, að sögn lögreglunnar, og telur hún sér mikinn akkur í því, að hafa náið samband við unga fólkið. Akureyri, 11. júní. KOMIÐ hefur í ljós, að hring- skyrfi hefur í vetur verið í naut gripum á bænum Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi, en hann er víðs f jarri þeim bæjum, þar sem sjúkdómsins hefur orðið vart áður. Veikin hefur verið þar væg, og gengið hægt yfir kúastofninn svo að bóndinn mun ekki hafa 'rennt grun í hvað hér var á aðra áætlunarferð félagsins til Keflavíkurflugvallar í gær. Með vélinni voru um 60 boðsgestir frá ýmsum löndum Evrópu auk ís- lendinganna, sem verið hafa í ferðinni, en á Moldhaugum eru 28 nautgripir, þar af 17 mjólk- andi kýr. Það var nú um hvítasunnuna að Gudmund Knudsen, dýra- læknir, kom þangað í vitjun og rak hann af tilviljun auigun í skellur á húð sumra kúnna, og grunaði þegar hvað þeim ylli, enda kom það á daginn við nán- ari rannsókn. Allmargir gripir hafa haft sjúkdómseinkenni í vikuferðalagi um Danmörku, Sví þjóð og Noreg í boði SAS. Með- al hinna erlendu gesta eru ýmsir blaðamenn, fulltrúar ferðasrkif- stofa og opinberir starfsmenn. Erlendu gestirnir héldu áfram vetur, en læknast aftur sjálf- krafa og fáir eru sjúkir nú. Ekkert verður nú sannað hvernig sjúkdómurinn hefur borizt að Moldhaugum, en víst er, að það hefur gerzt seint í haust eða snemma vetrar. Bónd inn lét slátra í haust einni kú og einni kvígu í sláturhúsinu á Akureyri, og hafði heim með sér kýrhausinn. Ekki er talið óhugs- andi, að haus af sýktri kú ann- ars staðar frá hafi verið tekinn í misgripum, en nú er svo langt um liðið, að ekkert er unnt að fullyrða um það. Gudmund Knutsen, dýralækn- ir, hefur undanfarna daga unn- ið að því að rannsa'ka nautgripi á öllum bæjum í Glæsibæjar- hreppi, en ekki fundið neitt grunsamlegt. Líkur á smitun frá Moldhaugakúnum eru hverfandi Einn til tveir mánuðir líða frá smitun, og þar til einkenna verð ur vart, svo að ekki er öll hætta hjá liðin enn. Framh. á bls. 31 til Grænlands með einni af flug- vélum Flugfélags íslanids, þar sem þeir verða fram á fimmtu- dag, en þá koma þeir aftur til íslands og ferðast hér um, fara meðal annars til AkureyraT og Mývatns. Heimleiðis halda þeir svo n. k. þriðjudag. Við komuna til Keflavíkurflug vallar ávarpaði Sveinn Jónsson, bæjarstjóri í Keflavík gestina og bauð þá velkomna á Lslenzka grund. Torstein Ljöstad, „utanirík isráðherra" SAS, þakkaði fyrir þeirra hönd ánægjulegar móttök- ur. í hópi íslenzkra gesta SAS, er þátt tóku í fyrstu áætlunarferð- inni, voru ýmsir embættiismenn, m. a. Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, Lúð- víg Hjálmtýsson, framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs, Pétur Guð mundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, Haukur Claessen, flugvallarstjóri og Framh. á bls. 31 Kristján Eldjárn veðurtepptur STUÐNINGSMENN Kristjáns Eldjárns á Vestfjörðum höfðu boðað til fundar með forseta- efninu á ísafirði í gærkvöldi, en vegna óhagstæðs veður var ek-ki flogið þangað. Varð því ekki af fundinum í gær, en í þess stað hafa stuðningsmenn Kristjána boðað til fundar í kvöld, mið- vikudag. Laxveiöi á Hvítár- og Úlfus- ársvæöinu hefst 21. júní Hringskyrfi á nýjum stað nyrðra Óhugur í bœndum í Glœsibœjarhreppi Stjórn Veiðifélags Ar- nesinga sinnir ekki tillögum aðalfundar VEIÐIFÉLAG Árnesinga hefur ákveðið, að laxveiðar á Hvít- ár- og Ölfusársvæðinu hefjist hinn 21. júní næstkomandi, að því er segir í bréfi stjórnar fé- lagsins til veiðimálastjóra. Þessa ákvörðun hefur stjórnin tekið þrátt fyrir tillögu aðalfundar fé- lagsins um að banna veiði á vatnasvæði ánna frá 5. júní til 4. júlí. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri tjáði Mbl. í gær, að veiði- félögin á hverjum stað ákvæðu veiðitímann á sínu umráðasvæði, en tilkynntu síðan Veiðimála- stofnuninni ákvörðun sína, svo að hún gæti gert sínar ráðstaf- anir hvað eftirlit snerti. Þór sagði, að sá sem að sam- þykktinni í Veiðifélagi Árnes- inga, hefði staðið, hefði ásamt nágrönnum haft áhyggjur af lít- illi veiði í uppám vatnasvæðis- ins, svo sem t.d. veiði í Stóru- Laxá. Tillögumenn hefðu gert sér vonir um að með því að banna veiðar á göngutimabilinu, er fyrstu laxarnir kæmu í árn- ar, myndi veiði glæðast í uppám svæðisins, enda víðtekin regla, að þeir laxar sem fyrst kæmu í árnar gengju lengst upp. Félagið virðist nú hafa virt að vettugi samþykkt aðalfundar- ins og hefst því veiðin hinn 21. júní, samkvæmt bréfi stjórnar félagsins. kvikmynduð? ÞAÐ kom fram í viðtali Mbl. við Guðlaug Rósenkranz í gær, að hann hefur nú lokið við að semja kvikmyndahand- rit um söguþráð Njálssögu. 1 sumar kvaðst Guðlaugur ætla að gera kostnaðaráætlun um kvikmyndunina, teikna bún- inga og leiktjöld og mann- virki, sem þyrfti til mynda- tökunnar. Edda-film hefur rætt málið við Nordisk film í Kaup- mannahöfn og hefur félagið sýnt áhuga á málinu. Einnig sagðist Guðlaugur hafa athug að, hvort unnt væri að ná samningum við þýzka fyrir- tækið, sem gerði kvikmynd- ina „Sigurð Fáfnisbana“, en of snemmt er að fullyrða nokk uð um framgang málsins, sagði Guðlaugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.