Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 / Nýtt og myndarlegt skólahús ' ILaugargerðisskóla sést niðri á mýrunum í nánd við Haffjarðará þegar ekinn er þjóðvegurinn út á Snæfellsnes. Fréttamaður Mbl. beygir til vinstri niður afleggj- arann í Kolviðarnes, því ætlun- In er að heimsækja þennan nýja myndarlega barna- og unglinga- skóla og ræða við skólastjórann, Sigurð Helgason. Sigurður er ung ur maður, Borgfirðingur að ætt, og var kennari og síðar skóla- stjóri í Stykkishólmi í 14 ár, áð- ur en þessi nýi skóli freistaði hans. En Sigurður er mjög á- hugasamur skólamaður, opinn fyr Ir nýjungum og bættum kennslu háttum. Laugargerðisskóli er 3ja ára, tók til starfa 13. nóv. 1963. Skóla húsið er teiknað af Guðmundi Þór Pálssyni, arkitekt á skrif- stofu húsameistara ríkisins, eins og Leirárskóli, sem við heimsótt um í sömu ferð. Húsið er lika svipað Leirárskóla að stíl, sér- lega línufallegt. Tilhögun er mjög góð, af því er skólastjóri segir á skoðunarferð okkar um Skólakrakkarnir í frimínútum við Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi. heimavistarskdla hafa börnin handleiðslu viö allt þá vantar þau auðvitað mömmu eins og eðlilegt er. Þetta berst í tal við tvær ung- ar kennslukonur úr Reykjavík, nýútskrifaðar úr Kennaraskól- Laugargerðisskó/i á Snœfellsnesi heimsóttur lil skólahúsið. Rúmgott anddyri tengir saman kennsluálmu og heimavistarálmu, og úr því er einnig gengið í dagstofu. — Sum um sýnist óþarfa íburður í þessu skólahúsi, segir Sigurður, er við skoðum vandað handrið og svart ar línur, sem setja víða á svip sinn. — En þetta svarta eru bara málmprófílar eða málaður viður, og Sigurður bætir því við að miklu máli skipti að skólar séu fallegir. — Krakkarnir bera þá virðingu fyrir skólanum sín- um og vilja ekki skemma hann. Hér sér ekki á nokkrum hlut eftir 3 ár, eins og þið sjáið, og ég tel að það sé mikið fyrir það hve allt er fallegt. Já fyrsti á- fangi skólans er fullbúinn. Þó vantar hér enn íþróttahús, til að hægt sé að fullnægja reglugerð um leikfimi. En við höfum tek- ið í notkun stofu í kjallara og Kolviðarneslaug bætir mikið úr. Eins og nafnið ber með sér, er laug í nánd við Laugargerðis- skóla. Þar var gömul torflaug um 1840 og var sundkennari þá Sund-Gestur. Um 1940 var svo gerð þarna ný laug og hafa ung- mennafélög gefið skólanum hana. Enn hefur ekki verið geng ið frá böðum eða baðkerum, og ekki er hiti í búningsklefum, en þegar það hefur verið lagfært, má nota laugina daglega fyrir skólabörnin allan veturinn. Og með sundi og skipulögðum íþrótta tímum og leikjum úti, má full- nægja þörfinni fyrir líkamsþjálf un, segir Sigurður. Mikill íþrótta áhugi er í skólanum og í kring eru grasvellir og malarvellir og búið að leggja 400 m. hlaupa- braut fyrir daglegt skokk. — Við lögðum mikla áherzlu á að fá leikvellina, segir skólastjórinn. Laugargerðisskóli þjónar 6 sveit um á Snæfellsnesi, fjórum sunn- anfjalls, þ.e. Kolbeinsstaðahreppi, Eyjahreppi, Miklaholtshreppi og Breiðuvík, og tveimur norðan- megin á nesinu, Helgafellssveit og Skógarströnd. Þetta er stórt svæði, 100 km. leið út á ysta bæ í Breiðuvík og sama vega- lengd á ysta bæ á Skógarströnd. Börnin eru því öll í heimavist og fara heim aðra hverja helgi. — Stórir heimavistarskólar fyrir dreifbýlið eru áreiðanlega rétta fyrirkomulagið í sveitum, segir Sigurður. Þá er hægt að bjóða upp á fjölbreytt kennaralið með kiennara fyrir allar lögboðnar kennslugreinar. Eins er þá hægt að hafa aldursflokkana aðgreina og þarf ekki að skella saman í bekk börnum á ýmsum aldurs- skeiðum. Er Morgunblaðsmenn voru á ferðinni snemma í október, voru 30—40 börn komin í skólann. Það voru 7—8 ára bekkirnir og fyrsti bekkur unglingaskólans. — Við byrjum viljandi heldur hægt, til að hafa svigrúm til að undirbúa starfið, segir Sigurður. Annars eru að jafnaði 66 í heima mmt**** - - >, hér, hefur séra Árni sunnudaga- skóla og skólamessu, segir Sig- urður. Hægt er að opna á milli tveggja kennslustofa og á upp- hækkun í endanum á annarri hefur verið komið fyrir litlu alt ari, predikunarstóli og krossi á vegg, allt úr svartmáluðum pró- filum og er það mjög hátíðlegur messustaður. Sr. Árni hefur tek- ið upp sérstakt skólamessuform með vixllestri prests og safnað- ar, og lesa börnin bæn á undan og eftir guðspjallinu. Eins byrja allir skóladagar með því að börn in lesa saman morgunvers. Er þá farið með nokkrar gamlar bænir á víxl. Kennslustofurnar eru þrjár, sú fjórða hefur verið innréttuð í hluta af borðstofunni, því fjórir aldursflokkar eru ávalt í einu í skólanum. Borðstofan var uppr haflega höfð svo rúmgóð að ekki þyrfti að bæta við hana, þó að byggt verði við kennsluálmuna. Þarna er kennt kl. 9—12 og svo aftur kl. 2—3.30. Hver námsgrein hefur tvo tíma í röð og 5 mín- útna hlé á milli, því Sigurður telur að þess þurfi með. Krakk- arnir þreytast á að sitja lengur en eina kennslustund á hörð- um stólum. Frá kl. 5.30—7 sitja börnin svo við lestur. í unglinga skólanum lesa tveir alltaf í her- bergi sínu, þar sem búa fjórir, en hinir tveir lesa niðri og kenn anum, þær Ingibjörgu Nordal og «ri h3á Þeim’ reiðubúinn að hjálpa * « Tveir skólakrakkar af Snæfellsnesi í kennslustund. Sigurður Helgason, skólastjóri við hljóðnemann. Hátalarakerfi er um allt húsið og börnin vak- in gegnum það. vist. Við höfum rúm fyrir 62, en fjórir þurfa að sofa á dýn- um. Ég ætlaði að leysa málið með því að aka heim þeim börnum, sem næst búa, en foreldrarnir vildu heldur að þau væru hér á þennan hátt en að slíta þau úr tengslum við skólann og hin börn in. Sjálf áttu krakkarnir hér vini og vinkonur og fannst ó- hugsandi að sofa heima. — Hvað álítur þú sjálfur um það? — Ég held að gott sé fyrir þau að vera í heimavistinni. Ef um heimakstur er að ræða, þá er nauðsynlegt að hafa börnin sem lengst í skólanum á daginn. Við mætum í stiganum lítilli niðurlútri hnátu, sem er komin með hettusótt, og kona Sigurðar, Ólöf Árnadóttir, er að fara með hana heim. Ólöf hefur umsjón með heimavistinni, annast heilsu gæzlu og þessháttar. — í heima- vistarskóla þarf að vera húsmóð ir, segir Sigurður. Ég vil breyta ráðskonustarfinu þannig, að ráðs konan sé ekki bara yfir pott- unum í eldhúsinu, heldur sé hún húsmóðir á heimilinu. Ég vil geta þess um leið, að við höfum hér prýðilega ráðskonu Guðrúnu Hallsdóttur, og hún og hjálpar- stúlkur hennar eiga ekki síður þátt í að sjá um velferð barn- anna en við kennararnir. Börn- in una sér yfirleitt ákaflega vel og ber ekkert á leiða, en þegar þau veikjast, einkum þau litlu, Vigdísi Pálsdóttur. — Maður þarf að vera bæði pabbi og mamma fyrir litlu krakkana, segja þær. Aðeins fyrsta kvöldið ber svo- lítið á leiða í sumum, en svo ekki meir. Hér er aíltaf svo mik ið um að vera, að'enginn hefur tíma til að láta sér leiðast. Ég hefi unnið á barnaheimili, og þar eru krakkarnir miklu grát- gjarnari en hér í heimavistar- skólanum. Þeim stöllum kemur saman um, að fyrir unga kennara sé betra að byrja störf í heima- vistarskóla. Þeir kynnist börn- unum nánar og miklu betri reynzla féist af því að vera svona alveg með þeim. Kennslukonurn ar hafa komið sér vel fyrir sam- an í snoturri íbúð í skólanum og eru hinar ánægðustu. Það er tskólastjórin reyndar líka, því 'hann hélt í upphafi að kennara- íbúðin þyrfti að standa auð vegna kennaraskorts. Auk þeirra, sem þegar eru nefndir, eru við kennslu ungar kennari, Gísli Kristjánsson, og presthjónin í Söðulsholti, * séra Árni Pálsson og Rósa Þorbjarnar dóttir og síðan tveir stunda- kennarar, Guðrún Ormsdóttir í handavinnu og María Eðvarðs- dóttir frá Hrísadal, sem kemur einu sinni í viku og kennir söng og hljóðfæraleik. Þeir sem vilja geta lært á blokkflautu og á píanó, og tóku 28 börn þátt í því í fyrra. Hljómlist er því mikið höfð um hönd — sungið og spilað og börnin skemmta með hljóðfæraleik, þegar gestir koma frá öðrum skólum. Það er mikils virði fyrir skól- ann að hafa þau séra Árna og Rósu í Söðulsholti svo nálægt. Rósa er vel menntaður kennari, og þá helgina sem börnin eru þeim ef með þarf. — Þarna fer ekki bara fram undirbúnings- vinna fyrir kennslustundir, segir Sigurður, heldur er líka fengizt við ýmiskonar önnur verkefni. Það hafa heimavistarskólar fram yfir aðra skóla, að börnin eru undir handleiðslu við allt sem þau gera. Þau sem þá hafa lokið undirbúningi fyrir morgundaginn fara svo í eitthvað annað, en þau seinu þurfa oft að lesa meira. Kl. 8—10 á kvöldin er frí, sem þó er skipulagt eða leitt af vakt hafandi kennara. Við veljum sjón varpsefni, útbúum kvöldvökur, látum dansa og förum á skauta, ef gott er veður. Við litum inn í kennslustof- urnar. Þar er allt í fullri vinnu. Gisli Kristjánsson varpar skýr- ingarmyndum upp á vegg með myndvarpa. Ýms önnur nútíma kennslutæki eru í notkun, svo sem skuggamyndavél og „epi- skop“ til að sýna myndir úr bókum á vegg, og segulbönd og fjölritari eru mikið notuð. Eðlis- fræðitæki eru ókomin og þau eru það dýrasta sem við þurfum að fá, segir Sigurður. Með veggj um eru glerskápar með vísir að náttúrugripasafni og minjasafni og þarna er líka nokkurt hand- bókarsafn. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík safnaði 85 þúsund krónum í bóka- og menningarsjóð handa skólanum og fyrir það voru keyptar bæk- ur, annars vegar handbækur og hliðarbækur til náms, sem kenn- arar og nemendur hafa aðgang að og fletta upp í, og hins veg- ar unglingabækur, sem börnin fá lánaðar í herbergin. Eru þetta 500 bindi. — En vandræðin við hópkennslu og starfræna kennslu eru ávallt þau, að hér vantar Framhald á bls. 21 Tvær ungar kennslukonur úr Reykjavík við dyrnar á íbúð- inni sinni í Laugargerðisskóla, Vigdís Pálsdóttir og Ingibjörg Nordal. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.