Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 21 - LAUGARGERÐIS- SKÖLI Framhald af bls. 12 handbækur fyrir börnin á ís- lenzku, segir Sigurður. Maður sér hvað þau fletta mikið upp í þeim bókum, sem þau hafa að- gang að, svo sem vísindabókum Almenna bókafélagsins og öðr- um. Og við hlökkum til að fá nýju alfræðibókina. í Laugargerðisskóla er sá h'átt- ur á hafður, að hafa umsjónar- kennara með hverri námpgrein. Rósa byggir upp tungumálanám, og nú er að hefjast ensku- kennsla í 11 ára bekk. Gísli tekur íslenzkunámið. Ungu kenn ararnir sjá um lesgreinar allar og Sigurður sjálfur stærðfræði- greinar. Til að fá hugmynd um kennslu hætti, fáum við að sjá nokkur landafræðiverkefni, sem krakk- arnir vinna að í starfshópum. Hver hópur fær sitt land og sitt verkefni. Börnin lesa síðan allt sem þau ná í um viðkomandi land og útbúa myndaefni. Til þess liggja m.a. frammi til af- nota bunkar af ferðabæklingum. Síðan bera þau efnið á borð fyrir hina. Sigurður segir okkur að í fvrstu hafði hann óttazt, að ef til vill yrðu börnin of sér- hæfð í þessum ákveðnu verk- efnum, sem þau væru að vinna að, á kostnað hinna verkefn- anna. En það reyndist ekki svo. Því hinir hóparnir reyna líka að lesa sér til, til að geta spurt hálfan mánuð í skólanum og hálf an mánuð heima og sækja skóla á víxl, en unglingabekkirnir eru starfandi allan veturinn, nema hvað unglingabekkirnir fara 'heim hálfan mánuð á vetri hvor. — Sveitabörnin eiga þá ekki að vera í skóla nema þriðjung þess tíma, sem skólaskylda kaup staðabarna segir til um. Hvernig stendur á því? Líða þau ekki fyrir það, þegar þau koma svo síðar í samkeppni við önnur börn í æðri skólum? — Þetta er ákveðið svona í fræðslulögunum. Ég hefi aldr;i heyrt frá foreldrum, að þau vilji ekki láta börnin fá lengri skóla tíma. Tíminn segir þó ekki alla söguna. Þó 9—12 ára krakkar séu helmingi styttri tíma í skól- anum, þá eru þau þann tíma undir handleiðslu kennara allan daginn. Heimatímann byggjum við þannig upp, að börnin séu búin undir með heimavinnu þann hálfa mánuð, sem þau eru heima, Og mér finnst, að þegar ég ber saman þá skóla, sem ég hefi kennt við í kaupstað og nú í sveit, þá sé ég engann mun á námsárangri. En ég tel nauðsyn- legt að færa skólaskyldualdur- inn niður, a.m.k. niður í 8 ára. Ef til vill má segja, að 7 ára börn séu of ung til að taka þau svo lengi frá foreldrum sín um og til þess þyrfti meira starfs lið í skólana. En mest aðkallandi er, að fá 8 ára börnin í skóla jafn langan tíma og eldri börn- Sr. Árni Pálsson hefur skólamessu aðra hverja helgi, þegar börnin fara ekki heim til sín. og rekið „sérfræðingana“ á gat og helzt kennarann með. Þannig reyni allir að búa sig undir verkefnið, sem tekið er fyrir hverju sinni. — Nú er þetta sveitaskóli, en hér eru þó komin 7—8 ára börn. Eru þau skólaskyld? — Nei, hér eru börn ekki skólaskyld fyrr en 9 ára, en við gefum 7—8 ára börnum þó tækifæri til að koma. 7 ára börn in eru tvisvar sinnum hálfan mánuð, segir Sigurður. Þau eru ekki skyldug tíl þess, enda ekki öll hér nú. Foreldrar eru á- byrgir fyrir því að þau læri að lesa. En hætt er við að ólæs 9 ára börn, verði alltaf á eftir og nái sér ekki á strik síðar. 9—12 ára bömin eru svo alltaf in. Jú, hér gætum við vel tekið 8 ára börnin, án þess að stækka nokkuð við okkur, með því að nota tímann, sem unglingarnir eru heima og hagræða þessu. Um það leyti, sem við erum að kveðja í skrifstofu Sigurðar Helgasonar, skólastjóra, rekum við augun í „samstarfsbók kenn ara og foreldra". — Ég er að gera tilraun með þetta, segir Sigurður. Vegna fjarlægðar er erfitt um vik að hafa samband við foreldra barnanna. Þessvegna fær hver nemandi svona bók, sem hann tekur með sér heim. Kennarinn skrifar í' hana skila- boð, jákvæðar og neikvæðar upp lýsingar um hvernig námið geng ur og hvers konar beiðni eða tilmæli. Æskilegt er að foreldrar Gísli Kristjánsson notar skýringamyndum upp á myndvarpa við kennsluna og varpar hvitt tjald. Tveir ungir Snæfellingar læra náttúrufræði i Laugargerðisskóla. kvitti fyrir móttöku og skrifi aftur orðsendingu til kennara, ef þeir þurfa að koma skilaboðum. Ég byrja á þessu nú í vetur og ætla að sjá hvernig til tekst. Á leiðinni heim, ökum við að ■Söðulöholti, til prestthjónanna -sr. Árna Pálssonar og Rósu Þor- bjarnardóttur, sem okkur er sagt að séu með annan fótinn í Laug- argerðisskóla yfir kennslutíman og ómetanleg fyrir skólann. Þeg ar þau komu í þessa sveit fyrir 7 árum var Laugargerðisskólinn ekki til, aðeins farskóli í hreppn um. Rósa tók að sér að kenna börnunum og sr. Árni ók þeim á milli í jeppa. Kennslustofan var í kjallaranum á gamla prests húsinu. Sr. Árni tók líka nokkra unglinga í tíma. Nú blasir þessi nýi og glæsilegi skóli við, þegar horft er niður yfir mýrarnar. Þangað geta þau hjónin gengið á 20 mínútum á veturna, þegar mýrin er frosin og hægt að kom- ast yfir ána á ísi. Annars er góður krókur eftir bilveginum upp á brúna. — f Skólanum á ég alltaf vísan söfnuð í messu ann- an hvern sunnudag, segir Árni. — Það er ótrúlegar framfarir sem hér hafa orðið í skólamáluna, segja þau hjónin. Og þar sem við stöndum á hlaðinu framan við kjallarainnganginn og gömlu kennslustofuna, og horfum niður yfir, skiljum við hvað þau eiga við. Samt spyrjum við hvernig árangurinn sé, t.d. með tilliti til landsprófs og Árni segir, að skól inn sé svo nýr að ekki hafi margir reynt við landspróf, sem þar hafa verið, en allir sem reynt hafa, hafa náð því. E.Pá. hverfafundir um borgarmálefni GEIR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÓRI BOÐAR TIL FUNDAR UM BORGARMÁL MEÐ ÍBÚUM LAUGARNES- SUNDA- HEIMA- OG VOGAHVERFIS LAUGAR- DAGINN 26. OKTÓBER KL. 3 E.H. í LAUGARÁSBÍÓI ' Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um málefni hverfisins og svarar munnlegum og skriflegum fyrir- spurnum fundargesta. Fundarstjóri verður Þorsteinn Gíslason, skip- stjóri og fundarritari Sigríður Guðmundsdóttirý húsmóðir. (Fundarhverfið er ölll byggð norðan við hluta Laugavegar og Suður landsbrautar að Elliðaám). Reykvikingar J fjölmennum á fundi borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.