Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25 KTÓBER 1968 19 keraur til á þessu ári. Eru því hðrfur á stórfelldri fjárvöntun sjóðsins á næsta ári nema hægt sé að leysa svo fjárhagsörðug- leika útgerðar og fiskvinnslu, að þessar atvinnugreinar geti staðið að fulfu í skilum með skuld- bindingar sinar gagnvart Fisk- veiðasjóði og hækkun verði aft- ur á tekjum sjóðsins af útflutn- ingsgjaldi. Er þess að vænta, að f járhagshorfur Fiskvéiðasjóðs verði ljósari, áður en fjárlaga- afgreiðslu lýkur og þá metið hvort óumflýjanlegt reynist að taka upp einhverja fjárveitingu til sjóðsins að nýju. í fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir, að framlagið til Aflatrygginga- sjóðs verði skert með sama hætti og gert var með sparnaðarlög- unum á þessu ári. Ógerlegt hefur i*eynzt að fá greiðsluáætlun fyrir sjóðinn og verður að kanna það betur, áður en fjárlög verða afgreidd, hvort að sjóðurinn geti ekki, þrátt fyrir þessa skerðingu, staðið undir skuldbindingum sínum. Með hin um nýju lögum um fiskmat rík- isins, þar sem hinar ýmsu mats- greinar eru sameinaðar undir einni yfirstjórn, var að því stefnt að matið gæti í senn orðið virk- ara og ódýrara. Var í sparn- aðariögunum ráðgert að lækka fjárveitingu til fiskmats samtals 3 millj. kr. Lögin komu það seint til framkvæmda, að þessi sparnaður verði ekki að veru- leika á þessu ári, en á það hefur verið lögð rík áherzlla við yfir- stjórn fiskmatsins, að hinn fyrir hugaði sparnaður yrði að verða raunhæfur á næsta ári og eru f járveitingar við það miðaðar. Kostnaður vegna breytingar í hægri umferð, sem áætlaður var 34.6 millj. kr. í fjárfögum, fellur nú niður. Raunverulega var þó ekki um bein útgjöld ríkissjóðs á þessum lið að ræða í ár, vegna þess að svo miklu leyti sem kostn aðurinn ekki greiddist af skatt- gjaldi á bifreiðar, var hann greiddur með sérstakri lántöku í samræmi við sparnaðarlögin. Heildarkostnaður við breytingu í hægri umferð er talinn hafa orðið 68.5 millj. kr. Hið sérstaka gjald á bifreiðar, sem á var lagt tit að mæta þessum kostnaði og átti að greiðast á 4 árum, munu væntanlega ekki nægja til þess að standa undir þessum kostn- aði, en ég tel þá óumflýjarílegt að gjaldið verði innheimt lengur, svo að auðið verði að greiða kostnaðinn eins og til stóð. I sparnaðarlögum var ákveðið að stefna að því að lækka heildar- kostnað við löggæzlu um 5 prs. Skýrði ég í umræðum um frum- varpið frá því, að lítlar líkur væri til, að sá sparnaður gæti orðið raunhæfur á þessu ári, heldur bæri fremur að taka þesaa tillögu sem stefnumörkun. Sér- stök nefnd hefur unnið að at- hugun málsins i sumar og hefur hún þegar skilað bráðabirgða- tillögum til dómsmálaráðuneytis ins, sem eru þar í athugun. Er þess að vænta að auðið verði að framkvæma hinn fyrirhugaða sparnað, þótt gera megi ráð fyr- ir að flestar ráðatafanir i þá átt mæti meiri eða minni andbyr, en reiknað er með þessari lækkun 1 fjárlagafrumvarpinu nú. Ætla verður nú fyrir sérstöku framlagi til landhelgissjóðs 5.4 millj. króna til greiðslu vaxta og afborgana af lántöku í sambandi við smíði nýja varðskipsins Æg- is. Engu að síður verður um að ræða allverulegan sparnað hjá Landhelgisgæzlunni, sem starfar af því, að með tilkomu nýja varð skipsins er ætlunin að leggja hin um minni skipum, sem hafa verið mjög dýr í rekstri og óhagkvæm og samuleiðis er nú aftur ákveð ið ráð fyrir þvi gert að Land- helgisgæzlan yfirtaki vitaskipið og er í því sambandi felld al- gjörlega niður f járveiting til rekst urs þess á vegum vitamálanna Raunverulega var tekin um þetta ákvörðun við afgreiðslu síðustu fjárlaga, en eitthvert óskiljan- legt tregðulögmál hefur valdið því, að ekki hefur tekizt, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur, að fá þessa breytingu framkvæmda og vil ég ekki ásaka einn né neinn í þessu efni, en hér er aðeins gott dæmi um það, hversu oft er erfibt að koma við skipulags- breytingum. Með því að taka fjárveitinguna nú alveg af vita- málaskrifistofunni, verður ekki lengur auðið að spyrna gegn þess ari skipulagsbreytingu, sem tví- mælalaust virðist geta leitt til mjög verulegs sparnaðar, enda þótt ekki sé reiknað með að skerða í neinu nauðsynlega þjón ustu við vitana. Áætlað er að rekstrarhalli ríkisspítalanna muni hækka um rúmar 20 millj. kr. á næsta ári og er þá miðað við óbreytt dag- gjöld. Enda þótt erfitt sé að meta starfsmannaþörf sjúkrahúsa hefur ekki verið fallizt á beiðni um viðbótarstarfslið, nema þar sem sýnilegt var, vegna nýrra starfsemi að þörf var á viðbót- arstarfsliði. Nýlega hefur verið fengið til Landspítalans tæki til meðferðar vissra nýrnasjúkdóma sem hingað til hefur orðið að framkvæma á sjúkrahúsum er- lendis og jafnframt hefur verið fengin aðstaða til greiningar á hjartasjúkdómum, sem ekki hef- ur verið heldur fyrir hendi hér á landi. Var talið sjálfsagt að veita fé til þessarar auknu heilsu- gæzlu. Annars er það hið brýn- asta nauðsynjamál að kanna, varð andi sjúkrahús, eigi síður en skóla, hvernig þessari lífsnauð- synlegu þjónustu við borgarana verði sem hagkvæmast fyrir kom ið því að hér er um þungan og sívaxandi bagga að ræða. Virð ast ýmsar leiðir koma til greina, sem ég hef ekki aðstöðu til að gera hér að umtalsefni, en leitað hefur verið sérfræðiaðstoðar til þess að athuga skipan sjúkrahús mála hér, sem til þessa hefur því miður þó ekki skilað þeim árangri, sem vonast var til, en nauðsynlegt er að kanna öll til tæk úrræði til þess að geta veitt sem bezta heilbrigðisþjón- istu á sem hagkvæmastan hátt. \ síðasta þingi var gerð veiga- mikil breyting varðandi ákvörð- un daggjalda á sjúkrahúsum, með það fyrst og fremst fyrir augum að dreifa réttlátar en áð- ur kostnaði við rekstur sjúkra- húsanna. Ýmis vandamál koma í ljós, ef framkvæma á þessi nýju lög, og hefur ekki endanleg á- kvörðun verið tekin um það, hversu bregðast skal við þeim vanda, sem fyrst og fremst er fólginn í kostnaðarskipting- unni og því, að daggjöld þurfa að vera mjög mismunandi há á hinum ýmsu sjúkrahúsum. End- anleg niðurstaða varðandi dag- gjöldin verður auðvitað að liggja fyrir, áður en fjárlög eru af- greidd, en vafalaust reynzt ó- umflýjanlegt, vegna hagsmuna sjúkrahúsa sveitafélaganna, að hækka eitthvað daggjöldin, sem munu valda ríkissjóði hreinum útgjaldaauka, þótt rekstrarhall- inn á ríkisspítölunum lækki. Heildarframlög vegna lífeyris, sjúkra og slysatrygginga, að með töldum iðgjöldum atvinnurekend og hinna tryggðu, eru áætlaðar 1,490 millj. á næsta ári, sem er 196 millj. kr. hækkun frá fjár- lögum 1968. Raunveruleg hækk- un er þó ekki svona mikil, og verður að hafa það í huga við mat á þessum tölum, því að sú skipulagsbreyting kemur til fraim kvæmda á þessu ári, að Trygg- ingastofnunin yfirtekur ríkisfram færsluna, en sá kostnaður nemur rúimum 121 millj. kr. í fjárlög- um yfirstandandi árs. Aukning á beinu framlagi ríkissjóðs í kerfið er rúmar 35 millj. kr. sem skiptast þannig, að til sjúkra- trygginga, að meðtalinni ríkis- framfærslu, er hækkunin 40,3 milljónir, til atvinnuleysistrygg- inga 4 millj., en framlag til líf- þyristrygginga lækkar um 9,2 millj. kr. vegna þess að ríkis- sjóður hafði greitt óeðlilega hátt framlag til þeirra á síðast liðnu ári. Framlög til sjúkratrygging- anna eru áætluð í frumvarpinu, eftir hinum eldri lögum, en komi til hækkunar daggjalda, verður sú fjárhæð að hækka. Hafin er almenn athugun á hinum mörkuðu tekjustofnum, og mun ég ekki nú gera þá að umtalsefini, en tel þó að rétt sé að minnast á einn þeirra, þar sem hækkunin er langmest, en það er Vegasjóðurinn. Samkv. bráðabirgðaáætlun er gert ráð fyrir, að tekjur hans hækki um 165,9 millj. kr. vegna nýrrar tekjuöflunar til sjóðsins, sem samþykkt var á síðasta þingi. í A-hluta fjárlagafrumvarpsins er gert lausleg áætlun um ráð- stöfun á fé til vegagerðar á næsta ári, en til þess að koma í veg fyrir misskilning, skal tek ið fram, að hér er um algerar áætlunartölur að ræða, sem sam göngumálaráðuneytið er ekki á- byrgt fyrir, því að svo sem hátt- virtum þingmönnum er kunnugt á samkvæmt vegalögum að sam- þykkja á þessu þingi nýja vega áætlun, þar sem að sjálfsögðu verður ákveðið endanlega, hvem ig fé Vegasjóðs verði ráðstafað, og má því ekki skilja áætlun- artölur fjárlagafrumvarpsins sem neina ákvörðun eða ákveðna til- lögu um ráðstöfun á fé Vega- sjóðs. Lagning vegarins milli Reynihlíðar og Húsavíkur, vegna Kísiliðjunnar, verður lokið á þessu ári og fellur því niður 15 millj. kr. fjárveiting til þess vegar, en í þess stað þarf að taka upp sérstaka fjárveitingu til greiðslu lána vegna vegar- ins, 8 millj. kr. Tekin er upp ný fjárveiting vegna Skipaútgerðar ríkisins 25 millj. kr. vegna byggingar- kostnaðar nýju strandferðaskip- anna. Hafa verið gerðir samn- ingar við Seðlabankann um láns Cjáröflun til þessara framkv. en samningsverð beggja skip- anna er um 110 millj. kr. Átti Skipaútgerðin sjálf aðeins um 12,6 millj. kr. til að standa straum af byggingarkostnaði skip anna og mun því ríkissjóður á næstu árum að leggja fram veru legt fé til greiðslu. Verður að sjálfsögðu á þessu stigi engu um það spáð, hversu há endan- leg framlög ríkissjóðs þurfa að verða, en þótt gert sé ráð fyrir að hin nýju skip geri kleift að lækka verulega reksturshalla Skipaútgerðarinnar, er það vænt anlega of mikil bjartsýni að gera ráð fyrir því, að útgerðin geti staðið undir nema mjög takmörk uðum hluta byggingarkostnaðar skipanna, og gæti þó orðið um beinan hagnað að ræða fyrir ríkissjóð, þegar höfð eru í huga hin háu framlög til greiðslu (rekstrarhalla Skipaútgerðarinn- ar nú. Þar til hin nýju skip verða tiltæk, mun þurfa að gera ýrnsar bráðabirgðaráðstafanir til þess að halda uppi nauðsynlegri þjónustu Skipaútgerðarinnar við landsbyggðina, því að í síðasta lagi næsta vor verður að taka Esju úr umferð, en hún hefur reynzt mjög dýr og óhagkvæm í rekstri, og virðist ótvírætt hagkvæmara að leysa flutninga- vandamálið tímabundið með leig uskipum. Flóabátamálin hljóta einnig að koma til rækilegrar endurskoðunar, Vegna mjögbætt ra samninga hefur t.d. starfis- grundvelli, að verulegu leyti, verið kippt undan Norðurlands- bát og óviðunandi er með öllu að þurfa að greiða stórfé til styrktar á rekstri farþegaskips milli Reykjavíkur og Akraness, eingöngu vegna þess, hversu nú verandi skip er óhagkvæmt í rekstri. Áætlað er að á næsta ári verði fylgt sömu reglum um niður- greiðslur á vöruverði og hækk- ar því fjárveiting aðeins um 1 millj. kr. Fjárveiting vegna kostnaðar við toll og skattheimtu er hækkuð um 2 millj. kr. Er þó mjögvafa- samt, að sú áætlun geti staðizt, miðað við raunverulegan kostn að á þessu ári og umframgreiðsl ur á árinu 1966. En svo sem ég áður hefi vikið að, verður að leita allra úrræða til þess að draga úr kostnaði við toll- og skatt- heim'tu, án þess þó að draga úr nauðsynlegu öryggi varðandi eft irlit með toll- og skattskilum. 'Framlög til lífeyrissjóða hafa verið ofáætluð í fjárlögum yfir etandandi árs, og lækka þau framlög því um rúmar 6 millj. kr. Fjárveitingar til annarra mála, á vegum fjármálaráðuneytisins, hækka samtals um 19,3 millj. kr. 10 millj. af þeirri hækkun stafa af stórhækkuðum vaxtaútgjöld- fum vegna hinnaj- slæmu stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabank- anum, 1 millj. kr. er áætluð til greiðslu ýmissa málskostnaðar og greiðslu dómkrgfa, sem kunna að falla á ríkissjóð. Er alltaf um verulegan árlegan kostnað að ræða vegna ýmissa málsókna á hendur ríkissjóði og hefur ekki sérstaklega verið áætlað fyr ir þeim útgjöldum áður. Loks er framlag til Ríkisábyrgðasjóðsins hækkað um 9 millj. kr. og verð- ur þá 85 millj. kr. Er það þó mun lægri fjárhæð en fram- kvæmdastjórn Ríkisábyrgðasjóðs áætlar að þurfi til að standa straum af skuldbindingum sjóðs ins á næsta ári. Frá því að lög- in um Ríkisábyrgðasjóð voru sett bötnuðu skil ríkisábyrgðalána stöðugt ár frá ári, þar til á árinu 1967, að þáttaskil urðu í þeim efnum vegna stórvaxandi erfiðleika atvinnuveganna. Varð útkoman á því ári sú, að í stað þess, að framlag til Ríkisábyrgða sjóðs var lækkað um 15 millj. kr. í sambandi við fjárlögin til aðstoðar við útgerðina á því ári, reyndist óhjákvæmilegt að greiða til sjóðsins 15 millj. kr. umfram fjárveitingu á árinu og varð því heildarfjárveiting til sjóðsins á því ári 65 millj. kr. Var orsök- in fyrst og fremst sú, að á þessu ári féllu á Ríkisábyrgðasjóð mjög háar ábyrgðagreiðslur vegna 2ja aðila. Heildargreiðslur Ríkisá- byrgðasjóðs á árinu 1967, vegna ábyrgðaskuldbindinga, urðu 251 millj. kr., en á árinu innheimt- ust ekki nema 176 millj. kr. Vissar stórar ábyrgðaskuldbind- ingar, sem féllu á sjóðinn á sl. ári hafa síðan verið teknar til rækilegrar rannsóknar, og von- ast ég fastlega til, að ekki verði um svipuð áföll að ræða á þessu ári, en engu að síður er mjög mikil hætta á því, vegna al mennra greiðsluerfiðleika, að Rík isábyrgðasjóður verði fyrir veru legum áföllum á þessu ári, og verði því ekki raunhæf sú 10 millj. kr. lækkun á framlagi til sjóðsins, sem sparnaðarlögin gera ráð fyrir. Hefur afkoma atvinnu- veganna að sjálfsögðu grundvall arþýðingu fyrir stöðu Ríkisá- byrgðasjóðs. f sambandi við stöðu ríkisá- byrgðasjóðs, er rétt að víkja að einni 'tegund ríkisábyrgða, sem veitt hefur verið hömlulaust sem sjálfskuldarábyrgð, þrátt fyrir hin nýju lög um ríkisábyrgðir, þar til nú á þessu ári, að þær ábyrgðir eru veittar með sama hætti og aðrar ríkisábyrgðir. Á ég hér við ábyrgðir á lántökum vegna hafnargerða, sem breytt- ust með lögfestingu ‘laga um hafnargerðir á sl. ári. Margar hafnargerðir standa í óbættum sökum við Ríkisábyrgðasjóð, en lögum samkvæmt er ekki leyfi- legt að veita ríkisábyrgð þeim aðilum, sem eru í vanskilum við sjóðinn. Hefur þetta valdið mikl um erfiðleikum í ár stöðum. Þennan vanda tel ég verða að leysa með þeim hætti að gera verður sér grein fyrir óhjákvæmilegum hafnarbótum á viðkomandi stöðum og kostnaði við þær á næstu árum. Athuga greiðslugetu viðkomandi hafnar sjóða og sveitarsjóða og undir hversu háum afborgunar- og vaxtagreiðslum þessir sjóðir fái risið. Samið verði síðan við Rík- isábyrgðasjóð um greiðriu van- skilanna til nokkurs tíma, en hafnarbótasjóður taki síðan að sér að greiða þann hluta afborg ana og vaxta, sem sjáanlegt er, að ekki verði undir risið heima- fyrir, og verði gengið út frá því, að slik aðstoð verði endurgreidd hafnarbótasjóði, þegar viðkom- andi hafnargerð verður þess megnug. Sjálfsagt er, að þær hafnargerðir, sem slíkrar sér- stakrar aðstoðar njóta, verði undir sterku fjárhagseftirliibi hafnamálastjórnar eða sam- göngumálaráðuneytis. Svipuð hugsun mun hafa tegið að baki tillögu nefndar þeirrar, sem und irbjó nýju hafnarlögin, er hún gerði ráð fyrir nýrri tekjuöfl- un ti'l hafnarbótasjóðs. Því mið- ur neitaði Alþingi að fallast á hina nýju tekjuöflun, en breytti hins vegar ekki fyrirhuguðum skuldbindingum sjóðsins. Ég geri mér ljósa grein fyrir því, að með 8 millj. kr. árlegu ríkis- framlagi, eru titlar líkur til þess að hafnarbótasjóður fái staðið undir þeim skuldbindingum, er 'leiða myndu af þessum vinnu- brögðum, en ég tel miklum mun æskilegra að auka fjárveitingu til hafnarbótasjóðs heldur en að halda áfram að leysa fjárhags- mál hafnanna með því að greiða óreiðuskuldir þeirra úr Ríkisá- byrgðasjóði. Mundi sú lausn held ur ekki verða hugsanleg, eftir að farið er að veita aðeins ein- fatdar ábyrgðir á lánum vegna hafnargerða. Varðandi skiptingu fjárveitinga til einstakra hafna, vona ég að um það geti tekizt samkomulag, eins og við af- greiðslu fjárlaga yfirstandandi árs, að fjárveitingar til ein- stakra hafnargerða verði við það miðaðar að greiða að fullu ríkishlutann, sem á mundi falla á næsta ári. Meginstefna fjárlagafrum- varpsins, varðanidi fjárveitingar til opinberra framkvæmda, er sú að þær ' fjárveitingar eru hinar sömu og í fjáriögum yfirstand- andi árs, að frádregnum þeim fjárveitingum, sem í sparnaðar lögunum voru fetldar niður í ár ti'l bygginga, sem fyrirhugað- ar eru, en ekki hefur verið byrj- að á. Hins vegar eru teknar í fjárlagafrumvarpið þær 62,6 millj. kr. til byggingar mennta- skóla og ríkissjúkrahúsa, sem feMdar voru úr fjárlögum með sparnaðarlögunum og fjármagn- aðar í ár með lántökum, þar eð samskonar lántökur á næsta ári til þeirra framkvæmda eru óhugsandi. Hafa því fjárveiting- ar ríkissjóðs til verktegra fram- kvæmda raunverulega verið hækkaðar sem þessu nemur í fjárfagafrumvarpinu. Líklegt er þó, að fjárveitingar til opin- berra framkvæmda þurfi enn að hækkað um 50-60 millj. kr. og mun ég nánar ræða þann vanda, er ég kem að framkvæmdaáætl- a ýmsum un i-ijjjgjng fyrjr næsta ár. Tonnlæknai Stúlka óskar eftir að komas að sem nema við tannsmíði eða til aðstoðar á tannlæknis- stofu. Tilb. til Mbl. fyrir hádegi á mánudag 28. þ. m. merkt: „6774“ Mattúrgangur (hrosti) gott og ddýrt gripafoður fœst hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.