Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 5 Fjöldi ungmenna hefur hafið sjálfboðastarf í þágu geðvernd- armála, og er það einkum fóig- ið í félagslegu samneyti við sjúblinga. TENGLAR nefnist þessi félagsskapur ungs fólks, sem vinnur að slíku hjálpar- starfi, og fýsir sjálfsagt marga að fá vitneskju um hreyfinguna. Af því tilefni fengum við til birtingar greinargerð eftir Svein R. Hauksson, stud. med, ta'ls- mann Tengla, þar sem gerð er grein fyrir henni. Veturinn 1965-66 sameinuðust nokkrir nemendur Menntaskól- ans í Reykjavík um það áhuga- mál sitt að hefja hjálparstarf innan íslenzks samfélags. Hug- myndir um, hvað gera skyldi, voru óljósar, en tilgangurinn var skýr: að öirva þjóðfélagsá- byrgð einstakhnga með því að Við Klcppsspítalann starfa Tenglar mikið, og er myndin af lionum. TENGLAR - Félagslegt samneyti stuðla að og skipuleggja sjálf- boðastarf, sem beindist að þeim, sem orðið hafa viðskila í þjóð- félaginu. Geðverndarmál urðu fyrst fyr ir valinu, einkum vegna þess hve ástandið í þeim er hörmulegt. En tilgangur starfseminnar að geðvernd skyldi vera: 1. að koma sjúklingum á ný í tengsl við heilbrigt fólk og þann heim, sem það hrærist í. 2. að kynna geðverndarmál þannig, að meiri skilningur yrði meðal almennings á geðsjúkdóm um, eðii þeirra og lækningu. Eðlilegt var að snúa sér að Kleppsspítalanum, en um hann hafði alíbaf leikið dularful'lur blær, og jafnvel svo, að almenn- UERK m umnn Byggjum gcðdeildir. Menntum starfsfólk. ingi stafaði ótti af staðnum. Nú skyldi múr einangrunar rofinn og með því unnið bæði gegn hleypidómum og lækningu sjúkra. Ákveðið var að velja 10-12 manna hóp til reynslu ti'l þessa hjálparsfarfs. Sálfræðingur hafði umsjón með vali og starfi sjáMboðaliðanna, en allt fór að sjálfsögðu fram í samráði við lækna og hjúkrunarkonur Kleppsspítalans. Starfið var ýmist unnið af hópum eða einstaklingum innan hans. T.d. fór fimm manna hópur í heimsóbn á hverja dei'ld Kleppsspítalans og blandaði geði við sjúklingana. Af þessu leiddi svo einstaklingsstarf sem eðlilegur kunningsskapur, en þó undir eftiríiti. Lögð er áherzia á, að sjálf- boðaliðar komi ekki sem skemmti kraftar, heldur til þess að kynn ast sjúklingum á eðlilegan hátt, þótt þeir séu að vísu reiðubún- ir til að aðstoða sjúklinga við að undirbúa kvöldvökur þeir'ra. Starfsemin hefuir ekki einung- is verið innan veggja sjúkra- hússins. Farnar hafa verið ferð- ir niður í bæ, farið í kvik- myndahús, kirkju eða annað, eft ir því sem áhugi býður hverju sinni. Þá hafa verið haldin skemmtistörf utan sjúkirahúss- ins, þar sem veitingar hafa ver- ið á boðstólum, vinsælir skemmti kraftar hafa komið fram og að fokum stiginn dans við undir- leik hljómsveitar. Sú reynsla, sem fékkst af starf inu fyrsta misserið, var svo góð að áliti ábyrgra aðila, að vet- urinn 1966-67 var starfið aukið að mun og hópar sjálfboðaliða skipúlagðir fyrir hverja deild sjúknahússins. Það eru einkum stúdentar og mennta- og kennaraskólanem- endur, sem nú taka þátt í starfi TENGLA vð Kleppsspítalann og Arnarholt. Hreyfing þessi hef ur engan félagsfegan ramma. Það sení sameinar, eru einungis þær hugsjónir. þau málefni og það starf, sem unnið er að. Hreyf- ingin óx mjög í kringum dag geðverndar, 5. nóv. 1967, en þá tóku yfir 200 sjálfboðaliðar þátt í kynningu og fjáröflun í þágu geðvetrndarmála. Komið hefur í ljós, að þetta starf sjálfboðaliðanna er miki'ls virði, e.t.v. ekki sízt vegna hinna mörgu, sem dvelja á geðsjúkra- húsum fyrir þá helztu ástæðu, að þeir eiga ekki í annað hús að venda, skortir vini og tengsl við umheiminn. Féíagslegt starf, sem sjálfboðaliðar geta unnið, er því mikilvægur þáttur í lækn- ingu hinna sjúku. En margs þarf að gæta .Enn- eru þær hugmyndir við lýði. að hlutverk geðsjúkrahúss sé að vernda sjúklinga sína fyrir um- heiminum á svipaðan hátt og hlutverk fangelsa sé að vernda umheiminn fyrir föngunum. Ein angrunarstefnan hefur enn sín ítök í þjóðfélagi okkar. Þess vegna getur sjálfboðaliði ekki búizt við hlýjum móttökum hvar vetna, hvorki frá sjúkfingum né starfsfólki. Starfið þarfnast Framhald á bls. 24 Réttarhöld í St. Romanus-málinu ísafirði, 21. okt., 1968. Herrá ritstjóri! í heiðruðu blaði yðar 16. okt. S'l., er frásögn af rannsókn, sem þá hefur staðið yfir í Hull á hvarfi togarans St. RomanUs í janúar sl. Ekki er getið heim- ilda að þessari frásögn, en vegna þeirra ummæla sem höfð eru eft ir Þórði Oddssyni, sem var stýri- maður á v.s. Víkingi III er um- ræddir atburðir urðu, finn ég mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir. í frásögn b'laðsins er greint frá því, að Þórður hafi komið fram sem vitni og greint frá því, að hann hafi heyrt neyðarkafl frá St. Romanus. Síðan segir orðrétt í blaðinu: „Þórður sagð- ist hafa skýrt skipstjóranum frá þessu, en vissi ekki hvað hann gerði í málinu“. Síðar í frásögninni er þess get ið, að Þórður hafi verið inntur eftir því, hvers vegna hann hefði ekki sjálfur tilkynnt um kallið, og' er svar hans orðrétt þannig: „Staðarákvörðunin var 100 míl- ur frá okkur. Skipstjórinn sagði að hann myndi annast þetta, en gerði það ekki.“ Ég undirritaður var skipstjóri á v.s. Víkingi III er þetta gerð- ist, og_ ummæli þessi beinast að mér. Ég hefi ekki haft aðgang að málsskjölum frá umræddri rannsókn í Hull, og verð að svo komnu máli að ætla, að ummæli Þórðar séu rétt eftir höfð í Mbí. 16. okt. sl. Hins vegar hefi ég undir hönd um endurrit úr Sjó- og verzlun ardómi ísafjarðar, sem fjallaði um þetta mál 7. febr. sl. og er þar að finna framburð minn og skýrslu um þennan atburð og er hún svohljóðandi: ,,Við fórum í sjóferð frá ísaf. um kl. 9 um kvöldið 10. jan. sl. og héldum á fiskimið um 30 sm. NNV frá Déild. Á leið á miðin voru skipstjóri og 2. vélstjóri á verði, en á heimleið voru stýri- maður og 1. vélstjóri á verði. „Ég var vakinn þegar komið var inn að Hnífsdal um kl. 6 eh. 11. jan. Þá sagði 1. vélstjóri mér frá því að stýrimaðurinn og hann hefðu heyrt neyðarkall frá brezkum togara. Sögðust þeir hafa heyrt nafn togarans og stað arákvörðun. Þegar ég kom upp í brú sagði stýrimaður mér nánar frá þessu og þar á meðal að nafn togarans hafi verið Roman- us og að staðarákvörðun hafi verið 64 gr. N br. og 0 gr. 4V 1. „Ég spurði stýrimann hvort neyðarkallinu hefði verið svar- að og svaraði hann til að ensk- ur togari hafi kallað hann upp stuttu síðar. (Innskot mitt: Hér er átt við að kallað hafi verið í St. Romanus.) „Ég ti'lkynnti ekki þetta neyð arkall sökum þess að ég taldi að brezki togarinn hafi komizt i samband við hinn togarann og vegna f jarlægðar. ,,Ég færði þetta ekki inn í dag bók. „Ég vil taka fram að mér er Ijóst að það er siðferðileg skylda að tilkynna neyðarkall og mundi hafa gert það ef ég hefði talið að það kæmi að gagni. Einn ig vil ég geta þess að ég taldi að hundruð hlustunarstöðva, sem voru miklu nær, hlytu að hafa heyrt þetta neyðarkali.“ Þórður Oddsson stýrimaður kom einnig fyrir dóminn og gaf hann svofellda skýrslu: „Á landsiglingunni heyrði ég um kl. 4.30-5 síðdegis 11. jan. í viðtæki bátsins, sem var opið á neyðarbylgju 2182 KC-S, eins og venjulega tíðkast, neyðarkal'l frá brezkum togara. Það var al- þjóða neyðarkallið may-day þris var sinnum í röð og svo var nafn skipsins gefið upp einu sinni í mæltu máli, en 2 sinnum staf- að og síðan var staður skipsins gefinn upp einu sinni og skrif- aði ég það niður. Nafn skipsins var St. Romanus og staðará- kvörðun var annað hvort 63? 5,5 eða 64°, 5 N br. og 0°,4 V.l. „Ég heyrði tvisvar sinnum þetta kall, sem tók um 10 mín- útur og rétt á eftir kall frá brezkum togara til þessa togara, sem kallaði út neyðarkallið. Síð an heyrði ég ekki meira frá þess- um skipum vegna trufiana. Ég gat ekki greint nafn togarans, sem reyndi að kalla upp St. Ro- manus. Um hálftima síðar var skipstjóra sagt frá þessu. „Ég yil geta þess að ég taldi skipið vera um 100 milur V frá Noregi og gerði ráð fyrir að hundruð hlustunarstöðva, sem nær voru, myndu heyra neyðar- kallið. Það ber við að við heyr- um neyðarkall frá Norðursjó. „Mér eru ljósar þær skýldur, sem alþjóða siglingareglur leggja á skipstjórnarmenn um tilkynningar á neyðarkölíum, sem þeir heyra." Eins og fram kemur af fram- burði okkar Þórðar fyrir sjó- rétti á Isafirði, mun St. Roman- us hafa verið sem næst 1000 sjm. frá okkur. Hundruð hlustunar- stöðva eru þar miklu nær, bæði í landi og á sjó. Fyrir sjórétti á ísafirði segir stýrimaður að skip stjóra hafi verið sagt frá þessu „um hálftíma síðar“, og eins kemur fram í framburði hans, að annar brezkur togari hafi liaft samband við St. Romanus. Af þessu má vera ljóst, að stýrimanni var í lófa lagið að tilkynna sjó'lfur um þetta neyðar ka'll, þar sem hann var á verði, eða þá vekja mig strax, en tvö meginatriði málsins eru þau, að vegna fjarlægðar og vegna þess að brezkur togari hefði haft sam band við St. Romanus, taldi ég ekki ástæðu til að tilkynna þetta og trúlega hefur þetta einnig verið ástæðan fyrir því, að stýri maður aðhafðist ekki annað í mál inu, en það, sem fram kemur að ofan. Þegar sjóréttur á ísafirði hafði fjallað um þetta mál og tekið skýrslu af mér og stýri- manni, var ekkert frekara að- hafzt í málinu, og verður því að álykta, að is'ienzk stjórnar- völd hafi litið svo á, að hér væri ekki um neitt misferli að ræða. Þórði Oddssyni stýrimanni var boðið til Hull af brezkum stjórnarvöldum tií þess að greina frá þessum atburði. Til mín hefur ekki verið leitað á einn eða annan hátt um þetta mál af brezkri hálfu, og koma mér frá- sagnir af umræddri rannsókn í Hull fremur spánskt fyrir sjón- ir, svo að ekki sé meira sagt. Ég vil einnig taka fram, að þeir aði'lar, sem brezka stjórnin sendi hingað til ísafjarðar til þess að rannsaka þetta mál, höfðu ekk ert samband við mig og leituðu engra upplýsinga frá mér. (Alíar leturbreytingar eru mínar.) Með þökk fyrir birtingu Virðingarfyllst. Ásgeir Sölvason, skipstjóri. Sl ALLT MEÐ I EIMSKIP JÓLA- OG NÝÁRSFERÐ M.S. GULLFOSS 23/12 1968 — 8/1 1969. Viðkomuhafnir: Amster- dam, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Thors- havn. Á næstunni fe.rma skip voi til íslands, sem hér segir ANTWERPEN Reykjafoss 28. okt. Skógafoss 4. nóvember * Reykjafoss 15. nóv. Skógafoss 25. nóv. ROTTERDAM Reýkjafoss 29. okt. Selfoss 31. okt. Skógafoss 6. nóv. * Reykjafoss 18. nóv. Skógafoss 27. nóv. HAMBORG Reykjafoss 26. okt. Skógafoss 1. nóv. * Reykjafoss 12. nóv. Skógafoss 23. nóv. LONDON Askja 28. okt. Mánafoss 7. nóv. * Askja 15. nóv. HULL Askja 25. okt. Máhafoss 11. nóv. * Askja 18. nóv. LEITH Askja 31. okt. Mánafoss 13. nóv. * Askja 20. nóv. NORFOLK Brúarfoss 2. nóv. Lagarfoss 22. nóv. * Selfoss 29. nóv. NEW YORK Brúarfoss 8. nóv. Lagarfoss 27. nóv. * Selfoss 5. desember. GAUTABORG Tungufoss 4. nóv. Tungufoss 21. nóv. * Bakkafoss 30. nóiv. KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 2. nóvember. Tungufoss 6. nóv. Gullfoss 16. nóv. Tungufoss 23. nóv. * Gullfoss 30. nóv. Bakkafoss 2. des. KRISTIANSAND Bakkafoss 5. nóv. ** Tungufoss 25. nóv. * Gullfoss 1. des. GDYNIA Bakkafoss 2. nóv. Skip um 17. nóv. KOTKA Skip um 15. nóv. * * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyri | og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkl með stjöi-nu, losa aðeins í j Rvík. MM3jj EIMSKIP I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.