Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐtjR 236. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, í fjárlagarœðu sinni í gœr: Stdrfelldustu efnahagsöröugleikar í áratugi Hvatt til baráttu gegn Moskvusinnum — Óvinsœlar ráðstafanir óhjákvœmilegar, ella blasir atvinnu- leysi við — Rikissjóður hefur aðstoðað síldarútgerð, frystihús og togara með nýjum fjárframlögum á árinu — Creiðsluhalli 1967 og versnandi staða ríkissjóðs í ár FJÁRLAGARÆÐA Magnús- ar Jónssonar, fjármálaráð- herra, sem útvarpað var frá Alþingi í gærkvöldi, leiddi glögglega í ljós hversu þung- lega horfir í efnahagsmálum íslendinga um þessar mund- ir. Þar kom fram, að á árinu 1967 nam greiðsluhalii ríkis- sjóðs um 73 milljónum króna miðað við nýja uppgjörsað- ferð en sé miðað við eldri aðferðir hefði greiðsluhallinn numið nær 200 milljónum króna. Jafnframt versnaði staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum mjög veru- lega á árinu 1967. Á þessu ári hefur ástandið farið síversnandi. Sagði fjár- málaráðherra, að áður en innflutningsgjaldið kom til sögunnar hafi verið fyrirsjá- anlegt, að tekjur ríkissjóðs yrðu 160 milljónum króna lægri á þessu ári en áætlað var og fyrirsjáanlegt að rekstrarhalli ríkissjóðs yrði a.m.k. 300 milljónir króna. Magnús Jónsson benti á, að ríkissjóður hefði orðið að taka á sig margvíslegar skuld bindingar á þessu ári til þess að halda atvinnuvegunum gangandi. í vor tók ríkissjóð- ur að sér að greiða nokkra hækkun síldarverðs, sem get- ur numið 25 milljónum kr. Óumflýjanlegt reyndist að veita frystihúsunum aukna aðstoð, sem getur numið 30 milljónum króna. Saltfisk- framleiðendur hafa farið fram á aðstoð, sem getur numið 20—25 milljónum kr. Á sl. ári fékk togaraflotinn greiddan fyrirfram allan rekstrarstyrk þessa árs og í ár hefur reynzt óumflýjan- legt að greiða togurunum 40 milljónir króna til að koma í veg fyrir stöðvun þeirra og atvinnuleysi af þeim sökum. Loks reyndist nauðsynlegt að gefa síldarverksmiðjunum vilyrði um aðstoð ef útkom- an á síldveiðunum reyndist bágborin eins og nú virðist komið á daginn. í lok ræðu sinnar sagði fjármálaráðherra: „Hið háa Alþingi og þjóðin öll hlýtur nú að, verða að horfast í augu við þá staðreynd, að við eigum nú við stórfelldari efna hagsörðugleika að s tríða en um áratugabil, örðugleika, sem eru hlutfallslega stærri en nokkur önnur þjóð, á sam- bærilegu þróunarstigi, á nú við að stríða.... Verði und- irstöðuatvinnuvegum þjóðar- innar, og þá fyrst og fremst útflutningsframleiðslunni, ekki komið á eðlilegan rekst- ursgrundvöll, þá blasir það við, sem er voðalegra en allt annað, atvinnuleysið...... Á þessum miklu erfiðleikatim- um krefst þjóðarheill þess, að pólitískar ýfingar verði lagð- ar til hliðar og löngunin eft- ir pólitískum ábata af and- stöðu við óhjákvæmilegar, óvinsælar og harðneskjuleg- ar ráðstafanir, og allir sam- eini kraftana um að ryðja torfærunum úr vegi.“ Hér fer á eftir á bls. 13— 15 og 18—19, fyrri hluti fjár- lagaræðu Magnúsar Jónsson- ar, fjármálaráðherra, en síð- ari hluti ræðunnar verður birtur í Mbl. á morgun: Framhald á bls. 13 Fundum andstœðinga Dubceks mótmœlt: Sovézkum hermönnum fagnað sem hetjum við heimkomuna frá Tékkóslóvakíu Vín og Moskvu, 24. okt. AP-NTB # HINN frjálslyndi armur tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins herti í dag herferð sína gegn réttlínukommúnistum. Siðasti liðurinn í þessari her- ferð er krafa slóvakískra komm- únista um, að Moskvuhollir klofningsmenn verði reknir úr flokknum. • Jafnframt staðfesti málgagn sovézka hersins í dag, að brott- flutningur sovézkra hersveita frá Tékkóslóvakiu væri hafinn og sagði, að hermönnunum væri fagnað á landamærunum með blómvöndum. Leiðtogi tékkóslóvakískra kommúnista, Alexander Dubcek, átti í dag fund með sendimanni sovétstjórnarinnar, Vasili Kuzn- Framhald á bls. 31 Hafinn er brottflutningur herliðs Varsjárbandalagsríkjanna frá Tékkóslóvakíu þótt samið hafi verið um áframhaldandi dvöl sovézkra hersveita. Þessi mynd var tekin af brottflutningi Ungverja einhvers staðar í Tékkóslóvakíu. Lítil breyting á Vietnamviðræðum, segir Johnson — Varkár ummceli forsetans við blaðamenn væri að mannfall Bandaríkja- manna væri minna en áður. Hann tók fram, að hann teldi, að ekki ætti að auglýsa opinber- lega erfiðar samningaviðræður Framhald á bls. 13 London, 24. okt. (AP) BLAÐAEIGANDINN frú Helen Vlacos, sem hætti útgáfu blaða sinna í Grikklandi til að þurfa ekki að lúta ritskoðun herfor- ingjastjórnarinnar þar, var í gær kvöldi sæmd gullorðu brezku blaðamannasamtakanna (The Institude of Journalists) fyrir „frækna baráttu fyrir ritfrelsi". « Ungt fólh í A-Þýzknlnndi fyrir rétti Berlín, 24. október — NTB FJÖLDI ungra Austur-Þjóðverja, aðallega flokksmeðlimir, verða leiddir fyrir rétt, gefið að sök að hafa opinberlega mótmælt innrásinni í Tékkóslóvakíu. Tæplega 100 unglingar voru, samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, handteknir í mótmæla- aðgerðum í Austur-Berlin og fleiri austur-þýzkum borgum eft Framhald á bls. 24 Washington, 24. okt. NTB-AP JOHNSON forseti sagði á blaðamannafundi, sem hann boðaði til í dag með stuttum fyrirvara, að hingað til hefðu engar verulegar breytingar átt sér stað í Vietnam-mál- inu og tilraununum til að draga úr styrjöldinni. Þar með virtist forsetinn vilja draga úr bollaleggingum um, að fljótlega muni rofa til í viðræðum Bandaríkjanan og Norður-Vietnam um frið í Vietnam. Forsetinn minnti á, að bla'ða- fulltrúi hans, George Christian, hefði sagt þegar þessi orðróm- ur fékk fyrst byr undir báða vængi, að engin veruleg breyt- ing hefði átt sér stað og sagði, að þessi orð væru enn í fullu gildi. Aðspurður hvers vegna hann hefði þagað, ef horfur hefðu verið á því a'ð rofa mundi til í friðarviðræðunum, sagði hann: „Við viljum ekki búa til fréttir, meðan engar fréttir ger- ast.“ Forsetinn var mjög varkár er hann var spurður að því, hvort minnkandi mannfall Bandaríkja- manna í Víetnam bæri vott um að dregið hefði verið úr stríðs- aðger'ðum og sagðist sizt af öllu vilja veita mönnum falska ör- yggiskennd, þótt ánægjulegt Sjálfsmorðin í Bonn pólitískt hneyksli? Stjórnin krafin skýringa BONN 24. október. — NTB. Fulltrúar á sambandsþinginu i Bonn kröfðu í dag stjórnina skýringa á dauða Hermann Lúdke aðmíráls, sem gegndi mikilvægum störfum hjá NATO og var grunaður um njósnir. Fulltrúar dómsyfirvalda og ör- yggislögreglunnar hafa verið sak aðir um embættisafglöp í blöð- um, og varnarmálaráðherrann, innanríkisráðherrann og dóms- málaráðherrann svara þessum ásökunum á þingi á morgun. Talsmenn heraflans staðfestu Framhald á bls. 31 «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.