Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21-. DKTÓBER 1968 31 Æskulýðsvika KFUM. og K. í húsi féiaganna við Amtmanns- stíg stendur yfir þessa viku, og eru almennar samkomur á hverju kvöldi kl. 8.30. Æskulýðsvikunni Iýkur n.k. sunnu- dagskvöld. Ungt fólk talar á samkomum og mikið er sungið með gítarundirspili og fleiri hljóðfærum. Myndin er tekin af hluta æskulýðskórsins í samkomu í fyrrakvöld, sem var fjöl- sótt af ungu fólki. Grein um æskulýðsvikuna og starf unga fólksins í KFUM. og K. verður í blaðinu á morgun. Ljós- mynd Mbl. Á.J. — Útvarpsumiæður Framliald af bls. 2 Ræðumaður sagði að á þessu stigi málsins væri ekki unnt að segja tál um hvernig við þessum •vanda ætti að bregöast en lagði áherzlu á að víðtæk samstaða ■væri nauðsynleg til þess að ekki færi illa. Birgir Finnsison benti á að vegna viðræðna stjórnmála- flökkanna um efnahagsástandið og þeirra upplýsinga, sem þar hefðu komið fram, stæðu allir stjórnmálaflokkarnir nú jafnvel að vígi til Þess að meta ástandið. Hann undirstrikaði jafnframt að þetssi mikli vandi yrði ekki leyst- ur nema með því að sjávarút- ■veginum yrðu tryggð viðunandi starfsskilyrði. Geir Gunnarsson (K) sagði að fjárlagafrumvörp núverandi ríkisstjórnar hefðu jafnan mót- azt af þenslu og verðbólgu- stefnu hennar. Hins vegar hefði minna verið hugsað um atvinnu- vagina og jafnan látið reka á reiðann, í trausti þess að afli héldi áfram að vaxa og markaðs- verð erlendis ykist stöðugt. Þeg- ar þessu væri ekki fyrir að fara lengur, væri séð fram á hrun sjávarútvegsins og stórkostlegt atvinnuleysi væri á næsta ieyti. Ekki væri samt hægt að merkja á neinu í þessu bráðabirgða- frumvarpi a'ð taka ætti hlutina fastari tökum. Þvert á móti væri enn gert ráð fyrir útþenslu rík- isbáknsins og auknum álögum á almenning í landinu, sem þeg- ar hefði orðið að taka á sig mikla kjaraskerðingu, þar sem væri minkuð atvinna og hækkað vöruverð. i Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, svaraði í lok fjárlagaum- ræðunnar athugasemdum þeim, sem fram komu í ræðum stjórn- arandstæðinga. Um þá gaghrýni að ekkert væri á fjárlagafrv. að byggja sagði fjármálaráðherra, að frv. gæfi fullgilt yfirlit um reksturskostnað ríkisins eins og málin' lægju fyrir nú og það væri tiltölulega auðvelt og ein- falt að gera á því þær breyting- ar, sem nauðsynlegar væru vegna nýrra efnahagsráðstafana, þannig að Alþingi gæti afgreitt frv. fyrir áramót svo sem vera Iber. >á vék hann að undrun Heimdellingar MUNIÐ að gera skil á happ- drættismiðunum hið fyrsta, því að dregið verður í Landshapp- drættinu hinn 5. næsta mánað- ar, og tíminn því naumur. stjórnarandstæðinga yfir því að tillögur um lausn efnahagsvand- ans fylgdu ekki með fjárlagafrv. og sagði að þeir, sem þannig töl- uðu vissu betur. Öllum væri ljóst að útilokað hefði verið að átta sig á stöðu atvinnúveganna á miðju sumri. Fjármálaráðherra sagði um viðræður stjórnmála- flokkanna og þær fullyrðingar stjórnarandstæðinga, að nægar upplýsingar hefðu ekki legið fyrir, að aldrei fyrr hefðu jafn ítarlegar upplýsingar verið fyrir hendi um ástand og horfur og einmitt nú og það hefði tekið furðulega stuttan tíma að afla þeirra upplýsinga, sem óskað hefði verið eftir í viðræðunefnd- inni. Magnús Jónsson sagði að stjórnarandstæðingar héldu því fram að ríkisstjórnin væri stöð- ugt að framkvæma skyndiráð- stafanir og benti á að vandinn hefði stöðugt verið að vaxa, hvert óhappið hefði rekið annað og ríkisstjórnin hefði jafnan leyst hvert vandamál eftir því sem það hefði komið upp. Hann sagði að meginstefna ríkisstjórn- arinnar hefði verið að berjast gegn verðbólgunni en mörg öfl í þjóðfélaginu hefðu lagzt á aðra sveif með stuðningi stjórnarand- stæðinga. Þeir spyrðu nú hvers vegna ekki hefði verið safnað í sjóði á velmegunarárunum og sagði ráðherrann ástæðuna þá, að kröfugerðin á hendur at- vinnuvegunum hefði verið svo mdkil að það hefði e'kki reynzt mÖgulegt. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið ljós sagði Magnús Jónsson. Hún hefur reýnt að komast hjá kjaraskerðingu í lengstu lög en nú verður ekkj lengur hjá því komizt að rétta myndarlega við hag atvinnufyrirtækjanna og er vonandi að öll þjóðholl öfl standi saman um það. flítur í síldorleit „ÁRNI FRIÐRIKSSON" mun halda aftur á miðin fyrir austan land nú um helgina, en skipið hefur verið í slipp í Reykjavík að undanförnu, þar sem fram hefur farið vélarhreinsun og annað viðhald. Mun hafa verið komið nokkuð fram yfir eðlilegan vélarhreins- unartíma, vegna anna hjá skip- inu. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur mun fara með Árna á mið- in fyrir austan, en þar hefur síldarleitarskipið Hafþór verið að undanförnu. Varðurfélugur VARÐARFÉLAGAR, sem hafa fengið senda miða í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, eru minntir á að gera skil, sem fyrst, þar sem nú eru aðeins um tíu dagar þar til dregið verður í happdrættinu. Akranesi, 24. okt. LÍNUBÁTAR hér eru byrjaðir veiðar. Tveir hafa hafið róðra. Annar kom inn í gærkvöldi með Boston, hefur haldið uppi vðrn- um fyrir hana, og hefur kardi- nálinn sjálfur sætt gagnrýni fyr ir. John Heenan kardináli, yfir- maður kaþólsku kirkjunnar í Eng landi og Wales, var í dag spurð ur álits á framkomu Cushings kardinála, og svaraði hann því til að enginn kardináli, enginn prestur, og enginn sannur kaþól- skur gæti haldið því fram að kona, sem væri sjálf kaþólskrar trúar eins og frú Jacqueline ! Kennedy, gæti gifzt fráskildum manni eins og Aristoteles Onassis. En, sagði hann, „ef þið þekktuð Cushing kardinála eins vel og ég, vissuð þið að hann býr yfir miklu umburðarlyndi og kær- leika“. Brezka blaðið Daily Mail skýrir frá viðbrögðum Cushings kardinála í dag án þess að ræða þau frekar, en bendir þó á að þúsundir brezkra kaþólskra hafi reynt án árangurs að fá kirkj- una þar til að leggja blessun sína á samskonar hjónabönd og Cushing kardináli er að afsaka. Frá Buenos Aires bárust í dag fregnir um tilraun ríkissaksókn- arans, Juan E. Zapioda, til að svipta Onassis borgararétti. Seg- ir Zapioda að Onassis hafi fyrir- gert rétti sínum með of langri fjarveru frá Argentínu. Onassis kom til Argentínu árið 1923, og var þá aleiga hans um 10 doll- arar, að sögn. Hóf hann þar út gerð sína með því að ferja verka menn yfir Chuelo-ána á litlum árabáti, en áin rennur um út- hverfi Buenos Aires. Þegar On- assis fékk borgararéttindi í Arg- entíun, lagði hann fram skjöl, sem á stóð að hann væri fæddur í Saloniki 21. september árið 1900, og ætti því að vera 68 ára. Nú er hinsvegar almennt talið að Onassis sé 62 ára. Talsmenn bandarísku herstjórn arinnar í Washington skýrðu frá því aðspurðir í dag að frú Jacqe line ætti ekki lengur rétt á því að láta grafa sig við hlið fyrri eiginmanns, Kennedys fyrrum forseta, í Arlington kirkjugarð- inum, úr því að hún hefði gifzt á ný. Er þetta samkvæmt nýj- um lögum, er samþykkt voru í febrúar í fyrra. - SJÁLFSMORÐ Framhald af bls. 1 í dag að uppvíst hefði orðið 24. september að aðmírállinn hefði tekið ljósmyndir af leynilegum NATO-skjölum, en hann var ekki yfirheyrður fyrr en 27. sept- ember þegar honum hafði verið vikið frá störfum. Lögreglan lagði málið ekki fyrir saksóknara ríkisins fyrr en 30. september. Þingmaður úr flokki jafnaðar- manna, Hugo Collett, hefur beð- ið stjórnina að svara því hvort það sé rétt sem sum blöð halda fram að öryggisþjónusta hersins hafi brugðið of seint við. Schröd- er varnarmálaráðherra sagði í dag að ekki hefði náðst í Liidke aðmírál þegar upp um hann komst þar sem hann hefði verið veiðiferð. Blöðin halda því fram, að Ludke aðmíráll hafi verið gefinn kostur á að svipta sig lífi. Hann fannst skotinn til bana nálægt landamærum Belg- íu, þar sem hann var í veiðiferð, og virðist hafa framið sjálfsmorð. Oollett þingmaður vill einnig fá að vita hvort nokkuð sam- band er á milli Lúdke-málsins og fjögurra annarra sjálfsmorða ríkisstarfsmanna. Síðasta sjálfs- morðið framdi kona sem starfaði í blaðadeild stjórnarráðsins. Á mánudaginn hvarf starfsmaður í varnarmálaráðuneytinu, Gerhard Böhm, sem sagði í bréfi til fjöl- skyldu sinnar að hann ætlaði að fyrirfara sér. Fyrsta sjálfsmorðið framdi Hort Wendland hershöfðingi, annar æðsti maður leyniþjónust- unnar 8. október. Síðan dó Lúdke aðmiráll og á föstu- daginn framdi starfsmaður í varnarmálaráðuneytinu, Johann- es Grimm ofursti sjálfsmorð. Á það er lögð áherzla af opinberri hálfu að ekkert hafi komið fram er bendi til þess að samband sé á milll sjálfsmorðanna. Stjórnin verðUr á inorgun spurð að því hvort borgarar njóti nægilegrar verndar og hvort raunverulega j 4% lest. — hjþ. - HEILDARAFLINN Framhald af bls. 2 og hafa verið gerðar á því leið- réttingar. Heildaraflinin er nú 73.729 lestir og hagnýttur þannig: Lestir: í salt — 66.484 sjós. tn 52.072 upps. tn. 118.556 tunnur 16.046 í frystingu 16.046 f bræðslu 405 I.andað erlendis 9.475 Á sama tíma í fyrra var afl- :nn þessi: Lestir: í salt — 117.959 upps. tn. 17.222 í frystingu 741 f bræðslu .. 206.236 Til innanlandsneyzlu . . . 15 Landað erlendis 6.734 Alls: 290.938 Hæstu löndunarstaðir sumars- ins eru þessir: Lestir: Reykjavík 12.915 Siglufjörður 24.158 Húsavík 1.099 Raufarhöfn 4.569 Vopnafjörður 1.346 Seyðisfjörður 8.995 Neskaupstaður 2.759 Eskifjörður 3.843 Stöðvarfjörður 1.243 Erlendis hefur verið landað: Þýzkaland 4.357 Færeyjar 1.351 Hjaltland 1.349 Skotland 1.224 Noregur 79 Erlend skip á miðunum . 1.115 SÍLDVEIÐARNAR VIÐ SUÐURLAND Hinn 29. september hófust haustveiðarnar vif Suðurland, þegar síld fannst 15—20 sm. NV af Eldey. Fyrstu dagana voru fá skip á miðunum og til 12. októ- ber var ekki landað nema 1.003 lestum. Vikuna 13.—19. október komu 03 skip með afla að landi, alls 4.506 lestir. Um hagnýtingu er það eitt að segja, að síðast- liðna viku var saltað í 7.589 tunnur. Heildaraflinn frá X. júní að telja er orðinn 6.397 lestir og skiptist þannig á löndunarhafn- ir: Lestir: Vestmannaeyjar............. 463 Grindavík ................. 845 í Sandgerði/Garður .......... 335 Keflavík ................ 1.549 Hafnarfjörður ........... 1.089 Reykjavík ............... 1.032 Akranes ................... 932 Rif ........................ 85 Ólafsvík . ................. 67 Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn 47.147 lestir, en þá voru engar veiðihömlur yfir sumar- tímann sem nú. Aftur á móti hófust haustveiðar þá ekki fyrr en 24. október. - SKARTGRIPIR Framhald af bls. 2 að horfa á hann. Hver sá í Banda ríkjunum, sem efast um að hún sé ástfangin af honum, er fífl“. Brúðkaupjð hefur vakið nokkr ar deilur meðal kaþólskra víða um heim vegna þess að Onassis er fráskilinn, en kaþólska kirkj- an viðurkennir ekki skilnað. Fornvinur frú Jacqueline Onass- is, Richard Cushing kardináli í BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu l—----------------------r sé um að ræða samband milli sjálfsmorðanna þar eð þeir semi eigi í hlut hafj haft aðgang aði ríkisleyndarmálum. —TÉKKÓSLÖVAKÍA Framhald af bls. 1 etsov, en ekki er vitað hvað þeim fór á milli. FUNDAHÖLD MOSKVUSINNA í ályktun, sem birt var í dag í slóvakíska flokksmálgagninu ,,Pravda“, er mótmælt funda- höldum nokkurra flokksmeðlima eins og Jozef Jodas, Antonin Kapek, Arel Mestek og annarra er rejmi með vafasömum ráðum að kasta rýrð á frjálsræðisstefnu flokksins. (Mestek var ráðherra í stjórn Novotnys forseta). Því er haldfð fram, að klofningshóp- ar hliðhollir Moskvu-stjórninni hafi síðan í byrjun mánaðarins haldið fundi á ýmsum stöðum í landinu og barizt fyrir brott- vikningu Alexanders Dubcek. í ályktuninni, sem samþykkt var á fundi flokksdeildar komm únista, í vísindastöð í Nove Mesto nad Voham í Vestur- Slóvakíu, er skorað á miðstjórn flokksins að binda enda á þessa starfsemi, draga ályktanir af henni og lýsa ótvírætt yfir því, að fólk, sem standi gegn stefnu flokksins, eigi þar ekki heima. Birting greinarinnar ber vott um, að leiðtogar slóvakíska kommúnistaflokksins eru henni sammála. Annað slóvakískt blað, „Vecer- nik“, segir, að réttlínukommún- istar telji sig einu vini Sovétríkj- anna i Tékkóslóvakíu, en starf- semi þessara klofningsmanna væri ekki áhyggjuefni ef þeir væru ekki fulltrúar stalínisma. Bla'ðið sagði, að hér væri aðal- lega um að ræða menn, sem mis- tekizt hefði í stjórnmálum og efnahagsmálum. Blaðið „Smena“ í Bratislava segir, að hætt hafi verið að mestu leyti umræðum um þörf- ina á frekari eflingu lýðræðis en krefst þess að haldið verði áfram á þeirri braut er mörkuð var í janúar. í grein um 23 ára afmæli SÞ segir Bratislava-blað- fð Pravda, að sú grein sáttmála SÞ er kveði á um að valdi skuli ekki beitt í samskiptum þjóða sé mikilvægasta ákvæði sáttmálans eins og nú sé háttað. FAGNAÐ MEÐ BLÓMUM Rauða stjarnan, blað sovézka hersins, segir í dag í grein, þar sem í fyrsta sinn kemur fram af sovézkri hálfu að Rússar séu að flytja herlið sitt á brott frá Tékkóslóvakíu, að nálægt landa mærunum hafi fjöldi manns tek- ið sér stöðu og veifað blómum þegar hermennirnir fóru þar um á heimleið frá Tékkóslóvakíu. Blaðfð segir, að hermennimir hafi komið aftur til Sovétríkj- anna skammt frá Kaliningrad, nálægt sovézka Lithaugalandi, og bendir það til þess að þeir hafi farið um Pólland. Þess var ekki getið, hve hermennirnir voru margir, en hér var um áð ræða brynvæddar hersveitir. Blaðið segir, að í Kaliningrad hafi verið festir upp borðar þar sem stóð: „Þfð hafið gert alþjóð- lega skyldu ykkar. Velkomnir heim til ættjarðarinnar." Margir buðu hermönnunum brauð og salt og sigurhátíð var haldin I herstöð þeirra eftir komuna. Pólitískur liðsforingi sagði, að hermönnunum hefði létt mikið þegar samningurinn um her- námið var undirritaður í síðustu viku: „Sviksamleg samsæri gagn byltingarsinna og heimsvalda- sinna, sem studdu þá, hafa farið út um þúfur. Hermenn okkar ger'ðu alþjóðlega skyldu sína með miklum sóma og djörfung," sagði hann. Tilkynnt var í Vín í dag, að 2.248 Tékkóslóvakar hefðu beð- ið um hæli sem pólitískir flótta- menn í Austurríki síðan innrás- in var gerð. 7.900 Tékkóslóvakar munu dveljast í Austurríki, og á hverjum degi biðja einhverjir um hæli, eða spyrjast fyrir um hvort þeir geti flutzt til ann* arra landa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.