Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 INNIHUKÐIR 1 landsins mesta urvali 4A-4 SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. Torfuslæðingur VIÐ höfðum samband við Hjálm ar Vilhjálmsson fiskifræðing á síldarleitarskipinu Hafþór í gær, þar sem skipið var statt á mið- unum um 130 mílur austur frá Gerpi. Torfuslæðingur var en lít Háskóla- hátíð HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður hald- in fyrsta vetrardag, laugardag 26. okt., kl. 2 e.h. í Háskólabíói. í>ar leikur strengjahljómsveit undir forystu Björns Ólafssonar. •Háskólarektor, prófessor Ár- mann Snævarr, flytur ræðu. Stúdentakórinn syngur undir stjórn Jóns Þórarinssonar tón- skálds. Háskólarektor ávarpar nýstúdenta ,og veita þeir við- töku háskólaborgarabréfum. Einn úr hópi nýstúdenta flytur stutt ávarp. Foreldrar nýstú- denta eru velkomnir á háskóla- hátíðina. il veiði. Hjálmari fórust orð á þessa leið; þegar við spurðum hann hvernig gengi: „Það er svona og svona. Það fannst nú þó nokkuð í morgun á töluverðu svæði um 130 míl- ur frá Gerpi, eða um 8 gr. og 20-30 vestl. b. og 64. gr. 40-50 nl. 1. Það var þó nokkuð af stórum torfum á þessu svæði og bátur, sem var á leið frá Austfjörðum og á miðin þama varð var við torfuslæðing á leiðinni, eða frá 90 mílum austur af landinu og út 130 mílurnar. Maður gæti látið sér detta í hug að þarna væri einhver strjál ingur að staðaldri um þessar mundir, en síldin er ljónstygg. Rússneski flotinn er um og vest an við 8 gr. og svo nokkru sunn ar en við. Á því svæði virtist vera um að ræða hinar venju- legu dreifilóðningar, sem hafa verið algengar 2 síðustu vik- ur. Síldin er uppi á nóttunni, en niðri á daginn, en það smá reit- ist. Það eru ekki margir bátar hér, en þeir eru að snúast á þessu svæði 8-9 gr. og fundu t.d. bletti í morgun, sem vom á 160- 200 faðma dýpi, en í kvöld var sú síld komin upp, en mjög stygg og virðist á vesturleið áfram“. Frú Lára Sigurbjömsdóttir, gjaldgeri Barnaverndarfélags Reykjavíkur, afhendir séra lngólfi Ástmarssyni, gjaldkera húsbyggingarsjóðs taugaveiklaðra bama, 250.000 krónur. Tómas Þorvaldsison flytur skýrslu sína á SÍF-fundinum. Til hægri er Jón Ámason, fundarstjóri, til vinstri Bragi Steinarsson fundarritari. — Ljósm.: Ól. K. M. Saltfiskframleiðslan 60% meiri í ár en á sama tíma 1967 Aukafundur SÍF samþykkti einróma traustsyfirlýsingu á stjórn samtakanna AUKAFUNDUR Sölnsamtaka ísl. fiskframleiðenda, sem hald- inn var í gær, saniþykkti einróma traustsyfirlýsingu á stjórn sam- takanna og þakkaði henni vel unnin störf að markaðs- og sölu málum. Allir fundarmenn voru sammála um, að efla bæri starf semi SÍF. Tillaga um að heimila fleirum en SÍF útflutning á salt fiski var felld með 486 atkvæð- um gegn 26. Á fundinum kom fram, að fyrstu 9 mánuði ársins nam saltfiskframleiðslan 35 þús- und tonnum, en 21.810 tonnum á sama tíma 1967. Aukning nem- ur því 60% á árinu. Á fundin- um kom fram, að stjórn SÍF tel ur góðar horfur á þvi, að tak- ast muni að selja allar birgðir af blautverkuðum saltfiski í landinu á næstu vikum. í skýrslu formanns SŒF, Tóm- Stórgjöf til húsbyggingar- sjóðs taugaveiklaðra barna í GÆR afhenti frú Lára Sigur- björnsdóttir, gjaldkeri Barna- verndarfélags Reykjavíkur, séra Ingólfi Ástmarssyni, gjaldkera Húsbyggingarsjóðs taugaveikl- aðra barna, stórgjöf, að upphæð 250.000 krónur. Eru tvöhundruð þúsund hreinn ágóði vegna merkjasölu og bóka- sölu (Sólhvörf), en fimmtíuþús und krónur ágóði fyrir servíettu sölu, sem konur í félaginu hafa annazt og munu halda áfram að gera. Á þeim tíma, sem leitazt hef- ur verið við að reyna að hjálpa sjóndöprum börnum og heyrnar- daufum, og öðrvísi afbrigðileg- um, sögðu forráðamenn félagsins á fundi með fréttamönnum, hef- ur ekkert verið gert til að hjálpa taugaveikluðum börnum, sem kynnu þó að vera með veilu, sem lækna mætti, einkum og sér í lagi, ef hægt væri að taka hana til meðferðar á vægu stigi. Sjóðnum hafa borizt gjafir víðsvegar að, og voru eignir hans um áramótin, 1967-68 1.800.000. Hefur húsbyggingasjóðurinn fulla samvinnu við Hringinn, og hafa borgaryfirvöldin lofað lands spildu á lóð Borgarsjúkrahúss- ins í Fossvogi, og mun það senni lega annast einhverjar hliðar rekstursins, er fram í sækir. Er í ráði að sameina lækningarheim ili og geðverndardeild Heilsu- verndarstöðvarinnar, en að 3. deildin verði deild fyrir geð- truflun á háu stigi. Formaður byggingarnefndar- ar Kristinn Björnsson, sálfræð- ingur. Sagði hann, að ennþá hefði ekki fengizt leyfi til hús- byggingarinnar, en vonandi væri, að rætast færi úr því. Gerði nefndin ráð fyrir þvi, að fyrsti áfangi heimilis fyrir 20 börn myndi kosta 10 millj- ónir króna, og mætti þessvegna hefjast handa strax um fram- kvæmdir. Merki sjóðsins og bókin Sól- hvörf verða afhent til sölu í skólum. asar Þorvaldssonar, kom m.a. fram, að af 35 þúsund tonnum af heildarsaltfiskframleiðslunni fyrstu 9 mánuði ársins 1968 fari ca. 1500 tonn til neyzlu innan- íands og því komi til sölu á er- lendum mörkuðum um 33.500 tonn. Af því magni hafa þegar ver- ið flutt út 18.728 tonn, þar af 89 tonn til Danmerkur, 2.127 tonn til Englands, 1.378 tonn til Gri'kklands, 4.635 tonn til Ítalíu, 5.322 tonn til Portúgals og 5.185 tonn til Spánar. Þá hafa verið gerðir samning- ar um sölu til viðbótar á 1200 •tonnum til Ítalíu, 2.750 tonnum til Portúgal( mun hcifa verið gengið frá sölu þangað á 1.300 tonnum í gærdag) og 1400 tonn- ur því verið samið um sölu á um til Grikklands. Samtals hef- ur því verið saniið um sölu á 5.360 tonnum til viðbótar, sem enn á eftir að flytja út. Loks liggja fyrir yfirlýsingar frá kaupendum um kaup á 1.700 tonnum til viðbótar til Spánar, fáist innflutningsleyfi stjóm- valda. ítalir munu vera kaup- endur að 1.000 tonnum til við- bótar. Er nú unni'ð að því að fá innflutningsleyfi á Spáni. Samtals hafa því verið seld 25.778 tonn, en að vísu beðið eftir innflutningsleyfum fyrir 1.700 tonnum af þvi. Samkvæmt þessu hafa verið te'kin til verkunar 7 þúsund tonn af blautsöltuðum fiski, sem miun gera um 4.500 tonn af þurrkuð- um sal'tfiski, en af þvi magni er þegar búið að selja 2 þúsund tonn á verði sem ei heldur lak- ara en fékkst á sl. áxi. Sjá frásögn af umræðum á SÍF-fundinum á bls. 3. Rússornir við Ingólfshöiðo TVÖ rússnesk herskip héldu sig enn skammt út af Ingólfshöfða í gær, samkvæmt upplýsingum, sem við fengum hjá Landhelgis- gæzlunni. Tvö önnur rússnesk skip sigldu þá í stefnu frá land inu og til Færeyja, og var þai um að ræða annan tundurspill- inn, sem hefur verið hér við landið að undanförnu, svo og olíuskip. ÁRSHÁTÉÐ Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður hald- in n.k. laugardag í samkomuhús- inu þar, en hátíðin er ávallt hald in 1. vetrardag. Hátiðin hefst með borðhaldi kl. 8 e.h. Magnús Jónsson, fjár málaráðherra, mun mæta á árs- hátíðinni. Aðgöngumiðasala og borðapant anir verða í Samkomuhúsinu frá kl. 5-7 í dag og á morgun. T augatöf luney tendur handteknir LÖGREGLUNNI var í fyrri- nótt tilkynnt, að í húsi við Háagerði væri fólk undir annarlegum áhrifum. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn og ein kona, sem voru undir áfengis áhrifum og áhrifum tauga- róandi lyfja. Þriðji maðurinn var nýgenginn út og handtók legreglan hann skömmu síð- ar, en í framhaldi af þvi fundust 300 Valium-töflur, sem maðurinn hafði ætlað að skjóta undan. Er talið að þarna sé um að ræða hluta af þýfinu, sem stolið var úr Ing- ólfs-Apóteki aðfaranótt 1. okt óber sl. Aðfaranótt 4. október sl. var lögreglan kvödd að þessu sama húsi við Háagerði og kom þá þar að fjórum imönn- um, sem vart voru viðmæl- andi sakir annarlegra áhrifa. Voru þeir þrír, sem hand- teknir voru í fyrrinótt, þar á meðal. Við leit í húsakynnun- um þá, fundust alls um 2000 Valium-töflur, en fólkið seg- ist síðan hafa neytt taflna, er það faldi í pappaboxi milli þilja. Eru þessar 300 töflur þær síðustu, sem þetta fólk segist vita um. Talið er að um 15000 tauga- róandi töflum hafi verið stol- ið úr In.gólfs- apótek i, en sá, sem þar var að verki, kveðst ekki hafa tekið nema um 6000 stykki. Segist hann hafa graf- ið megnið af þýfinu í bing, sem hann nú getur ekki fund- ið aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.