Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 13
MORG-UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR X IKTÓBER 1968 13 _ HVERT ER ALIT...? Framhald af bls. 10 Forvitni. Ólafur Jónsson, verzlunar- maður: Að minni hyggju er for- vitni ástæðan fyrir þessum siglingum rússnesku herskip- anina við ísland, en ég er ekki Ólafur Jónseon svo vel að mér að vita, hvern- ig við getum brugðizt við þeim á einhvern máta.“ - JOHNSON Framhald af bls. 1 og kvaðst sannfærður um, að hann hefði gert rétt þegar hann ákvað að takmarka loftárásirn- ar á Norður-Vietnam 31. marz sL — Áður en Johnson hélt blaða- mannafund sinn var þrálátur orðrómur á kreiki um, að fljót- lega mundi rofa til í tilraunum hans til þess að koma á friði í Vietnam, þrátt fyxir það að Hvíta húsið gerði allt sem í þess valdi staeði til að eyða þessum orðrómi. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum átti Johnson í gærkvöld fund með helztu ráðu- nautum sínum um Vietnammál- fð, aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að talsmaður Norður-Vietnama í París lýsti yfir því við blaðamenn, að miða mundi í samkomulagsátt, ef Bandaríkjamenn hættu öllum loftárásum. FÖNGUM SLEPPT í Saigon tilkynnti suður- vietnámska stjórnin í dag, að 140 stríðsfangar yrðu látnir laus- ir við hátíðlega athöf n eftir nokkra daga, og um leið var á kreiki þrálátur orðrómur um, að öllum loftárásum á Norður-Viet- nam yrði hætt. Talsmaður stjórnarinnar vildi ekkert um það segja, hvort stríðsfangar þeir, sem látnir verða lausir, eru fyrrverandi hermenn Viet Cong eða hvort norður-viet- namskir hermenn eru í hópi þeirra, en áreiðanlegar heimild- ir herma, að þeir séu Viet Cong menn. Talsmaðurinn sagði, að föngunum yrði sleppt í mannú'ð- arskyni og neitaði því að þessi ákvörðun stæði í nokkru sam- bandi við hugsanlega stöðvun loftárása. Aðeins 100 bandariskir her- menn héllu í síðustu viku, og hefur aldrei orðið eins lítið mannfall í liði Bandaríkjamanna í 14 mánuði. Mannfall í liði Su'ð- ur-Vietnama var líka minna en venjulega: 132 fallnir. Tiltölu- lega kyrrt hefur verið á vígstöðv unum, en í dag sóttu bandarisk- ir og suður-Vietnamskir her- menn skyndilega inn í syðri hluta hlutlausa beltisins á mörk um Suður- og Norður-Vietnam. 112 Norður-Vietnamar féllu í átökunum. FJARLAGARÆÐAN Framhald af bls. 1 Atkoma Ríkissjóðs 1967 Áður en ég geri grein fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1969, mun ég í stórum dráttum skýra afkomu ríkissjóðs á árinu 1967 og horfur í fjármálum rik- isins á yfirstandandi ári. Vegna breytinga á uppgjöri ríkisreiknings fyrir árið 1967, sem ég mun síðar gera nánari grein fyrir var 'lokun reiknings- ins það síðbúin, að ég hafði ekki aðstöðu til að gera Alþingi grein fyrir afkomu ríkissjóðs það ár, áður en þingi lauk síðastliðið vor. Hlýt ég því að fara nokkru fleiri orðum um reikninginn en ella hefði verið, en mun þó tak- marka mig við meginatriði og vísa um einstaka liði til rikis- reikningsins, sem lagður hefur verið á borð háttvirtra þing- manna. Um síðustu áramót gengu að fullu í gildi lög frá 1966, um rík isbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga. í samræmi við þau lög voru fjárlögin fyrir árið 1968 gerbreytt frá fyrri efnisskipan fjárlaga. Ríkisreikningurinn fyr ir árið 1967 er í sama formi og hann hefur verið um langt ára- bll, en það er í síðasta sinn, sem ríkisreikningur verður gerð ur upp á þennan hátt, því að ríkisreikningurinn fyrir árið 1968 verður mjög breyttur til samræmis við ákvæði hinna nýju íaga. I>ótt reikningur ársins 1967 sé þannig hið ytra eins og hann hefur verið, ber að minnast þess, þegar hann er skoðaður, að ýms- ar þær meginreglur, sem leiddar voru í lög með áðurnefndri laga setningu um ríkisbókhald, eru notaðar við uppgjör reiknings- ins fyrir árið 1967. Er afleið- ingin sú, að niðurstöður reikn- ingsins eru að ýmsu leyti aðrar. En þar er um bókhaldslegar að- gerðir að ræða, sem óumflýjan- legt var að gera í eitt skipti til þess að reikningurinn fyrir ár- ið 1968 geti í einu og öllu ver- ið gerður samkvæmt nýju lög- unum. Til þess að geta skoðað ríkisreikninginn fyrir árið 1967 í réttu Ijósi og fengið eðlilegan samanburð við eldri ríkis reikninga, verða menn að vita helztu atriði hinnar breyttu reikningsfærsln, en þau eru þessi: 1. Tekju- og eignaskattar eru færðir til tekna eims og þeir eru á liagðir á árinu, í stað þess að vera færðir jafnótt og þeir voru innheimtir, svo sem var. Óinn- heimtir skattar á áramótum eru þannig taldir með útistandandi skuldum, og innheimtar eft- irstöðvar þessarra gjalda frá fyrri árum, eru ekki færðar sem rekstrartekjur. Gjöld af innlend um tollvörum og söluskattur eru færð með sama hætti. 2. Sú aðferð, sem nokkuð hef- ur verið tíðkuð um árabil, að greiða fyrirfram af fjárveiting- um næsta árs, hefur verið lögð niður, þar eð hún samrýmist ekki hinum nýju lögum um rík- isbókhaíd, og þær f járhæðir, sem þannig voru greiddar 1967 og áttu að greiðast fyrirfram vegna ársins 1968, hafa allar verið færðar til gjalda ársins 1967. Veldur þessi aðferð umfram- greiðslu á ýmsum liðum, þótt ekki sé rauraveruiega um neinn útgjaldaauka að ræða, því að á- ætlaðar fjárveitingar í fjárlög- um 1968, verða lækkaðar sem þessu nemur. 3. í ýmsum tilfellum er reikn- ingurinn fyllri en áður var, þannig að tölur færast brúttó í reikninginn, þar sem í eldri reikningum var aðeins færður mismunur fjárhæða. Getur þetta haft nokkur áhrif milli ára, t.d. í sambandi við vaxtatekjur og vaxtagjöld, sem ekki færast allt fram innan sama reikningsára. Tekjur á rekstrarreikningi urðu árið 1967 samtals 5.135.3 millj. kr. eða 430 millj. kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Rúm- 1BIRGIR ÍSL.GUNNARSS0N1 HÆSTARETTARLÖGMAÐUR LÆKJARGÓTU 6B SÍIlll 22120 9 Til sölu og sýnis Saab árg. ’67, ekinn aðeins 12 þús. km. Fíat 134 árg. ’67, ekinn 0500 km. Skipti á ódýr- ari bíl koma til greina. Willy’s jeppi árg. ’66 með blæju, ýmisleg skipti koma til greina. Rússajeppi með góðu húsi árg. ’59. Chevrolet vörubifreið árg. ’61, sérstaklega vel með farin og í góðu standi. Höfuim kaupendur að ný- legum Volkswagen bif- reiðum, Consul Cortina bifreiðum og 5—6 manna nýleguim bifreiðuan. Úrvalið er hjá okkur. Bílasala Matthíasar Sími 24540. Höfðatúni 2. Bifreiðoeigendur Höfum ávallt tynrliggjandi flestar stœrðir af snjóhjólbörðum. jP'fiWWwWWwwW Munið að sameinar gott snjómynstur og mikla endingu Vökull h/f. (bílabúð), Hringbraut 121, R. Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gislasonar, Laugavegi 171, R. Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt v/Miklatorg, R. Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar v/Nesveg, R. Hjólbarðaviðgerðin, Hafnarfirði. Aðalistöðin h/f., Keflavík. Vökull h/f., Glerárgötu 26, Akureyri. Bifreiðaþjónustan, Borgamesi. Hermann Sigfússon, ísafirði. Vélsmiðjan Sindri, Patreksfirði. lega 50 millj. kr. þessarar fjáir- hæðar stafar af ósambærilegri aðferð við færslu vaxtatekna í fjárlögum og reikningi. Tekj ur af sköttum og tollum, eru sam kvæmt reikningnum 295 millj. kr hærri en fjárlög gerðu ráð fyr- ir, og tekjur af rekstri ríkis- stofnana urðu 85 millj. kr. um- fram áætlun. Af sköttum og toíll um varð tekju- og eignaskattur 84 milíj. kr. umfram fjárlög, sem ástæða er til að halda að stafi að nokkru leyti af betri fnam- tölum, en að öðru leyti af raun- verulega hærri tekjum manna en hafði verið reiknað með í fjár- lagaáætlun. Aðflutningsgjöld urðu rúmum 168 millj. kr. hærri en fjárlagaáætlun, að mestu leyti vegna meiri innfhitnings á árinu en gert hafði verið ráð fyrir, en að nokkru leyti vegna gengi-sbreytingarinnar. Álagt tollvörugjald varð rúmlega 8 millj. kr. hærra en fjárlagaáætl- un. Að öðru leyti voru tekjulið- ir mjög í samræmi við áætlun fjárlaga. Munaði þannig aðeins 10 millj. kr. á áætlun og raun- tölu söluskatts, sem varð sam- tals 1232 millj. Við mat á þessum tölum, sam- anborið við fyrri ríkisreikrainga, ber að hafa í huga, að álagð- ur tekju- og eignaskattur og gjald af innlendum toTlvörum, er hér allt fært til tekna án hHðsjón ar af því að hve miklu leyti þessar tekjur hafa innheimzt á árinu, en eftirstöðvar þessarra gjalda frá fyrri árum eru hins vegar ekki látnar hafa nein áhrif á afkomu ársins. Með auknu eftirliti og ítrek- uðum áminniragum til innheimtu- manna, hefur síðustu árin verið lögð rík áherzla á að bæta innheimtu opinberra gjalda. Hef ir því miður innheimturani verið fylgt mjög misjafnlega eftir af hinum einstöku innheimtumönnu og það valdið misræmi og raun- ar misrétti, einkum varðandi söluskatt og tolla. Þótt sums stað ar vanti enn töluvert á, að inn- heimta þessarra gjalda sé kom- inn í viðunandi horf, hefur þó ótvírætt færzt í betri átt. Hafa fíestir innheimtumenn verið heim sóttir nú í sumar af hálfu ráðu- neytisins til þess að fylgja eftir fyrirmælum þess, og nýlega hef- ur ráðuneytið ákveðið að beita heimild tollheimtulaga til að kæra til sakadómsmeðferðar, ef afgreiddar eru, teknar út eða teknar eigin hendi ótoUlafgreidd ar vörur. Þá hafa einnig verið settar nýjar reglur um toillvöru- gjald, sem eiga að tryggja traust ara eftirlit með skilum þess. Sums staðar hefur gengið erfið- l'ga með iranheimtu eldri vanskila á söluskatti, einkum þar sem svo standa sakir, að aðeins er ein verz'lun í byggðarlagi og sýslu- maður því veigrar sér við að loka henni. En ráðuneytið telur ekki auðið að láta menn skáka í því skjólinu, þegar um vanskil á innheimtufé er að ræða. Vegna minnkandi tekna og aitmennra efnahagserfiðleika, hefir hins vegar innheimta tekju- og eigna- skatta torveldast verulega á ár- inu 1967 og verður þess vart, að gjaldendur láta útsvör til sveit- Framhald 4 hls. 14 BfLAHLÐTUl (2!^ Rafmagnshlutir i flestar gerðir bíla. KRISTINN GUÐNASON h.f. Klapparstíg 27. Laugav. 168 Súni 12314 og 21965

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.