Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 farðu ekki að segja mér, að þú sért orðin skotin í honum Dvíð. Eða ertu það kannski? Út með það! — Við erum ekkert annað en góðir vinir, svaraði Jill — Af- sakaðu, ef þér finnst það ótrú- legt, en það er bara satt. Ég býst við að þú komir að horfa á kappreiðarnar í rnæstu viku, eða er það ekki? Móses er nú orðinn góður aftur, en hann tek- ur ekki þátt í þeim. Ég ætla að fara á honum til kappreiðanna og sjá um, að hann verði ekki snertur. — Ég verð nú líklega heima að skrifa bréf og þessháttar, sagði Sandra. — því að ég þarf að segja f jölskyldunni fréttirnar af væntanlegu brúðkaupi, þó ekki væri annað. Og þarna verð ur líka svo mikið ryk, þegar ú'lf aldarnir fara að róta upp sand- inum. Mig furðar mest á því, heilan frídag, þegar uppgröft- urinn stendur sem allra hæst. — Þeim er meinilla við það, sagði Jill. — En þau ráða ekk- ert við þetta, af því að þá er hátíð Ben-el-Kharin og strák- arnir mundu þá ekkert vinna, hvort sem væri. Abdul Hassain ætlar að flytja bæn og lesa upp úr kóraninum og ganga þannig í prests stað. Við verðum að út- vega þeim einhverja glás af ávaxtadrykkjum, af því að þeir snerta ekki við áfengi. En mér finnst þú ættir að horfa á þetta, Sandra. — Kannski þegar fer að líða á daginn. Það er að minnsta kosti tilbreyting. . . Ég þykist viss um, að hann Oliver fari með mér, en við verðum að fara ríð- andi á hestum, því að ég ætla sannarlega ekki að fara að koma nærri þessum andstyggilegu úlf öldum ykkar. Jill hló. — Já sumir þeirra gömlu eru dálítið geðvondir, en harin Móses er það ekki. Hann er ágætur. Þessir dagar, sem efttir voru ti'l hátíðarinnar voru erfiðir hjá Jiil. Þau Sulman bjuggu til ósköpin öll af mat af þessu til- efni, en slíkt var talið sjálfsagt, og allskonar sætindi og sælgæti varð að búa til. Flutningabíl- arnir komu hiaðnir matvælum á hverjum degi. Einn daginn kom lítil fiugvél, lenti á sandinum og hafði að færa stóra sendingu af kryddi, sósum og glösum, sem Abdul Hapsain hafði pantað, til þess að máltíðin yrði ósvikin. Graham horfði á þetta allt, skuggálegur á svipinn. — í guðs bænum Jiill, búðu heldur handa okkur almennilega ketkássu í kvöld, bað hann. Húm hló við og lofaði að kássuna skyldu þeir fá og einfalda ávaxtaköku á eft- ir. Hátíðisdagurinn rann upp með venju'egu glampandi sólskini. Það var nú farið stöðugt að hitna í veðri, svo að hátíðinni varð að vera lokið fyrir há- degi. Svo áttu gestirnir að éta dg sofa á eftir í skugganum, en taka svo til við dansinn þegar færi að skyggja. Adbul Hassain blés í horn og kallaði hina rétttrú- uðu til bænahalds. Þá fylltist all ur tjaldstaðurinn af hávaða og gauragangi, meðan lagt var á úlf aidana og hestana og búizt til að fara til kappreiðanna, en þær skyldu fara fr-am í mílu fjarlægð þar sem sandurinn var nægi- lega harður til þess að hægt væri að ríða hart. Sandra kom inn í þvottatjald- ið meðan Jill var að þvo sér í framan. — Hvernig á maður að vera klæddur á svona hátíðis- dögum? — Það veit ég svei- mér ekki. Ætli það séu ekki buxur eins og aðra daga. Því að við förum ríð- andi. — Hún Enid okkar er komin í einhverjar hvítar, útsaumaðar reiðbuxur. En hún er nú líka með í kappreiðunum. Frú Högberg-^etmöfertngía VESTUR-ÍSLENZKT VIKUBLAÐ Gerizt áskrifendur að Lögberg—Heimskringlu, mál- gagni Vestur-íslendinga. Áskriftargjaid kr. 450.— á ári. Eígum nokkur síðustu blöðin til sölu á afgreiðslunni. Afgreiðslan á Laugavegi 31 er opin alla daga eftir kl. 2. Sími 17779. Vinsamlegast geymið þessa auglýsingu. UMBOÐ UM ALLT LAND ALAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 REYKJAViK SiM113404 ALAFOSS GOLFTEPPl Fallowman er í kjól, svo að það er ekki hægt að þekkja hana frá Araba. Ég vildi nú gjarna vera í kjól til tilbreytingar. Það er heil eilífð síðan maður hefur komið í pils. — O, það er nú ekki nema rúmur mánuður. En það gæti nú samt verið gaman. Þá gæti ég setið söðulvega á honum Móses, aldrei þessu vant. Ég reyndi það um daginn og það var ekki sem verst ef nógu hægt er farið. Gott og vel, Sandra. Við skulum bara vera kvenlegar í dag. Jill lagði á borð handa öllum í matartjaldinu og hafði allt tilbú- ið áður en hún lagði af stað til kappreiðanna. Svo fór hún í eina kjólinn sem hún hafði með sér, það var gamall grár bómullar- kjóll, en þó sæmilegur enn. Henni fannst hann ofljós, en þeg ar Davíð hitti hana um leið og hún kom út sagði hann í aðdáun artón: — Þú ert eitthvað svo af- skaplega ljós yfirliturri, Jill. Rétt eins og rjómi. — Ekki veit ég nú það, en þakka þér samt fyrir orðið. Ætl- -ar þú ekki að horfa á skemmtun- ina? — Jú, sannarlega, ef ég má hafa þá ánægju að fylgjast með þér. Ég veit, að þú verður á hbn- um Móses, svo að ég hef pantað hana Fatímu gömlu. Hún er mamma hans, svo a'ð þeim ætti að koma vel saman. — Bíddu augnablik, Davíð. Ég ætla að gá að, hvort hún Sandra er lögð af stað. Hún gekk síð- an inn í skrifstofutjaldið, en þar var enginn maður. — Oliver hlýt ur að vera farinn með hana. — Það held ég ekki, sagði Da- víð. Hann lagði af stað á honum Salómon gamla fyrir klukku- stundu og tók Christie lækni með sér sem farþega. Kannski Gra- ham hafi farið með hana. Hann mundi þiggja það, býst ég við. Ji'll hrökk við. — Hversvegna mundi hann það? spurði hún for vitin. — Hefurðu aldtei séð löngun- araugnaráðið, sem hann sendir henni? — Nei, það hef ég ekki, svar aði Jill, og henni varð illt við. — Og ég'' er alveg viss um, að þar skjátlast þér, Davíð. Sandra er bálskotin í honum Oliver. Það er ég alveg viss um, því að ég er nú farin að þekkja hana. Hún er afskaplega hamingjusöm síðan hún trúlofaðist. — Gott og vél. Trúðu því, sem þér finnst trúlegast, sagði Da- víð og brosti. — Jæja, komdu nú, við skulum ekki missa af gamninu. Og ég skál veðja uppá, að Enid hin fagra sigrar í kapp reiðunum. Það gerir hún alltaf. — Áttu við, að það sé fyrir- fram umsamið? — Nei, nei, heldur er það hitt, að Enid hefur allt sitt fram með frekjunni og þolir aldrei að lúta í lægra haldi, og svo vinnur hún í allri keppni á eintómum vilja- krafti. Þú sk-alt sjá til, hvort ég segi ekki satt. Hann rétti henni hönd til að sveifla henni í rauða og gula söð ulinn. Móses stóð á fætur og þau brokkuðu af stað. Það var ekki Leikfangaland Leikfangakjörbúð. — Daglega eitthvað nýtt. IÆIKFANGALAND Veltusundi 1 — Sími 18722. Jólakiólamir kooinir Gott verð. Stærðir 1—6 ára. Drengjabuxur með belti nr. 2, 4 og 6. Bleyjur og allt á ungbarnið. Hvítt flúnel í jakka, skyrtur og lök. Hvítt poplín í vöggusett. % Einnig ungbarnastólarnir vinsælu. Sendi gegn póstkröfu. BARNAFATAVERZLUNIN Hverfisgötu 41, sími 11322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.