Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 30
30 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1968 %-■ Bandaríkjamenn unnu öll sundin en Tékki dýfingar — í sundkeppninni í fyrrakvöld FIMM gullpeningar voru í veði í sundkeppni Mexikóleikanna á miðvikudagskvöld. Bundaríkja- menn hrepptu fjóra þeirra, en Tékkar einn. Bandarikjamenn sigruðu í öllum sundgreinunum en 16 ára gömul tékknesk stúlka vann gullið í dýfingum. Að auki unnu Bandaríkjamenn silf- ur og bronsverðlaun, en Kanada menn unnu tvö silfur. Það kom ekki á óvænt, því í öðru sund- inu var það kanadískur OL-met- hafi og í hinu kanadískur heims. methafi sem urðu að láta í minni pokann. 100 m baksund kvenna Hér varð hörkukeppni milli Kay Hall, 17 ára gamallar Olm.: Kay 'Hall, USA, 2. E. Tanner, Kanada, 3. J. Swaggerty, USA, 4. Kendis Moore, UBA, 5. Gyarmati, Ungverjal., 1:06.2 1:07.4 1:08.3 1:09.1 6. Lynn Watson, Ástralía, 1:09.1 400 m skriðsund Loksins var komið að Mike Burton, USA, að vinna gull, en önnur verðlaun hefur hann þeg- ar hlotið. Hann bætti ÖL-met Schollanders frá siðustu leikum, en það var 4:12.2 mín. Heimsmet- ið var honum hins vegar ofraun. Það er 4:06.5 — en það var nokkur huggun fyrir Burton, að heimsmethafinn Ralph Hutton frá Kanada varð að láta í minni pokann og láta sér nægja silfur. Olm.: Mike Burton, USA, 4:11.7 2. Ralph Hutton, Kanada, 4:12.5 3. Masconi, Frakklandi, 4:13.3 4. Greg Brough, Ástralíu, 4:15.9 5. G. White, Ástralíu, 4:16.7 6. John Nelson, USA, 4:17.2 400 m fjórsund karla Það varð ekki séð fyrr en á síðustu metrunum, hvort heims- methafanum Charles Hickcox, USA, tækist að vinna þessa grein. En eftir góðan lokasprett tryggði hann sér þó gullið þó að eins munaði 3/10 úr sekúndu eftir 400 m sund. Og þarna fengu Bandaríkin gull og silfur og V-Þjóðverji náði með naum- indum miklum í bronsið, því Framhald á bls. 24 Júgóslavar útilokuöu Rússa frá gullbaráttu ÍHÉR er mynd frá sundkeppn-1 74. Þessar þrjár hafa háð harða keppni í bringusundi kvenna. Það er Djurdijica Bjedova Júgóslavíu, sem gullið hlaut fyrir 100 m bringusund sem sendur efst .Næst er Prozumenshikova Sovét, sem hlaut silfurverðlaun, og fjærst er Sharon Wichman Bandaríkjunum, sem hlaut bronsverðlaun. í 200 m sundinu sigraði sú bandaríska og sté á efsta þrep verðlaunapallsins. sigur JÚGÓSLAVAR komu mest a óvart í körfuknattleikskeppni Mexíkóleikanna, er þeir á þriðju- dagskvöld unnu Sovétmenn með 63 stigum gegn 62. Var þetta annar leikurinn í undanúr&lit- um. í hinum leiknum héldu Bandaríkjamenn áfram óslitinni sigurgöngu sinni, sem hófst 1932 er körfuknattleikur var fyrst á dagskrá leikanna. Unnu Banda- ríkjamenn lið Brasilíu 74:63 eftir harða keppni og sterka mótstöðu einkum í síðari hálfleik er Brasil- íumenn minnkuðu forskot Banda ríkjamanna úr 20 stigum í 11. En það var sigur Júgóslava sem mesta athygli dró að sér. Höllin var fullskipuð áhorfend- um, 23 þúsund talsins og allir hvöttu Júgóslavana en bauluðu Bandarikjarma án taps á Rúsisana. Voru Júgóslavarnir tvíefldir með þessum stuðningi, einkum undir lok leiksins er þeir nóðu mjög góðum katfda sem tryggðj hinn nauma sigur þeirra — og tryggði að minnsta kosti silfurverðlaun, auk réttar til að keppa um gullið. Bandaríkjamenn hafa fyrr í þessari keppni unnið Júgóslava með 73 gegn 58 og eru því taldir líklegir til að vinna OL-gull einu sinni enn. Hafa þeir nú unnáð 74 leikd í röð á Olympíuleik- vangi — og aldrei tapað. Úrslitin milli USA og Júgóslava verða á föstudag. I öðrum leikum urðu úrslit þessi: Mexikó — Spánn 73:72. Framhald á bls. 24 Jinni í Mexikó. Keppendur íi f?00 m fjórsundi eru að hefja ' Uundið. Þennan riðil vann I iKravchenko Sovétríkjunum, ( ' en hann f jærst myndavél-1 Tinni. Fimmta silfur Dunu ú OL DANIR unnu sín 5. silfurverð- laun á OL-leikunum í gær er keppni lauk í þjóðvegakeppni einstaklinga (190 km). Franeo Vinelli, Ítalíu, vann gullið, Leif Mortensen Danmörku, silfur- verðlaun og Gösta Petterson, Svíþjóð, bronsverðlaun. Danir hafa þá hlotið ein gull- verðlaun og 5 silfurverðiaun á leikunum. Gullið fengu þeir er V-Þjóðverji, er sigraði með yfir- burðum, var dæmdur úr leik. stúiku frá USA og Eline Tanner frá Kanada. Sú kanadiska hafði sett Olympíumet í undanrásum 1:07.4 mín. En þrátt fyrir það var hún ekki örugg með sigur- inn, því sú bandaríska átti eitt- hvað i pokahorninu. Þær syntu nær samsíða þar til rétt undir lokin, að sú bandaríska reif sig framúr með kröftugum loka- tökum. Hún bætti einnig heims- met Karen Muie frá S-Afríku um 2/10 úr sek og synti á 1:06.2. Hörð skot keppni d OL PÓLVERJAR unnu sín 4. gull- verðlaun á Mexikóleikunum er Josef Zapedzki hlaut 593 stig af 600 mögulegum í keppni með skammbyssum. Þrír urðu jafnir og næstir og þurfti aukakeppni til að útkljá afhendingu verð- launa. Bandaríkjamaðurinn Gary Andersen vann gull í keppni með rifflum (standandi) og hlaut 1167 stig af 1200 möguleg- um. Bætti hann heimsmet sitt jsem var 1156 stig. Keppendur allra þjóða viðriðnir hneykslismálið — segir Dan Ferris, en engar haldgóðar sannanir liggja fyrir HNEYKSLISMÁLIÐ í Olym- piuþorpinu í Mexikó vekur nú orðið meiri athygli en sjálf Olympíukeppnin sem eftir er. Málið reis út af sögu sögnum um, að íþróttamenn hefðu gegn fégreiðslum not- að — og haldið mjög á lofti — ákveðnum íþróttaútbúnaði og framleiðandi þeirra innt greiðslurnar af hendi. Málið er í rannsókn enn, en sú rann sókn er mjög umfangsmikil og hafa Bandaríkjamenn þar forustu á hendi, því að þeim beindust spjótin fyrst. Ekkert hefur ennþá verið sannað og engin nöfn hafa ennþá verið nefnd. En orð- rómur er á kreiki um það, að einhverjir íþróttamenn hafi fengið greiðslu fyrir „þennan greiða við framleiðandann" sem nemur frá 500 dölum í allt að 6000 dali. Sögusagnir herma, að ákveðnir menn hafi fengið senda hlaupaskó og í öðrum skónum hafi ver- ið 500 dala seðill, sem við- komandi mátti hafa til eigin ráðstöfunar ef hann aðeins notaði skóna og héldi þeim á lofti. Dan Ferris, formaður al- þjóðasambands frjálsíþrótta- manna, sagði á miðvikudag, að í raun og veru væru kepp- endur allra þjóða á Olympíu- leikunum viðriðnir þetta mál, hvort sem allir hefðu fengið greiðslu eða ekki. Einhverjir íþróttamann- anna eru sagðir hafa skipt ávísunum í banka Olympíu- þorpsins, en þær hefðu verið gefnar út af fyrirtæki því er framleiðir umræddan jþrótta vaming. En rannsóknamefnd Banda rikjamanna og Avery Brun- dage, form. alþjóða OL-nefnd arinnar, sögðu, að rannsókn- arnefndirnar í þessu máli hefðu enn engar sannanir fyrir þessum greiðslum, en rannsókn væri haldið áfram. Verölaun Á miðvikudagskvöid var staða efstu þjóða í kapp- hlaupinu um verðlaun á Mexikóleikunum þannig: Bandaríkin Sovétríkin Frakkland A-Þýzkaland Ungverjaland Ástralía Bretland Japan Tékkóslóvakía Pólland V-Þýzkaland Kenýa Rúmenía Holland íran Ítalía Sviþjóð Tyrkland Danmörk Mexikó Finnland Eþíópía Júgóslavía Nýþ» Sjáland Túnis 35 15 7 5 4 4 4 4 4 4 3 3 3 2 2 2 2 2 1 1 1 1 1 1 1 22 24 18 16 1 4 4 6 6 4 2 1 0 7 4 3 3 1 4 1 0 4 2 1 1 1 0 0 5 9 4 3 1 1 7 7 1 0 1 2 8 2 0 0 0 0 0 0 2 1 Aðrar þjóðir höfðu ekki hlotið guliverðlaun, en allmargar í viðbót eru á verðlaunalistanum og enn fleiri á lista yfir þjóðir er stig hafa hlotið, þ.e.a.s. átt keppendur sem verið hafa í sætum frá 4. $1 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.