Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. C ÍTÓBER 1968 15 199 millj., sem meginmáli skiptir um stöðu ríkissjóðs og áhril rík- isbúskaparins í þrengri merk- ingu á hagkerfið, heldur greiðslustaða ríkissjóðs eða sjóð staða, sem einkum birtist í við- skiptastöðu ríkissjóðs við Seðla bankann. Rekstrarafkoma ríkis- sjóðs hefur aldrei verið eins góð og árið 1966, en þá nam greiðslu afgangur ríkissjóðs um 430 millj. kr. Vegna þeirrar miklu nauð- synjar að afla fjár til aðstoðar við sjávarútveginn, til verð- stöðvunar og nokkurra annarra nytjamála, freistuðust menn til að ráðstafa á árinu 1967 til út- borgunar hátt á 3. hundrað mill- jónum af þessum reikningslega greiðsluafgangi. I>essi útdeil- ing greiðsluafgangs, hefur leitt til mjög versnandi stöðu rikis- sjóðs í Seðlabankanum, því að hér var ekki um neina hreina inneign að ræða í viðskipta- reikningi í Seðlabankanum. Þar var inneign á viðskiptareikningi í árslok 1966 aðeins um 90 millj. kr. vegna þeirra miklu yfirdrátt arskulda, sem myndast höfðu í Seðlabankanum á árunum 1964 og 1965 og þann viðskiptayfirdrátt varð að sjálfsögðu að greiða, því að lántaka til að standa undir almennum rekstrarútgjöldum ríkissjóðs er að sjálfsögðu frá- leit, a.m.k. á góðæristimum. Það er því ekkert að undra, þótt greiðslustaða ríkissjóðs gagn- vart Seðlabankanum hafi versn- að mjög á árinu 1967, þegar þess er gætt, hversu miklu fé var ráðstafað á því ári, umfram þær 90 millj. kr., sem í ársbyrjun voru til ráðstöfunar á reikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum. Má raunar segja, að greiðslustaðan hafi versnað minna en ætla hefði mátt, því að í árslok nam yfir- dráttur á aðalviðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum um 200 millj. kr. Ef staðan á sjóðs- yfirliti er skoðuð, sýnir hún greiðsluhalla á árinu 1967, sem nemur 268 millj. kr. Það kann að vera, að einhverjir álykti sem svo, að með öllum þessum töl- um og mismunandi útreiknings- aðférðum sé ég að reyna að villa um fyrir mönnum, en því fer víðs fjarri. Ég tel mér aðeins skylt að draga fram alla drætti myndarinnar, þvi að eins og efna hags- og fjármálum þjóðarinnar er nú háttað. vegna hinna ó- venju miklu og langvarandi erf- iðleika, sem að steðja, skiptir það meginmóli, að menn geri sér alfnennt rétta grein fyrir ástand inu og réttu samhengi hinna margþættu efnahagsvandamála, sem við er að glíma. Horfur á þessu ári Ég mun nú gera nokkra grein fyrir horfum um afkomu ríkis- sjóð? á yfirstandandi ári, eftir því sem bezt verður vitað. Þótt 2-3. hlutar ársins séu nú að baki, eru þó enn svo veigamikil atriði óijps, að ógerlegt er á þessari stundu að gera sér fullnægjandi grein fyrir endanlegri útkomu ársjns. öéngisbreytingin í nóvember í fyrra, hefði lítil áhrif á afkomu ríkissjóðs árið 1967, en hennar hefur gætt allt þetta ár. Þegar gengið var frá tekjuáætlun fjár lagá' fyrir árið 1968, var 250 millj. kr. af áætluðum tekjuauka af aðflutningsgjöldum, vegna gengisbreytingarinnar, haldið ut an tekjuáætlunar fjárlaga, þar eð , ríkisstjórnin áformaði að beíta sér fyrir tollalækkunum, sem næmu allt að þeirri upphæð. Fjáriög voru afgreidd með 54 millj. kr. tekjuafgangi, en þar eð ekki kom til framkvæmda að leggja söluskatt á þjónustu pósts og síma, er áætlað var að gæti gefið 45 millj. kr. tekjur, var raunverulega ekki um neinn afgáng að ræða. Við endanlegt mat á afkomuhorfum sjávarút- vegsins við síðustu áramót, kom í ljós, að gengisbreytingin nægði ekki til að tryggja áframhald- andi rekstur sjávarútvegsins, heldur varð að veita honum verulega viðbótaraðstoð. Var um það efni sett löggjöf í byrj- un ársins, sem mðnnum er i fersku minni, að ég sé ekki á- stæðu til að rekja hana hér, en þessi nýja aðstoð lagði á ríkis- sjóð byrðar, sem áætlað var að næmu um 330 millj. kr. Var á- kveðið að afla fjár til þessarar nýju aðstoðar við sjávarútveg- inn með því í fyrsta lagi að draga úr fyrirhuguðum tolla- lækkunum sem svaraði 90 millj. kr., í öðru lagi að lækka fjár- veitingar til margvíslegra rekst- ursútgjalda ríkissjóðs, er á- kveðnár höfðu verið í fjárlögum, um 138 millj. kr., í þriðja lagi að fella niður úr fjárlögum fjár- veitingar til byggingar sjúkra- húsa og menntaskóla, samtals 62,6 millj. kr. og fjármagna þess ar framkvæmdir með lántökum, og í fjórða lagi að hækka verð á áfengi og tóbaki, er áætlað var að gæti gefið um 40 millj. kr. viðbótartekjur. Hér var að ýmsu leyti teflt á tæpasta vað, einkum varðandi sparnað ríkis- útgjalda, því að ljóst var, að ým- islegt af þeim sparnaði myndi ekki skiía sér fyrr en á næsta ári, og ennfremur var, vegna minnkandi greiðslugetu, hægt að gera ráð fyrir því að um yrði að ræða samdrátt í sölu tóbaks og áfengis. Engu að síður þótti óumflýjanlegt að freista þess að ná saman endum með þess- um hætti, þar eð mikilvægt var að forðast almenna kjaraskerð- ingu og því nauðsynlegt að þurfa ekki að leggja á nýja skatta. Augljóst er nú, að þetta dæmi ætlar ekki að standast. Þótt innflutningur fyrstu níu mánuði ársins, hafi orðið mun meiri en gjaldeyrisforðinn leyf- ir, hefur engu að síður orðið nokkru meiri samdráttur í inn- flutningi en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Tekjuáætlun, sem gerð var við undirbúning fjárfaga- frumvarpsins og mátti teljast bjartsýn, benti ótvírætt til þess, að ekki aðeins myndu ekki skila sér þær 90 mflljónir, sem gert hafði verið ráð fyrir að yrðu af gangs úr tollalækkunardæminu, heldur mundi til viðbótar vanta a.m.k. 40 millj. kr. á tekjuáætl- un fjárlaga, sem stafaði fyrst og fremst af minnkandi innflutningi bifreiða og lækkun á söfuskatti, enda þótt tekjuskattur yrði um 30 millj. kr. hærri en áætlað hafði verið. Ennfremur var ljóst, að vegna verulega samdráttar í sölu tóbaks og áfengis, myndi lítið sem ekkert skila sér af síð- ustu verðhækkuninni. Loks er sýnilegt, svo sem hafði verið gert ráð fyrir, að sparnaðarráð- stafanirnar myndu ekki allar verða að veruleika á þessu ári, og mun þar væntanlega halla á um 30-40 miílj. kr. Útgjaldamegin verður þróun- in hins vegar í öfuga átt. Launa- hækkun hefur orðið hjá opin- berum starfsmönnum í samræmi við launahækkanir annarra stétta og hefur verið áætlað, að sú launahækkun nemi á þessu ári um 38 mfllj. kr., en fyrir þeirri hækkun var ekki áætlað í fjár- lögum. Þá reyndist óumflýjan- legt, til þess að koma síldveiði- flotanum af stað í vor, að taka á ríkissjóð nokkra hækkun síldar verðs, eða sem nemur 7 aurum á kíló. Hversu há sú fjárhæð verð ur fer eftir aflabrögðum, en á- ætlað var, að hún gæti numið um 25 millj. kr. Vegna enn frek- ara verðfalls á frystum fiski en reiknað var með um áramótin, þegar aðstoð til frystihúsanna var ákveðin, hefur ríkisstjórnin tálið óumflýjánlegt að lofa frysti húsunum enn nokkurri viðbótar- aðstoð till þess að koma í veg fyrir stöðvun þeirra. Sú aðstoð er ekki miðuð við ákveðna upp- hæð, heldur veitt sem viðbótar framlag til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, þannig að sjóður inn geti frá vissum tíma til ára- móta greitt 75 prs. af verðlækk- uninni. Áætlað hefur verið að þessi aðstoð gæti numið tií ára- móta um 30 millj. kr. Þá hefur alllengi verið til athugunar hjá ríkisstjórninni beiðni frá saltfisk framleiðendum um aðstoð ti'l þess að mæta miklu verðfalli á viss- um tegundum af saltfiski. Gaeti sú aðstoð numið um 20-25 millj. kr. á þessu ári. Loks kemur það til, að togaraffotinn hafði, vegna rekstrarörðugleika á síðasta ári, fengið greiddan fyrirfram alian rekstrarstyrkinn á þessu ári. 1 Enda þótt afii togaranna í ár! hafi verið góður og mun betri1 en á síðast liðnu ári og gengis- breytingin hafi bætt hag togara- útgerðarinnar, hefur enn frek- ara verðfall váldið því, að óum- flýjanlegt hefur reynzt að! greiða togurunum 40 millj. kr. ! á þessu ári til þess að koma í , veg fyrir stöðvun þeirra. sem i hefði orðið mjög alvarlegt áfafl ! vegna atvinnuörðugleika. Hverjar i umframgreiðslur verða á einstök i um fjárlagaliðum, er ekki auðið að vita með vissu á þessu stigi, enda þótt hið nýja skipulag á ríkisbókháldinu hafi gerbreytt til hins betra aðstöðu ráðunevt- isins til að fylgjast mánaðarlega með þróun einstakra útgjalda- liða ríkissjóðs. Virðist þróunjn til þessa ekki gefa ástæðu til að haída, að um verulegar um- framgreiðslur verði að ræða, enda þótt óhugsandi sé að koma í veg fyrir, að þær verði ein- hverjar, því að alltaf koma til einhver óvænt útgjöld eða mis- tök í áætlunum. Vitað er þó nú, að um veru'legar umframgreiðsl- ur verður að ræða á styrk til iarðræktarframkvæmda. Virðist jarðrækt og framræsia hafa stór aukizt á síðast liðnu ári umfram það, sem gert var ráð fvrir. og eru horfur á, að jarðræktar- styrkir og styrkir til framræslu kunni að fara um 15 millj. kr. fram úr áætlun á þessu ári. Vegna hinna mikhj greiðsluerfið leika margvíslegra atvinnufyrir- tækja. sem fengið hafa ríkisá- byrgð á lánum sínum, er og mik- il hætta á því, að Ríkisábyrgða sjóður þurfi viðbótarframlag á þessu ári. Áður en innflutningsgjáldið kom til sögunnar, voru þvi horf urnar mjög iskyggilegar. Aug- ljóst var af síðustu áætlunum, að tekjur mundu verða a.m.k. 160 m.kr. lægri en ráðgert var og sennilegt, að umframgreiðsl- ur og umframútgjöld vegna at- vinnuveganna, sem getið var hér að framan, yrðu önnur eins fjár hæð. Samkvæmt því gat rekstr- arhalli ríkissjóðs orðið yfir 300 m.kr. Gat þó vel svó farið, að enn vantaði stórar fjárhæðir út- gjaldamegin, því að í viðræðun- um við síldarkaupendur og síld- arseljendur fyrir sfldarvertíðina í sumar, töldu þessir aðilar af- komuhorfur svo óvissar, að ó- gerlegt væri að hefja síldveið- ar, nema fá einhver viðyrði um aðstoð, ef illa færi. Féllst ríkis- stjórnin því á í þessum viðræð- um að beita sér fyrir því við Al- þingi að síídarútgerðarmenn fengju með skip sín aðild að Stofnfjársjóði bátaútvegsins, ef útkoman úr síldveiðunum yrði svo bágborin, að það yrði talið óumflýjanlegt, og jafnframt var sfldarverksmiðjunum gefið vil- yrði um að ríkisstjórnin beitti sér fyrir fjáröflum þeim til handa á sömu forsendu. Enn verður ekkert um það sagt, að hve miklu leyti fullnægja þarf þessum fyrirheitum, en segja má, að í sumar hafi síldveiði svo til algerfega brugðizt, þó að menn voni að fram til áramótanna geti síldveiðarnar eitthvað rétt sig af en þótt svo fari breytir það lít- ið í jákvæða átt þeim dæmum sem upp hafa verið sett um út- flutning og tekjuöflun þjóðar- búsins, því að í öílum þeim dæm- um, hefur einmitt verið reiknað með því, að síldveiðarnar, síð- ustu mánuði ársins, yrðu álíka og á sama tíma á síðast liðnu ári, og virðist nú augljóst, að sú bjartsýni er óraunsæ. í sambandi við undirbúning fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1969, var í ágústmánuði lögð á- herzla á að draga upp sem gleggsta mynd af efna-hags- og fjárhagsvandamáíinu, þótt á því stigi væri auðvitað ógerlegt að sjá, hversu stór vandi atvinnu- lífsins, og þá fyrst og fremst sjávarútvegsins, myndi verða miðað við árið í heild. Engu að síður var þó ljóst, að við stór- kostlegan vanda yrði að fást, enda þótt menn enn væru það bjartsýnir að reikna með, að síldveiðarnar myndu fram ti'l ára móta gefa svipaðan afla og á sama tíma í fyrra. Síldveiði hafði alveg brugðizt sumarmánuðina og verðlag helztu útflutnings- vara hafði enn lækkað. Reynd- izt því óumflýjanlegt að endur- meta útfíutningsáætlun ársins og lækka hana enn mjög verulega, eða niður í 4.6 milljarða króna, sem er um 40 prs. 'lækkun út- flutningstekna frá árinu 1966. Mikið vantaði hirus vegar á, að innflutningur hefði dregizt sam- an að sama skapi og hafði gjald- eyrisvarasjóðurinn frá ársbyrj- un til 1. ágúst minnkað um 500 millj. kr. og nam þá aðeins um 550 milljónum. Hafði þó sjóður- inn í rauninni rýrnað enn meir, því að á þessu tímabili hafði rík issjóður tekið 2 millj. sterttngs- punda lán i Bretlandi, þannig að án þeirrar lántöku hefði gjald- eyrisvarasjóðurinn raunveruleg verið þrotinn í byrjun septem- ber. Það var því mat rikisstjórn- arinnar, að til þess að forðast öngþveiti, yrði strax í byrjun septembermánaðar að grípa til róttækra aðgerða til þess ann- arsvegar að draga úr gjaldeyris eyðslu og hins vegar að bæta nokkuð greiðslustöðu rikissjóðs, því að mikilll greiðsíuhalli rík- issjóðs leiðir að sjálfsögðu til sambærilegrar aukningar á eft- irspurn eftir gialdevri. Þann 1. október nam yfirdráttarskuld á aðalreikninei ríkissjóðs í Seðla- bankanum 847,4 millj. kr., en en var á sama tíma í fyrra 431,4 millj. kr. og hafði því stað- an gagnvart Seðlabankanum á þessu tímabili versnað um 416 mittj. kr., og var líklegt ef til engra aðgerða hefði verið grip- ið, að um næstu áramót hefði yfirdráttarskuld ríkissjóðs við Seðlabankann numið 5-600 mi'llj. kr. og greiðslustaðan því versn- að á árinu um 3-400 milljónir. Rétt er þó að geta þess, að lík- legt er, að staða aðalviðskipta- reiknings gagnvart innheimtu- fjárreikningi vegna annarra að- ila verði þá 100 millj. betri en um síðustu áramót. Ennþá er ekki hægt að gera sér grein fyr ir því, hvaða áhrif hið nýja inn flutningsgjatd hefur, hvorki á eftirspurn eftir gjaldeyri síðustu mánuði ársins né á afkomu rík- issjóðs. f bráðabirgðaáætlun hef- ur verið reiknað með því, að inn flutningur muni minnka og sá samdráttur innflutnings senni lega valda ríkissjóði um 60 millj. kr. tekjumissi í aðflutningsgjöld um. Hið nýja innflutningsgjald gæti gefið á móti tekjur til 1. desember, er næmu 220 millj. kr., þegar umdanþáguákvæði í íögun- um hafa verið tekin til greina, Komi 4. gr. þeirra laga til fram- kvæmda, má gera til viðbótar ráð fyrir endurgreiðslukröfum, er geti numið um 90 millj. kr. Um töluverða tekjuaukningu ætti þó að verða að ræða fyrir ríkissjóð, sem þó mun engan veg inn nægja til þess að jafna greiðslustöðuna við Seðlabank- ann. Hins vegar er brýn nauð- syn, að menn geri sér almennt grein fyrir því, að stöðvun á greiðsluhalla ríkissjóðs er óhjá- kvæmileg forsenda þess að hægt sé að skapa nauðsyníegt jafn- vægi milli framboðs og eftir- spurnar erlends gja'ldeyris. Greiðsluhalla ríkissjóðs vegna áranna 1967 og 1968 verður einn ig að jafna, ef ríksisjóður á ekki að verka með óheilbrigðum hætti á fjármálaþróunina. Það er jafn- ifrarnt nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að ekki verður skilið á milli fjárhagsvandamála ríkissjóðs og vandamála atvinnu veganna. Hinir gífurlegu erfið- feikar sjávarútvegsins hafa fært þjóðinni stórkostlegan vanda, sem krefst skildings og ábyrgra viðbragða allra stétta og stjórn- málaflokka, ef takast á að leysa hann án stórfelldrar kjaraskerð ingar þjóðarinnr. Ríkjsstjórnin hefur því beitt sér fyrir viðræð um milli allra flokka, sem staðið hafa nú í nokkrar vikur, til þess að kanna, hvort sameiginleg við brögð við þessum mikhi vanda- málum séu hugsanleg. Sú af- staða ríkisstjórnarinnar markast hins vegar engan veginn af þvi, að hún hafi gefizt upp við að stjórna landinu og geti ekki fundið úrræði ti'l lausnar vanda málunum, heldur af því að henni er lióst, að nú er svo mikið í húfi, að þjóðareiningar er þörf. Þar sem efnahagsvandamálin í heild verða rædd hér á hinu háa Alþingi við önnur tækifæri, þá mun ég ekki gera þau al- mennt frekar hér að umtalsefnL Fjárlagafrumv. fyrir 1969 Fjárlagafrumvarpið fyrir 1969, markast 1 senn af hinum miklu efnahagsörðugleikum, sem blasa við augum, og hinni miklu ó- vissu framundan. Það voru sjálf- sögð og eðlileg viðbrögð að tak- marka ríkisútgjöldin sem allra mest, og hefur þvi þeirri megin stefnu verið fylgt i frumvarp- inu að synja um allar fjárveit- ingar til nýrra starfsemi í ríkis- rekstrinum og skera fjárveiting- ar ahnennt til allra ríkisstofn- ana svo við nögl sem frekast. var auðið. Vitanlega veldur þessi harkalega aðferð því, að synja verður um fjárveitingar til marg víslegra nytjamála, og er erfitt að þurfa að framfylgja álíkri niðurskurðastefnu tvö ár í röð, en ég vænti þess þó, að menn skilji almennt nauðsyn þessa sterka aðhalds, því að óhjákvæmi legt er að halda rikisútgjöldum Framhald á bls 18 Q5TERTRÖ peningaskópni fyrirliggjandi. Ólafur Gíslason & Co hf. Ingólfsstræti 1A, sími 18370. BLADBURDARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi: NESVEGUR II - INGÓLFSSTRÆTI Talið v/ð afgreiðslurta i sima 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.