Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 JMffgtiiiMfifrife Úígeíandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rits tj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ósla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 t lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsison. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 8. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. FUNDIR BORG- ARSTJÓRA F'yrir tveim árum hélt Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, almenna fundi með Reykvíkingum, þar sem hann gerði grein fyrir helztu þátt- um í starfsemi borgarinnar og svaraði fyrirspurnum fund armanna. Fundir þessir tók- ust mjög vel og mikill fjöldi manna sótti þá. Nú hefur borgarstjóri ákveðið að boða á ný til funda með svipuðu sniði og hann gerði 1966. Með fundum þessum fær almenningur beztu aðstöðu, sem hugsazt getur, til að kynnast borgarmálum og koma áhugamálum sínum og athugasemdum á framfæri. En Geir Hallgrímsson borgar- stjóri hefur gert fléira til að auka tengslin á milli borgar- innar og borgaranna. Hann heldur fasta fundi með blaða mönnum, þar sem þeir geta komið spurningum á fram- færi og hafa þar af leiðandi betri aðstöðu til að flytja al- menningi fréttir af málefnum borgarinnar en ella væri. Menn virðast ekki gera sér nægilega glögga grein fyrir þeirri geysimiklu . breytingu, sem orðið hefur á opinberum umræðum á síðari árum, en nokkuð af þessu skal hér nefnt: Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, hefur eins og Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, oft og tíðum kvatt fréttamenn á sinn fund og gefið þeim færi á að spyrja um mikilvæg málefni. Slíkir fundir æðstu stjórnmála- manna með fréttamönnum þekktuzt alls ekki áður fyrr. f útvarpi og sjónvarpi hafa á seinni árum verið margir viðtals- og spurningaþættir, þar sem margvísleg þjóðmál hafa verið rædd fyrir opnum tjöldum. Einnig þetta var nánast óþekkt fyrir tiltölu- lega fáum árum. Morgunblaðið hefur mark- visst rekið þá stefnu að opna blaðið meir og meir fyrir frjálsum umræðum og skoð- anaskiptum og deilum, svo að mönnum hefur jafnvel fund- izt nóg um frjálslyndi blaðs- ins. Hin blöðin hafa reynt að feta í fótsporin, en auðvitað hefur það háð flokksblöðun- um, að þau eru undir stjóm pólitískra flokka og gefin út til að styrkja þá, en ekki til að annast almenna frétta- þjónustu og frjálsa blaða- mennsku. Þá tóku ungir Sjálfstæðis- menn upp þann sið fyrir nokkrum árum að fá pólitíska andstæðinga á fundi sína og ræða þar frjálslega hin marg- víslegu málefni og önnur stjórnmálafélög hafa reynt að feta í fótspor þeirra. Athyglisvert er að almenn- ingi líkar þessi þróun svo vel, að kröfur eru nú háværari en áður um að stjómmálastarf- semi þurfi að vera fyrir opn- um tjöldum. Menn virðast ekki hafa gert sér það ljóst fyrir fáum árum, að starfsemi stjórnmálaflokkanna væri jafn lokuð og þá gerðist, en nú mitt í þróuninni í átt til frjálsari umræðna um stjórn- mál sjá menn allt í einu, hve sjálfsagðar þær eru og áfell- ast jafnvel þá, sem forustu hafa haft um að opna stjórn- málaumræðurnar. í afmælisblaði Morgun- blaðsins fyrir tæpum 5 árum var um það rætt, að mark- visst ætti að stefna að því að opna blaðið fyrir frjálsum um ræðum, en einnig varað við öllum stökkbreytingum. Og sjálfsagt er happadrýgst, að þróunin haldi áfram í þá átt, sem hún hefur verið, og þá munu pólitískar umræður smám saman færast á heil- brigðara svið. STARFSEMI LOFTLEIÐA EMns og greint hefur verið frá hér í blaðinu eru Loftleiðamenn nú að athuga, hvort unnt reyndist að flytja allar viðgerðir flugvéla fé- lagsins hingað til lands í stað þess að láta gera við flugvéla kostinn erlendis. Mundi þetta veita á annað hundrað manns atvinnu og þess vegna hafa verulega þýðingu, einkum nú þegar þrengra er um á vinnu- markaðnum en undanfarin ár. Loftleiðamenn benda rétti- lega á, að ekki er þýðingar- minna að efla starfsemi þeirra félaga, sem nú eru í rekstri, en að hleypa nýjum atvinnu- greinum af stokkunum. Loftleiðir eru öflugasta ís- lenzka atvinnufyrirtækið og raunar hið eina, sem veruleg- um hagnaði hefur skilað á undangengnum árum. Aukin umsvif þessa ágæta fyrirtæk- is eru öllum gleðiefni, og vissulega ber að vænta þess að Loftleiðamenn telji sér unnt að flytja til landsins þá starfrækslu, sem hér um ræðir. Alþjóðadómstóllinn fjallar um rétt til landgrunns í Norðursjó Á MIÐVIKUDAGINN hóíst fyrsti dómfundur í hinu þýð- ingarmikla máli um eignar- rétti'nn á landgrumni Norður- sjávarins. Það er Alþjóðadóm stóllimn í Haag, sem fjallar um málið. Bæði danska og þýzka utan ríkisráðuneytið leggja miikið kapp á að málið gangi sér í vil. Árum saman hetur gagna- söfnun staðið yfir og undir- búningsvinna hefur verið iinnt af hendi af einstakri ná- kvæmmi. Snjöllustu lögfræð- ingar og sérfræðingar í Dan- mörku og Þýzkalandi hafa haft undirbúning með hönd- um og í gegnum siendiráð þeirra í fjölda landa hefur skjölum og gögnum verið safn að, sem talin eru koma að gagni við flutnimg málsins fyrir Alþjóðadómstólnum. Danmörk hefur sjaldan skotið málum til Alþjóðadóm- stólins. Síðast gerðist það 1933, þegar deilur vo.ru með Dönum og Norðmönnum um rétt til Austur Grænlands. Að þessu sinni segja Danir ,að nú sé jafmvel enn rneira í húfi. Sérfræðimgar hafa bent á að svo mikið magn af olíu og graei kunni að vera í land- grunninu að vimmslumögu- Lei'kar séu nær ótæmandi. Það gefur því auga leið, að slí'kt getur baft úrslitaáhrif á lífs- afkomu manna í því landi, sem fær rétt yfir meginhluta 1 an dg runnsins. Fyrirspurnin sem dómstóln- um var send hljóðar á þá leið: „Hvaða þjóðarréttarregl- ur skulu notaðar við mörkun á þeim svæðum landegrunns- ins í Norðursjó, sem tilheyra viðkomandi aðilum?" í því felst, að dómstóllinn igetur ekki ákveðið mörkin algerlega eftir eigin mati og skilningi. Taka verður til greina hvaða reglur eru gild- amdi í þjóðaréttarlögum. Spumimgin er hins vegar sú, hvort viðhlí'tandi á'kvæði séu til og hvort þeim verður komið við í tilfelli sem þessu. Málsaðila skilur á um það atriði. Úrskurður Alþjóðadómstóls ins er kveðinn upp með hlið- sjón af ákvæðum þjóðairrétt- ar, á sama hátt og danskir dómstólar kveða upp dóma með hliðsjón af dönskum lög- um. En þjóðarrétturinm er ekki eins þróaður og laga- kerfi einstaks lands. Leit að olíu og gasi á hafs- botninum hefur verið fram- kvæmt með svokölluðum Texas turnum, og í vissum tilfellium var farið inn yfir ur dómstólsins verður þeim í hag, muni Þjóðverjar án efa bera fyrir sig ákvæðið um sérstafcar aðstæður. Þeir muni sennilega halda því fram að vegna legu þýaku strand- lengjunnar verði að líta á málið frá öðrum sjónarhóli og draiga ályktanir í samræmi Danskur borturn í Norðursjó. iandheigismörk ríkja. Sú hefð komst smám samán á, og 'hana virða öll rífci, að hvert land hefur rétt til að nýta landgrunn sitt. Sú hefð fékkst staðfes't á sjóréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem var haildin í Genf árið 1958, og jafnframt var þá samin reglugerð um rök landgrunna landa sem liggja saman að sjó. Genigið var frá því, að mörk landgrunna ættu að ná jafnlangt út frá nálægustu punktum á strönd- um laindanma tveggja. Það felur í sér, að hver staður á hafsbotninum skuli tilheyra því riki sem er næst. Eftir þessari regLu skyldi farið, nema sérstakar aðstæður væru fyrir hendi, er gætu gert strik í reiknimginn. Danir segja, að ef úrsfcurð- við það, þar eð að öðrum kosti murni Þýzkaland fá í sinn hlu't óeðlilegan lítinm hluta landgrunnsinis. Því væri þá svo til að svara af hálfu Dana, að raunar sé það rétt, að aðeins lítill hluti Land- gruninsins fal'li þeim í skaut, en við því sé ekkert að segja, þar sem landið sé lokað inni af Dánmörku og Hollandi. Aftur á móti loki Holland og Noregur Danmörku inni. í löndumum, sem hér eiga hlut að máli, Danmörku og Þýzkalandi verður fylgzt af miklum áhuga með fram- vindu máLsins, þar sem báðir aðilar krefjast réttar síns og telja sig eiga mikilla hags- mun.a að gæta. Álitið er að dómstóllinn muni kveða upp úrskurð sinn einhveim tima skömmu fyrir jól. Vlnur Jacqueline vildi ei stöðva ráðahaginn Cushing kardináli ver frú Onassis Boston, 23. október NTB-AP CUSHING kardináli, sem er gamall vinur Jasqueline Onassis, sagði í dag, að hann hefði neit- að að verða við tilmælum margra meðlima Kennedy-fjöl- skyldunnar og fyrrverandi sam- starfsmanna Kennedys heitins forseta um, að koma í veg fyrir ráðahag forsetaekkjunnar og Aristótelesar Onassis. í ræðu sem kardínálinn hélt á fundi í Carítas, 'hj álpafstofnun káþólsku kirkjunnar, varpaði hann fram þeirri spurningu, hversvegna försetaekkjan mætti ekki gifta3t hverjum sem væri. Hún hefði sína galla eina og hver annár, en hvers vegna ætti að fordæma hana? Það sem mestu máli skipti væri, að allir einibeittu sér að því að sýna kærleika, gagnkvæma virðingu og miskunnsemi. Annars yrði bandáríska þjóðih aldrei ein- huga. Kardinálinn kvaðst hafa vitað í marga mánuði um hinn fyrir- hugaða ráðahag, en hann hefði ekki getað orðið við bón þeirra mörgu, sem stöðva vildu ráða- ihaginn, um að telja um fyrir Jacqueline. Gagnrýni sú, sem hún hafi sætt, sé svo fjarri lagi, að enginn mundi trúa honum ef hann segði sannleikann. „Varir mínar eru lokaðar......Ég get ékki sagt frá samtali sem ég átti við 'hana undir fjögur augu. Það var sama hvað ég sagSi henni: hún hafði þegar skuld- bundið sig til þess að ganga í þetta hjónaband fyrir mörgutn mánuðum ,og ég vissi það.... “ Cushing kardináli sagði, að staðhæfingar um að frú Onassis lifði í synd væru fjarstæða. Fár- ánlegt sé að halda því fram, að giftingin jafngildi útskúfum úr kaþólsku kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.