Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 17
MOROUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 25. OKTÓBER 1988 17 Samvizka þýzku þ jóðarinnar — eftir Matthras Johannessen EFTIR upprei'snina í Berlín 1993 varð ég vitni að þvi sem þar gerðist, skrifaði nokkrar greinar hér í blaðið og birti myndir af austur-þýzkum flóttamönnum í V-Berlín, en samkvæmt ósk yfirvalda setti ég lepp fyrir augu þeirra, svo að þeir þekktust ekki. Annars yrði fjölskyldum þeirra í Aust- ur-iÞýzkalandi refsað. Þessar greinar höfðu víst ekki önnur álhrif en þau, að Þjóðviljinn sagði að ég hefði farið til Þýzkalands, kynnzt ástandinu þar ög skrifað greinarnar — með bundið fyrir augu! Margt hefur breytzt í Vest- ur-Þýzkalandi frá því fyrir fimmtán árum. Landið er risið úr rústum og epíkúrisminn sem var svo einkennandi fyrir V- Þýzkaland og Berlín: drekk- um í dag, iðrumst á morg- un — er horfinn, a.m.k. á yfirborðinu. Nú beinist athyglin ekki aðeins austur fyrir landamærin — til „bræðra þjóðarinnar“ í fjötrum, heldur einnig og ekki síður inn á við, að erfiðkikum Vestur-Þjóð- verja sjálfra, stúdentaóeirðun- um, svo að dæmi sé tekið. Fólkið er eðlilegt og opinskátt og harla gagnrýnið á margt í fari þjóðarinnar, þó að velmeg- unin virðist meiri en í flestum öðrum löndum. En dýrtíð er einnig meiri í V.-iÞýzkalandi en ég átti von á, þótt hún komist ©kki í hálfkvist við það sem gerist í löndum eins og Dan- mörku og Belgíu, en þangað ættu blahkir íslendingar ekki að leggja leið sína. Gagnrýni V.-Þjóðverja virð- ist bitna hvað mest á stjórn- málamönnum eins og að lí'kum lætur. Engan hitti ég sem hafði mætur á Lúbke forseta. Eina ósk allra virtist vera að hann hætti störfum sem fyrst. Þegar ég spurði um ástæðuna ypptu þeir öxlum og sögðu, að hann væri hrokagikkur og sérfræð- ingur í að móðga erlenda gesti, sem kæmu til landsins. Ég kippti mér ekkert upp við þessa skýringu, mönnum tekst mis- jafnlega vel að leyna hroka sínum. En hvað um það, stjórnmál í Vestur-iÞýzkalandi eru ekki einis flókin og í sumum löndum öðrum. Þó virðist málefna- ágreiningur flokkanna ekki meiri en í Bandaríkjunum, þar sem forsetakosningar eiga meira skylt við „áhow“ en stjórnmál, a.m.k. ef dæma á eftir því sem að almenningi snýr. Þannig er nú enginn munur á utanríkisstefnu tveggja stærstu fLokkanna í V.-iÞýz'kalandi, Kristilega demó 'krataflokksins og flokks sósíal- demokrata. Fyrst eftir styrj- öldina var hinn síðarnefndi ákaft fylgjandi þjóðnýtingu, en hefur sagt tskilið við svo úrelt- ar og gamaldags aðferðir; þjóð- nýting er enginn bramalífs- elexír, segja vestur-þýzkir sósíaldemókratar ■sam virðast nú eiga því láni að fagna að hafa upp á að bjóða vinsælasta Stjórnmálaleiðtogann, Willy Brandt. Hann nýtur ekki að- eins vinisælda, heldur einnig virðingar, og þótt ótrúlegt sé mun meiri en aðrir stjórnmála- menn vestur-þýzkir, þ.á.m. Kiesinger að mér virtist. Brandt hefur algerlega hreinan skjöld, segja V.-Þjóðverjar, engihn getur lætt inn tor- tryggni í okkar garð vegna hans. En bæði Lúbke og Kies- inger voru eitthvað á snærum nazista á sínum tíma. Og svo bæta þeir gjarna við brosandi: Enginn vissi af hverju Kies- inger var valinn til forustu, lí'ktega var það vegna þess að hánn skyggði á engan! Og ennfremur úr annarri átt: Ástæðan til að Kiesinger var valinn er sú, hve vel hann kem- ur fyrir og hve laglegur hann er. Skoðanakannanir sýndu nefnilega að um 9 millj. þeirra, sem greiddu Kristilega demó- krataflokknum atkvæði, voru konur, eða mikill meiri 'hluti kjósenda flokksins. Það er því nauðsynlegt að Kiesing- er sé „sætur“! Strauss virðist aftur á móti talinn sterkasti maður Kristilegra demókrata og skírskotar meir til Þjóð- verja en maður gæti haldið, eins Og nú er ástatt þar í landi. „En hann er hættulegur“, bæta þeir gjarna við. Já, ætli Þjóð- verjar megi ekki þakka fyrir Kiesinger. Það, sem almenningur virðist gagnrýna mest, er sú staðreynd, að tveir stærstu flokkarnir vinna saman í ríkisstjórn, Margir fullyrða að það hafi orðið til þess, að stjórnarand- staða hafi engin verið í þing- inu — og 'hafi það kallað á aðra stjórnarandstöðu: alþingi göt- unnar, og stúdentaóeirðirnar undan farna mánuði. Er þetta 'harla, athyglisyerð tilgáta. Margir eru óánægðir með þetta samstarf stærstu flokkanna og segja að Frjálsir demókratar hafi ekki bolmagn tií að veita stjórninni það aðhald, sem vera þyrfti. En talsmaður Frjálsra d'emókrata, sem ég 'hitti í Bonn, fullyrti að and- staða þeirra yrði öflugri með hverjum degi sem liði, því þeir hefðu endurskipulagt allan flokkinn og gjörbreytt stefn- unni eftir að Mende fór frá. Nú ykju þeir fylgi sitt jafnt og þétt, ekki sízt meðal æskunn- ar. Hann var bjartsýnn á að hagur flokksins vænkaðist og áhrif hans ykjust. Líklegustu þróunina taldi hann samstarf við sósíaldemókrata. ‘Þegar ég sagðist hafa haldið að flokkur hans væri sá íhaldssamasti í Vestur-iÞýzkalandi, varð hann ókvæða við og sagði að þetta væri gömul þjóðlygi. Væri sannarlega kominn tími til að breyta þessari skoðun fyrst hún hefði jafnvel lx>rizt til íslands! Kannski hefði rnátt segja að Frjálsir demókratar hefðu ver- ið fremur íhaldssamir fyrst eftir styrjöldina, en nú væri flokkurinn sá frjá'lsiyndasti í Vestur-Þýzkalandi með nýjustu steifnumiðin, raunhæfustu um- bótatillögurnar og mesta mögu- lei'kana. Hann var djarfmæltur, einarður, brann af þeim siðhót- aráhuga, sem nú virðist fara eins og logi um akur víðar en hér á landi. Flokkur frjálsra demókrata leggur höfuðáherzlu á gildi einstaklingsins — ein- staklingshyggju — vill að ein- staklingurinn njóti sín í þjóð- félaginu eins og bezt verður á kosið, og þótt hann liggi ékki flatur fyrir velferðarstefnu Norðurlanda vill hann tryggja einstaklinginn fyrir þjóðfélags- legum óhöppum, að því er tals- maðurinn fullyrti, en allt er það mál flóknara en svo að er- indi eigi í þessa grein. Frjálsir d'emókratar ætluðu einnig að breyta um utanrikis- stefnu. Þegar þeir hættu þátt- ■töku í rikisstjórninni, gerðust þeir gagnrýnni á utanríkis- stefnu landsins og samstarfið við Vesturveldin. Nú segja þeir að þeir verði að endurskoða þessa nýju stefnu! Alíburðir isíðustu mánaða hafi sýnt að engin bylting geti orðið í utan- ríkisstefnu Vestur-Þjóðverja, þeir verði að 'halda sig fast og ákveðið við AtlantShafsbanda- lagið og þá vernd sem Banda- ríkin veita þeim. Þannig hafa Rússar komið því til leiðar með innrásinni í Tékkáslóvak- iu, að allir Vestur-Þjóðverjar sameinist um eina utanríkis- stefnu, sem ekki verður hvikað frá, ef að líkum lætur. Og von- andi hafa þeir sameinað lýð- ræðissinna í fleiri löndum. Ég minntist á flokk Von Thaddens við fulltrúa stærstu flokkanna og voru þeir sam- inála um, að hann væri ólýð- ræðislegur í eðli og uppbygg- ingu, þótt þá greindi á um, 'hvort telja mætti hann naz- istaflokk eða ekki. Allir virtust þeir bíða eftir þvi í ofvæni að Von Thadden, eða flokkur hans, gerði skyssu, t.d. þá að ráðast gegn stjórnarháttum í Vestur-Þýzkalandi og lýsa yfir ósk um að gjörbreyta þeim eða jafnvel kollvarpa, en einhverj- ar slíkar yfirlýsingar virðast vera forsendur þess að unnt sé að skjóta mlálinu til stjórnlaga- dómstólsins í Núrnberg og banna flökkinn. En Von Thadd- en fer sér hægt. Von Thadden, sem auðvitað iheitir að fornafni Adolf, býr í námunda við Hannover. Þar virtist mér fólk ekki eins gagn- rýnið á stefnu hans og mark- mið. Hann er alls ekki nazisti, sögðu margir, sem ég talaði þar við. Hann sér aðeins að það ástand, sem nú ríkir, getur ekki haldið áfram, sagði þetta sama fólk — hnífurinn kemst ekki milli tveggja stærstu flokk- anna, og það er hættulegt. Þeir ihafa reynt að banna fundahöld hans í Hannover, var mér bent á. „Það er ólýðræðisleg aðferð. Ungu stúdentarnir hafa gagn- rýnt stóru flokkanna fyrir þessa afstöðu þeirra. Stúdent- arnir eru ekki fylgjendur Von Thaddens, en þeir vilja að full- komið lýðræði ríki hér í Vest- ur-Þýzkalandi“. EittJhvað á þessa leið töluðu sumir Hann- overbúar. Þjóðverjar hafa áður flaskað á nafninu AdoM, svo að við skulum ekki taka alltof hátíð- lega þær fullyrðingar að Von Thadden sé hættulaus mein- lætamaður. Flokkur hans virð- ist vera mjög íhaldssamur í skoðunum, jafnvel afturhalds- samur, svo að einna helzt minnir á herforingjaklíkuna í Grikklandi, þann stóra blett á grískri sögu. Þannig er flokkur Von Thaddens á móti bítlamúsík, stuttum pilsum og öðru sem minnir á svokallaða „vestræna úrkynjun". Hitler kunni einnig skil á öllu sem laut að „úrkynjun", eins og við vitum og munum. Það kemur því óbragð ,í munninn, þegar það orð er aftur borið á borð. Þráðurinn hefur ekki slitnað alveg, þótt hann sé mjórri en margur hyggur. Von Thadden var handtek- inn fyrir skömmu af því hann hafði ekið ölvaður. En vegir stjórnmálanna eru ekki aðeins órannsakanlegir, heldur óskilj- anlegir. Sumir voru þess full- vissir að þetta mundi stórspilla fyrir 'honum, jafnvel eyðileggja hann endanlega. Það sögðu a.m.k. fulltrúar stjórnmála- flokkanna. En síður en svo að allir væru á sömu skoðun. Hann er þá mánnlegri en við héldum! sögðu sumir. Hann er þá ek'ki eins mikið á móti „úr- kynjuninni" og hann þykist. Hann getur drukkið sig full- an, það er góðs viti! Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna í Bonn héldu þvú fram að þau atkvæði, sem flokkur Von Thaddens hefði fengið í Vest- ur-Þýzkalandi væru varla um- talsverð. Þeir bentu á að í Bandaríkjunum vaða uppi ,Kú-Klúx-Klan og kynþáttahat- arar, í Bretlandi væru nýnaz- istar, í Frakklandi, Ítalíu og víðar hefðu sterkir kommún- istaflökkar skotið rótum með miklu hærri atkvæðaprósentu ■en flokkur Von Thaddens. Þeir fullyrtu að í öllum lýðræðis- ríkjum sæjust merki um starf- semi öfgasinna, þetta væri ekk- ert nýnæmi í Vestur-iÞýzka- landi, heldur fylgi þessi sjúk- dómur lýðræðinu eins og bezt hefði mátt sjá í Bandaríkjun- um á dögum McCarthys. Allir fulltrúar flokkanna sögðust engar áhyggjur hafa af vexti eða á'hrifum flokks Von Thadd- ens, en sú mikla auglýs- ing, sem hann hefði fengið er- lendis, og þá ekki sízt í komm- únistalöndunum, væri sterk- asti bandamaður hans. En allt of mikið væri ger.t úr áhrifum hans. Kommúni'stum þætti gott að geta hrætt börnin sín með Grýlu gömlu. í V.-Þýzkalandi iværu flestir nazistar, að þeirra dómi. Eins og kunnugt er hafa leið- togarnir í Kreml lag.t höfuð- áherzlu á, að sverta og sví- virða Vestur-Þjóðverja og raunar hafa þeir gengið svo langt í rógsh'erferð sinni, að V.-Þjóðverjar hafa orðið að sæta ótrúlegustu móðgunum upp á síðkastið. Þeir vega sí- fellt í þann sama knérunn, að Vestur-Þjóðverjar séu óæðri mannverur, þeir beri allir sem einn maður ábyrgð á styrjöld- inni og hryðjuverkum og glæp- um Hitlers. Auðvitað eru þessar ásakan- ir í senn sprottnar af óstjórn- legu hatri og þó nokkurri öf- und yfir velgengni Vestur- Þýzkalands á undanförnum ár- um. Rússar hafa líka ástæðu til að sjá ofsjónum yfir uppbygg- ingunni þar í landi, því að þeir ihafa ekki upp á neitt sambærl- legt að bjóða. Um Austur- og Vestur-Þýzkaland er t.d. ekki hægt að tala í sama orðinu, þótt einhverjar framfarir hafi orðið í Austur-Þýzkalandi síð- ustu ár (þó ekki í lýðræðisátt). Auðvitað eru þessar ásakan- ir leiðtoga Sovétríkjanna fyrst og síðast til þess fallnar að tryggja eða auka áhrif þeirra í Austur-Evrópu. Þeir réðust inn í Tékkóslóvakíu m.a. á þeirri forssndu, að tékkóslóvakískum sósíalisma stæði 'hin mesta ógn- un af vestur-þýzkri heims- valdastefnu eða einhverju álíka fáránlegu (a.m.k. eins og málum er nú háttað). Þannig hyggjast kommúnistar í Aust- ur-Evrópu halda þjóðunum í járngreipum á þeirri forsendu, að þeir séu að vernda þær fyr- ir innrás og ofbeldi vestur- þýzkra nazista, en þau spor, sem Þjóðverjar skildu eftir sig í stríðinu eru auðvitað ekki til annars en vekja ugg og hryll- ing meðal Austur-Evrópuþjóða. En þá mætti líka spyrja: eig- um við endalaust að bera ibyrðar foreldra okkar og for- feðra? Á t.d. afstaða okkar ís- lendinga til Dana nú að mótast af kúgun danskra kónga og of- beldi danskra einokunarkaup- manna fyrr á öldum? Raunar er hörmulegt til þess að vita að ástandið í Austur- Evrópu skuli ekki vera betra en svo, að Rússar þurfi að grípa til jafn aumkunarverðs áróðurs og sífelldrar skírskot- unar til Hitlers og djöfla hans. En þess má þá einnig geta, að þýzkt fólk lét lífið blásaklaust í styrjöldinni, t.d. var aðeins eftir 10-15% af Hannover eftir loftárásirnar. Þar var fólk strádrepið. Djúpt í sál vestur-þýzku þjóðarinnar vakir samvizkan. Mér er nær að halda að áróður Rússa geti smám saman lagzt svo á 9ál þessarar þjóðar, sem reynt hefur eftir megni að þroskast til lýðræðis og mann- eskjulegra lifnaðarhátta, að hún fyllist minnimáttarkennd og sektartilfinningu með ófjrr- irsjáanlegum afteiðingum. Þá fyrst yrði grundvöllur fyrir nýjan Adolf, því að Þjóðverj- ar eru staðráðnir í því að halda stolti sínu og metnaði. ,Þeir mundu á einhvern hátt reyna að hrista a)f sér slíkt farg. Þegar Bismarck hafði unn- ið styrjöldina við Austurríkis- menn, ætlaði keisarinn í mikla sigurgöngu um Vín. Herfor- ingjar hans lögðu hart að hon- um, og hann hugðist láta að vilja þeirra. En Bismarck sár- bændi hann í allra viðurvist að gera það ekki. Það var í eina skiptið sem menn sáu járn- kanslarann gráta, sagði mér ungur stúdent í Heidelberg. Ef Rússar hefðu vit á að fara eins að og Bismarck, mundu þeir stuðla að því að bæta Þýzkaland og efla það bezta í fari þjóðarinnar. En atburðir síðustu mánaða sýna, að þeir ihafa hvorki þroska né vit til þess. Ein öruggasta leiðin til að grafa undan lýðræðisþróuninni í Vestur-Þýzkalandi er að vekja ■með þjóðinni hatur, særðan ■metnað. Vonandi verður hat- ursherferð Rússa ekki svo ör- lagarík. En þá kæmi vel á vondan, ef það yrði nú þeirra hlutverk að vekja upp þann Glám, sem heimurinn þekkir alltof vel og hefur fyrir löngu fengið nóg af. Hvað sem því líður, þurfa Rússar að stunda særingar í Vestur-Þýzkalandi — svo að þeir geti óáreittir, að eigin. sögn, kveðið niður draugagang í Tékkóslóvakíu! En sá harmleikur er meiri en svo að hann sé hafandi í flimt- ingum. Austur-þýzkur landamæravörður flýr vestur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.