Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 196® FJÁRLAGARÆÐAN Framhald if bls. 15 1 föstum skorðum, þegar rýra þarf kjör borgaranna almennt. Gert er ráð fyrir að framfylgja einnig á naesta ári þeim niður- skurði ríkisútgjalda, sem ákveð- inin var með spamaðarlögum snemma á þessu ári. ings, gera óumflýanlegt að afla ríkissjóði annað hvort nýrra tekna eða skera ríkisútgjöld enn frekar niður. Verður því að endur skoða tekjuáaetlunina, eftir að endanlega hefur verið ákveðið tií hverra aðgerða í efnahags- málum verði gripið. Cerbreytt að formi Frámlög til styrktar atvinnu- vegunum eru hin sömu og í fjár- lögum yfirstandandi árs. Und- anfarin ár hefur aðstoðin við sjáv arútveginn og tekjuöflun henn- ar vegna verið ákveðin árlega með sérstakri lagasetningu í byrj un ársins og var svo einnig á yfirstandandi ári. Hefir þessi að ferð ekki stafað af neinni við- leitni til þess að halda þessum útgjöldum utan fjárlaga, heldur hefur ástæða verið sú, að ekki hefur reynzt auðið að fá endan lega mynd af afkomu útgerðar- fyrr en eftir að fjárlög hafa verið afgreidd. Segja má, að í ár hafi verið í gangi stöðug at- hugun á afkomu ýmissa þátta vegna nýrra og nýrra vandræða en þótt fyrr hafi verið hafizt handa um athugun á heildar- vandamálum sjávarútvegsins og raUnar atvinnuveganna almennt en áður hefur verið, var auð- vitað í byrjun septembermánað- ar, þegar fjárlag^frumvarpinu var lokað, ógerlegt að gera sér nokkra grein fyrir endanlegri afkomu atvinnuveganna á þessu ári. Stærsti þáttur dæmisins var að sjálfsögðu sjávarútvegurinn, en jafnframt hafði verið hafizt handa um athugun á afkomu bænda í ýmsum héruðum lands- ins, en þeirri athugun var held- ur ekki lokið. Fjárlagafrumvarp ið sýnir því aðeins mynd af ríkis rekstrinum sjálfum og er gert ráð fyrir, að með sterku útgjalda aðhaldi verði auðið að standa straum af kostnaði við hann á næsta ári með núverandi tekju- stofnum ríkissjóðs. Er þá ekki reiknað með tekjum af nýálögðu innfhitningsgjaldi, en jafnframt vi] ég sérstaklega vekja athygli á því, að þótt tekjuáætlunin sé miðuð við lítið eitt óhagstæðari viðskiptaþróun og veltu en á yfirstandandi ári, þá myndi veru legur samdráttur í innfluttningi, viðskiptaveltu og tekjum almenn LOFT U R H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. HAFSTEINN BALDVINSSON HÆST ARÉTT ARLÖGtMAÐUR AUSTURSTRÆTI 18 III. h. - Slml 21735 Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar pnströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 - Simj 24180 og efni Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1969 er annað fjárlagafrumvarp ið, sem útbúið er í samræmi við hin nýju lög um ríkisbókhald og gerð fjárlaga. Þar sem bæði formi og efnisskipan fjárlaga var breytt með þessum lögum, hlutu ýmsir annmarkar að verða á fyrsta frumvarpinu í þessum bún ingi, þótt þeir hafi raunar verið íinni en gera hafði mátt ráð fyrir Reynt hefur verið að bæta úr þessum annmörkum í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1969 og gera það í ýmsum efnum fyllra og skýrara, og vona ég að hátt- virtir þingmenn telji þær breyt- ingar allar í jákvæða átt. Greina gerð með frumvarpinu er það ítarleg, að ég sé ekki ástæðu tií þess að rekja efni frumvarps- ins í eiAtökum atriðum heldur læt mér nægja að gera grein fyrir niðurstöðutölum og nefna einstök atriði, er ég tel sérstaka ástæðu til að vekja athygli á. Þar eð allar ríkistekjur eru nú teknar í fjártög, einnig þær tekjur, sem með sénlögum er ráð stafað til ákveðinna þarfa, þá er erfitt að gera samanburð milli ára á breytingum tekna og gjalda rikisrekstursins í þrengri merk- ingu. Af þessum sökum hefur verið tekið saman sérstakt yfir- lit og samanburður við fjárlög ársins 1968, sem birt er með frumvarpinu og sem ég vona að auðveídi mönnum tialnasaman- burð. Heildarútgjöld á rekstrarreikn ingi nema 6.472.4 millj. kr. Til þess að fá raunhæfan saman- burð við fjárlagaútgjöld 1968, verður að hafa í huga, að með sparnaðartögunum, sem sett voru í byrjun ársins, voru rekstrar- útgjöld lækkuð um 137.7 millj. Heildarhækkun útgjalda í frum- varpinu nemur því 470.3 milljón um, en hér er hins vegar ekki um raunverulega hækkun ríkis- útgjalda að ræða, því að í hækk unartölu þessari er innifalin 240,9 millj. kr. hækkun útgjaldaliða, sem fjár er aflað til með sér- lögum óg vegur í þeirri tölu langmest fjáröflun sú til vega- sjóðs, sem samþykkt var á síð- asta Alþingi. Útgjaldaaukning ríkissjóðs sjálfs, er 229.5 millj- ónir og er það aðeins 48% hækkun frá fjárlögum ársins 1968 Mun ég nú í stórum dráttum gera grein fyrir því í hverju þessi útgjaldahaekkun er fólgin. í hverju felst útgjaldahœkkunin? Með úrskurði Kjaradóms á síð- MAY fair? MAY FAIR!! Aldrei meira úrval af MAY FAIR vinylveggfóðri Hlýlegt heimili. Fallegt heimili með MAY FAIR. Kaupið aðeins það bezta. ast liðnu ári, voru opinberum starfsmönnum ákvaxðaðar launa hækkanir í samræmi við launa- hækkanir annarra stétta. Er í fjártagafrumvarpinu nú reiknað með 10 prs. launahækkun af þess um ástæðum á laun upp að vissri upphæð. HeilcHarútgjaldahækk- un af þessum sökum mun vera 40 mil'lj. kr. Ég tel það mjög miður farið, ef launabreytingar opinberra starfsmanna þurfa alít af að fara fyrir Kjaradóm, en ástæðan til þess að ekki tókust samningar við opinbera starfs- menn í þetta skipti var sú, að ríkisstjórnin taldi sér ekki fært að bjóða meiri kauphækkun en voru í samræmi við samninga verkalýðsfélaganna, þótt ég játi, að efra skerðingarmarkið í þeim samningum var ekki raunhæft. B.S.R.B. gerði hins vegar hærri kröfur og hlaut því málið að koma ti'l úrskurðar Kjaradóms. Við samningu fjárlagafrumvarps ins var fylgt þeirri meginstefnu að synja öllum beiðnum um nýja starfsmenn, nema þar sem alger- lega var óumflýjanlegt af ein- hverjum sérstökum ástæðum, og á þess þá að vera getið i grein argerð frumvarpsins. Fjárveitingar tií ráðuneytanna sjálfra eru skertar með sama hætt og gert var í sparnaðarlögun- um. En nokkur hækkun verður þó á viðskiptamálaráðuneytinu vegna tveggja stórra nefnda, sem starfa á þess vegum, önnur í sambandi við athugun á aðild íslands að EFTA og hin við at- hugun á álagningareglum og af komu verzlunarinnar. í sparn- aðarlögunum var gert ráð fyrir því, að kostnaður við utanríkis- þjónustuna yrði á árinu 1968 lækkaður um 3 millj. kr. Upp- haflega var í því sambandi hug leitt að leggja niður tvö sendi- ráð, en það reyndist á því stigi svo miklum erfiðíeikum bundið, að frá því var horfið, en hins vegar gert ráð fyrir að fækka nokkuð starfsmönnum utanrikis þjónustunnar. Úr þessu varð þó því miður ekki á þessu ári, en utanríkisráðuneytið gerði þó ráðstafanir til þess að lækka annan kostnað sendiráðanna um 2 millj. kr. Siðan hefur, i sam- ræmi við ályktun Alþingis, verið skipuð sérstök milliþinganefnd, til þess að gera heildarathugun á skipulagi utanríkisþjónustunn ar og tillögur um frambúðarskip an hennar. Þykir því óeðlilegt að raska í meginefnum núverandi skipan sendiráða, áður en þessi nefnd hefur íokið störfum. Hins vegar hefur orðið um það sam- komulag milli fjármálaráðuneyt- isins og utanríkisráðuneytisisn, að fylgt verði, fyrst um sinn, þeirri meginreglu, að í hverju sendiráði verði auk sendiherra aðeins einn sendiráðsritari. Hef- ur í samræmi við það verið á- kveðið að kveðja nú þegar heim tvo sendiráðsritara til viðbótar því að 'lagt hefur verið niður starf sérstafes sendiherra hjá Ev rópuráðinu. Bein lækkun á kostn aði til utanríkisþjónustunnar verð ur því 4 millj. kr., þar eð til viðbótar fellur niður sérstakur kostnaður, sem varð á þessu ári við sendiráð hjá NATO í Bruss- el. f samræmi við ákvæði sparnað ári gerðar ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við lög- gæzlu á Keflavíkurflugvelli, en í athugun er, hvort koma megi við enn frekari sparnaði á þeim útgjaldalið. Bróðurparturinn af útgjalda- hækkun fjárlagafrumvarpsins er á framlögúm til fræðslumála, sem hækka samtals um 86,5 miílj. kr. Þessi liður hækkar mikið frá ári til árs, en hækkunin er þó sér- staklega mikil í þetta sinn vegna þess, að með hinum nýju skóla- kostnaðarlögum, sem sett voru á síðasta ári, var gerð sú breyt- ing, að vissir kostnaðarliðir, sem ríkissjóður hefur áður greitt eft ir á, verða nú greiddir jafnóð- um og þeir falla til, og veldur þetta 34,5 millj. kr. útgjalda- aukningu í eitt skipti. Kostnaður við barnafræðsluna hækkar um 32,7 millj. kr. og við gagnfræða- menntun um 7,8 millj. kr. Hin nýju skólakostnaðarlög tóku nú gildi á þessu hausti, en því mið- ur hefur komið í ljós, að ákvæði laganna um ákvörðun hlutdeildar ríkissjóðs í rekstrarkostnaði skól anna, eru að ýmsu leyti óákveð- in og óljós og geta orkað tví- mælis. Ég álít, að ^mislegt í þeim lögum hafi verið tií bóta, og þá fyrst og fremst ákvæði um byggingarkostnað, en breyt- ingarrlar á rekstrarkostnaðará- kvæðunum eru hæpnar og hafa áreiðanlega leitt til aukinnar á- sóknar á ríkissjóð og því skipt- ir miklu máli, að eftirlit með framkvæmd laganna sé traust og þess vandlega gætt, að fyl'lsta hagsýni ríki í rekstri skólanna og varðandi fjölda kennara. Sam komulag er um þann skilning miíli fjármálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisíns, að þótt kostnaðarhluttaka ríkis og sveita félaga sé ákveðin með öðrum hætti en áður var, þá hafi það verið meginstefna laganna að auka ekki kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs, enda augljós hagnað ur sveitafélaganna af því, að ríkið skuli nú jafnóðum greiða sinn kostnaðarhluta, sem vissu- lega var sanngirnismál. Hin nýju ákvæði skólakostnaðarlaganna um skóíabyggingar leiða til þess að ekki er auðið að hafa jafn marga skóla í smíðum samtímis eins og verið hefur, en hins veg ar greiðir ríkissjóður jafnóðum hluta sinn af byggingarkostnað- inum, sem er til mikils hægðar- auka fyrir viðkomandi skólahér- uð og á að stuðla að því, að skólabyggingum geti orðið lokið á miklu skemmri tíma en áður, sem ætti að gera kleift að koma útboðum og hagkvæmari vinnu- brögðum, er geri byggingarnar ódýrari. Bygging nægilegs skóla rýmis er eitt af meiri háttar vandamálum okkar litla þjóðfé- lags og er því hin brýnasta nauð syn að íeita allra úrræða til að draga úr kostnaði við skóla byggingar. Framlög ríkissjóðsins verða hér eftir miðuð við ákveðn upphæð á teningsmeter skó'la- rýmis, írúðað við hagkvæma gerð skólahúss, og ætti það að vera sveitafélögunum hvatning til að stuðla að sem lægstum bygging- arkostnaði skólanna. Vegna mikillar nemendafjölg- unar í menntaskólunum, og þó raunar enn meiri í Kennaraskól- anum, hækka fjárveitingar til þessara skóla um tæpar 9 mitlj. króna. Nokkur hækkun verður á fjárveitingu til Háskólans, vegna þess að nú verður í haust tekin þar upp kennsla í náttúru fræðum við verkfræðideild. Er hér um svo mikið nauðsynjamál að ræða, að talið hefur verið óumflýjanlegt að fallast á þessa nýju starfsemi, en að öðru leyti hefur ekki verið talið auðið að fallast á óskir Háskólans um kennarafjölgun á næsta ári. 1 síðustu fjárlagaræðu benti ég á nauðsyn þess að athuga, hvort ekki mætti nýta betur kennrtu- krafta Háskólans og hefur mennta málaráðuneytið það mál nú til athugunar í samráði við Háskól- ann. Framlög til Lánasjóðs ísl. námsmanna hækka um 3.4 millj. kr. og hefur við ákvörðun þeirr- ar hækkunar annars vegar verið miðað við verðlagshækkanir og hins vegar við fjölgun þeirra námsmanna, sem lána geta notið. f sambandi við málefni stúdenta tel ég rétt að skýra frá því, að fal'lizt var á þessu ári að veita aðstoð ríkisins til þess að koma upp dagheimili fyrir börn stúd- enta, sem stunda nám við Há- skólann. Stóð til boða hentugt hús, sem fékkst við hagkvæmu verði án útborgunar. Er leitað heimildar í fjárlagafrumvarpinu til kaupa á þessu húsi og er gert ráð fyrir að félagsstofnun stúdenta fái það til umráða, en heimilið verði rekið á vegum Sumargjafar. Bygging Félags- heimilis stúdenta er nú eitt af helztu áhugamálum þeirra. Hefir háskólaráð, fyrir sitt leyti, sam þykkt að styðja byggingu félags heimilisins með framlagi af happ drættisfé, Veittar hafa verið í f járlögum síðustu ára samtals nær 4 millj. kr. til félagsheimilis, en reikna verður með, að ríkissjóð- ur þurfi að leggja fram samtals 5 millj. kr. til viðbótar. f fjár- lögum yfirstandandi árs, esru veitt ar samtáls 1,8 millj. kr. til fé- lagsheimilisins og endurbóta á Nýjagarði. Fjárhæðin er í fjár- lagafrumvarpinu hækkuð í 2,5 millj. kr. sem veittar eru í einu lagi til félagsstofnunar stúdenta og verður það því ákvörðunar- atriði stjórnar stofnunarinnar í samráði við menntamálaráðuneyt ið, hvernig að fé þessu verði skipt milli væntanlegs féiags- heimilis og viðgerða á stúdenta görðunum. f sparnaðarlögunum var ákveðin lækkun á framlögum til fræðslu- málaskrifstofunnar m. a. vegna fækkunar námsstjóra. Hafa þess ar ákvarðanir þegar komið til framkvæmda. Beðið hefur verið um mikla hækkun fjárveitinga til hinna ýmsu rannsóknastofn- anna atvinnuveganna. Er hér á mörgum sviðum um hina mikil- vægustu starfsemi að ræða, en ekki hefur þó verið talið fært að verða við þessum fjárbeiðn- um. Er enda ástæða til að halda að starfsemi stofnan þessara sé ekki eins vel skipuíögð og æski- legt væri, og samvinnu innan sumra stofnanna a.m.k. á ýms- an hátt ábótavant. Gildir þó ekki hið sama um allar þessar stofn- anir. En mér sýnist margt benda til þess, að rannisóknastofnanirn ar ættu að vera í nánari tengsl- um við Rannsóknaráð ríkiisns, og nauðsynlegt samráð um það haft milli stofnanna, að hin æski legustu viðfangsefni séu ætfð lát in sitja í fyrirrúmi. Ég tel reynsl una ótvíræftt hafa leitt í ljós, að nauðsyníegt sé, að Rannsókn arráðið fái til mats og umsagnar hverju sinni fjárhagsáætlanir hinna einstöku rannsóknastofn- ana. Þegar fjárlagafrumvarpið var samið, var ekki vitað um verðlag eða framleiðrtumagn búvöru á næsta ári, en gert er ráð fyrir að uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir muni hækka um 22 millj. kr. Þar að hækkun búvöru varð meiri, en áætlað var, mun þessi upphæð þurfa að hækka enn m 5—7 millj. kr. Þá hefur ekki verið talið var- legt annað en hækka framlög til jarðræktar og framræslu um 10 millj. kr., þar eð þessi framlög munu í ár fara um 15 mfllj. kr. fram úr áætlun fjárlaga. Fjár- veitingin til Landnáms rfkisins er lækkuð um 7.5 millj. kr. í ifjáriagafrumvarpinu, svo sem gert var í ár með sparnaðar- lögunum. Hlýtur þó mjög að koma til álita, miðað við allar aðstæður, hvort ekki sé nauð- synlegt að taka starfsemi Land- námsins i heild til athugunar vegna brevttra aðstæðna og iafn framt er æski'legt að endurskoða jarðræktarstyrkina, ekki í því skyni að draga úr ræktun lands ins. þvf að aukin ræktun er brýn nauðsyn, ekki sízt til þess að geta dregið úr óhæfilegri notk- un fóðurbætis, heidur vegna þess að ástæða er til að álíta, að vissar tegundir jarðræktarfram- kvæmda njóti nú orðið óeðli- lega hárra styrkja vegna nýrra tækni. í sparnaðarlögum var 30 millj. kr. fjárlagaframíag til Fiskveiði sjóðs fellt niður í ár, þar eð talið var, að framlag ríkissjóðs til Stofnfjársjóðs fiskiskipa. er fyrst og fremsit var ætlað að standa undir afborgunum og vaxtagreiðslum af lánum í Fisk- veiðasjóði, myndi bæta svo fjár- hagsaðstöðu sjóðsins »ð auðið væri að fella þetta ríkisframlag niður í ár. Því miður hefur staða Fiskveiðasjóðs versnað mjög mikið allra síðustu árin, sem stafar í senn af miklum skipakaupum, stórauknum van- skilum og nú síðast minnkándi tekjum vegna minni sjávarafta. í ár tókst að leysa vanda Fisk- veiðasjóðs, þar eð hann fékk í sinn hlut verulega fjárhæð af gengismun og að auki fékk sjóð urinn 64 millj. k.r af enska lán- inu. Var þannig um að ræða 180 millj. kr. fjáröflun, sem ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.