Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 4
I 4 MOR.GUNBL.ADH>, LAUGARDAGUR 29. MAt 1971 rrrrr % > 22*0*22* I RAUDARÁRSTI'G 3lj ~rf5555 m ^14444 w/um BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendifer5»bi f reíð - VW 5 nanns-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna IITÍ A BÍLALEIGAN Bergstaðastraeti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 0 Sólskin og svali Fagurt veður hefur verið í Reykjavík undanfama daga, sólskin og hressandi svali. Við erum sólskininu svo fegnir, að það eitt gerir gott veður í okk ar skilningi. Velvakandi áttaði sig á þessu, þegar hann hitti nokkra útlendinga að máli nú í vikunni. Hann fór að tala um, hve þeir væru heppnir með veð ur, en þá fannst þeim alltof kalt, a.m.k. á morgnana. Já, en sólskinið, sagði Velvakandi. Ja, sólskin, sögðu þeir. t>á voru þeir auðvitað vanir miklu meira og sterkara skini sólar í átt- högum sínum og litu á það sem hvern annan sjálfsagðan hlut, að sólin sæist mikinn hluta dagsins á heiðum himni, en ekki í gegnum skýjaflóka. Að- alatriðið í augum þessara manna var það, að hér væri of mi'kið rok, oig einnig fannst þeim óþarflega kalt i seinustu viku maímánaðar. ^ Ný goðsögn eða þjóðsaga? Að lokum lá við, að þeir sannfærðu Velvakanda um það, að í rauninni væri ekkert sér- staklega gott veður. Til mót vægis fékk hann útlendingana þó til þess að játa því, að hress andi væri að teyga að sér ferska, hreina, svalandi og „ómengaða" morgungoluna, þeg ar komið væri út á stétt snemma dags. IÞeir samsinntu þvi að óvenju tært loft væri i Reykjavík, „þó ekki nærri þvi eins tært og heima hjá mér,“ sagði einn, svo að ekki fékk Velvakandi að hafa lengi þá Bílaleigan UMFERD Sími 42104 SENDUM nýjan SKODA 100 fyrir lægra kílómefragjald — og aðeins 7 lítrar ó 100 kílómetra. SHODfí LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. ímyndun sína I friði, að hér væri hreinasta andrumsloft í heimi, eins og segir i nýjustu goðsögn Islendinga um eigið ágæti og kosti landsins eða nú seinast loftsins yfir því. • Betra er að ganga en aka um hvítasunnu- helgina Velvakandi snýr þó ékki aft ur með það, að þetta veður sé tilvalið til gönguferða. (Kannski verður þó komin súld, þegar lesendur fá þetta Morgunblað). Borgárbúar ókyrrast venjulega um hvíta- sunnuhelgina og vilja hreyfa sig eitthvað; helzt fara burtu úr bænum. Þetta er fyrsta férða helgi sumarsins. Varla mun ráð legt að fara langt á bílum um þessa helgi, þvi að vegirnir eru tæpast farnir að jafna sig eftir veturinn. Hins vegar ættu Reykvikingar að gera meira af því en vani þeirra er að ganga um borgina og nágrenni henn- ar. >að er ótrúlegt, hve lengi er hægt að finna „nýja" bletti eða staði i Reykjavik og í ná- grenninu, þ. e. umhverfi, sem göngumaðurinn er að sjá í fyrsta -skipti. Geta má þess, að þótt hann hafi- e. t. v. ekið þarna um áður, þá er það allt annað en að ganga um stað- inn. Það sést í rauninni svo sáralítið út um glugga á bíl á ferð. Þetta gera menn sér ekki ljóst, fyrr en þeir fara að spásséra. £ Fá ekki að ganga í friði Kunningjar Velvakanda, sem eru famir að „trimma' þannig, að þeir skilja bílinn eftir heima á morgnana og ganga í vinnu og úr, kvarta undan því, að þeir hafi ekki frið fyrir ak- andi fólki, sem sjái aumur á hinum gangandi og bjóði þeim far. Maður, sem ákvað að ganga sunnan úr Fossvogi og vestur í bæ á hverjum morgni, varð fyrir þvi fjóra fyrstu morgnana, að einhver nágranni eða kunningi, sem ók fram á hann, stöðvaði farartæki sitt og bauð honum að sitja í. Hann kunni ekki við að neita, þar sem hann vildi vera kurteis, og átti þar að auki hálf bágt með að viðurkenna, að hann (og þó vist aðallega kona hans) væri farinn að hafa áhyggjur af vaxtarauka líkamans fyrir neð an bringspalir. Allir héldu, að bíllinn væri á verkstæði, og spurðu samúðarfullir um bilun ina og aldur bílsins. 0 Feimnir við að viður- kenna eigin trimm- nauðsyn Sumir eru nefnilega hálf- feimnir við að viðurkenna það, að þeir séu farnir að ganga af sér spikið eftir áætlun (þ. e. dagskipunum eiginkonu yfir mögru morgunverðarborði). — Nú hefur maðurinn tekið í sig kjark og segir allt hið sanna um farir sinar. Annar kunningi Velvakanda er hættur að nota strætisvagn á ferðum sínum milli heimilis og vinnustöðvar. Annan göngu morguninn stöðvaðist strætis vagn við hlið hans, og vagn- stjórinn, sem var orðinn mál- kunnugur honum, kailaði út: Fljótur upp í! Hann hlýðnáð- ist skipuninni. Vagnstjórinn héit þá auðvitað, að hann hefði misst af fyrra vagni og ekki nennt að bíða þess næsta, en ætlað að ganga til næstu við- komustöðvar. Hann gerði samning við bílstjórann um að aka alltaf fram hjá honum eft- irleiðis, jafnvel þðtt hann veif- áði til hans í slagveðri. £ Trimm er bezt í hófi — ekki að springa á limminu Ekki er gott að vita, hve þessi trimm-tízka endist lengi. Bæði í Bandaríkjunum og Sví- þjóð, þar sem menn stunda al- Tnennt íþróttir og líkamsæfing- ar í mun ríkara mæli en hér á íslandi, (og verða lika langlíf- ari og endast betur), mun reynslan vera sú, að slík tízka kómi og fari í bylgjum. í Banda rikjunum var þetta orðið að hálfgerðri dellu á tímabili, þeg ar Kénnedy heitinn prédikaði sltt „physical fitness pro- gramme". Þá máttu gamlir og feitir karlar ekki svo sjá brekku, að þeir færu ekki að hlaupa upp hana, og sprungu þá margir á limminu fyrir ald- ur fram, svo að nauðsynlegt reyndist að draga í land í áróðr inum og biðja menn um að fara hægar í sakimar. Minnsta kosti að blása úr nös í miðri brekku, svo að þeir köstuðu ekki mæð- inni fyrir fullt og allt uppi á brekkubrún. f Strætisvagnaútskot vantar á Háaleitis- braut Sigfús Jónsson skrifar m.a.: „Kæri Velvakandi! Eins og kunnugt er, urðu breytingar á leiðakerfi S. V. R. á síðastliðnu ári. Var þá ákveð in endastöð á leið nr. 3 hjá „sjoppunni" við Háaleitisbraut sunnan Miklubrautar. Héldu ibúar hverfisins, að þar yrði gert útskot fyrir vagnana, svo að þeir hindruðu ekki umferð um Háaleitisbraut. Ekkert hef- ur enn verið gert I þessu máli, og standa vagnamir alltaf á hægri akrein. Við þetta hefur slysahætta stóraukizt, og er varla þorandi að senda böm yfir götuna á þessum stað. Ef einhver ætlar að aka suður Háaleitisbraut, eins og þúsund ír gera daglega, er hann neydö ur til þess að aka á vinstri ak- rein, þar sém strætisvagn er alltaf til staðar á hinni hægri. Vonlaust er að sjá þá vegfar- endur, sem ætla yfir götuna, þar sem strætisvagnihn skygg- ir á. Tvisvar hefur l.egið við stór- slysum á þessu ári. Einu sinni rann strætisvagn af stað niður alla brekkuna, og var það ein- skær heppni, að enginn varð fyrir. I seinna skiptið varð barn fyrir bifreið þarna, og varð þvi til happs, að einstak- lega gætilega var ekið í það skiptið." — Bréfið er lengra. Bréfrit- ari hefur þar í hótunum og seg ir frá samtökum íbúa í hverf- inu um að veita frest til 3. júní. Verði útskotið ekki komið þá, muni gripið til ýmiSsa ráða. Velvakandi hefur ekki frétt um þessi samtök annars staðar frá og birtir því ekki niður- lag bréfsins. 0 Saltstokkurinn Svo virðist sem nafngift- in Saltstokkur á hvítasunnu- fagnaðinum í Saltvík, sem sagt var frá i þessum dálkum, hafi festst í munni fólks. „Móðir* hefur sent Velvakanda bréf, þar sem hún segist uggandi um hátíðarhaldið. Slíkur uggur er vonandi ástæðulaus. Þægilegt er fyrir flesta foreldra í Reykjavík og öðrum byggðar lögum á Suður- og Vesturlandi að vita með nokkurri vissu, hvar barnið þeirra dvelst um þessa hvítasunnu, því að Vel- vakanda skilst, að allir krakk- ar ætli til Saltvikur um helg- ina. Auðvitað rriá búast við ým- islegu, en fyrirfram er ekki ástæða til þess að óttast neitt. Gleðilega hátíð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.