Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1971 Frá gagnfrœðaskólum Reykjavíkur Innritun nemenda, sem ætla að stunda náms ! 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna í Reykjavík næsta vetur, fer fram þriðju- daginn 1. júní og miðvikudaginn 2. júní n.k. kl. 14—18 báða dagana. Það er mjög áríðandi, að nemendur gangi frá umsóknum sín- um á réttum tíma, því ekki verður hægt að tryggja þeim skólavist næsta vetur, sem siðar sækja um. Um skiptingu skólahverfa er vísað til orðsendingar, er nem- endur fengu i skólunum. FRÆÐSLUSTJÓRIN'' I REYKJAVÍK. Ætlarðu að segja að Mánudagsblaðið sé ALLTAF svona spennandi. VEITINGAHÚSIÐ ÓDAL Annað heimili þeirra, sem telja góða þjónustu og bragðgóðan mat á þægilegum veitingastað vera ómissandi. Ljúffengir réttir og þrúgumjöður. Framreitt frá kl. 11.30—15.00 og kl. 18—23.30. Borðpantanir hjá yf irfram reiðslumanni Sími 11322 ÓDAL® VIÐ AUSTURVÖLL — Fiskrækt FiiamhaW af bls. 17 félagi Hafnarfjarðar ána þetta ár og nú eru leytfðar 8 stengur i ánni, en það er sá íjöldi, sem við höfum ákveðið heppilegan, meðan við erum að rækta hana upp. LAXABÚ I TFNGU — Þið erað nú að ljúka fram- kvæmdum við byggingu laxabús í Tiingu. Hvernig er starfsemi þess hugstið? — Hún er tviþætt. 1 fyrsta lagi að ala upp seiði, til fiskiræktar- innar í Eldvatni, Tungulæk og Hæðarlæk og í öðru lagi verður afgangsseiðunum sleppt í Hæðar læk og sá lax, sem síðan skilar sér til baka til sfröðvarinnar verður seldur til neyzlu. Gert er ráð fyrir að stöðin geti skil- að frá sér 50—100 þúsund laxa- gönguseiðum árlega og að feng- inni reynslu virðist mega gera ráð fyrir að 5—10% gönguseiða skili sér til baka sem fullorð- inn lax. Reynist þetta á rökum reist, getur hér orðið um arð- vtænlega atvinnugrein að ræða. i*að hefur einnig komið í ljós hjá Laxeldisstöðinni í Kollafirði að skilaprósentan hjá seiðum, sem alin eru í tvö ár fer allt upp í 17%. Eru þá seiðin alin innanhúss í eitt ár, en í útitjörn um seinna árið. Við höfum full- an hug á að gera frekari til- raunir á þessu sviði og ætlum því að setja upp útitjamir við sjálft eldishúsið. Með þessu móti er hugsanlegt að vera með 200 þúsund seiði í gangi, hverju sinni. Eldishúsið er um 350 m2 að stærð og auðvelt að koma við svo stórfelldri ræktun i þvi. Húsið er komið undir þak og langt komið að ljúka við inn- réttingu þess. Stíflugerð og raf- stöðvarbyggingu er einnig lok- ið, þannig að í haust er hægt Að ÖxnaJæk í Ölfusi á að rísa bleikjubú. Hér sjást vænar bleikj- nr í tilraimastöðinni þar. Ljósm. Orri Vigfússon. Jón Sigurðsson fyrrverandi skipstjóri á Gullfossi og Dýrfinna kona hans annast stöðina að Keldiim. að hefjast búskapinn. handa við laxa- BI.EIKJUBÚIÐ AÐ ÖXNALÆK — Manni virðist, að það sem þegar er upptalið séu ærin verk Skrifstofudama sem getur aniiast bréfaskriftir á ensku og dönsku að forskrift eða fyrirsögn óskast allan eða hálfan daginn. Umsókn með fylgjandi meðmælum sendist Morgunblaðinu, merkt: „Skrífstofudama — 7578". eifni fyrir ykkur, en þið ráðizt greinilega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því að ank iaxabúsins í Tungu og stöðvar- innar að Keldum eru ýmsar áætl anir í gangi að Öxnalæk? — Áhugi okkar hefur ekki ein göngu beinzt að laxel'di, því að við höfum löngum verið með bleikju og sjóbirtingsseiði með laxaseiðunum á Keldum. Áhugi ökkar hefur beinzt að silungs- eldi, sérstaklega með tilliti til þess að það geti orðið arðbær atvinnuvegur. Skilyrði voru hins vegar ekki fyrir hendi fyr ir slíka stöð, hvorki í sambandi við stöðvamar að Keldum eða Tungu. Vorið 1969 keyptum við 6 hektara lands ásamt vatnsrétt indum á landi jarðarinnar Öxna lækjar í Ölfusi, þar sem skil- yrði fyrir silungsrækt virð- ast vera hin ákjósanlegustu. Við reistum þar siðan 50m2 tilrauna eldishús, og á s.l. vori keyptúm við helming jarðarinnar, með það fyrir augum að hefja bleikjurækt í stórum stíl. Um þær mundir vorum við svo heppnir að fá Eyijóif Konráð Jónsson i félag við okkur, en hann hefur af sinum alkunna áhuga og dugnaði verið okkur mikil stoð. — Hvernig verður búskapn- um báttað? — Að rækta bleikju og selja hana til manneldis. Hugmyndin er að reisa þama 700 m2 eldis- hús, sem við höfum þegar keypt tilbúið og auk þess 1400 m2 úti- ker, sem við höfum einnig fest kaup á. Eldið fer fram á svip- aðan hátt og laxeldið. Við byrj- um á þvi að klekja út hrognun- um og siðan eru seiðin flutt ker úr keri eftir því sem þau stækka og er þau hafa náð hæfilegri atærð eru þau sett í útitjarn- irnar, þar sem þau verða alin áfram unz þeim verður slátr að. Munurinn á bleikjueldi og laxeldi er sá, að bleikjuseiðin eru miklu harðgerðari og vaxa fljótar, þannig að hægt er að rækta hana upp í sölustærð á 8 mánuðum. í áætluninni er gert ráð fyrir að stöðin framleiði 50—100 lestir af bleikju árlega, þegar hún hefur náð fullri stærð, en í byrjun er vart hægt að gera ráð fyrir meira en 25 lestum á ári. Framleiðslan verður seld á innaniandsmarkaði eða hugsan- lega til útlanda. Fiskinum verð- ur slátrað vikulega eða mánað- arlega, eftir þvi sem eftirspurn og markaður segja fyrir um. SKÝJABORGIR? — Eru þetta skýjaborgir? — Við getum faMizt á að þetta séu skýjaborgir þar til starfsem- in er komin í gang. — Ég tók eftir þvi við Öxna- læk um daginn að þar er verið að bora eftir heitu vatni? — Já, við erum að bora þar eftir heitu vatni, til að nota við silungseldið. Öxnalækur er mjög hentugur til fiskræktar, því að vatnið i honum er yfir- leitt 11—12 gráðu heitt, en það er nauðsynlegt að hafa heitt vatn, tíl að tryggja það að vatn- ið kólni ekki, t.d. í kuldaköstum á veturna og einnig þurfum við vatn til að hita upp eldishúsið. — Nú er þetta varla lengur tómstundagaman ykkar? — ABa vega ekki eins og var hér áður fyrr. Þetta er orðið tals vert fyrirtæki og ekki lengur hægt að sinna því í aukavinnu. Við vorum svo heppnir að fá Guðmund Hjaltason skipstjóra i félag við okkur og hann verður jafnframt framkvæmdastjóri fyr irtækisins. Guðmundur hefur mikia reynslu á sviði fiskeldis og fiskræktar og við bindum miklar vonir við störf hans. Auk Guðmundar starfa þau Jón og Dýrfinna hjá Tungulax h.f., svo og tveir menn í Tungu og Öxnalæk. .— Hér að framan höfum við rætt um rniklar framkvæmdir, áætlanir og drauma. Kostar ekki slíkt talsvert fé og hvernig haf- ið þið f jármagnað starfsemina? — Fram til þessa hefur stærsta framlagið komið frá hlut höfunum i vinnu og fjárframlðg- um en það dugir nú ekki til lengur, þegar umsvifin eru orð- in svo mikil. Þessi atvinnugrein flokkast undir landbúnað og við höfum notið fyrirgreiðslu stofn- lánasjóðs, en stóran þátt í hvernig miðað hefur áfram, ber að þakka velvild og skilningi Landsbanka Islands og útibús Búnaðarbankans í Hveragerði, sem hafa verið okkur innan handar með stutt lán. — ihj. Hærri verðlaun til höf- uðs Quantasræningjum Canberra, 27. maí. AP. STJÓRNABVÖLD í Ástralíu hækkuðu í dag uni 30.000 ástr- aiska doilara (34.000 bandaríska dollara) verðlaun þau, sem heit- NOTAÐIR BILAR Skoda 110 L '70 Skoda 100 S '70 Skoda 1000 MB '69 Skoda 1000 MR '68 Skoda 1000 MB '67 Skoda 1000 MB '66 Skoda Combi ’67 Skoda Combi '66 Skoda Combi '65 Skoda Combi '64 Skoda 1202 ’66 Skoda 1202 '65 Skoda 1202 '64 Skoda Octavia '65 Skoda Octavia '61 Volkswagen 120C '68 SKODA Auðbrekku 44—46, Kópavogi Sími 42600 ið er fyrir upplýsingar, er leitt geti til handtöku manna þeirra, sem í gær göbbuðu forráða- menn flugfélagsins Quantas til þess að greiða sér hálfa millj. dollara fyrir að skýra frá, hvar sprengja væri falin í einni af farþegaþotum félag^is. Maður- inn, sem tók við peningunum, ók síðan á burt, en hringdi skömmu síðar og sagði, að um gabb hefði verið að ræða, það liefði aldrei verið nein sprengja um borð í þotunni. Flugvélin lenti síðan, eftir að hún haíði verið sjö Idutokusftund- ir og fi'mimtán mínútur á flugi. Lögreglan og stjómarvöld telja, að þetta bíræfna rán hafi verið tekið upp eftir kvikimynd, sem sýnd var í sjónvarpinu í Sydney srnemma í marz. Verðlaun, sem heitið er fyrir upplýsinigar, sem geta leitt til handtöku þeirra, sem ránið fröimdu, hafa nú ver- ið hæikikuð upp í aWs 50.000 ástr- alska doWaira (56.000 banda- risika). < Útboð Tilboð óskast í að byggja í fokhelt éstand og fullbúíð að utan einbýlishús í Garðahreppi. Otboðsgagna má vitja á Teiknistofuna Óðinstorg s/f., Óðins- götu 7, gegn 3.000,00 kr. skilatryggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.