Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1971 21 SAS-flug til * Islands og Grænlands FLUGFERÐIR SAS til íslands liefjast aftur 31 maí. Grænlands- flugið hefst á sama tíma. Til íslands verður flogið frá Kaupmannahöfn á mánudögum og fimmtudögum fyrri part dags, en frá íslandi til Kaup- mannahafnar að kvöldi. Tvær ferðir verða farnar í viku frá íslandi til Narssarssuak á mánu dögum og fimmtudögum og einnig er áætlunarfiug frá Grænlandi til íslands á sömu dögum. — Mistök Framhald af hls. 1. þennan hroðalega árekstur. Urðu björgunarmenn, sem komu fljót- lega á vettvang, að beita logsuðu tækjum til þess að komast inn í lestarbrakið og ná þeim út, sem eftir voru lifandi. Börnin voru á aldrinum 13—15 ára. Auk barnana, sem biðu bana, misstu tveir kennarar lífið og móðir eins af börnunum. Lest- arstjórinn og annar starfsmaður farþegalestarinnar biðu einnig samstundis bana, er áreksturinn varð. Talsmaður vestur-þýzku járn- brautanna hefur þegar tjáð, að það hafi verið mistök, sem ollu slysinu. I Dahlerau hefði átt að gefa vöruflutningalestinni rautt ljós, svo að hún biði, unz far- þegalestin væri farin framhjá. — Kempff l 'rainliald af bls. 2. til Potsdam, þar sem faðir hans var ráðinn sem tónlistarstjóri. Hann er af merku tónlistarfólki kominn og afburða tónlistarhæfi- leikar hans komu snemma i ljós. Faðir hans var i senn organleik- ari og söngstjóri og hjá honum hóf hann fyrst tónlistarnám, en innritaðist síðan í Músíkháskól- ann í Berlin aðeins 9 ára að aldti. Á unglingsárum hlaut hann Mendelsohns-verðlaunit) fyrir píanóleik og tónsmiðar og um tvítugt var hann ráðinn sem píanóleikari og organleikari með Dómkórnum í Berlin í tónleika- för til Norðurlanda. Um 5 ára skeið var hann einnig forstjóri Konservatorísins í Wurtemberg, en varð að segja því starfi lausu vegna tónleikahalds. Ferill hans sem píanóleikari hófst um 1920 og heíur hann síðan ferðazt víða um heim, austan hafs og vestan, og leikið með öllum beztu hljóm- sveitum heims. Wilhelm Kempff hefur samið fjölda tónverka og má þar nefna fjórar óperur, sinfóníur, píanó- konsert, fiðlukonsert, kórverk og kirkjutónlist, og auk þess allmik- ið af kammertónlist. Hér á landi sem víðar er Kempff þekktastur fyrir hljóm- plötur sínar, en hann hefur m.a. leikið inn á plötur allar pianó- sónötur Beethovens, sónötur Mozarts og Schuberts, píanóverk Brahms og Schumanns, alla píanókonserta Beethovens og Brahms og meirihlutann af píanókonsertum Mozarts. Wilhelm Kempff var hér í maí árið 1966 og kom þá fram á tvennum tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar íslands og hélt einnig sjálfstæða píanótónleika. — Rússar Kramhald af l>ls. II. botui Miðjarðanhaifisins naasta ára'fcug. Stjórnmálafréttaritarai' í fsrael telja heimsókn Podgornys for- seta til Egyptalands vera áfall fyrir friðarviðleitni Williaims Rogers, utanríkisráðherra Banda ríkjarima, í löndunum fyrir botni Miðjai'ðarhafsiiinis. Almennt var viðhorf blaða í-ísrael á þanrn veg, er fréttin um hhm nýja 15 ára samning Sovétríkjanna og Eg- yptalands varð kuntn. að mögu- leikamir á því að opna Súez- ■kurðinm að nýju hefðu minnikað. Þá eru fréttaritararnir sammála um, að staða Sadat3 forseta heima fyritr hefði styrikzt við heimisókn Podgornys, en samtímis hefðu möguleikar hans minnkað til þess að halda fram óháðri stefnu gagnvart Sovétríkjunum. — Framlengi Framhald af bls. 2. arafulltrúarnir hefðu ekki viljað víkja frá því grundvallarmáli að allir félagsmenn yrðu launaðir samkvæmt sama launaflokki. Það hefur ekki fengizt í gegn og þvi voru uppsagnirnar ekki dregnar til baka eins og dóms- málaráðherra fór fram á. Ákvæðið i lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, sem ráðuneytið beitti til þess að hindra það, að dómarafulltrú- arnir kæmu ekki til vinnu á þriðjudag, er svohljóðandi: „Skylt er að veita lausn, ef hennar er löglega beiðzt. Þó er óskylt að veita starfsmönnum lausn frá þeim tima, sem beiðzt er, ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsgrein að til auðnar um starfrækslu þar myndi horfa, ef beiðni hvers um sig væri veitt. Getur stjórnvald þá áskilið lengri uppsagnarfrest allt að 6 mánuSum." Kristján Torfason kvað dómara fulltrúa líta svo á, að ekki væri unnt að beita þessu ákvæði nema einu sinni gegn sama aðila. Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, kvað alla hafa staðið í þeirri trú um siðustu helgi, að málið væri leyst með stöðu embættanna, en síöan hefði komið upp mál, sem væri alls óskylt því, sem upp- haflega hefði verið, og sé ein- göngu launalegs eðlis. Á það atriði kvað Baldur ekki hafa ver- ið minnzt i upphafi málsins. — 2,6 milljónir Framhald af bls. 32 aðist ein CL-44 íiugvél félagsins og varð ónothæf yfir háanmatím awn. Taka varð á leigu flugvél í hennar stað fynr 79 milíjónir króna. Allur rekstrarikostnaður félagsins hefur hækkað gífur- lega. Fargjaldastríð á flugleiðinni yfir Atiantshaf harðnaði og heíðu fargjöld 1969 gilt í stað 1970 og miðað við sömu flutn- inga hefðu nettótekju-,- félagshvs numið um 400 millj kr. liærri upphæð á árinu 1970 en 1969, en raun varð á. Mikill kostnaður samfara því að taka þotur í notk un og loks varð tap á S'kandi- navíuflugi félagsins. Þá kom það fram á fundinum að mun betur horfði nú það sem af væri árinu 1971 um rekstur félagsins. Fyrstu fjóra mánuði ársinis voru fluttir 63.593 farþeg- ar og er aukning frá árinu áður um 30%. Hefur sætanýting auk- izt um 3%- og fargjöld eru um 10% hærri en á árinu 1970. Sjá nánar um aðalfund Loftleiða h£ á blaðsíðu 2. — Skuttogarar Framhald af bls. 32 vegar orðið á þann veg, að út- gerð báta, er stunda veiðar með línu hefur dregizt mjög saman og er nánast að hverfa á sumum stöðum. Það sem veldur þessari þróun er m. a. minmkandi afli á þeiim fiskimiöum sem þessir bát- ar hafa stundað veiðar á og hafa möguleika til þess að sækja á, Aflarýrnun hofur oirðið þesis valdandi að erfitt hefur reynzt að fá áhafnir á linubáta, þar sem tekjuvonin er fyriir neðan það tágmark. sem viðunandi getur talizt. Til þess að vega upp á móti þessum samdrætti. sem orð- ið hefur í útgerðimni, hefur hin síðari ár í æ ríkari mæli verið horfið að því ráði að búa stærri bátana til togveiða, að mörgu leyti þó af vanefnum, þar seim stærð bátanina og gerð var ekki miðuð við það, að þeir stunduðu þamn veiðlskap. Með tilvísun til þessa alvarlega ástands, som við sjáum fram á að sé að skapast í hráefnaöflun fyrlr frystihús hér um slóðir höfum v.ð áfonmað að endur- nýja skipastóHnm með togsikip- um af gikuttogaragerð og væmt- um við þess að þetta mál fái skjóta afgreiðslu hjá stjórnvöld- um, þar sem sýnilegt er að anin- ars hlýtur fiskiðnaður á Vest- fjörðum að dragast verulega saman á næstu áruim. Útgerðarfélögin fiinxm, sem að þessu standa, eru Hraðfrystihús Dýrfirðinga, Álftfirðingur hf. 5 Súðavík, Gunmvör hf., ísafirði, Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. og Hröran hf.“ — Loftleiðir I- ranihaUl af bls. 2. son um bifreiðaleiguna og kvað félagið ekki hafa getað fuldnægt kröfum viðskiptavina sinna um lieigu á bilum, raema eiga sjáift bilaleigu. Hefur bílaleigan ^ 30 bila, en er að fá á næstunni 10 til viiðbótar og 2 svokaliaða „míkróbussa". Þá hefur bílaleig- an til umráða 4 Land-Rover jeppa. Starfsmenn eru 6. Starf- semin hófst 1. april. Um ferðaskrifstofu félagsins sagði Kristján Guðlaugsson: „Á síðasta ári stofnuðu Eim- skipafélag Islands h.f. og Flug félag Islands h.f. eigin ferða- skriifstofu, sem nefnist Ferða- skrifstofan Úrval h.f. og er til húsa hjá Eimskipafélaginu. Starfræksla slíkrar skriifstofu leiddi fcil þess að umboðsmenn Loftleiða úti um landið gátu ekki selt farmiða á sérfargjöld- um á sama hátt og Ferðaskrif- stofan Úrva.1 eða aðrar innlend- ar ferðaskrifstofur og stóð fél.ag okkar þá höllum fœti í sam- keppninni um hina innlendu far þega. Varð félagið því neytt til þess að stofna eigin ferðaskri.f- stofu til þess að jafna metin," Allt starf ferðaskrifstofunnar er á byrjunarstigi. Kristján gat ýmissa breytiniga á húsnæði félagsins erlendis og hefur víðast hvar orðið breyt- ing, húsrými aukið eða opnað á betri sölustöðum. Hafa þær breytingar haft stórlega aukinn kostnað i för með sér. • BRKYTTUR FLUGREKSTUR KrLstján sa,gði að RR-400 flug- véiar félagsins væru ekki leng ur samkeppnisfærar á farþega flugleiðum, en félagið hafði gert ráð fyrir því, í áætlanagerð að þær yrðu tid ársins 1972, þá fyrst yrði unnt að nota þær til fragt- flutninga. Því var þegar á árinu 1969 hafi.n breyting á einni fl'Ugvélinni til fr^gtfl u>gs. Voru siðan 2 filugvélar reknar í sam- vinnu við erlend fyrirtæki og fórst önnur flugvélin i Dacca og þriðja flu-gvélin skemmdist í lendingu í New York i apríi 1970. Vegna alils þessa varð ekki hjá því komizt að taka á leiigu þotur og var það gerl hjá banda ríska flugféiaginu Seaboard World Airlines Inc. Hefur kostn- aður við æfingu flugáhafna kostað félagið urn 70 miilljónir króna. Hefur þoturekstu-rinn gengið vel og án teljandi óhappa eða bilana og verið hagkvæmur. Þá gat Kriistj'án Guðlaugsson viðræðna um loftferðasamnin.ga við önnur ríki m.a. Norður- lönd og er viðræðum ekki lok- ið þar. Þá er fyrirhugað að Is- lendingar verði aðilar að Scandi navian National Travel Comm- ission í Bandaríkjunum, en áð ur höfðu Noröurlönd g,ert að skii yrði að eigi mætti auglýsa Loft- leiðir þar. Neituðu Íslendingar þá þátttöku í félagsskapnum, en frá skilyrði sínu hafa Norður- lönd nú faliliið. Þá hefur ver- ið gerður samningur við SAS um að félögin viðurkenni far- miða hvort annars. Utn það sagði Kristján: „Guð láti gott á vita.“ • ÁSTAEÐUR LÉLEGRAR AFKOMU Ein ástæða fyrir óhagstæðuim rekstri féla.gsins á árinu var far gjaldastríð '. flugieiðum yfir Norður-Atlanitshafs, en 5. nóviem ber 1969 auglýsti Alitallia nýtt fargjald, er giMi í 22 tiil 60 daga. Ef 21 dags fargjaldið eins og það var þá var tekið t-ii viðimið- unar nam lækkunin 25%. Önnur féiög fylgdu i kjöltfarið. Mótleik- ur Loftleiða var að lækka 21 dags fargjöldin um 25,7%, en 42% ef miðað var við venju- leg fargjöld. Þetta ástand varði til 15. maí 1970, en þá tóku ný fargjöld gildi hjá IATA, serp ieiddu tii 5% hækkunar far- gjalda almennt. Loftlieiðir hækk uðu tilsvarandi. Hinn 1. apríl hækkuðu IATA- félög fargjöld um 5 tiil 8% vegna erfiðarar afkomu og miðað við tekjuaukningu fynstu 4 mánuði þessa árs bendir aldt til þess að afkoma yfirstandandi árs verði önnur og betri en ársins 1970. Kristján Guðlaugsson mi.nnt- ist í ræðu sinni látinna starfs- mann.a og risiu fundarmenn úr sætum i virðingarskyni. • TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR Alfreð Elíasson. framkvæmda- stjóri félagsiins tók næstur ti.l mális. Hann gat þess að farnar voru allt að 19 ferðir mesta anna timann vikulega milli Luxem burgar og Niew Yortk. Þá var og flogið þrisvar til Skandinavíu og vikU'lega til Glasgow og Lond- on — samtalis 23 ferðir. Þotur voru teknar í notkun í maíbyrj un. Yfir sumarmánuðina flugu á vegum félagsins 2 RR-400 vél- ar og 3 DC 8 þotur. Yfir vetrar- mánuðina var síðan notuð ein þota og RR-400 vélarnar en þota International Air Bahamas not- uð ti.1 uppfyllingar. Á árinu voru farnar til Banda rikjanna 764 ferðir, þar af 352 með RR-400. Til Evrópu voru farnar 803 ferðir og um helm- ingur þeirra með þotum. Flutt- ir voru 282.546 farþegar, en ár- ið 1969 voru fliuttir 198.925 far- þegar. Aukning nemur um 42%. Til og frá Bandaríkjunum voru fluttir 250.052 farþegar. Er Loft leiðir h.f. 9. flugfélagið í nöð þeirra sem halda uppi áætlun arfliugi yfir hafið til Ban.darikj- anna með 3,8% þeirra flutninga. Sætanýting var hærri en nokk- urs annars félags í áætlunar- flugi yfir Atlanfshaf, en nýting verður öll að vera meiri og kostnaður lægri vegna lægri far- gjalda. Flutt voru 1478 tonn aí fragt, en 1150 árið áður. Aukn- ing er um 28,5%. Þá voru og flutt 84 tonn af arðbærum auka farangri. Af pósti voru fluttar 428 iestir. Áningarfarþegar félags ins voru 12.428 eða 8,2% fleiri en árið áður. Sætanýting félags- ins varð 73,2% en 71% árið áð- ur. Að meðaltali var 161 farþegj um borð, en 129 árið áður. Starfsmenn Loftleiða voru j árslok 1272 hérlenöis 700, en erlendis 572. Flestir voru starfs meran hérlendis miðsumars 868 Launatekjur til starfsmanna námu 273,6 milljónum króna auk 11,9 mililjóna í lífeyrissjóði eða samtafc 285,5 milljónium. Fé lagið skilaði á árinu til íslenzkra banka nettó jaíngildi islenzkra króna 308.522.000. • TAPREKSTUR HÓTELSINS Herbergjanýting hótelsins var um 75% og um 41% notenda voru áningarfarþegar. Tekjur hótelsins námu 97,3 mi'Wjónum króna, en gjöld án afskrifta 92 miilljónum. Afgangur er þvi að eins 5,3 milljónir afskriftir 12,2 milljónir og því varð halili á rekstri hótelisins 6,9 milljónir, Árið 1969 varð 4ra milljóna króna tap af rekstri hótelsins. Væntanlega mun hagur hótels- ins batna við tilkomu nýju álm- unnar að sögn Aiifreðs Elíasson- ar. Þá gat Alfreð þess að lend- ingargjöld, sem Loftleiðir hefðu greitt á Keflavíkurflugvelli væru um 45 miUjónir króna. Frá 1. janúar til 20. maí hefur féliag- ið greitt i lendingargjöld 11.455.000 krónur en aðrir aðil ar 7.920.000 krónur. Sigurður Helgasou varafor- maður félagsins skýrði þá reikn inga félagsins. Niðurstöðutölur efnahagsreiknings eru kr. 1.652. 041.000 og er það svipuð upp- hæð og árið áður. Því næst sagði Sigurður Helgason: Varðandi kaup á þotum af gerðinni DC 8 63 verður að teija að þær flu.gvélar henti þörf um félagsins vel og er ekki áistæða til þess að ætla annað en að þær verði fullkornlega sam kieppnisfærar naastu 4 tii 6 árin. Leigusamningar um þessar vél- ar fela i sér möguleika á kaup um og verður að telja eðlilegf, að félagið stefni að því að kaupa 2 til 3 slíkar vélar á þessu og næsta ári. • FJÁRMAGN LÍFEYRISS.IÓÐA í REKSTUR FÉLAGSINS Sigurður fór nokkrum orðum um Air Bahamas og samkvæmt orðum hans virðist félagið á upp leið og tekjuaukning fyrstu 4 mánuði þeasa árs nemur 67%. Síðan sagði Sigurður Heliga- son: „Flugrekstur krefst geysimik- ils fjármagns, eins og mönnum er kunnugt. Það er aikunna, að fjármagn á íslandi er af skorn- um skammti. Hér að framan er því hreyft, að fyrir dyrum standi kaup á 2—3 flugvélum af gerðinni DC 8 63, en hver slík vél kostar yfir 1 milljarð króna. Á síðastliðnu ári greiddi félag ið til lííeyrissjóða starfsmanna þess samtals kr. 11.784.000 og á móti lögðu starfsmenn félagsins fram kr. 9.417.000. Slíkar gneiðslur félagsins og starfsmanna þess hafa á síðast- liðnum fimm árum numið sam- tals kr. 65.000.000. Hér á landi hafa atvinnufyrir- tæki, siem til ldfeyrissjóða greiða, engan aðgang að fé þessara sjóða, gagnstætt því, sem sums staðar erlendis tíðkast. Sum at- vinnufyri.rtæki erlendis, sem yf- irráð hafa yfir lífeyrissjöðum starfsmanna sinna, haga starf- semi sjóðanna þannig, að fé þeirra er notað i rekstur at- vinnufyrirtækisins og stofnfé sjóðsins tryggt á fullnægjandi hátt og fullir vextir greiddir á hverjum tima. Til viðbótar þessu, hefir það fyrirkomulag verið upp tekið hjá sumum þessara fyrirtækja, að þau greiða arð eftir ákveðnum hlutföllum af fjármagnsinneign Mfeyrissjóðsins á hverjum tíma, sem þannig er notað í þágu reksturs atvinnufyrirtækisins. Við slíkt fyrirkomulag myndi tvennt vin.nast: 1. Atvinnufyrirtækið myndi hafa aðgang að auknu fjármagni til langs tíma. 2. Starfsmenn félagsins væru nánar tengdir hagsmunum þess og lífeyrissjóður þeirra væri beinn þátttakandi í rekstri fé- lagsins og nyti arðs af starf- seminni, þegar vel áraði, um- fram venjulegar vaxtagreiðslur og það án þess að taka áhættu af rekstrinum. Ég geri það að tillögu minni, að stjórn Loftleiða tilnefni ful'l- trúa við félagasamtök starfs- manna félagsins, tii viðræðna og könnunar á því, hver hljóm- grunnur væri fyrir máli þessu. Eins og fram er komið, reynd- ist rekstrarafkoma félagsins ekki eins hagstæð og árið áður. Á því hafa, að ég tel, viðhJiít- andi skýringar verið gefnar. Merkasti áfangi ársins verð- ur að telja að hafi verið upphaf þotufluigs á vegum félagsins, en tilkoma þess byggðist á hinuim hagstæðu samningum er náðust milli Islands og Bandaríkjanna í maímánuði 1970. Ymis vandamál steðja að fé- laginu, eins og fyrr var á minnzt, og er það ekki í fyrsta sinn í sögu þess. Það er trú mín, að með samsti-Htum höndum megi takast að leysa þau, og tryg'gja þar með áframhald á viðgangi félagsins til hagsæld ar fyrir islenzkt þjóðarbú, hlut- hafa og starfsmenn.“ • G.IÖF TIL STARFSMA NN AFÉLAGS- INS Þá fór fram að loknu sam- þvkki reikninga. stjórnarkosn- ing og var stjórnin endurkjör- in. Hana skipa: Kristján Guð- laugsson, formaður, Sigurður Helgason, varaformaður, Aifreð Eliasson, Einar Árnason og E. K. Olsen. Stjórnin lagði til að hluthöfittn yrði greiddur 15% arður og var það samþykkt. Þá óskaði stjórnin heimiJdar til þess að greiða kr. 500 þúsund til starfsmannasa.mtaka féla.gs ins vegna franikvæmda að Nes vik á Kjalarne&i. Var það heim ilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.