Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 8
MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1971 * Veiðiferðir á Austur- land o g laxarækt SV FR Lagarfljótsnefndin: Ólafur Þors teinsson, Jóhann Þorsteinsson, Sigbjörn Eiríksson Axel Aspe- lund, Jakob Hafstein og Jón Þó roddsson. Ný hæð í Landspítala tekin í notkun Á FUNDI í fyrradag tjáði Jakob Hafsteifl fréttamörvnum að á þessu sumri yrðu teknar upp skipulagðar ferðir á vatna- og veiðisvæði á Austurlandi í sam- ráði við ferðaskrifstofurnar Úr- val og Zoega, og hefðu forstöðu menn þeirra, Steinn Lárusson og Tómas Zoéga, unnið gott starf í þágu þeirrar skipulagningar. Er þarna um að ræða tólf fimm daga ferðir á veiðisvæði það sem SVFÍ hefur nýlega tek- ið á leigu til fiskræktar, þ e. Lagarfljótssvæðið, sem samið var um til 10 ára, og veiðisvæði Breiðdæla til 5 ára. Skipulag og undirbúning hef- ur Lagarfljótsnefnd annazt, en hana skipa Ólafur Þorsteinsson heild3ali, Jóhann Þorsteinsson efnafræðingur, Sigbjörn Eiríks- son kennari, Jón Þóroddsson lög fræðingur, Jakob Hafstein, lög- fræðingur og ferðaskrifstofurn- ar. Farið verður frá Reykjavík vikulega á föstudögum frá 2. júlí — 17. september, og komið aftur á þriðjudögum með F.í. Fá þátttakendur bila til um- ráða fyrir austan. Jónsmessu- ferð verður farin x upphafi veiðitímans. Vatnasvæðið á Austurlandi kvað Jakob vera eitt stærsta vatnasvæði á landinu, eða urn 2700 ferkm. Sagði hann, að fram til þessa hefði lax ekki gengið ofar en í gamla laxastigann, sem gerður var í Lagarfljót 1934. Núna kvað hann hins vegar það hafa verið skilyrði samninga SVFR og Fljótsdæla að Rafmagnsveit- ur ríkisins gerðu laxastiga við Lagarfoss og felldu hann inn í skipulag sitt. Á hann að vera fullgerður fyrir 1. júni 1972, og gera forráðamenn SVFR sér von ir um að sá lax, sem haldið hef- ur sig við Lagarfoss, fikri sig upp eftir og upp í þverárnar, bergvatnsárnar. Ætlunin er að sleppa árlega 50.000 seiðum í þverámar á næstu árum, en í sumar á að sleppa þar 200.000 seiðum. Fisk- ræktin verður öll kortlögð og má SVFR, ef vill, flýta slepp- ingu seiðanna. Á Breiðdalssvæðinu kvað Jak- ob mikinn lax vera að fá, og kunnuga segja, að óvíða væri fegurri og betri veiðiár. í sum- ar á að sleppa 20.000 sjógöngu- seiðum, í júníbyrjun og 25.000 sumargömlum seiðum árlega næstu 4 árin. Lax hefur ekki komizt ofar en í Beljanda í Breiðdalsá og er ætlunin að gera hann fiskgeng- an. Við það opnast 25 km svæði í þveránum ofar. Ætlun SVFR er sú, að leyfa laxveiðimönnum að veiða silung hvar sem er á veiðisvæðinu endurgjaldslaust, meðan á kynningu þess stendur. Hefur SVFR tekið fiskrækt- ina á stefnuskrá s'ma, sagði Jak- ob ennfremur. Er þetta stærsta verkefni sinnar tegundar á Norð urlöndum og sýnir hug stang- veiðimanna. Axel Aspelund þakkaði áhuga Lagarfljótsnefndar og ferða- skrifstofumanna. Ólafur Þor- steinsson heildsali sagði að veiði menn á Austurlandi hefðu í fyrstunni óttazt, að SVFR væri að gleypa þá, en nýlega er nefndin hefði farið austur, hefði nýr skilningur opnazt á þess um málum milli hinna ýmsu veiðifélaga á Austurlandi og SVFR. NÝ hæð vair tekin í notikun i nýbyggingu Landspitailans í giær — brjósitho'lsaðgerðardeifld, sem er hluiti hand la?kn isdeildar. 1 deildinni verða nú 23 rúm og bætasit við 6, þar eð í gömlu h ú sakynnu num í Landspítalan- um voru aðeins 17 rúm. Geong Lúðviksson, forstjóri ri'kisðpíital- anna kvað starfsaðstöðu á sjálfri sjú'kradeilld batna til miiki'lla muna. 1 deiWinni, sem verið er að NITJÁN ára gömul stúlka, María Tómasdóttir, sem er vlð hjúkr- unarnám í Skotlandi hlaut ný- lega gullheiðurspening fyrir góð- an námsárangur við Killearn- sjúkrahúsið þar í landi. Heið- urspeningur þessi er kenndur flytja úr hefur undanfairið verið leki, sem gerðar hafa verið íitrek aðar tilraunir till þess að finna hvar eigi upptök sín. Hefur slSk leiit aldrei borið áranigur. Georg kvað möguleika á því að finna lekann og lagfæra nú batna stór- um, þar er húsnæði er rýmt. — Lekiinn heíur aukizit mjög unid- anfarið og hefur valdið vaind- ræðum á hæðinini fyrir neðan.í Yfirlæknir í brj óst'hol-saðgerðar- deild er Hjálti Þórarinisison. við Dorothy Scrymgeour Innesn og er veittur árlega fyrir gott hjúkrunarstarf í sambandi við bæklunarsjúkdóma. Forseti Skot lands-deildar Rauða kross Bret- lands afhenti Maríu heiðurspen- inginn. Beljandi i Breiðdalsá. Ungur íslenzkur nemi í hjúkrun — fær skozkan heiðurspening Gírónefndin talið frá vinstri: Einar B. Ingvarsson, bankafulltrúi, Jón G. Bergmann, aðalféhirðir, Þorgeir K. Þorgeirsson, forstöðumaður Póstgíróstofnunarinnar, Óiafur S. Valdimarsson, skrifstofu- stjóri, Björn Matthíasson, hagfr æðingur, og Páll V. Daníelsson. Á myndina vantar Jón P. Giið- mund.sson, sparisjóðsstjóra. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.). Gíróþjónusta hefst ef tir helgi — afgreiðslustofnanir á fjórða hundrað ALMENN gíróþjónusta verður tekin upp í á fjórða hundrað stofnunum hér á landi 1. júní næstkomandi. Gíróþjónustan er aðallega fólgin- í því að flytja fjármagn milli viðskiptaaðila, |»að er að taka við skilgreindri greiðslu frá greiðanda og koma lienni til viðtakanda á þann hátt að ótvírætt komi fram gagnvart báðurti aðilum fyrir livað greiðsl- an er. Afgreiðslustaðir fyrir gíró viðskipti eru bankar, pósthús og sparisjóðir um land allt. Gíró- þjónusta er starfandi í 40 lönd- um, en hvergi er um verulega samvinnu pósts og síma og inn- lánastofnana að ræða. Er ísland því fyrsta landið sem tekur svo viðtækt samstarf upp á þessu sviði. Samgöngumálaráðherra skip- aði í lok 1970 nefnd til þess að hrinda í framkvæmd giróþjón- ustu hér á landi og ganga frá samstarfssamningi miili Pósts og síma og innlánastofnana um gíróþjónustu og hefur nú nefnd þessi skilað af sér störfum. Nefndina skipuðu Björn Matthí- asson, hagfræðingur, Einar B. Ingvarsson, bankafulltrúi, Jón G. Bergmann, aðalféhirðir, Jón P. Guðmundsson, sparisjóðs- stjóri, Páll Daníelsson, hagdeild- arstjóri, Þorgeir K. Þorgeirsson, forstöðumaður Póstgíróstofnunar innar og Ólafur S. Valdimars- son, skrifstofustjóri, sem jafn- framt var skipaður formaður nefndarinnar. I gær boðaði nefndin til biaða- mannafundar og skýrði frá fram gangi mála. Þar kom m.a. fram að Útvegsbanki fslands er frum- kvöðull að gíróþjónustu hér á landi. Bankar, Póstur og sími og sparisjóðir hafa lengi annazt gíróþjónustu i einhverri mynd, en með nánara samstarfi og sam stæðu eyðublaði gíróseðli verða hvers konar millifærslur og bein ar peningasendingar gerðar fljót- virkari og einfaldari fyrir alla aðila. — Póstgíró-stofan í Reykja vik verður reikningamiðstöð fyr- ir pósthúsin, en í bönkum og sparisjóðum verður jöfnum höndum hægt að nota ávísana- reikninga og hlaupareikninga til gíróviðskiptanna. Verð á gíró- eyðublaði að meðtöldu þjónustu- gjaldi verður 10 kr. Færslur milli reikninga í sömu stofnun verða ókeypis svo og innborganir og úttektir af eigin reikningi hjá viðskiptastofnunum. Sé óskað eftir símsendingu, hraðboði og annarri þess háttar þjónustu þarf að greiða sérstaklega fyrir hana samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma. — Frá mánaða- mótum apríl—maí sl. hefur gíró- kerfið verið kynnt samstarfs- mönnum þeirra stofnana, sem að gíróþjónustunni standa og jafnframt þeim aðilum, sem hug hafa á að nota gíróþjónustu og óskað hafa eftir upplýsingum. Er nú öllum undirbúningi lokið og almenn gírþjónusta hefst 1. júní næstkomandi eins og áður hefur komið fram. 1 auglýsingabæklingi sem nefndin mun senda frá sér á næst unni er skýrt frá því hvernig almenningur getur notfært sér gíróþjónustuna til þess að inn- heimta skuldir, auðvelda bók- hald, spara tíma og fyrirhöfn, skapa öryggi í viðskiptum og spara peninga og fleira. Orðið gíró er dregið af gríska orðinu gyros sem þýðir hringur eða hringrás. Gíró táknar hring- rás peninga. María Tómasdóttir María Tómasdóttir er dóttir hjónanna Tómasar Tómassonar, rafvirkja og Þorbjargar Ottóa- dóttur. Skozk blöð hafa sagt frá við- urkenningu Maríu og farið lof- samlegum orðum um hana. í blaðinu Stirling Observer segir að Maria hafi komið til Skot- lands fyrir tveimur árum til þess að hefja þar hjúkrunarnám og var hún sú eiría af stúlkun- um, sem hófu nám á sama tima og hún í þessari sérgrein, sem hlaut viðurkenningu. María er nú byrjuð á almennu hjúkrunar- námi, sem tekur þrjú ár. Stirling Observer segir enn- fremur, að María hafi verið undrandi og ánægð þegar hún vissi um að henni hafði hlotn- azt sá heiður að vera sæmd Dorothy Scrymgeour Inness-pen- ingnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.