Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1971 A h\ítasunnnkappri'iðum Fáks á annan hvítasunniidaff á nýja skeiðvellinum upp með Kliiðaán- um verður sú nýjunft- að sýndur verðiir akstur i fimm kerrum, en siíkl þykir góó íþrótt víða er- lendis. Mosfellshreppur: Bygging sumarhúsa leyfð eftir 12 ára hlé Uhlmann vann Larsen — í 8. skákinni Las Palmas, 28. maí. NTB-AP. AUSTUR-Þjóðverjinn VVolfgang Uhlmann vann öllum á óvart Bent Larsen í áttundu einvígis- skák þeirra í forkeppninni um heimsmeistarat itilinn i skák. Hefur Larsen því nú aðeins einn vinning yfir Uhlmann, en stað- an í einvíginu er 41/* gegn 3 * 2 Larsen i hag. Af einvigi þeirra eru nú eftir tvær skákir. Bobby Fischer frá Bandaríkj- unum og sovézki skákmeistar- inn Mark Taimanov tefldu fimmtu einvígisskák sína í gær og fór hún í bið eftir 41 leik. Hafði Fiseher þá peð yfir og frumkvæðið í sínum höndum. Sinjavsky senn laus Moskvu, 28. mai NTB. SOVÉZK yfirvöld hafa nú tindir- ritað fyrirskipun um, að rithöf- undurinn Andrei Sinjavsky verði látinn laus úr fangelsi. Var þetta haft eftir áreiðanlegtim heimild- um í Moskvu i kvöld ogr það með,. að Sinjavsky yrði sennilega látinn laus mjög: liráðleg;a. Sinjavsky var handtekinn í sieptember 1965 ásamt félaga sín- um, ri'fhöfundinum Juld Daniel og þeir ákæirðir fyrir að hafa dreift andsovézkum ritum eriend is. Sinjavsky var dæmdur í sjö ára fangelsi, en s'kal nú látinn laus vegna góðrar hegðunar. — Daniel hafði afplánað fimm ára fangeisisdóm sinn í fyrra haust. BYGGING sumarhúsa hefnr ver- ið leyfð á ný i Mosíellshreppi, en þær 1'ramkvæmdir hafa \erið bannaðar síðan hreppnrinn varð skipulagsskyldur árið 1959. Eftir leiðis eru sumarbústaðabygging- ar leyfðar eftir vissum reglum, samanber reglngerð nr. 14(! um viðauka við byggingarsamþykkt Mosfellshrepps nr. 280/1967. Er Mosfellshreppnr fyrsta sveitarfé- lagið á landinu sem tekur bygg- ingn sumarbústaða sem sérstakt skipulagsmúl, samkvæmt stað- Upplýsingastöð umferðar UMFERÐARRÁÐ og lögreglan starfrækja að venju upplýsinga- miðstöð umferðarmála um hvíta- sunnuna. Mun miðstöðin safna upplýsingum um umferð, ástand vega og fólksfjölda á hinum ein- stöku stöðum. Upplýsingamiðstöðin tekur til starfa laugardaginn 29. maí og er öllum heimilt að leita upp- lýsinga í síma 25200 og 14465 á laugardag kl. 10.00-21.00, sunnu- dag kl. 13.00-19.00 og mánudag frá kl. 13.00. Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á bifreiðina R 4817, sem er af gerðinni Hilman, græn að lit, þar sem hún stóð á stæði við Rauðarárstíg, milli Grettisgötu og Njálsgötu. Dæld- að var farangurslok og rispað og bentu allar líkur til að bakkað hefði verið á bifreiðina. Bifreiðm er station-bíll. Raninsóknarlögreglan biður tjónvald, svo og sjónarvotta um að hafa samband við sig hið allra fyrsta. festri reglugerð. Svæðin sem af- mörkuð hafa verið fyrir sumar- bústaði, eru aðallega í einkalönd nm eg eru mjög víðáttumikil. Þeir, sem byggja sumarbústaði í Mosfellssveít þurfa að saekja um leyfi til byggingí’rnefndar Mos- fellshrepps og leggja til teikn- ingar til uppáskriftar. Við uppá- skirift teikninganna greiðist nokkur t'járhæð, sem er eins kon ar leyfisgjald, en eínnig er lagt á eigniina árlegt eftirlitsgjald, sem nemur 1000 kr. Þeir, sean byggt hafa sutnaibústaði í Mos- fellssveit á árunum frá 1959 án þess að leita samþykkis hrepps- nefndar, geta öðlazt full réttindi með því að greiða áðunnefnd gjöld. Fram til þessa hafa eigendur sumarbústaða í Mosfellshreppi, sem eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum, ekki greitt nein gjöld til Mosfeilshrepps utan lít- inm fasteigmaskatt, em Mosfells- hrepptir hefur aftur á móti bor- ið fjárhagslega ábyrgð á bruna- málum vegna þessara húsa, einis og anaiarra húsa í hreppnum. Þorvaldur Giiðmundsson NÚTÍÐ Norrænir s. töiubiað hóteleigendur — þinga hér að ári ÞRIÐJA tölublað af Táninga- blaðinu Nútíð er komið út. í blaðinu er að þessu sinni við- tal við Pétur Steingrímsson um upptökur og. stúdíó, grein um tízkusamtökin Karon, Saltvík 71, James Durst. Seals og Crofts, Steve MeQueen. Þá er grein þar sem spurningunni Ert þú öðru vísi? er svarað, og margt fleira. Forsíðumyndin er af Önnu Scheving, en plagat 3. tölublaðs Nútíðar er af Birgi Hrafnssyni Ævintýri. ÞORVALDUR Giiðmundsson, liótele.igandi hefur verið kjörinn forseti Norræna hótel- og veit- ingaluisasanihandsins á ársfundi |»ess i Flnnlandi, en næsti árs- fundur samtakanna verðnr hald- inn liér á landi að ári. Það er venja í samtökum þess- um að forseti nonrænu samtaik- annia sé frá því landi, sem árs- fundurimn er haldinn í, enda er töluverð undirbúndngsviinna setn framkvæmia þarf. Á fundinum niú í Finnlandi kom mjög greim- lega í Ijós skilningur á þvi að efla þurfi menntun þess fólfcs, sem vinnur við hótel, og veitinga- störf. Lýstu norraenu fulltrúarn- ir ánægju með hin nýju íslenaJku lög um véitingaskóla. Jafnframt kom fram á fundinum tillaga eða hugmynd um að stofna beri norræinta veitingaskóla 'fyrir öll Norðurlönd. þar sem men.ntun fólksins yrði samirsemd. Myndu norrænu srmtökin þá og jafn- fram koma fram sem sterfeari heiid innan alþjóðasamtaka á þessu sviði. V egaþ j ónusta FÍB að hefjast 7 þjónustubifreiðar á ferð um helgina VEGAÞJÖNUSTA F.f.B. hefst nú um hvítasiininuhelgiiu', og verður haidið óslitið áfram fram í ágústmánuð. Um þessa helgi verða 7 bifreiðar á vegum lands ins, en siðan fer þeim sntáfjölg- aiuli eftir því seni líður á sunt- arið og um Verzlnnarmannahelg ina nær {ijónustan liámarki, en þá verða yfir 20 bifreiðir F.Í.B. á þjóðvegunum. Vegaþ jón ustubif reiðarnar byr j a þjánustu siím kil. 13.00 á laugar- dög'um og surnudögum, en bif- reiðat’nar eru m. a. staðsettar í Rey'kjavik, á Hvolsvelii, í Vílk í Mýrdal, á Akranesi, Akureyri oig fleiri stöðuim. Þjónustunni lýkur kil. 24.00 að kvöldi. Skuldlausir félagsmenn FÍB fá unninn lVi tima e n du 1 ■ g j aldsl a ust og einnig geta þeir fenigið bifreið sina dregna 30 km án endurgjalds. Vinna framkvæmd fyrir u'tamfé- lagsmann er seld á kr. 500.00 pr. klist. Hvítasunnuferðir UM HVÍTASUNNUNA gangast Ferðafélag íslands og Guðmund- ur Jónasson fyrir ferðum fyrir almenning í Þórsmörk og á Snæ- fellsnes. I gær höfðu samtals á annað hundrað manns látið skrá sig til þátttöku i þessum ferð- um. Ferðafélag íslands gengst fyr- ir ferð í Þórsmörk og verður gist í sæluhúsum þar, en auk þess fer Ferðafélagið ferð á Snæfellsnes og þar verður gist í tjöldum. Lagt er af stað kl. 2 í dag í báðar þessar ferðir og komið heim á mánudagskvöld. Guðmundur Jónasson fer ferð á Snæfellsnes og í þeirri ferð verður gengið á Snæfellsjökul ef veður leyfir. Farið verður kl. 2 í dag og komið heim á mánu- dagskvöldið. Aukin samvinna flugfélaganna FLUGFÉLAG Islands og Lot't- leiðir hai'a ákveðið að hafa sam- vinnu um móttökii á innlendri frakt til útíliitnings, en frá ár- inu 1966 hafa félögin hafi með sér samvinnu uin fraktmóitöku varnings sem kemur að iitan. Samvinna þessi er aukin \ grundvei’i mjóg góðra: og árang iirsrikr.tr sann;nnii félaganna og er nm þessar mundir unnið að iindirbún'iigi l ”ssa máis. Ráðgerc er tð tekið verði á móti slíkri frakt framvegis í við- bótarhúanæði, sem félögin hafa tryggt sér við S'jlvhóhgötu, þar sem innllutningsfraktin er til húsa. Standa vonir tii að þessi nýbreytni komi til framkvæmda inmian skamms. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi til starfsfólks Loft- leiöa, aem Morgunblaðinu hefur borizt. Þar er þess jafnframt get- ið, að fraktflutningar Loftleiða til íslands'í aprílmánuði hafi auk izt um 55% miðað við sama tíma i fyrra. Heildarfraktflutningar félagsins jukust um 42,4% í aprílmánuði. — íbúðalán Framhald af bls. 32 að aðeins mjög lítill hluti iauna- hækkunar á hverju ári fer til þess að standa undir vísitölu- hækkun íbúðarláns. Þetta má sjá af eftirfarandi dæmi: Á árinu 1970 hækkuðu meðal- kauptaxtar alls verkafólks og iðnaðarmanna um 28,5%, en fyr ir þær hækkanir voru meðalat- vinnutekjur kvæntra manna í þessum stéttum nálægt 310 þús. kr. á ári. Með 28,5% hækkun er þvi tekjuaukning þessara laun þega að meðaltali 88.400.00 krón- ur á ári. Sé gert ráð fyrir því, að launþegi með þessa tekju aukningu hafi skuldað íbúðar lán að fjárhæð 500 þús. kr., mundi hann hafa þurft að taka á sig viðbótarútgjöld árlega vegn,a vísitölubindingar lánsins að fjárhæð 4.173.00 krónur. Af 88.400.00 kr. kauphækkun þarf hann m.ö.o. aðeins að nota 4,173.00 eða 4,7% af tekjuaukn ingunni til þess að standa und ir þeirri hækkun afborgana og vaxta af íbúðarláni.nu, sem kaup hækkunin hefur haft í för með sér. Rétt er að minna á það, að vísitöluákvæði þau, sem gilda um íbúðalán, voru tekin upp í fuiilu samráði við launþegasam- tökin og í sambandi við kjara- samninga á árunum 1964 og 1965. Stefndu þessir samningar bæði að því að stórhækka íbúða lán og breyta kjörum þeirra í hagkvæmara horf fyrir lántak endur. MeðaJ annars voru vextir af ibúðalánium liækkaðir um 4%, um leið og vísitöiuákvæð- in voru tekin upp. Hefur þessi vaxtalækkun til þessa verið miklu þyngri á metunum fyrir lántakendur en sú hækkun, sem vísitöluákvæðin hafa haft í för með sér. Kemur þetta fram i eft- irfarandi dæmi, sem byggt er á upplýsingum frá Veðdeild I.ands banka Islands. Sé tekið dæmi af manni, sem fékk 200 þús. kr. íbúðarlán á árinu 1964, mundi samanburður- inn vera sem hér segir eftir því hvort lánið hefði verið með eldri kjörunum og föstum 814% vöxtum, eða nýju kjörunum, 414% vöxtum og vísitölubind- ingu: Eldri iánakjörin Samanlagðar greiðslur á gjald- dögum 1. maí 1965 til og með 1. maí 1971. afborganir 23.714.00 vextir 100.679.00 samtals 124.393.00 Nviu vísitolulanin Samanlagðar dögum 1. maí 1. maí 1971. afborganir vextir vísitöluálag greiðslur á gjöld- 1965 til og með 30.990.00 52.117.00 21.803.00 samtals 104.910.00 Sparnaður lántakanda á þessu tímabili vegna hinna breyttu lánskjara nemur því 19.483.00 kr. eða nær 10% af upphaflegu lánsfjárhæðinni. Með hliðsjón af því, að nú- gildandi ákvæði um lánskjör af íbúðalánum urðu til í samning- um við fulltrúa verkalýðsfélaga, hefur ráðuneytið farið fram _ á það í dag við Seðlabanka I«- lands, að hann taki fyrir ríkis- stjórnarinnar hönd upp viðræð- ur við fulltrúa Alþýðusambands fslands um þetta mál. Óskað er eftir því, að þessir aðilar kanni sameiginlega áhrif núverandi lánskjara á afkomu launþega, svo að úr þvi fáist skorið, hvort þau verka á einhvern hátt öðru- vísi en upphaflega var að stefnt. Einnig hefur verið óskað eftir því, að þessir aðilar geri tillög- ur um hugsanlegar breytingar á þessum ákvæðum, ef athuganir gefa tilefni til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.