Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 Selma Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 19/12 ’40. Dáin 20/5 ’71. MIKIÐ getur bjartur vordagur orðið svalur og dimmur, þegar skyndilega kemur fregn um, að æskuvinkona sé horfin. Það er svo erfitt að sætta sig við, þegar ung móðir, sem virðist eiga svo langan starfsdag, er skyndilega hrifin burtu. Hugurinn reikar til baka, og minningárnar þyrpast að. Ég minnist gáskafullra leikja I barna- og unglingaskóla. Ekki kom það ósjaldan fyrir, að Selma hafði vitið fyrir okkur, þegar ráðast átti í einhver lítt hugsuð uppátæki. Þó var hún t Eiginmaður minn og sonur, Þorsteinn Sigurjónsson, Keldulandi 15, andaðist af slysfðrum 26. mai. Anna Jónsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, Anna Júlía Halldórsson, fædd Bieber, Jaðarsbraut 41, Akranesi, andaðist I Sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt föstudags 28. maí. Guðmundur Halldórsson. t Helgi Eyjólfsson, frá Austvaðsholti, sem andaðist 22. maí, verður jarðsettur frá Skarði á Landi miðvikudaginn 2. júní kl. 2 e. h. Vandamenn. alltaf létt og kát og til í allt græskulaust gaman. Selma missti foreldra sina i bamæsku og ólst upp hjá föð- ursystur sinni, Ragnheiði Ólafs- dóttur kennara. Þeirra samband var mjög náið, og fannst mér alltaf eins og Heiða væri hennar móðir. Þær verða víst ótaldar stundirnar, sem ég dvaldi á heimili þeirra bæði við leik og nám. Við fetuðum saman upp i gagnfræðaskóla, og lauk Selma gagnfræðaprófi með mjög góð- um vitnisburði; hvað framtíðin var þá björt og skýjaborgirnar háar, sem við byggðum, en það var eins og alvaran væri alltaf nær Selmu en okkur hinum skólasystrunum. Hún fór fljót- lega að íhuga hvort þetta væri nóg veganesti til að byrja lífið með, og vissi ég, að hún hugði á frekara nám, þó að til þess t Innilegar þakkir til allra fyr- ir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Lilju Jónasdóttur. Sigurlaug Steingrímsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gíslason, Hekla B. Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Bjarnveigar Jónsdóttur, Dalalandi 8. Sólveig F. Helgadóttir, Sigríður J. Helgadóttir, Tómas Helgason, Pálína Helgadóttir, Guðmundur P. Guðjónsson, Helga Guðmundsdóttir. t Útför mannsins míns, kristjAns friðriks kristjAnssonar. fer fram þriðjudaginn 1. júní kl. 1,30 frá Háteigskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Helgadóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður mínnar, tengdamóður og ömmu HALLDÓRU HALLSTEINSDÓTTUR Suðurgötu 30, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki í Sjúkrahúsi Akraness fyrir góða aðhlynningu og viðmót í veikindum hennar á undanförnum árum. Einnig öllum þeim sem heimsóttu hana. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Jóhannesdóttir, Sólveig Astvaldsdóttir, Jóhannes Astvaldsson, Asta Ástvaldsdóttir, Dóra Ástvaldsdóttir, Astvaldur Bjarnason, Heiðar H. Viggósson, Asta G. Thorarensen, Gunnar M. Guðmundsson. og barnabamaböm. kæmi ekki og hafizt væri handa á öðru sviði. Selma giftist um tvítugt Hall- grimi Pálssyni simvirkja. Þau stofnuðu heimili I lítilli ibúð í húsi Ragnheiðar og eignuðust fljótlega lítinn dreng, Gunnar, en jafnhliða sínu heimili leit hún til afa síns og ömmu, þegar Ragnheiður var við kennslu. Selmu fannst þetta vera verk, sem sjálfsagt væri að rækja, en ég held, að okkur ungu mæðr- t Konan mín, móðir og amma, Jóhanna Eina Guðnadóttir, sem andaðist hinn 24. maí verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 1. júni kl. 15.00. Blóm vinsamlega afbeðin. Matthías Kjartansson, Jóhanna Þorgerður Matthíasdóttir, Matthildur Ólafsdóttir, Vilhjálmur Einar Georgsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Aðalsteins Bjömssonar, vélstjóra. Börn, tengdahörn, barnabörn. unum finnist mörgum við hafa nóg með okkar eigin heimili, þótt við séum ekki að bæta við þau. Fyrstu árin var Gunnar oft veikur og þurfti stundum að vera innandyra svo mánuðum skipti. Ég man, hvað ég dáðist að Selmu, hve hún tók þvi með mikilli stillingu. Selma og Halli voru búin að koma sér upp myndarlegu húsi að Meðalbraut 12. Það var alltaf jafn notalegt að koma til þeirra, og ávallt var Selma eitthvað að búa í haginn fyrir fjölskylduna, sauma og prjóna á drengina eða prýða heimilið. Oft hef ég geng- ið til Selmu, þegar hretviðri lífsins hafa gengið yfir. Hún var ávallt jafn hlýleg og látlaus og hafði lag á að lita á hlutina frá tveim hliðum, svo að hlutir, sem mér fundust óyfirstíganleg- ir, þegar ég kom á hennar fund, voru vel viðráðanlegir, þegar farið var, en það þarf ekki alltaf mörg orð, stundum nægir að finna vinarþel. Fyrir 13 árum skildum við á skólatröppum með hugann full- an af spurningum, sem ein- göngu framtíðin gat gefið svör við. Síðastliðið haust hittumst við á öðrum skólatröppum. Að- algeir yngri sonur Selmu var þá að hefja sína skólagöngu. Það hafa sjálfsagt jafnmargai* spurn ingar vaknað þá og í fyrra skipt- ið, en hún verður áleitin spurn- ingin, hver tilgangurinn sé hér, þegar við fáum ekki að ljúka t Hjartanlega þökkum við alla vináttu og samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, Guðfinnu Magnúsdóttur, Safamýri 63. Emil Helgason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallgrímnr Þór Hallgrímsson, Emil Birgir Hallgrimsson. t Hjartans þakkir til ailra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Sigurðar Bjarnasonar, frá ísafirði. Sérstakar þakkir viljum við færa söngfólki við Isafjarð- arkirkju. Aðalheiður Dýrfjörð og dætur. t Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför INDRIÐA GUÐMUNDSSONAR fv. kaupmanns, Þingholtsstræti 15. Guðrún Kolbeinsdóttir, Ólöf Indriðadóttir, Benedikt Björnsson, Guðrún Harðardóttir og barnabörn. / Maðurinn t minn, faðir, tengdafaðir og afi ÞÓRÐUR BJÖRNSSON, prentari, Hjarðarhaga 54. verður jarðsunginn miðvikudaginn 2. júní frá Fríkirkjunni k1. 1,30. Sigriður Jónsdóttir, Bjöm Þórðarson, Doris Þórðarson, Einar Þórðarson, Telma Grímsdóttir, Elsa Þórðardóttir, Helgi Lövdal, Asta Þórðardóttir, Oddur Ragnarsson, og barnabörn. því hlutverki, sem fyrir okkur er lagt. Megi guð leggja sííia líknandi hendi yfir syni hennar, eigin- mann, fósturmóður og aðra að- standendur. Áslaug Jónsdóttir. I DAG verður jarðsungin frá Kópavogskirkju frú Selma Gunn arsdóttir, Meðalbraut 12, Kópa- vogi, en hún lézt í Fæðingardeild Landspítalans á uppstigningar- dag hinn 20. maí síðastliðinn. Selma fæddist í Stykkishólmi 19. desember 1940 og var því aðeins liðlega þritug að aldri er hún lézt. Hún var dóttir hjón- anna Rósu Vestfjörð Emilsdótt- ur og Gunnars Ólafssonar, en missti þau bam að aldri, móður sína 7 ára en föður sinn 14 ára. Þá tók hana til sín föðursystir hennar, Ragnheiður Ólafsdótt- ir. Selma giftist eftirlifandi manni sínum, Hallgrími Páls- syni, símvirkja, 31. desember 1960 og eignuðust þau tvo efni- lega syni, Gunnar sem nú er 9 ára og Aðalgeir 7 ára. Þau Selma og Hallgrímur byggðu í byrjun hjúskapar sins hið myndarlegasta hús að Meðal- braut 12 í Kópavogi, þar sem þau áttu sitt heimili síðan. Eng- um, sem þangað kom gat dulizt sá samhugur og myndarskapur, sem þar var ríkjandi og gest- risnin svo mikil að þangað var ávallt gott að koma. Selma var frábær húsmóðir og móðir og sparaði ekki krafta sína til að hlúa sem bezt að heimili sínu og ástvinum. Við hið skyndilega og óvænta fráfall þitt, Selma min, reikar hugurinn aftur i tímann og upp rifjast þá samverustundirnar, sem alltaf voru svo ánægjuleg- ar. Þú varst vinföst og trygg og þótt þú sért nú horfin frá okkur mun minningin um þig lifa I hugum vina þinna og við sjá- um þig fyrir okku.r eins og þú varst alltaf, hæglát og prúð, en þó svo glöð. Selma mín, nú á skilnaðarstund viljum við þakka þér þína traustu vináttu og biðjum góðan guð að varðveita þig og litla drenginn þinn, sem nú hvilir hjá þér. Hallgrími, drengjunum og öðr- um vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Margrét og Jón. ENGIN orð fá lýst sorg okkar og söknuði, er við spurðum hið sviplega andlát þitt fimmtudag- ihn 20. maí. Við þessu höfðum við ekki búizt. Þú hafðir verið svo glöð og örugg síðast þegar við hittumst allar. Og þér hafði liðið vel allan meðgöngutímann. Hvers vegna máttir þú ekki lifa áfram? spyrjum við, en Guð kaus að láta þig fylgja litla syninum þínum. Okkar er ekki að spyrja. Við skulum heldur leiða hugann að liðnum árum og öllum okkar góðu samveru- stundum. Við vorum búnar að vera sam- an í saumaklúbbi lengi, þar áður áttum við samleið í skóla. Alltaf varst þú glöð og ánægð, þó að þú hafir efalaust átt þinar erfiðu stundir, þar sem þú hafðir misst foreldra þína svo ung. En þú áttir hana Heiðu að, og hún reyndist þér sem bezta móðir, og þú henni sem dóttir. Þú stofnaðir þitt eigið heimili árið 1960 þegar þú giftist þinum ágreta manni, Hallgrími Páls- syni. Og á fáum árum höfðu þið komið ykkur upp fallegu húsi. Þar var alltaf gott að koma, enda áttu eiginmaðurinn og syn- ir ykkar tveir, Gunnar og Aðal- geir, hug þinn allan. Eldri son- ur þinn átti lengi við vanheilsu að stríða, er hann smitaðist ung- ur af berklum. Þá sýndir þú alltaf styrk, ró og æðruleysi. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim, þvi biðjum við Guð að styrkja Hallgrim og syni ykkar í þessari raun. Elsku Selma. Við munum minn ast þin alltaf er við komum saman í klúbb, eins og þú varst síðast þegar við sáum þig, glöð og ánægð með lifið, brosmild og góð. Saumakliibbnrinit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.