Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 — Viðtal við Jóhann Framhald af bls. 1. tökin og vinnuveitendur um viðhorfin í haust? — Það tel ég alveg víst. Við eigum m.a. eftir að fjalla um annan þátt þeirra vanda- mála, sem óskað var eftir við- ræðum við aðila vinnumarkað- arins um, í bréf ríkisstjórnar- innar frá 1. júlí 1970, en það er um nýjar og bættar aðferð- ir við gerð kjarasamninga. Annars er gerð kj arasamninga að sjálfsögðu samningamál milli aðila. — Þér rædduð áðan um að hætta verðstöðvun í áföngum. Getið þér skýrt nánar hvað við er átt? — f fyrsta lagi, að kaup- gjaldsvísitala sú, sem dulin var með ýmsum ráðstöfunum í verðstöðvunarlögunum, niður- greiðslum, fjölskyldubótum og launaskatti, komi fram i áföng um með breyttu fyrirkomu- lagi slíkra eða hliðstæðra að- gerða. Fjölskyldubæturnar þarf að endurskoða og koma þeim í heilbrigðara kerfi í tengslum við skattamálin, þar sem þær eðli málsins skv. eiga heima. Vissulega þarf einnig að endurskoða niðurgreiðslu- kerfið, sem er mikið vanda- mál, en bæði neytendur og bændur hafa að sjálfsögðu not ið ómetanlegs hagnaðar af þeim fjármunum, sem í þæir hefur verið varið. Helztu neyzluvörur eru miklu ódýr- ari en ella hefði verið og þar af leiðandi tryggari markaður fyrir bændur. — Stjómarandstæðingar segja að viðreisnarstjórnin sé stjóm gengisfellinga og vísa til þeirra gengisbreytinga, sem orðið hafa i stjórnartíð hennar. Hvað viljið þér segja um þessa ásökun? — Þess er fyrst að minnast, að gengisbreytingin 1960 var gengisfellingararfur frá tíð vinstri stjórnarinnar. Engir nema færustu sérfræðingar vissu, hve gengi íslenzku krón unnar var mismunandi og margþætt, *em byggðist á margvislegum og mismunandi uppbótum og styrkjapólitík, sem var ætlað að leyna þjóð- ina þvi sem raunverulega lá fyrir, að gengi krónunnar var fallið. Viðreisnarstjórnin horfð ist í augu við staðreyndir og lét skrá gengi krónunnar rétt. Hún fylgdi þeirri stefnu frá upphafi að leyna þjóðinni aldrei neinu og horfast 1 augu við vandkvæðin. Gengisbreyt- ingarnar 1967 og 1968 voru af- leiðingar hinna miklu áfalla, þegar útflutningsverðmæti þjóðarinnar féll um nær helm ing á tveimur árum. Þá voru stjórnarandstæðingar kvaddir til samráðs við ríkisstjórnina um aðgerðir í efnahagsmálum, þar sem stjóniin taldi áföllin svo alvarleg. Þessum viðræð- um lauk, án þess að stjórnar- andstæðingar vildu taka þátt í ábyrgðinni af þeim ráðstöf- unum, sem ekki voru líkleg- ar til að njóta vinsælda í bili, og urðu mörgum þungar í skauti, en voru hins vegar grundvöllur þess, að aftur væri hægt að rétta þjóðarskútuna við, eins og nú er orðið. — Raddir hafa komið fram um gengisbreytingu í haust? — Það er algerlega óraun- hæft að tala um gegnisfellingu nú, svo sterk sem gjaldeyris- staðan og efnahagskerfið er, og atvinnulífið hvarvetna í blóma. Það er gagnstætt þvi, sem var á erfiðleikaárunum þegar helzti atvinnuvegur lands- manna, sjávarútvegurinn, var lamaður. — Framsóknannenn hafa að undanfömu haldið því fram, að gjaldeyrisvarasjóðurinn verði þrotinn um næstu ára- mót. — í þvi sambandi vil ég minna á, að útflutningsverð- mæti þjóðarinnar jukust úr 9500 milljónum 1969 í tæpar 13.000 milljónir 1970. Horfur eru á því, að einhver aukning verði í ár. Gjaldeyrisvarasjóð- urinn er í apríllok 3.600 millj- ónir króna. Allar likur benda til þess í dag, að gjaldeyris- staðan í árslok verði svipuð og um síðustu áramót. — Fram til þessa hafa um- ræður í kosningabaráttunni að verulegu leyti snúizt um land- helgismálið. Hvað viljið þér segja um þær umræður? — Það er nú þegar orðið augljóst í þessari kosningabar áttu, að landhelgismálið er ekkert sérstakt kosningamál milli flokka. Ég hef bæði haft fréttir af framboðsfundum út um land og það hefur einnig komið greinilega fram á fund um hér í Reykjavik, að almenn ingur treystir forystu Sjálf- stæðisflokksins í því máli og vill líta á það sem lífshags- munamál þjóðarinnar allrar, sem hafið er yfir dægurþras og flokkapólitík. Menn skilja ekki af hverju þeir, sem nú telja nauðsynlegt að tímasetja útfærslu fyrir hafréttarráð- stefnuna 1973 færðu þá ekki landhelgina út i 12 mílur fyrir ráðstefnuna 1958 í stað þess að bíða eftir úrslitum hennar. Menn spyrja líka, hvers vegna færðu þeir ekki út í 50 mílur þá, sem þeim finnst sjálfsagt nú. Fólki finnst það fordómar, að íslendingum geti verið það fjötur um fót, að hafa tjáð sig reiðubúna til þess, þegar landhelgisdeilan var leyst 1961 að hlýta alþjóðadómi, ef síðar skærist í odda við Breta og V-Þjóðverja, þar sem allir flokkar höfðu lýst sig tilbúna til þess í tillögugerð íslendinga á hafréttarráðstefnunum, bæði 1958 og 1960, að leggja deilur, sem upp kynnu að koma milli okkar og annarra þjóða um fiskveiðilögsöguna undir úr- skurð alþjóðlegs gerðardóms. Ég hef hins vegar sagt það áður, að ég tel þróunina í þess- um málum svo sterklega okk- ur íslendingum í vil, að ólík- legt sé, að Bretar verði gin- keyptir fyrir því að skjóta ágreiningi við okkur til úr- skurðar Alþjóðadómstólsins, varðandi rétt strandríkis til landgrunnsins, þar sem lífs- hagsmunir þjóðarinnar krefj- ast hagnýtingair okkar sjálfra á fiskimiðum þess. Sérstaða okkar er einnig mjög áberandi vegna þess, hvernig land- grunnið er markað út frá þessu eylandi, en u.þ.b. 50—70 mílur frá grunnlínum má segja að úthafsdýpið taki við, þar sem veiðar verða ekki stund- aðar. — Stjórnarandstæðingar segja, að sókn erlendra fiski- skipa á íslandsmið hafi stór- aukizt að undanförnu og því sé nauðsyn aðgerða fyrr en ella — Um það liggja fyrir þær staðreyndir, samkvæmt skýrslu Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins, sem íslendingar hafa unnið að, að sókn brezkra tog- ara á íslandsmið jókst jafnt og þétt frá lokum síðari heims- styrjaldar og fram til ársins 1964 en það ár komst hún upp í 235 milljón tonntíma. Síðan hefur sókn þeirra minnkað ár frá ári og var komin niður í 92 milljónir tonntíma 1969. Á sama tíma hefur sókn íb- lenzkra togara farið vaxandi undanfarin áratug. Hún var 38 milljónir tonntíma 1960 en var komin upp í 62 milljónir tonn- tima 1969. Sókn brezkra og ís- lenzkra togara var árið 1969 56% af því, sem hún var 1964 og tæp 80% af þvi, sem hún var 1960. Minni sókn brezkra togara undanfarin ár hefur haf t jákvæð áhrif á þá árganga í þorskstofninum, sem nú eru að alast upp. Hitt er okkur fyllilega ljóst, að mikil hætta er á því, að sóknin kunni nú að aukast vegna minnkandi veiði á fiskimiðum annarra hafsvæða. Þess vegna var Landhelgisgæzlunni falið að gera talningu á erlendum fiski skipum tvisvar í mámuði frá því í ágústmánuði sl. Af sömu ástæðum höfum við m.a. tal- ið óvarlegt að tímasetja nú útfærslu landhelginnar 1. sept ember á næsta ári, ef óvæntir atburðir gerast í sókn erlendra fiskiskipa, sem kynni að knýja okkur til útfærslu fyrr. En við útfærslu af slíkum sökum telj- um við, að við ættum örugga samúð annarra þjóða og skiln- ing. Ég vil fara að þessum mál um eins og fyrirrennarar mín- ir, bæði Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, að gæta þess að misstíga sig ekki en halda á málinu af festu og einurð. Með þeim hætti stefnum við örugglega að fullum sigri ís- lendinga í þessu mikla máli. Þá lýkur þeirri sókn, sem haf- in var undir forystu Sjálf- stæðisflokksins að lokinni síð- ar heimsstyrjöldinni með is- lenzkum sigri. — Hver hefur þróunin i sókn erlendra fiskiskipa á okk ar mið verið frá þvi að reglu- leg talning Landhelgisgæzlunn ar hófst? — Talning Landhelgisgæzl- unnar sýndi mestan skipa- fjölda í október eða 150 skig, Síðan minnkaði sóknin í skammdeginu Hún hefur nú aukizt aftur og komst upp í 160 skip um miðjan marz. — Svo að við vílkjum að öðru, forsætisráðiherra, þá haf- ið þér fariið með stjórn iðnað- armála frá áriniu 1963. Hvað er framundan í málefnium iðn- aðarins ? — 1 Lðnaðarráðuneytinu er nú lokið við ítarlega skýrslu um iðnþróunaráform og er ver ið að ganga frá prentun henn- ar. Áður en við genigum í EFTA var gerð iitarleg skýrsla á vegum iðnaðarráðuneytisins um Lslenzkan iðnað og EFTA. Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor, vann að þeirri skýrslugerð. Að vissu leyti er hin nýja skýrsla, sem hann er einnig höfundur að, framhald af hinni fyrri, en nú er horft til framtíðarinnar. Með mótun iðnþróunaráformanna má ann- ars vegar áætla, hvers sé að vænta af tiiteknum fram- kvæmdum og hins vegar fá hugmyndir um, hvernig ná megi ákveðnum markmiðum eftir tiilgreindum leiðum. Með- al annars eru áætlaðir vaxtar- möguleikar islenzks iðnaðar á árabiliinu 1971—1974, þje. fyrsta toliatímabiUð í EFTA, þar ti! næsta tollabreyting verður og siðan eru vaxtarmöguleikar áætlaðir í útlínum fram t.ii árs ins 1980. Of langt yrði að vikja að þessari skýrslu nú, en það sem skiptir miklu máli á þessu sviði eru hagnýtingarmöguleik ar á orkulindum okkar, vatns- afli og jarðvarma. — Hver hafa áhrifin af EFTA-aðild okkar orðið á iðn- aðinn það sem af er? — Þau eru sýnilega mjög jákvæð. Útfliutningur innlendra iðnaðarvara jókst á sl. ári um nærri 50% frá fyrra ári. Norr- æni iðnþróunarsjóðurinn er þegar að verða mikil liyftistöng en gert er ráð fyrir því, að á næstu 25 árum geti lánveiting- ar úr þeim sjóði til uppbygg- ingar í Lslenzkum iðnaði num- ið um 6000 mililjónum króna. Afistaða stjórnvalda og einnig aiLmennings til iðnaðarins er allt önnur oig jákvæðari eftir að hann hefur sýnt, að hann er fær um að taka á sig hina aukmu samikeppni, sem fyigir aðildinni að Friverzlunarsam- tökunum. — Nú benda allar líkur til, að Bretar, Norðmienn og Dan- ir gerist aðilar að Efnahaigs- bandalaginu, og það mun að sjálifsögðu hafa veruJeg áhrif á starfsemi EFTA í fnamtíð- inni. Stjörnarandstæðingar halda því fram, að þetta sýni, að óráðlegt hafi verið, að Is- land gerðist aðiii að EFTA á sl. ári. — Það er augljóst miál, að það er mikið lán fyrir okkur að vera orðnir aðilar að EFTA, áður en til þess kom að þessi lönd verði aðilar að Efnahagsbandalaginu. Við höf- um þegar öðiazt nýja reynslu, skapað okkur aukna samstöðu með þeiim þjóðum, sem nú eru í EFTA og munu þess vegna betur skilja okkar málstað, þeg ar þær eru orðnar aðilar að Efnahagsbandaiagin u og loks munum við sækja um einhvers konar samningsaðstöðu í sam- fyl'gd með öðrum EFTA-iríkj- um, þar af tveimur öðrum Norðurlandaþjóðum, Svium og Finnum. Þegar þetta er athug að, ætti ekki að dyljast, hversu mikill ávinnilngur að þessu leyti EFTA-aðildin hefur orð- ið okkur. — Skipasmiðaiðnaðurinn inn lendi hefur fyrst og fremist byggzt U'Pp í ráðherratið yð- ar, sem iðnaðarmálEiráðherra. Hver er staða skipasmíða okk- ar idag? — Innlenda stóJlskipasmíðin er mjög ung atvinnugrein, sem risið hefur upp á allra siðustu árum. Ég hef alltaf talið það mjög mikils virði, að við smíð- um okkar eiigin skip sjálfir, sérstakiega fiskiskipaflotann. Við er-um komnir lanigt á leið með að ná því takmarki. Þoð er i raun og veru aðeins smíði hinna stóru 1000 tonna skuttog- ara, sem samið hefur verið um erlendis, 6 að tölu, í Póllandi og á Spáni. Jafnframt hafa ný- lega verið gerðir samninigar um smáði tveggja s'ldikra togara í Slippstöðinni á Akureyri, en sú skipasmiíðastöð hefur nýlok- ið vdð smíði strandferðaskip- anna tveggja, Heklu og Esju, eins og kunnugt er. Um síð- ustu áramót voru í smiíðum hérlendis 67 fiskibátar, þar af 18 yfiir 100 rúmlcstir að stærð, en hinir minni, og smiði minni bátanna hefur einnig haft mjög mikla þýðingu, m.a. fyrir atvinnulífið á þeim stöðum úti á landi, þar sem hún er stund- uð. Fiskvinnslustöðvar áVest- fjörðum hafa nú huig á því að kaupa 5 skutttogara, 400—450 lestir að stærð. Aðilar hafa leitað hófanna um kaup í Nor egi, en eru nú í viðræðum við skipasmíðastöðvarnar hér fyr- ir tilstuðlan ríkisstjómarinnar um' lausn þessa verkefnis, en rikisstjórnin leggur áherzlu á, að skípin verði smiiðuð innan- lands. — Nú eru nýjar stórvirkjan- ir á döfinni. — Já, eins og menn muna, voru mörg og mikil virkjun- armál afgreidd á síðasta Al- þingi. Veigamestar voru breyt- ingar á lögum um Landsvirkj- un, þar sem heimiluð er virkj- un í Tungnaá við Sigöldu og Hrauneyjafossa, en með þess- um tveimur virkjunum er hægt að tvöfalda framleiðslu- getu okkar á raforku, en hér er um að ræða orkuver, sem sameiginlega nema um 300 megavötrtum. Einnig er mú ver- ið að undirbúa virkjun Lagar- foss á Fljótsd'alshéraði og í Svartá í Skagafirði. — Náttúruvermd hefur mjög verið til umræðu í aaimbandi við slíkar virkj uniarframkvæmd ir. Er hætta á náttúruspjöllum í sambandi við þessar fyrirhug- uðu virikjanir? — Það tel ég síður en svo vera. Og nú sem fyrr verður fiskiræiktunarmöguleikum gef- inin fullur gaurnur, bæði í Lag- arfljóti og í Svartá. — Er unnt að byggja bessar stórvirikjaniir upp, ám stóriðju eða orkusölusamninga? — Nei, það tel ég ekki vera, nema í óralangri framtíð. Af þeim sökum er veriS að kanna stóriðjumöguleika á vegum ríkisstjórnarirunar. Að því skal ég ekki víkja frekar nú, ern horfur eru á, að eftirspurn muni vera eftir þessari raforku með því verði, sem hægt verð- ur að selja hana á frá Tungna- árvirkjununum. Menn tala um, að við þuirfum á alltí ok'kar vatnsaflsorku að halda eftir 50 ár. Við erum sennilega nú bún- ir að virkja um 5—6% af vatns afiinu, en svo mega menn ekiki gleyma því, að þegar við sömd- um um raforkusölu til álvera- ins í Straumiavík, þá er sú orku sala tímabundin, fyrst til 25 ára, en gæti framlengzt til 45 áira. Eftir þanm tíma er sú raf- orika okkur sjálfum til ráðstöf- Styrmir Gunnarsson ræðir við Jóhann llafstein for sætisráðherm í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.