Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 23 Kristján E. Akranesi 1 dag fer fraim frá Akraness- Mrfkju útför Kristjáns K Möller, starfsmanns i Sementsverk- smiiðiju níikisins. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 22. maí s.l. eftir stranga sjúkdóimslegu. Kristján var fæddur á Akra- nesi 12. janúar 1904. F'oreldrar hans voru hjónin Geirlaug Kristjánsdóttir, Siimionarsonar frá Dynjanda í ArnarfSrðS og Einar Möliler, Ásigeirssonar Mlölller frá Læk i Leirársveit. ESdri Akurnesinigar muna vel eftir Geirlaugu og Einari Möller í Landakoti Þau voru síðustu hjónin sem gefin voru saman í Garðakirkju, áður en hún. var rifin, rétt fyrir síðustu aidamót. Til marks um það hvað Akra- nes hefur vaxið frá þeim tima, þótti sá staður afskekktur og ðhentugur. Var kirkjan því reist á þeim stað, þar sem hún nú stendur. Nú er byggðin komin uipp að Görðum og vafalaust verður aftur reist kirkja á þeim stað, þar sem gamla Garðakirkja stóð, þegar ný kirkja verður reist á Akranesi. Einar Möller hafði mi'kil af- skipti af starfsemi kirkju sdnn- ar. Hann söng í kirkjukómum um áratuga skeið með sinni djúpu bassarödd. Einniig gegndi hann starfi hringjara og ræfcti það starf með mikilli alúð og samvizkusemi. Kristján Möller var yngstur þriggja systkina. Elzt var Þóra sem glft var Árna B. Sigurðs- syni, rakarameistara. Hún dó 1939 frá 8 börnum. Hin systir- in var Regína Rist. Gift Friðrik Pálssyni, bifreiðastjóra i Reykja vík. Áttu þau 4 börn. Er hún einnig látin fyrir nokkrum ár- um. Svo sem títt var um unga menn á Akranesi, hneigðist huig ur Kristjáns snemma tii sjó- mennsku. Stundaði hann sjó- mennskuna frá ungdingsárum, alllt þar til hann réðst til Sem- entsverksmiðju rlkisins, er hún hóf starfsemi sina. Starfaði hann þar til hann lagðist bana- leguna á sJ. hausti. Kristján var jafnan í beztu skipsrúmum, sem völ var á. Hann var eftirsóttur til vinnu sökum dugnaðar og árvekni í starfi. Með hinum kunna skip stjóra og aflamanni Ármanni Halldórssyni mun hann lengst hafa verið. Ármann átti bát, sem bar nafn hans. Var þessi bátur mikil happafleyta og bar mik inn affla að landi. Þá var þessi sami bátur þekktur fyrir ferðir sinar milli Akraness og Reykja vikur. Annaðist hann fiolks- og vöruflutninga þann árst'íma sem ekki voru stundaðar fiskveiðar Munu þessir flutningar hafa orð ið til þess að m.s. Fagranes var Möller - Minning Jón Kristjánsson Litla-Arskógssandi byggt. Var það byggt með það fyrir auguim að annast eingöngu fólks- og vöruflutninga. Var skipið í förum miiii Akraness og Reykjavikur um margra ára skeið. Var Ármann Haiidórsson með skipið allan timann og Kristján skipverji jafn lengi. Þess mun jafnan verða minnst hversu áreiðanlegar þessar ferð ir voru. Skeikaði ekki að farið væri á tilsettuim tima og haft var á orði að setja mætti klukkurn- ar eftir brottfarartíma Fagra- nitssins. Samhliða sjómennskunni stundaði Kristján búskap. Átti hann jafnan nokkrar kindur og hesta. Skepnur sínar annaðist hann af stakri alúð. Má segja að þetta tómstundastarf hans, hafi fært honum mikla gieði og ánægju. MLnar skemmtilegustu bernsku minningar voru þær, að fá að sjá lömbin hans Kidda frænda á vorin. Þá var það ekki lítið spennandi að fá að fara að vitja um hrognkelsanetin með honum. Það er noikkuð sem líður litlum strák seint úr minni. Vafa- samt er að betri uppeldisstöðv- ar fyrirfiinnist fyrir börn tii að alast upp í en sjávarþorp þar sem jöfnium höndum eru stund- aðir sjóróðrar og landbúnaður. Að mdnnsta kosti hefðd ég ekki viljað missa af þvi að fá að kynnast þvi í minni æsku. Kristján kvæntist árið 1940 Ragnheiði Gísladóttur, hár- greiðslukonu. Áttu þau heima á Kirkjubraut 59, eða Landakoti eins og húsið hefur verið kall- að. Ragnheiður lézt árið 1965. Var það Kristjáni mikið áftull að missa konu sina og bar hann sitt barr ekki eftir það. Þau áttu einn son, Einar, sem kvæntur er Mariu Bjarnadóttur. Eiga þau einn dreng, sem ber nafn Kristj'áns afa síns. Ég vil votta þeim innilega sam úð um leið og ég minnist mangra hugljúfra stunda sem ég mun geyma i minninganna safni. Blessuð sé hans minning. Fraemdi. Fæddur 29. ágúst 1880. Dáinn 7. apríl 1971. Jón Kristjánsson var fæddur á Stóru-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd, elztur fimm sona Guðrúnar Vigfúsdóttur og Kristjáns Jónssonar, sem síðar bjuggu á Hellu i sömu sveit. Bræður Jóns voru: Stefán Baldvin, fyrrum kaupmaður á Siglufirði, sem síðar fluttdst til Vesturheims og dó þar fiyrir nokkrum mánuðum. Vigfús, út- vegsbóndi og bátasmiður í Litla- Árskógi, látinn fyrir nokkrum árum. Jóhann Franklín bygging armeistarl í Reykjavík, einnig látinn fyrir mörgum árum, og Kristján Eldjárn fyrrum bóndi og hreppstjóri á Hellu, mikdli sveitarhöfðingi, nú til heimilis hjá Snorra syni sínum á Kross- um. Allir voru þeir bræður mifcl ir atgervdsmenn. Eftirlifandi kona Jóns er Þórey Einarsdóttir, systir Jóns bónda Einarssonar í Kálfs- skinni og þeirra systkinsu Dætur Jóns og Þóreyjar eru tvíburasysturnar Svanhvít, sem að mestu hefur verið i foreldra- húsum, og Sóley gift Hilmari Magnússyni á Akureyri og Rósa Guðrún gift Halldóri Brynjari Ragnarssyni á Hjalteyri. Jón var fæddur inn í norð- lenzku harðindin árið 1880 og stundaði sjósókn allan sinn ald- ur. Að stunda sjósókn í hartnær attatíu ár er mikið ævistarf, og mér er tál efs að margur ein staklingur hafi lagt meir á borð með sér í þjóðarbúið, sérstak- lega þar sem Jón var með ein- dæmum aflasæll, og má segja að um Heiliu-Jón, en svo var hann oft nefndur, hafii gengið þjóðsög ur á þeim árum þegar handtfæra skúturnar voru gerðar út. En stiaðreynd er það, að í eitt skipti dró Jón, í félagsdrætti við annan, tæp 50 skippund a.í 150 skippundum, sem á dekk komu, en á skútunni var 18 manna áhöfn.. Nokkrum dögum fyrir niræð isafmælið á síðastiiðnu sumri skrapp Jón á sjó með frænda sínum. Fimmtíu fiska dró hann á færi sitt, og þar af allmarga málfiska. Þetta var hans síðasta sjóferð. Líkamsþrekið og áhug- inn brugðust honum ekki, en sjónin farin að daprast, af slysni þó, en hann hafði haft óvenju skarpa sjón alveg fram á gam- als aldur. Jón var sterkbyggður maður, bæði tdi líkama og sálar. Vel yfir meðaldag á hæð, herðabreið ur og vel vaxinn, sviphreinn og glaðlegur með kónganef. Hann var mjög vandaður maður, hjálipsamur og umtalsgóður, skapaði sér aldrei óvild annarra og blótsyrði notaði hann ekki. Það má heita að honum hafi aldrei orðið misdægurt á sinni löngu ævi, og óskemmdum tönn um hélt hann langt fram á elli- ár, og það eru ekki mörg ár síð an dökka hárið gránaði. Jón var alla tið bindindismað ur á vín og tóbak, og ainn af stofnendum ungmennafélags í sinni sveit. Glímiumaður góður, enda kvikur og léttur á fæti. Jón var mjög góð skytta og nokkur hundruð seli og hnisur mun hann hafa komið með að landd um dagana, en fyrir það galt hann tivo fingur Vinstri handar og mun það hafa háð honum, þar sem hann var örv- hentur. Ég efast um að Jón hafi haft tölu á öllum þeim bátum og skipum sem hann var á um diag- ana, háseti, stýrimaður eða skip stjóri, alit frá því að byrja, barn að aldri, sem hálfdrætting- ur á árabátum og síðan á kútt- erum, hákarlaskútum, gufubát- ura og véibátum. Hann var stýrimaður á gömlu Súlunni, einnig á kútter Samson, sem þá var einn stærsti kútter norðan- lands, þó undir 100 tonnum. einnig á Talisman, en þar af- þakkaði Jón stýrimannspláss á Suðurlandsvertíð sökum þess að honum fannst skipið orðið ótraust, en það fórst einmitt í þeirri ferð og flestir af áhöfn- inni með. Skipstjóri var hann hjá Ásgeirsverzlun á Siglufirði, einnig með skip fyrir Gránu á Akureyri og Sjöstjörnuna, svo eitthvað sé nefnt. Bát átti Jón í félagi með Sæmundi skip- stjóra, þeim sama sem Guðm. G. Hag.Vlín ritaði bók um. 1 út- gerðarfélagi var hann um á>*bil með bróður sínum Vigfési og síð ast gerði hann út sinn eigin trillubát. Það er sagt að menn. séu heppnir eða lánsamir, það má rétt vera, en ekki er það ein- göngu heppni að missa aldrei mann út af skipi sínu, eða tapa aldrei sjálfu skipinu og hafa þó varla önnur miðunartæki en ófullkomin sjókort og áttavita. Löng ævi kenndi Jóni að sjá út veður, enda hófst hver dagur, án undantekninga, á þvi að ganga út, signa sig og spá í veðrið. Það er mikil gæfa lítilli þjóð að njóta langrar starfsævi slíkra manna. Gæfan er Mka ein staklingsbundin. Jón var orðinn Framhald á bls. 25. Eiríkur Sverrir Jó- hannsson — Minning F. 13/5 1945. D. 20/5 1971. ER mér barst andlátsfrétt þín, kæri frændi, að kvöldi hins 20. maí s.l. var ég sem lostinn þungu höggi. Svo óvænt og ótrúlegt er það, kæri frændi minin, að þú akulir vera horfinn á brott héðan, að langan tíma mun það taka að gera sér grein fyrir og jafna sig eftir þá hörmungarfrétt. Ok'kar kynni voru löng og ánægjuleg, frá því fyrst er þú keyrðir mig í bamakerru, aðeina þremur árum eldri sjálfur, á meðan við stálpuðumst, unnum saman og fram á hinzta dag. Það er stór hópur skyldfólks þínis og vina harmi lostinn, og söknuðurinn mikill í hvers manns hug. En trú mín er sú, frændi minn, að þar seim þú ert nú staddur líði þér miklu betur. Ég og kona mín vottum eigin- sokka konu þinni og dóttur, uppeldis- foreldrum, móður, stjúpföður og systkinum okkar dýpstu samiúð. Vertu sæll Eiríkur minn. Þiinn fræmdi, Kristján Ingi. buxur Vogue sokkabuxur fegra fótleggi yðar. i Vogue sokkabuxur myndast engin hné. Þær falla þétt að, en gefa þó vel eftir. Silkimjúk áferðin og aðlögunar- hæfnin stafar af því, að garnið í þeim er teygjanlegra, fíngerðara og þéttprjónaðra en almennt gerist. Heildsöludreifing:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.