Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvœmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti S, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. HVERS VEGNA S JÁLFSTÆÐISFLOKKINN ? 1\Tú eru um það bil tvær vik- ur þar til þjóðin gengur að kjörborðinu og ákveður valdahlutföll stjórnmála- flokkanna á Alþingi næsta kjörtímabil. Stjórnmálaflokk- amir eru vanir því að telja hverjar kosningar hinar ör- lagaríkustu, sem háðar hafa verið. Einu gildir, hvort þessi fullyrðing er rétt eða ekki; hitt stendur eftir, að við hverjar kosningar gefst fólk-, inu kostur á að hafa áhrif á framtíðarstefnu þjóðfélags- málefnanna. í áratugi hafa kjósendur skipað Sjálfstæðis- flokknum í fylkingarbrjóst í íslenzku stjórnmálalífi. Þann- ig hefur sjálfstæðisstefnan öðrum stjómmálastefnum fremur mótað þjóðfélagsþró- unina á íslandi. Fulltrúar Sj álfstæðisflokks ins hafa nú um 12 ára skeið haft á hendi stjómarforystu. Engum dylst, að þetta tíma- bil er eitt mesta framfara- skeið í sögu landsins. Við upphaf liðins áratugar var mörkuð ný frjálsræðisstefna í atvinnu- og viðskiptahátt- um þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst þessi frjálsræðis- stefna, sem lagt hefur grund- völlinn að efnalegum fram- förum og velmegun þjóðar- innar á undanförnum árum. Gegn þessari stjórnarstefnu hafa staðið afturhaldssamir og sundraðir flokkar. Við upphaf núverandi stjórnar- samstarfs vom stjórnarand- stöðuflokkamir tveir, en eru nú a.m.k. þrír, eftir að Al- þýðubandalagið hefur marg- klofnað í ýmsar fylkingar. Allan þennan tíma hefur Framsóknarflokkurinn verið staðnað stjómmálaafl, sem staðið hefur gegn hverju framfaramálinu á fætur öðru. í orði kveðnu virðast stefn- ur stjórnmálaflokkanna oft og tíðum vera keimlíkar* og fátt virðist greina einstaka stjórnmálaflokka í sundur. Það er því framkvæmd- in ein, sem sker úr um gildi hverrar stjórnmála- stefnu. Þegar á þá hlið er litið, blasa andstæðurnar við. Engum dettur í hug, að allt hafi gengið að óskum, og Ijóst er, að margt hefði mátt fara betur. En í störfum stjórnmálaflokkanna liðinn áratug koma andstæðurnar þó skýrt fram. Allan þennan tíma hafa kjósendur stutt stefnu frjálsræðis og fram- fara og hafnað hikandi og sundurlausu afturhaldi. Þó að á þennan hátt hafi fjölmargt vel tekizt, bíða fjölmörg viðfangsefni enn úr- lausnar, og ný og áður óþekkt vandamál hafa skotið upp kolli. Sum þessara við- fangsefna eru bein afleiðing þeirra öru framfara, sem átt hafa sér stað á liðnum árum og stuðlað hafa að nýju verð- mæta- og gildismati. Við áframhaldandi uppbyggingu atvinnuvega verðum við í náinni framtíð að taka aukið tillit til gæða landsins, sem við byggjum. Aukin velmeg- un auðveldar ýmis konar samfélagslegar ráðstafanir. Síaukin þátttaka kvenna í atvinnu- og félagslífi hefur ný viðhorf í för með sér. Nýjar hugmyndir ungu kyn- slóðarinnar munu á næstu árum hafa vaxandi áhrif á þróun stjómmála og alla þjóð félagsþróun. Það er af þess- um sökum, sem úrslit kosn- inganna eru mikilvæg; það snertir lífshamingju hvers eínstaklings, hvort straumar nýs tíma og framfara ná að móta þjóðlífsmyndina. Kjósendur hafa nú sam- fellda 12 ára reynslu af stjómarforystu Sjálfstæðis- flokksins. Sú reynsla sýnir, að Sjálfstæðisflokknum og forystumönnum hans má treysta. Þegar kjósendur ganga í kjörklefann að tveim ur vikum liðnum, vita þeir því, að með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt eru þeir að tryggja áframhaldandi festu í stjórn landsins. Með því að' kasta atkvæði sínu á stjórnarand- stæðinga eru þeir á sama hátt að kjósa óvissu og upplausn. En það er ekki aðeins vegna fenginnar reynslu. sem happasælast er fyrir þjóð ina að tryggja áfram stjórn- arforystu Sjálfstæðisflokks- ins.. Sjálfstæðismenn hafa jafnan horft fram á við og þeir hafa veitt hugmyndum nýrrar kynslóðar brautar- gengi. í þessum kosningum tefla Sjálfstæðismenn fram reyndum forystumönnum, sem njóta trausts en þeir bjóða líka fram unga menn með nýjar hugmyndir. Eng- inn flokkur hefur endumýjað framboðslista sína í jafn rík- um mæli og Sjálfstæðisflokk- urinn fyrir þessar kosningar. Þannig leitast Sjálfstæðis- flokkurinn við að sameina reynslu og traust og hug- myndir nýrrar kynslóðar. Með því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í kosningunum 13. júní kjósa landsmenn reynda og trausta forystu en þeir kjósa líka nýja menn með nýjar hugmyndir. NÚ er laxveiðitíminn byrj- aður og veiðimenn farnir að hugsa sér til hreyfings eftir langan vetrardvala, því að upp úr mánaðamótunum má víðast fara að renna færi. En eins og ég hefi áður rætt í þessum þætti eru ýmsir að- ilar, sem ekki sitja auðum höndum á veturna, heldur vinna markvisst að því að búa í haginn fyrir veiði- mennina og það eru fisk- ræktarmennirnir. I síðasta þætti var fjallað um starf- semi laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði og þær ýmsu til- raunir, sem þar hafa verið gerðar og verið er að gera. Kollafjarðarstöðin er sú eina á landinu, sem hið opinbera rekur, allar aðrar stöðvar eru í eigu einstaklinga, sem flestir hafa lagt fram mikið og óeigingjarnt starf, vegna þess að fiskrækt hefur verið þeirra áhugamál og tóm- stundagaman. Flestir hafa byrjað smátt, en síðan aukið við sig. fiskrækt o „Við getum fallizt á að þetta séu skýjaborg ir þar til starf semin er komin í gang6í Þrír af forráðamönnum Timgulax h.f. í vinnugaHa austur við Tungu. T.f.v. Snorri Hallgrímsson, Kristinn Guðbrandsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. Tungulax h.f. er dæmi um áhuga tveggja manna, sem byrj- uðu fiskrækt i bílskúr heima hjá sér, sem tómstundagaman fyrir 9 árum, en hafa nú með hönd- um framkvæmdir i tveimur lands hlutum, sem, ef svo fer sem horf- ir, verða að stórbúi sem fram- leiðir lax og bleikju til manneld is svo skiptir tugum eða hundr- uðum lesta. Frumkvöðlarnir að stofnun fyrirtækisins voru þeir Kristinn Guðbrandsson í Björg- un h.f., Snorri Hallgrimsson próf essor og Oddur Ólafsson yfir- læknir á Reykjalundi. Siðar gekk Eyjólfur Konráð Jónsson . ritstjóri i félag með þeim og nú síðast Guðmundur Hjaltason skipstjóri, sem jafnframt er fram kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hjónin Jón Sigurðsson fyrrver- andi skipstjóri á Gullfossi og kona hans Dýrfinna Tómasdótt- Ir eiga einnig drjúgan hlut, en þau hafa um árabil haft eftirlit með laxeldisstöðinni að Keldum, sem var næsta skref þeirra fé- laga, eftir bílskúrinn. Mér hefur undanfarið gefizt kostur á að heimsækja all- ar stöðvarnar, sem eru auk stöðvarinnar að Keldum, i Tungu í Landbroti og Öxnalæk í Ölfusi, rétt fyrir neðan Hvera- gerði, og kynna mér starfsem- ina og framtíðaráætlanirnar, sem byggjast mest á tveimur sið astnefndu stöðvunum. Eftir þær könnunarferðir er ljóst að hér eru stórhuga menn á ferðinni. Eitt vorkvöld nú fyrir skömmu settist ég niður með þeim Snorra og Kristni og ræddi við þá um fortíð, nútíð og framtíð. BVR-TAÐ í BÍLSKÚR — Hvert var uppliafið að fiski rækt ykkar? — Við höfðum alla tíð haft feiknalegan áhuga á að koma af stað fiskirækt, sem var í beinu sambandi við áhuga okkar á veiðiskap. Við vorum búnir að ræða mikið um þessi mál og 1961 byrjaði þetta á fiskirækt i bil- skúrnum hjá Kristni. Sú tilraun endaði með því að öll seiðin drápust um sumarið. Ekki gáf- umst við upp við svo búið og haustið eftir var aftur byrjað í bilskúrnum. Þá vorum við bún- ir að ákveða að reisa alvöru stöð. Þar eð ætlunin var, að rekstur og umsjón stöðvarinnar yrði tómstundagaman okkar, var það mikið atriði að aðstaða feng ist sem næst Reykjavík. Fyrir velvild og áhuga fyrrverandi for stöðumanns Tilraunastöðvarinn- ar að Keldum, Páls Á. Pálsson- ar, yfirdýralæknis, fékkst með leyfi ráðherra, leigð lítil lóðar- spilda i landi Grafarholts, svo og afnot af tveimur uppsprett- um. Undirbúningurinn að bygg- ingu eldisstöðvarinnar hófst seinni hluta vetrar 1963, en við ákvörðun um skipulagningu stöðvarinnar nutum við ráða Eriks heitins Mogensen fiski- ræktarfræðings, Þórs Guðjóns- sonar, veiðimálastjóra og Guð- mundar Gunnarssonar, verk- fræðings, sem teiknaði stöðvar- húsið. Bygging stöðvarinn- ar hófst i júni 1963 og var lokið í október sama ár. Það haust byrjuðum við svo á fiskirækt og fiskeldi fyrir alvöru. Seiðin sem við ræktuðum í bílskúrnum fengu inni í Kollafirði um sum- arið, en við fluttum þau að Keld um, þegar húsið var tilbúið. — Hvernig fórst ykkur þetta úr hendi. Nú hafið þið varla verið niiklir sérfræðingar á sviði fiskoldis? _ Rétt er það og við urðum fyrir ýmsum skakkaföllum, er við vorum að fikra okkur áfram, einkum drapst mikið af smáseið um hjá okkur. En, við héldum ótrauðir áfram og reyndum að draga lærdóm af mistökunum og bæta úr vanþekkingunni. FURÐULEG FERÐASAGA — Þið sögðuð að þetta hefði verið imgsað sem tómstundafram an. Þið hljótið að minnast ein- hvers skemmtilegs atviks frá liðntim árum? — Það hefur óneitanlega ým- islegt skemmtilegt gerzt á þess- um tíma, sem hefur gert starfið auðveldara og ánægjulegra. Það sem ber hæst er að starfsemi stöðvarinnar að Keldum hefur gengið vel og nú höfum við frá upphafi framleitt 310 þúsund sjó gönguseiði og 250 þúsund minni seiði, sem sleppt hefur verið í ár víðs vegar um landið og þannig stuðlað að ræktun og uppbygg- ingu ánna. Við höfum lent i ýms um ævintýrum í sambandi við öflun klaklax, en hér áður fyrr höfðum við ekki um aðra leið að ræða en að afla hans með stangveiði, því erfitt var að fá leyfi tii ádráttar fyrir óreynda áhugamenn. Við veidd- um klaklaxinn á stöng í lok Spjallað við Snorra Hali- grímsson og Kristinn Guð- brandsson um framkvæmdir, áætlanir og drauma Tungulax hf. veiðitímabilsins og var komið víða við. Þessi háttur var óneit- anlega bæði dýr og erfiður, en íþróttin er óviðjafnanleg. Við þurftum að flytja laxinn í stöð- ina að Keldum og gekk oft á ýmsu í þeim flutningum. Lengsti flutningurinn átti sér stað haust ið 1965, er nokkrir laxar voru fluttir frá Laxá í Þingeyjarsýslu, þar á meðal einn 25 punda hæng ur. Sökum meiriháttar bilunar á bílnum tók flutningurinn alls 27 klukkustundir, en allir voru fiskarnir þó við beztu heilsu er á áfangastað kom. í þessu sam- bandi er ekki úr vegi að segja frá skemmtilegu atviki, sem gef- ur glögga mynd af ratvísi lax- Frá Laxeldisstöðinni að Keldu m. Frá laxabúinu í Tungu. Hér verða framleidd 50—100 þúsund sj ógönguseiði á árt. Neóan við Iiúsið verða búnar til útitjarni r. Hér eru sprelif jörug: sjóg:öng-us eiði á Keldum, sem bíða eftir að verða flutt austur í Tungu. Er Mbi. heimsótti stöðina i Tungu fyrir nokkru voru nokkrir vinir Tungulax li.f. við sjóbirtingsveiði í Eldvatni, Tungulæk og Hæðarlæk og hér er Hreinn Pálsson nieð morgunveiðina. Ljósm. Mbl. — ihj. ins heim til bernskustöðvanna. Að lokinni hrognatöku á hverj- um vetri, hefur allur lífvænleg- ur klaklax verið merktur af veiðimálastofnuninni. Fyrstu tvo veturna var hoplaxinn fluttur austur í Tungulæk, sem kemur við sögu á eftir, og sleppt þar. Hin siðari ár hefur honum ver- ið sleppt í Keldnalæk. Alls hafa verið merktir 200 hoplaxar, en þrír þeirra hafa skilað sér og er ferðasaga þeirra hin furðuleg- asta, en við skulum láta nægja hér að segja söguna af þriðja fiskinum sem endurheimtist. Hann var lítill hængur, veidd- ur á stöng framarlega í Vatns- dalsá í september 1966. Hann var fluttur ásamt 15 öðrum löx- um i eldishúsið að Keldum og geymdur þar í 2i4 mánúð og sið- an merktur og sleppt í Keldna- lœk. Við merkingu mældist hann 58 cm. Sumarið eftir, þ. 31. ágúst 1967 veiddist þessi hængur aftur á stöng i Torfu- hvammshyl í Vatnsdalsá og var þá 3,8 kg að þyngd og 75 cm að lengd. Fróðlegt væri að vita, hvora leiðina þessi hængur hefur val- ið, vestur eða austur fyrir land. En hvor leiðin sem fyrir valinu hefur orðið, þá hefur hún legið fyrir mynni margra álitlegra laxavatna, en ekkert þeirra fann náð fyrir augum þessa hængs nema heimaáin. Endurheimt þessara þriggja iaxa og sú saga, sem i henni felst, eru ríkuleg laun fyrir erf- iðið og kostnaðinn við laxaflutn inginn og merkinguna. — Var þetta ekki tíniafrek tómstundaiðja? — Jú, óneitanlega og fyrstu árin þurftum við að fara marg- ar ferðir á dag. Snorri fór öll kvöld og allar helgar en Krist- inn fyrstu árin á morgnana og um miðjan daginn. Auk þess kom Erik heitinn Mogensen einu sinni á dag upp eftir. Erfiðleik- arnir voru mestir fyrstu árin, því að þá vorum við eingöngu með blautfóður, sem krafðist mikillar vinnu. Hér varð gjör- breyting á, er þurrfóðrið kom til sögunnar og þar með sjálf- virkir fóðurdreifarar. ELDVATN — Þið hafið eitthvað femgizt við fiskirækt austur í Meðal- Iandi ? — Tilgangurinn með stöðinni var að hluta tómstundagaman fyrir okkur, en einnig til að gera okkur kleift að rækta upp lax- veiðiár, sem við hefðum áhuga á. 1961 keypti Kristinn Tungulæk i landi Tungu í Meðallandi og er jarðirnar Ytri-Tunga og Eystri- Tunga voru boðnar til sölu 1963 keyptum við þær og eignuðumst þannig Hæðarlæk, en sú á er um 2 km. Tungulækur er um 10 km á lengd, en fiskgengur hluti aðeins um 2 km. Báðar þessar ár renna í Skaftár. Hér vorum við því komnir með tvær þægilega litlar laxveiðiár til að leika okk ur með og rækta upp. Rekstri stöðvarinnar að Keldum var þannig hagað að við seldum seiði til að standa undir kostn- aði, en það sem umfram var, flutt um við austur og slepptum í árn ar tvær. — Hvernig kom það til að þið tókuð Eldvatn á leigti? — Á árunum 1966—1967 byrj- uðum við að gæla við þá hug- mynd að rækta upp allt Skaftár- svæðið, þ.e.a.s. allar ár, sem falla i Skaftá og hafa útrennsli í Veiðiós. Við gerðum veiðifélagi Skaftár tilboð um að taka svæð- ið á leigu til ræktunar og sleppa árlega seiðum fyrir 1 milljón kr., sem er um 40000 sjógönguseiði, en það eru seiði, sem alin hafa verið upp í 10—17 cm stærð. Áhugi var þá ekki fyrir hendi hjá veiðifélaginu. Nokkur tími ieið þar til okkur gafst tæki- færi til að fara út í meiriháttar fiskrækt, en árið 1969 var stofn- að veiðifélag um Eldvatn og áin boðin út. Þá sáum við möguleik- ana opnast og gerðum tilboð í ána til 10 ára. Var samið um fasta árlega peninga- greiðslu en auk þess skuldbund um við okkur til að sleppa 10000 sjógönguseiðum í hana á ári og liggur nærri að leigan á ári nemi um 340 þúsund krónum. Samningurinn var undirritaður í júní 1969 og það sumar sleppt- um við 17500 seiðum. Þetta var meira en umsamið var, en við vildum koma ánni af stað sem fyrst og þá með sæmilegum myndarbrag. 1970 slepptum við svo 26500 seiðum og ætlunin er að magnið verði eitthvað svipað í ár. 1 sumar er síðan von á að fyrstu laxarnir skili sér en við vonum fastlega að innan fárra ára veiðist á annað þúsund lax- ar í ánni, því Eldvatnið hefur allt það til að bera, sem þarf til að gera eina á að mikilli lax- veiðiá. Hún mun vera 3. stærsta bergvatnsá landsins. Hér áður fyrr var mjög mikil sjóbirtings- veiði í Eldvatni, en sú veiði hef- ur farið þverrandi á undanförn um árum. Nokkrir laxar hafa veiðst á hverju ári undanfarin ár og hefur laxveiðin aukizt nokkuð eftir að byrjað var að rækta lax á Skaftársvæðinu, t.d. hafa veiðzt þar merktir laxar, sem sleppt var I Tungulæk og Hæðarlæk. Við bíðum því með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá hversu laxinn skilar sér í sumar. — Er þetta ekki kostnaðar- sanit? — Kostnaðurinn við ræktunar framkvæmdir við Eldvatn er nú um 1,5 milljón króna, en auk fyrmefndra 44 þúsund seiða hef ur verið byggt veiðivarðarhús, svo og komið fyrir veiðihúsi og ennfremur ráðizt í allmiklar vegaframkvæmdir. Veiðisvæði Eldvatns er um 26 km og er ætl- unin að leggja veg meðfram allri ánni og gera aðstæður sem bezt- ar. Við endurleigjum stangaveiði Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.