Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 14
14 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 / 1»AÐ, sem fyrst og fremst vekur athygli þess, sem ferðast um byggðir Reykja neskjördæmis, er fjöl- breytni. í rauninni má skipta kjördæminu í þrennt: búskaparhéruðin í Mosfellssveit, Kjalarnesi og Kjós, þéttbýlið á höfuð- borgarsvæðinu og útgerð- arstaðina á Suðumesjum. Þetta eru þrír ólíkir heimar. Fólkið í þessiun þremur hlutum kjördæm- isins hefur mjög ólíkra hagsmuna að gæta og við- horf þess þar af leiðandi mjög mismunandi. Fram- bjóðendur í Reykjaneskjör Pessa mynd tók Sveinn Þormóðsson af frambjóðendiun Sj álfstæðisflokksins í Keykjanes- kjördæmi, út á Álftanesi sL sunnudag:. Talið frá vinstri: Oddur Andrésson, Ólafur G. Ein- arsson, Matthias Á. Mathieson, Elín Jósepsdóttir, Axel Jónssan, Oddur Ólafsson, Sverrir Júliusson, Sigurgeir Signrðsson, Ingvar Jóhannsson og Benedikt Sveinssom. „I>að er fallegt í Grindavík, þegar vel veiðist66 dæmi verða að vera jafn- vígir á vandamál landbún- aðarins, sjávarútvegsins og Wns nýja þéttbýlis. Á sunnudaginn var héldu frambjóðendur Sjálf stæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi enn af stað og fóra um syðri byggðir kjördæmisins, ásamt mök- um sínum og nokkra öðru fylgdarliði. Verður hér a eftir greint frá því helzta, sem fyrir augu bar. „FLUGVÖLLUK ER FÁSINNA" Að þessu sinni var lagt af stað frá Garðaholti sneirana á s u n nuda gsmorgn i, en í fé-. tag'sheimilinu þar var saman koaninn stór hópur forustu- manna Sjálfstæðisflokksins úr Garðahreppi og Bessa- staðahreppi. Steinar J. Lúð- viksson, íþróttafréttaritari Morgunblaðsins, sem jafn- framt er formaður Sj'álfstæð- isfélagsins í Garðahreppi, hafði orð fyrir heimamönn- um, Steinar er nýr maður I forustuliði Sjáifstæðisflokks- ins í Garðahreppi, en hann hefur um langt skeið starf- aið við Morgunblaðið og reynzt jafnvigur á skrif um íþróttir, stjórnmál og bók- menntir. Síðan ræddu þeir Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri í Garðahreppi og Eyþór Stef- ánsson, oddviti í Bessastaða- hreppi, um þau viðfangsefni, sem við blasa i þessum hrepp um og það vakti sérstaka at- hygli, að þeir lögðu báðir rika áherzlu á, að flugvallargerð á Álftanesi, stór eða smá, kærni alls ekki til greina. Er bersýnilegt, að umræður um flugvöll á Álftanesi hafa kom ið miklu róti á hugi manna í Bessastaðahreppi og vakið andstöðu í Garðahreppi, Kópavogi og Hafnarfirði. Seg ir mér svo hugur um, að þarna verði ekki byggður flugvöJJur án þess að til veru iegra átaka komi. Ólafur G. Einarsson, skip- ar þriðja sæti á lista Sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjör dæmi. Spurningin er sú, hvort hann verður uppbótaþingmað ur eða kjördæmakosinn. Ól- afur hefur verið sveitarstjóri í Garðahreppi á miklum upp- gangstímum þessa sveitar- félags, og hann skýrði okk- ur frá því, að á siðustu ár- um hefði fjölgað í hreppnum um 150—180 manns á ári. Næsta stóra verkefni þeirra Garðhreppinga er bygging íþróttahúsis, sem hefst í næsta mánuðd, og verður það svip- uð bygging og risin er á Sel- tjarnamesi. Kvaðst sveitar- stjórinn vonast til, að bygg- ingartíminn yrði ekki miklu meira en ár. Ólafur ræddi sér staMega um flugvallargerð á Álftainesi og kvaðst telja hana mestu fásinnu og að í eitt skipti fyrtir öll yrði að kveða niður hugmyndir um hana. Eyþór Stefánsson, oddviti Bessastaðahrepps, ræddi fiug vallarmálið mjög ítarlega. Hann sagði, að þetta fiugvadd armál hefði staðið sveitarfé- lagi sínu fyrir þrifum í 6 ár. Hinn 22. janúar sl. hefði hreppsnefndin fengið upp- drátt að skipulagi Bessastaða hrepps, en það hefðu orðið sveitarstjórninni mikil von- brigði, að flugvöllur hefði ver ið teiknaJður þar inn. Sveitar- stjórnin hefði mótmæit harð- iega flugvallargerð i Bessa- staðahreppi, eins og hún hefði alltaf gert og hefði ágreiningi milli hreppsins og skipulagsstjórnarinnar verið visað til úrskurðar ráðuneyt- is. f>að er hroiivekjandi fyrir okfeur að sjá þennan flugvöil á teikningum og móðgandi, sagði Eyþór Stefánsson og áreiðanlega fá Kópavogur og Garðahreppur sama ónæði og við. „bað er nauðsyniegt fyrir okkur í Bessastaðahreppi, að endir verði bundinn á þetta mál með öllu.“ f „HÖFUÐSTAÐ KEVKJANESK-IÖRDÆMIS" Frá Garðahreppi var ekið til Hafnarfjarðar og rakleitt til Sjálfstæðishússins i Hafn- arfirði, þar sem helzfcu framá menn Sjáifstæðisflokksins í Hafnarfirði tóku 4 móti fram bjóðendunum. Ég hef haft nokkuð náin kynni af hafn- firzkum Sjálifstæðismönnum siðasta áratuginn eða svo, og þeir hafa jafnan komið mér fyrir sjónir sem dáJltlð frá- brugðnir SjáJfstæðismönnum annars staðar á landinu. Kjaminn I hópi hafnfirzkra Sjálfstæðismainna er mjög sterkur. Þeir halda jafnan uppi mjög ötulu félagsstarfi, eru samhentir, gera hlutina öðru visi en aðrir og baráttu hugurinn og harkan að mörgu leyti meiri en maður kynnlst annars staðar. Ástæð an er fyrst og fremst 3ú, að Sjálfstæðismenn í Hafnar- firði hafa í fjóra áratugi háð mjög harða baráttu við Al- þýðufliokfesmenn og vinstri öfflin. Þessi barátta, hefurver ið mun harðari en í Reykja- vik, en svipar til þeirrar bar- áttu, sem háð var á Isafirði fyrr á árum og hefur óhjá- kvæmilega sett sitt svipmót á Sjálfstæðismenn i Hafnar- firðL 1 Sjáifstæðishúsinu hafði orð fyrir. Haifnfirðingum Bgg ert ísaksson formaður full- trúaráðsins í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi. Hamn sagði okk ur ro.a. frá því, að hitaveita væri eitt brýnasta hagsmuna mál Hafnfirðinga um þessar mundir, og hefði víðtæk rann sókn farið fram á heitavatns- svæðinu í Krisuvik. Eftir glæsilegar móttökur i Sjálfstæðishúsinu var ekið um Hafnarfjörð undir leið- sögn Eggerts Isakssonar og gengdð upp á Hamarinn, en þaðan er útsýni ákaflega fag urt yfir Hafnarfjörð. Eins og allir vita, sem til Hafnarf jarð ar hafa komið er bæjarstæði Hafnarfjarðar eitt hið feg- ursta á landinu og nú er ekki aðeins svo, að Hafnarfjörð- ur sé fallegur bær, heidur tel ég óhætt að fullyrða, að ekk- ert bæjarfélag á landin-u sé i jafnmiklum uppgangi, sem Hafnarfjörður um þessar mundir. Atvinmulíf er þar með mifelum blóma, og bygg- ingarframkvæmdir miklar. Vafalaust á álverið í Straums- Vík sinn þátt í þessari mifelu grósku, en stjórnarforusta Sjálfstæðismanna í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar á sl. tveimur kjörtímabilum, lagði þó fyrst og fremst grundvöll að þeirn blómatímum, sem Hafnfirðingar búa nú við. Nú kveðjum við „höfuðstað Reykjaneskjördæmis“ sagði einhver, þegar ekið var frá Hafnarfirði og þótti sumum nóg um. A VATNSLEVSUSTRÖNDINNI Frá Hafnarfirði lögðumvið leið ofekar suður á Vatns- leysuströnd, og við Stóru- Vatnsleysu slóst í hópinn Sæ mundur Þórðarson, bóndi, út- gerðarmaður og aflakóngur. Hann hefur verið virkur þátttakandi i starfi Sjálf- stæðismanna i Reykjanesfejör daami og átti m.a. sæti á fram boðsiista fliokksins á sl kjör- tímabili. Hann sfeýrði okfeur frá bæjarnöfnum og þvi sem fyrir augu bar, meðan ekið var suður í Voga, en þar tók á móti hópnum Guðmundur Björgvin Jónsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Vatns- leysustrandarhreppi. Hann hafði frá ýmsu að segja. Hafnarframkvæmdir eru veigamestar fyrir iibúa Voga- og Vatnsleysustrandarhrepps, og Guðmundur Björgvin sagði ofekur, að í janúarmán- uði sl. hefðu verið gerðir út jafnimargir netabátar og frá Hafnarfirði. Frystihúsið i Vog um veitir mifela atvinnu, en aðrir sæfeja vinniu til Kefla- víkur og upp á Keflavikur- flugvöU. Auk frystihússins eru tvö önnur fiskvinnslufyr- irtæki í Vogurn. 1 Vatnsleysustrandarhreppi hafa þeir eigin rafveitu en feaupa rafmagnið að. Guð- mundur Björgvin sagði, að lækndsþjónustan væri á heiimsmæJikvarða í Vatns- leysustrandarhreppi, þarværi engiinn heimilislæknir og þeir gætu hriingt í þá lækna, sem þeim sýndist og þeir kæmu að vörmu spori. í hreppnum eru nú sjö ný íbúðarhús í byggingu. DRAUGUR Á STAPA Þegar við höfðum skilið við Vatnsleysustrandarhrepp, tófe Ingvar Jóhannsson, fram kvæmdarstjóri, sem skipar 5. sæti á framboðslista Sjálf- stæðisfLokksins I Reykjanes- kjördaemi, við leiðsögninni og um leið og ekið var framhjá Stapa, sagði Ingvar, að sög- ur hermdu, að á Stapa væri draugur, sem fyrir hefðikom ið, að hieft hefði för þimg- manna á Suðurnes, Viðstadd- ir tófeu þetta sem ámLnniangu Suðurnesjamanna um, að þingmenn kjördæmisins mættu gjarnan sjást oftar þar suður frá. 1 Ytri-Njarðvlk er fyrirhugað að hef ja fram- kvæmdir við iþróttavöWi tii þess að skapa betri aðstöðu til íþróttailðkunar. Síðar um dagimn var kom- ið í hið glsesilega félagsheim- ili Stapa i Ytri-Njarðvík, þar var saman kominn hópurfor svarsmanna Sjáifstæðisflokks ins i Ytri-Njarðvík og hafði Ingölfur AðaJsteinsson, veður fræðingur orð fyrir þeim með an framibjóðendur og aðrir gestiir þágu kaffiveitingar I Stapa. „KEFLAVfK ER FALLEG UNDIR SNJÓ“ 1 Keflavík snæddu ferða- langarnir hádegisverð ogþar tóku helztu forystumenn SjáJ/stæðisflofeksins í Kefla- vík á móti þeim, en Tómas Tómasson, iögfræðingur, for- seti bæjarstjórnar var þar i fyrirsvarL Um ferðina til Keflavikur og raunar tii Sandgerðis einnig verður ékki rætt, án þess að mefna þátt Sverris J úliussonar, al- þingiismanns, I þeim heim- sóknum. Það var einstaklega ánægju legt að aka um Keflavik, þar sem Sverrir Júlíusson þekk- ir hverja þúfu, ef svo má að orði komast. Við hvert ein- asta hús við aðalgötu Kefla- víkur voru bundnar minning- ar, sem rifjuðust upp fyrir Sverri, þegar við ókum um Keflavík undir leiðsögn hans. Hann er alveg ótrúlega fróð- ur um sögu Keflavíkur, þá sem átt hafa þátt i að byggja þennan bæ upp, ættmenni þeirra og fjölskyldur. Sama sagan var, þegar komið var til Sandgerðis, en þar starf- aði Sverrir á sínum yngri ár- um. Við stóðum á bryggjunni í Sandgerði og hlýddum á Sverri segja frá löngu liðn- um dögum, og ég hygg að ég mæli þar fyrir munn allra þeirra, sem þátt tóku í þess- ari 'frambjóðendaferð, að það hafi kannski verið einna skemmtilegustu augnablikin í ferðinni að hlýða á Sverri Júlíusson segja okkur frá Keflavík og Sandgerði fyrr á árum. Sverri finnst Keflavík fall- eg, en alveg sérstaklega finnst honum Keflavík falleg undir snjó, að því er hann sagði okkur í þessari eftir- rninnilegu ferð um æskuslóð- ir hana. f GARÐINUM Ekki er lengi dvalizt á Suð umesjum, er í Ijós kemur, að vinsamlegur rígur ríkir milli sveitarfélaganna á Suð- umesjum. Það mátti giöggt heyra, þegar Finnbogi Bjöms son úr Garðinum lýsti fyrir okkur leiðinni frá Keflavik út í Gerðahrepp. f Garðinum sagði Finnbogi Bljörnsson okfeur, að væru 16 fiskverkunarstöðvar og 14 bátar eru gerðir þaðan út. Útfflutningsverðmæti sjávar- afurða í Garðinum nam á sl. ári um 400.000.00 kr. á hvert mannsbam í þessu sveitar- félagi og gefur það nokkra hugmynd um þýðingu Gerða hrepps í sjávarutvegi okkar og útflutningsframleiðslu. Af hálfu heimamanna hafði Jón Ólafsson skóla- stjóri orð, þegar kom- ið var saman í félagsheimii- inu í Garðinum, en Bjöm Finnbogason, oddviti Gerða- hrepps spurðist fyrir um var- anlega vegagerð milli ver- stöðvanna á Suðumesjum, sem tengir þau Keflavíkur- veginum eða Reykjanesbraut- inni, sem svo er köJluð, þetta er eitt helzta áhutgamáJi Suður nesjamanna og af skiljanleg- um ástæðum. Gifurlegir fisk- flutningar á vörubílum fara fram frá verstöðvum á Suður rtesjum tid fiskvinnislustöðiv- anna annars staðar á þessu svæði. Og það gefur auga Jeið, að vondir vegir draga mjög úr gæðum hráefnisins. Matthías Á. Mathiesen upp- lýsti, að á vegaáætlun fyrir árið 1971 og ’72 væri áætlað að verja 8 milljónum króna til verkfræðilegs undirbún- ings vegna varanlegrar vega- gerðar á þessu svæði, og er þá aðallega átt við Grinda- víkurveg, Sandgerðisveg og Garðskagaveg. Matthías lagði áherzlu á, að hann teldi þetta ekkl einkamál þessara sveitarfélaga á Suðurnesjum, heldur hagsmunamál allra byggðanna við Faxaflóa, Framhald á bh. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.