Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1971 5 Bæði híis Krabbameinsfélaffsins. Krabbameinsfélagið kaupir annað hús STARFSEMI krabbameinsfélag- I fólk og tíma eins og fjöldarann- anna vex ört með ári hverju. sóknir og krabbameinsskráning. Starfsliði hefur þvi fjölgað mjög Leit að brjóstkrabbameini er nú á seinni árum, jafnframt því,--- hafin og leit að lungnakrabba- meini er einnig í byrjun. Pláss- leysi er því orðið mjög tilfinnan- legt í Suðurgötu 22 og leiddi til þess, að ráðizt var í að kaupa húsið nr. 24, til þess að bæta úr erfiðleikunum og skapa mögu- i leika fyrir nýbyggingu í fram- tíðinni. Myndin er af báðum I húsunum. sem ný viðfangsefni hafa komið til skjalanna, sum þeirra frek á Félög Sameinuðu leiðrétting bjéðinuiii á fuiicli hér 1 FRÉTT Mbl. í gær um Edin- borgarráðstefnuna um islenzk og norræn fræði, sem haldin verður í ágúst n.k., féllu niður tvær línur. Stóð þannig, að E. J. Cowan flytti fyrirlestur um Vin- heiðarorrustuna í Egilssögu en átti að vera Bjarni Einarsson. Þarna átti að standa: E. J. Cowan frá Edinborg talar um Oxkneyingasögu og sögu Skota og Bjaxni Einarsson lektor við háskólann i Osló talar um Vín- heiðarorrustuna í Egilssögu og orrustuna við Brunenburh. FÉLÖG Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum munu halda ár- legan sumarfund sinn að þessu sinni á Islandi og munu um 50 til 60 þátttakendur frá Skandi- navíu og Danmörku væntanleg- ir til landsins í fyrstu viku ágústmánaðar. Ráðstefna þessi verður haldin að Hótel Loftleið- um og sér Félag Sameinuðu þjóð anna á íslandi um allan undir- búning. Foi'maður Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi er Gunnar G. Schram. Hann gat þess í við- tali við Mbl. að þetta væri fyrsta sinni, sem þessi sumarfundur fé- laganna væri haldinn á Islandi, en slíkir fundir eru haldnir í ýmsum löndum. Fundarefni fundarins hér verður umhverfi manna og mengun og verður eins konar undirbúningur félag- anna að ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi á næsta ári, þar sem umhverfisvanda- mál verða tekin til meðferðar. Á fundinum i Reykjavík verða m.a. fyrirlestrar íslenzkra sér- fræðinga á þessu sviði. Viðræður róru fram áður en til yf irvinnu- banns kom, segir VR Blaðinu hefur borizt eftir-1 farandi frá Verzlunarinannafé ■ lagi Reykjavíkur: Vegna ummæla formanns Kaupmannasamtaka Islands, Hjartar Jónssonar, í viðtali við Morgunblaðið 26. maí s.l., þar sem segir að Kaupfnannasamtök in hafi ekki fengið viðræður við Verzlunarmánnafélag Reykja- víkur áður en til yfirvinnu- bannsins kom þann 22. maí s.l, er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Orðrétt segir í viðtali við for- mann Kaupmannasamtakanna: „Eru kaupmenn mjög óánægð ir með að ekki fengust viðræð- ur við V.R. áður en til banns- ins kom, en kaupmenn höfðu far ið þess á leit við V.R. að þessi mál yrðu rædd á sameignleg- um fundi.“ Hið rétta í málinu er það, að þann 5. maí s 1, óskaði V.R. bréf lega eftir viðræðum við Kaup- mannasamtökin og aðra viðsemj endur félagsins, sem hlut eiga að máli vegna hins alvarlega ástands, sem skapazt hefur í vinnutíma afgreiðslufólks í kjöl far þeirrar ringulreiðar, sem þró azt hefur undanfarið i af- greiðslutíma verzlana. Jafn- framt var vinnuveitendum send samþykkt félagsfundar V.R. frá 29. apríl s.l. um heimild til yfirvinnubannsins. Fulltrúar Kaupmannasamtaka íslands gátu ekki vegna anna komið til fundiar fyrr en föstu- daginn 14. maí. I>á var fundur haldinn í skrifstofu V.R. ki. 10 að morgni og voru þar mættir formaður og framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna ásamt fulltrúum annara viðsemjenda V.R. sem hlut eiga að þessu máli. í>að er því ekki rétt, sem hald ið er fram i nefndu viðtali við formann Kaupmannasamtak- anna, hvort sem það kann að stafa af ónákvæmni blaðamanns eða ekki, að eigi hafi fengizt viðræður við V.R. áður en til bannsins kom. Á viðræðufundinum þann 14. maí var vinnuveitendum m.a. skýrt frá því, að ef þeir gætu ekki tryggt að félagsmenn þeirra héldu og virtu ákvæði 7. greinar kjarasamnings að- ila varðandi vinnutíma af- greiðslufólks, þá neyddist stjórn V.R. til að láta heimld félagsfundar VR frá 29. ápríl s.J. um yfirvinnubann, koma til framkvæmda innan tíðar. t>á skal þess getið, að við samningagerð í júli 1970 óskaði V.R. eftir að nefnd skipuð full- trúum Kaupmannasamtaka Is- lands og V.R. yrði skipuð til að vinna að lausn þessa máls fram til næstu samningagerðar. Tillaga V.R. dags. 2. júlí 1970 var þannig: „Samningsaðilar skipa sex manna nefnd, þrjá frá hvorum, sem vinna að því fram til næstu samningagerðar að rannsaka hvernig stytta megi vinnutíma afgreiðslufólks. Ennfremur skal nefndin gera tillögur um breyt- ingu á afgreiðslutíma verzlana. Nefnd þessi skal skipuð innan 14 daga frá undirskrift þessa samkomulags." Þessari málaleitan V.R. var með öllu hafnað. Samkvæmt þessu liggur ljóst fyrir: Að V.R. bauð upp á yiðræður 2. júlí 1970, sem Kaupmanna- samtökin höfnuðu. Að V.R. óskaði eftir viðræð- um með bréfi dags. 5. maí s.l. Að viðræður fóru fram milli aðila þann 14 maí s.l., 8 dögum áður en yfirvinnubannið kom til framkvæmda. ÞETTA ER REAAINGTOIM... Remington veggskjalaskápar upp- fylla kröfur um hagkvæma skjala- röðun og skjalavörzlu. Skjalamöpp- urnar eru hengdar upp hlið við hlið og eru því allar sýnilegar og innan handar um leið og skápurinn er opnaður. Þegar tekið er tillit til þess skjalamagns, sem veggskáparnir geyma, kemur í Ijós, að þeir taka aðeins u.þ.b. Va hluta þess gólf- flatar, sem venjulegir skjalaskápar þurfa. Remington veggskáparnir | tryggja hagkvæmni og hámarks nýtingu. Remington FLEXIFILE®-skjalagrind f skúffur nýtir betur rýmið, dreifir innihaldi skúffunnar jafnt og gerir auðveldara að opna hvern vasa hæfilega til að fletta upp í bréfa- safninu og flytja til í því. Remington FLEXIFILE®-skjala- grindur má nota í allar gerðir skjalaskápa og með þefm má fá spjöld og merkimiða, sem tryggja góða yfirsýn yfir skjalasafnið. Remington KARDVEYER® er sjálf- virk, rafknúin skjalageymsla. KARD- VEYER® spjaldskrárveltir gerir ein- um starfsmanni kleift að finna eða raða miklu magni spjalda og skjala á örskömmum tíma. KARDVEYER® spjaldskrárveltinum er stjórnað frá sérstöku stjórnborði og hver færsla tekur aðeins fáeinar sekúndur. Remington spjaldskrárveltar eru fá- anlegir í mörgum stærðum og geta geymt frá 25 þúsund — 800 þúsund spjöld og skjöl af ýmsum stærðum, svo sem götunarspjöld, DIN-stærðir allt að A4 og „folio’-stærðir. Eldvarðir skjalaskápar frá Reming- ton vernda hin ómetanlegu gögn stofnana og fyrirtækja. Eldvörðu Remington skáparnir þola elds- voða, hátt fall, vatn og hvers konar efnablöndur án þess að innihald þeirra skemmist. Skáparnir full- nægja ströngustu yggi, en eru þó á veldari í notkun skjalaskápar. kröfum um ör- engan hátt tor- en venjulegir Remington framleiðir skrifstofubúnað, Veitum aðstoð við uppbyggingu og sem fullnægir kröfum tímans og hentar endurskipulagningu á bréfa- og skjala- þöríum fyrirtækja af öllum stærðum. söfnum. NOTIÐ VANDAÐA VÖRU ?£*(•] NOTIÐ REMINGTON. Laugavegi 178. Sími 38000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.