Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 5 Frá h\)'rfafiiii(lininn í fyrrakvöld. Einbeittur áhugi fram að kosningadegi Hverfafundir frambjóðenda S j álf stæðisf lokksins í Reykjavík H V KHFASAMTÖK sjálf sta'ðis- nianiia Kcngust fyrir fundi nieð franibjóiVnduni Sjálfstœðis- finkksins í Boykjavik í Súlnasal Hóti'l Sögru sl. fimmtudagskvöld. Avörp t'liittu Jóhann Hafstein, forsa'tisráðherra, Gunnar Thor- nddsen, prófessor, og Pétur Sig- urðsson, sjóniaður. Fundarstjóri var Vilhjálniur Þ. Gíslason. Fiindiirinn var fjölniennur og að loknnni l'ranisög nra'ðnni svör- uðu frambjóðendur fyrirspurn- iiiii fiindarinanna. Sveinn Kjarlansson spurðist fyrir um mjólkursölu í matvöru- verzlunum, sem hann sagði vera í samræmi við óskir neytenda. .lóhann Hafstein sagðist vera fylgjandi þvi, að mjólk yrði dreift í matvöruverzlunum og þegar hefði miðað nokkuð i átt- ina. Séra Magnús Guðmundsson innti eftir áformum Sjálfstæðis- flokksins i heilbrigðismálum, en Magnús sagði, að nú væri sér- stakur skortur á geðsjúkrahúsi. •lóhaiin Hafstein sagði, að á þeim tíma, sem hann hefði farið með stjórn heilbrigðismálanna, hefðu tvö stör verkefni verið á döfinni í Reykjavík. Annars veg- ar stækkun Landspítalans og hins vegar bygging Borgar- sjúkrahússins. Þá hefði verið lagður grundvöllur að byggingu kvensjúkdóma- og fæðingadeild- ar, sem nú væri að risa af grunni. Það hlyti að vera eitt mesta áhugamál sjálfstæðis- manna að efla þessa starfsemi. Læknamiðstöðvar væru úrræði, er bæta ættu heilbrigðisþjónustu bæði í dreifbýli og þéttbýli. I þessum efnum miðaði all vel áfram. En geðheilbrigðismálin Afmælisþing barnakennara f TILEFNI af hálfrar aldar af- iiia'li Sainliands íslenzkra barna- keniiara verrtur lialdið afmælis- þing í Reykjavík dagana 3.—4. jiiní n. k. Þingið verður sett í Þjóðleik- húsinu fimmtudaginn 3 júná kl. 14,00 að viðstöddum fcrseta ís- lands. Skúli Þoroteinsson, for- maður sambandsiins setur þingið. Ávörp flytja Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra, Geir Hall- grimsson, borgarstjóri, og fuil- trúi norrænna gesta. Dr. Broddi Jóhannesson flytur hátiðarræðu, sem hann nefnir: Leysingjar og þrælar fastir á fótum. Hugleið- ing um hlutverk og stöðu kenn- arans. Mál þetta verður einnig aðalmál þingsins. ' Guðmundur Tngi Kristjánsson, skáld á Kirkju bóli, flytur ljóð, sem hann hefur ort í tilefni afmælisins. Barna- kór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar og Guð rún Á. Símonar, óperusöngkona, syngur við undirleik Guð- rúnar Kristinstíóttur. Þá verða kynntir nýkjörnir heiðursfélagar Sambands Jslenzkra barnakenn ara. Ailmörgum gestum hefur ver- ið boðið að vera við þingsetn- inguna, þar á meðal fulltrúum kennarasamtakanna á Norður- löndum. Lúðrasveit bama undir stjórn Páls P. Pálssonar leikur á tröppum Þjóðleikhússins fi'á kl. 13,30 til 13,55. Kl. 16,30 sama dag verður þinginu fram haldið í Melskóla og verður þar rætt um hlutverk og stöðu kennarans í samifélaginu. Fyrir hádegi á föstudag hefjast þingfundir að nýju, og gert er ráð fyrir, að þinginu Ijúki fyrir hádegi. Kl. 15—17 á föstudag tekur stjórn S.I.B. á móti gestum í Súlnasal Hótel Sögu. 1 tilefni afmælis þessa hafa verið haldnar sýningar á vinnu barna í öllurn iandshlutum. — Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík og fræðsluyfirvöld Reykjavikur gangast fyrir yfir- litssýningu um skólamál í Mela- skólanum 3.—5. júni, og er sýn- ing þessi oplr almenningi. Dagana 1.—2. júni n. k. verð- ur haldið í Melaskólanum í Reykjavík aukafuiltrúaþing. — Verður þingið sett þriðjudaginn 1. júni kl. 10 árdegis. Á þinginu verður fjailar um launa- og kjaramál bamakenn- ara. Hinir nýju kjarasamningar verða kynntir og ræddir. Fram- sögumenn verða Kristján Thorl- acíus, form. BSRB, og Svavar Helgason, starfsmaður S. 1. B. Þá mun Kristján J. Gunnars- son, skólastjóri, kynna grunn- skólafrumvarpið og svara fyrir- spurnum. Gert er ráð fyrir, að þinginu ljúki síðari hluta dags á mið- vikudag. væru engu að síður eitt mest að- kallandi viðfangsefni á þessu sviði nú. Andreas Berginami spurðist fyrir um það, hvernig á því stæði, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði hneppt verzlunina í verð- lagsfjötx-a. Jóhann Hafstein sagð ist halda, að vei'zlunin hefði aldrei verið í meiri blóma en á undanförnum árum. Verðlags- ákvæðin hefðu þó verið í ólestri. Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið eini flokkurinn, er staðið hefði óskiptur með verðgæzlufrum- varpinu. Ennfremur væri nauð- synlegt að efla skilning á gildi Verzlunar. Haiikur Iljaltason og Sigurrttir Agúst Jensson spurðust báðir íyrir um afstöðu Péturs Sigurðs- sonar til bjói’sins. Pétur Sigurðs- son sagði, að sínar skoðanir væru óbreyttar í þessu efni. Meðan leyft væri að selja sterkt brennivín, væi’i full þörf á að leyfa sölu á áfengu öli með sömu takmörkunum og eru nú á sölu áfengis. l’llfar Þórrtarson sagði, að við hefðum ekki nægan starfskraft til þess að starfrækja sjúkrahús- in. Úlfar spurðist síðan fyrir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til lausnar á hjúkrunarkvennaskort- inum. Jóhann Hafstein sagði, að þetta vandamál hefði verið til meðferðar. Rikisstjórnin hefði ákveðið að skipa nefnd, er gei’a ætti tillögur um úrlausn þessa vandamáls, en þetta vairi nú mikið áhyggjuefni. Garrtar Pálsson innti eftir því, hvort Sjálfstasðisflokkurinn væri hlynntur þeii'ri stefnu, að úthlut- un veiðileyfa á takmörkuðum svæðum innan landhelginnar væri háð ííkisforsjá. Pétur Sig- urðsson svaraði fyrirspux-ninni og sagðist ekki vita á hverra höndum slík leyfisveiting ætti að vera, ef ekki ráðuneytisins. Pét- ur sagðist ekki sjá, að nokkur annar aðili gæti veitt þessi leyfi, ef veita ætti þau á annað borð. Valgarð Briem sagði, að ýms- um stæði uggur af Reykjavík- urflugvelli. Þota Flugfélags ís- lands hefði fengið takmarkað leyfi til lendingar í Reykjavík. Valgarð innti síðan eftir þ\ð, hvort búast mætti við tíðari þotulendingum á Reykjavikur- flugveili með tilkomu hinnar nýju þotu félagsins. Jóhann Haf- stein sagrti, að lendingar þotu myndu ekki aukast mjög mikið. Hér væri einungis um tíma- bundnar aðstæður að ræða. Fyr- irhugað væri að aðskilja herflug og farþegaflug á Keflavíkurflug- velli með byggingu fullkominn- ar flugstöðvar. Það væri von sin, að ný flugstöðvarbygging gæti risið þar innan fárra ára. Vilh.jálmiir Þ. Gíslason sleit fundinum og sagði, að af hon- um færu menn til þess að ein- beita áhuga sínum fram að kosn- ingadeginum og úrslitum hans. Islendinga sögur með nútíma stafsetningu Tilboð okkar stendur enn! I'll \/l U| I K V/egna heimkomu handrit- anna gefum við nýjum áskrif- endum að þessari einu heild- arútgáfu Islendinga sagna með nútíma stafsetningu 25% afslátt frá búðarverði bók- anna. Út eru komin 5 bindi af 9. tvö bindi koma á þessu ári og tvö síðustu bindin koma á næsta ári. Notið þetta einstaka taikifæri, sem aðeins stendur takmarkaö- an tíma enn! fi fu,\m V SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045 Já, ég óska að gerast áskrifandi að Islendinga sögum I—IX með nútíma stafsetningu, i útgáfu Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólasonar. á áskriftaverði sem er 25% lægra en verð bókanna er í lausa- sölu í búð. Askriftarverð I. bindis er kr. 500,00 (búðarverð er kr. 666,00) Askriftarverð II. bindis er kr. 541,00 (búðarverð er kr. 721,50) Askriftarverð III. bindis er kr. 541,00 (búðarverð er kr. 721,50) Askriftarverð IV. bindis er kr. 666,00 (búðarverð er kr. 888,00) Askriftarverð V. bindis er kr. 666,00 (búðarverð er kr. 888,00) Ég óska að fá fyrstu 5 bindin afhent nú þegar og greiði þau við móttöku með kr. 2.914,00 (búðarverð þessara 5 binda er kr. 3.885,00), en næstu fjögur bindin fæ ég jafnóðum og þau koma út, tvö bindi árlega, 6. og 7. bindið á árinu 1971 og 8. og 9. bindið á árinu 1972. Ég óska að fá bækurnar: Q Sendar gegn póstkröfu. Q Sækja þær til forlagsins. Nafn staða nafnnúmer heimili sími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.