Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MAl 1971 13 „Bólu-Hjálmar verður ríkur um aldamót“ 80 ára afmælisspjall við Guðmund frá Blönduósi „Vænst þykir mér um það, að dóttir min i Danmörku, ætlar að vera hjá mér á afmælisdaginn,“ sagði Guðmnndiir Jónsson garð- yrkjumaður frá Blönduóei, þeg- ar við hittum hann á dögimum, rétt fyrir áttræðisafmæli hans, og freistuðum þess, að fá hann tU að segja okkur eitthvað frá lifshlaupi sínu. „Ég er kominn til að rekja úr þér garnirnar, Guðmundur?" „I»ær eru nú ekki niargar garnimar í mér, en ég hef svo san margt lifað og reynt, og mikið leikið mér um ævina, en ég kann að þeg.ja. Og núna er ég heilsugóður, hef verið bæði i Ási og á heilsuhæli NLll i Hveragerði. Þökk sé þeim góðu stöðum. Ég hef verið svo slæm- ur í fótimum nndanfarin ár, en mér hefur þama batnað vei, og f sumar a-tla ég svo sannarlega »ð yngja mig upp þama eystra.“ „Jæja, Guðrraundur, eigum við ekki að minnast strax í upphafi svolítið á hann nafna þinn góða, sem þú varst að senda Dönum til steypingar fyrir skömimu.“ „Já, það hafa margir mætir menn kornið að mádi við mig og sagt: „Það var gott hjá þér, þú varst seigur, — að koma Guð- mundi góða til Danmerkur á rétt um tíma. Hefði hann komið nokkrum dögum síðar, — hefð- twn við ekki fengið handritin. Gamli maðurinn sá til þess.“—“ „Hvar ertu fæddur, Guðmund ur ?“ „Ég er fæddur 29. mai 1891 að Stapa í Tungusveit i Skaga- firði, Hún Sigríður frá Stöpum, sem stundum yrkir fyrir þig, er systir mín. Faðir minn Jón Þor vaidsson var fæddur og uppal- inn i Stapa. Móðir mín var Hún- vetningur, fædd á Efra-Skúfi, Guðrún Jóhannsdóttir, en hún var rangfeðruð. Hinn rétti fað- ir hennar var séra Björn Þor- láksson, prestur á Höskuldsstöð um. Símon Dalaskáld gisti eitt sinn heima, og sagði við mig: „Þú verður framúrskarandi ræðumaður eins og hann afi þinn, séra Björn og kvenhollur og drykkfeWdur, rétt eins og hann.“ Þessi séra Björn reri út á flóa til fiskjar. Eitt sinn reri hann á sunnudegi, og hél-t ekki til iands, fyrr en hann sá kirkju gestina koma. Hraðaðd sér til bæjar, og í göngunum beið hans griðkona og færði honum brenni vínspela, og með það fór hann í hempuna og hélt þrumandi ræðu yfir söfnuðinum; talaðí ávallt blaðlaust. En Simon orti um mig vísu og hún er svona: Um gólfið skundar giiUfagur, glaður sveinji í Stapa. Hringa gmndiim hugþekknr, hann Giiðmimdur .lónssonur. Ég heiti i höfuðið á Guð- mundi Hannessyni prófessor, því að það var fyrsta læknis- verkið hans, að taka fót af föð- ur minum, og var þá aðeins stúdent á læknaskólanum, og mátti þetta víst ekki. Séra Jón Magnússon á Mæflifelli var vin- ur hans. Sá séra Jón var faðir Magnúsar prófessors og Þóris Bergssonar. Einhver svæfingar meðöl voru tid hjá lækninum í Glæsibæ, og hann skar með hnifi sem séra Jón átti, en beinið sag- aði hann í sundiur með bandsög föður míns. Þeir notuðu bað stofuhurðina fyrir skurðarborð. Siðan lagði hann dýjamosa við sárið, og enginn vissi þá, að dýjamosi væri sótthreinsandi og græðandi. Þetta voru víst berkl ar i fæti föður mins. Hann náði sér og varð háaldraður. En ég fékk svo þessa berkla I .útlimina, og Guðmundur Hannesson stundaði mig, og lá ég á Akureyrarspítada með Gunnlaugi Einarssyni lækni. Og Guðmundur gerði það ekki enda sleppt, heldur fékk Matthías Jochumsson til að kenna okkur að lesa.: — Það voru nú meiri gæðin. En liklega hef ég nú endur- goldið Guðmundi þetta að nokkru, þvi að ég lét reisa hon um minnisvarða á fæðingarstað hans að Guðlaugsstöðum i Blöndudal. Guðmundur frá Mið- dal gerði minnisvarðann. Ég er viss um að Guðmundur prófess- or hefði kunnað þessu vel. Guð- mundur frá Miðdal dó frá varð anum sjálfum, og útliti hans réðd ég.“ „Já, Guðmundur, þú ert fræg- ur fyrir þessa minnisvarða þina og minningarlundi. Hverja aðra hefur þú látið gera?“ „Það er nú likast til. Fyrsti minnisvarðinn var um Jón bisk up Arason, reistur á Grýtu. i Eyjafirði, heill skógur í kring. Þá sögðu Eyfirðingar, að það ætti að setja mig á Klepp, að vera að byrja á þessari vitleysu. Sá næsti var um Bjarna Jóns- son frá Vogi, reistur i Vogi i Dalasýslu. Siðan kom þessi áður nefndi um Guðmund Hannesson á Guðlaugsstöðum Þar næst táknrænn minnisvarði I Elínar- garði á Blönduósi til minnin.g- ar um merkiskonuna Elínu Briem. Ég kom upp lundi með gosbrunn við Héraðshælið á Blönduósi, en hann hefur ver- íð eyðilagur fyrir mér, krakk- Skrifstofur okkar verða lokaðar frá hádegi þriðjudaginn 1. júní vegna jarðarfarar Kristjáns Friðriks Kristjánssonar, sölumanns. KRISTJANSSON hf„ Ingóffsstræti 12. Atvinna Vanar saumakonur óskast strax í verksmiðju vora. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands hf. Guðmundiir Jónsson. arnir henda grjóti í brunninn. Það er allt eyðidag.t. Ég gaí líka húnanna á hliðstólpana við Hér aðshælið. Þá kom ég upp minn- ingarlundi um Bólu-Hjálmar neðam við Bóiu, og fylgdi með peningaupphæð til við- halds skógarlundinum, — en hún liigigur ósnert í sparisjóðn- u-m á Króknum, svo að Bólu- Hjádmar er farinn að safna fé. Hann verður ldklega orðinn rik- ur um aldamót. Vona bara þeir fari ekki að skattleggja Bólu- Hjálmar eftir addt saman. Og svo er þá minnisvarðinn um Guðmund góða á Hódum, sem nú er i brennidepMnum, og all- ir hafa heyrt um. Ég get auk þess getið minndngarsjóðs Eltn ar Briem, en úr honum eru veitt verðlaun beztu námsmey hús- mæðríLskólans á Blönduósi. Allir lundirnir mánir eru sjálfseignarstofnanir, en mér finnst bara ekki nógu vel úm þá hirt. Þeir hafa nóga pen- inga til þess, en svona er trassa skapurinn megn víða.“ „En svo er að geta þess, Guð- mundur, að þú hefur skrifað bækur, sem komið hafa út á prentd. Þær eru trúlega orðnar margar?" „Ó, já, þær eru orðnar marg- ar. Fyrst var gefin út £if Oddi Björnssyni á Akureyri: Heyrt og séð erlendis, minningar frá Danmörku á stríðsárunuim, segi írá starfi mdnu þar. Næsl komu smásögur : Hann bara hana inn i bæinn, siðan Prestkcman (smá- sögur), Sonur kotbóndans (•skáddsaga), Friða í Stjórnajr- ráðinu (smájsög'ur), og svo er að koma út bók eftir mig á afmælis daginn, vönduð útgáfa og sú bók á að heita: Ástin spyr ekki um aldur, og eru það 4 sögur. Leiftur h.f. hefur gefið út allar bækur minar nema þá íyrstu. Hvernig þær verða tid, sög- umar minar? Tja, hvað skad segja. Mínar sögur verða ekki tid þannig, að ég taki til með- ferðar einhverjar persónur, sem menn svo þekkja. Auðvitað hef ég persónur í huga, en veií ekki hvað þær heita. Ég fer máski inn á veitingahús, sé þar fóik, sem ég nota, — j'á, og svo í næturrútunni, já, það er margur góður efniviðurinn í næturrút unni, lagsmaður. Annað mád er það, að ég tek margt fyrir, sem aflaiga fer í þjóðféflaginu, en það er með þessa nýju bók, að ég býst við, að kvenfólkið verði ánægt með hana." „Hvað með fjölskyidu þína, Guðmundur?" Ég eignaðist 3 börn með konu minni úti í Danmörku, en við slitum samvistum. Ég varð inndyksa í Danmörku öfld striðs árin. Ég hef ferðast um öll Norð urflönd nema Finnland, en kynntdst þó nokkuð Sally Saiim- inen, skáldkonunni. Þá hef ég ferðazt um Pólland og Þýzka- land. Orðið svo frægur að kom- ast austur fyrir járntjadd." „Og að lokum Guðmundur, hvenær kemur svo eftirlætið þitt, hann Guðmiundur góði heim úr útlegðinni?" „Ja, það er verið að steypa hann í eir, — tekur ár að steypa hann. En það vantar meira fé, karlanginn er fátækur núna, — blessaður, segðu frá þvi. Annars eru þeir adJtaf að heita á hann, og þetta kemur." „Hvar ætflarðu að vera á af- mælisdaginn ?“ „Ég verð allan afmælisdag- inn á Hótel Vík, herbergi nr. 9, og dóttir min frá Danmöriku með mér. Ég hef engin efni á að hadda neina afmælisveizlu, en það myndi gleðja mig, ef ein- hver vildi líta inn.“ Og með það kveð ég þennan siunga hugsjónamann, sem læt- ur aldréi sitja við orðin tóm, heldur framkvæmir hugsjónir sínar. — FrJS. Sumorstígvél SJcósaian, Laugavegl 1 Skóverzlun Kópavogs Skóbúðin Keflavík hf. M. H. Lyngdal, Akureyri. Skrifstofuhúsnœði óskast í miðborginni eða við hana. Þarf að vera laust í sumar eða haust. Æskileg stærð fjögur herbergi og geymsla Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 5. júní, merkt: „Miðbær — 4176". FRYSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST TRYGGIR GÆÐIN VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar f Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- mörku áfrystitækjum til heimilisnota. lítrar 265 385 460 560 breidd cm 92 126 156 186 dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 Frystiafköst pr. Sóiarhring kg 23 27 39 42 Laugavegi 178. Simi 38000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.