Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Jórdanía: Skæruliðar eru búnir að vera Amman, 21. júlí. FORSÆTISRÁÐHERRA Jórd- aníu, Wasfí Tell, sagði í dag að Palestínuskæruliðar hafa verið á stöðugum flótta undan hersveitum Husseins konungs undan- farna daga. Og þótt ótrúlegt kunni að virðast hafa þeir mest leitað hælis í Israel. Hér stendur ísraelzkur hermaður vörð um nokkra skæruliða, semkomu yfir landamærin. Kínaferð Nixons: Til að bindast sam- tökum gegn Rússlandi segir málgagn sovézkra rithöfunda Moskvu og Vín, 21. júlí — AP-NTB FYRSTU viðbrögðin við fyrir- hugaðri ferð Nixons Bandaríkja- forseta til Kína eru nú að koma fram í Austur-Evrópu. í grein í Moskvubiaðinii Literaturnaya Gazeta, málgagni sovézkra rit- höfunda, segir, að ferðin hafi Fischer vann enn Denver, Colorado, 21. júlí, AP. BOBBY Fischer vann einvígið við Bent Larsen á þriðju- dagskvöld, með því að sigra hann í sjöttu skákimni í röð. Næsta skrefið fyrir Fischer er einvígið við Tigran Petrosjan eða Victor Korchnoi, eftir því hvor þeirra tveggja vinmur það einvígi sem þeir nú ná. Syo verður það Fischer eða annar hvor Rússanna, sem teflir við Boris Spassfcy um he i msmei s ta r a t i t ilinn. ekki þann tilgang að efla frið í heiminum eða auka skilning milli þjóða, heidur búi þar annað undir. Bendir blaðið á, að Banda- ríkin og Kína hafi verið ósættan- Iegir f jendur í tuttugu ár og því einkennilegt að nú allt í einu hafi tekizt vinátta milii rikjanna. í Rúmeníii hefur ferð Nixons verið fagnað, og Iátin í ljós ósk um, að hún geti orðið til þess að auka tengsl allra þjóða, án tillits til stjórnmálakerfa. Greinin i Literaturnaya Gaz- eta er höfð eftir búlgörsku fréttastofunni BTA, og segir blaðið, að hún hafi fyrst birzt I blöðum í Sofia. Segir þar með- al annars, að ástæðan fyrir áformum um bætta sambúð Kína og Bandaríkjanna liggi ekki ljós fyrir nema hennar sé leitað á pólitískum grundvelli. Bandaríkin hafa alltaf verið and- kommúnísk, segir blaðið, og sér- staklega andvíg Sovétríkjunum. Stefna Kínverja hefur hins veg- ar einkennzt af óbeizluðum and- sovézkum áróðri og miðað að því að reka fleyg í alþjóðasam- vinnu kommúnista. „Þess vegna verður ekki komizt hjá þvi að spyrja,“ segir Literaturnaya Gaz- eta, „hvort óskin um bætta sam- vinnu þessara ríkja miði ekki fyrst og fremst að því að vinna saman að ákveðnu markmiði, en hafi ekkert með friðaráhuga að gera, né miði að því að auka skilning milli þjóða.“ Undanfarna mánuði hefur oft verið gefið í skyn i Sovétrikjun- um að Bandaríkjamenn og Kin- verjar væru að stofna til sam- vinnu i þvi skyni að draga úr áhrifum Sovétrikjanna. Hefur tilkynningin um fyrirhugaða ferð Nixons gefið þessum orð- rómi byr undir báða vængi. Seg- ir Literaturnaya Gazeta að ekk- ert bendi til þess að leiðtogar Kína eða Bandaríkjanna hafi á neinn hátt breytt þeirri stefnu, Framh. á bls. 2 22 fórust með hraðlest til Kaupmanna- hafnar Karlsruhe, 21. júlí — AP AÐ minnsta kosti 22 manns biðu bana og 60 slösuðust þegar þýzk hraðlest fór út af sporinu í grennd við svissnesku landa- mærin. Lestin var á leið frá Bas- el til Kaupmannahafnar, en fór út af sporinu á beygju, aðeins 30 mínútum eftir að hún fór frá Basel. Nokkrir vagnanna ultu niður brekku og Ientu á íbúðar- húsi fyrir neðan hana. Þar lét barn lífið og nokkrir aðrir íbúar slösuðust. Hjálparsveitir voru strax sendar á vettvang og voru m.a. fluttar með frönskum her- þyrlum. Ekki lá fyrir hvort margir danskir farþegar voru með lestinni. herbúðir Palestínu-skæruliða í landinu væru nú úr sögunni, og svo virðist sem hersveitir Huss- eins konungs, hafi gersamlega brotið á bak aftur alla mót- spyrnu skæruliðanna. í tilkynn- ingum frá stjóminni í Amman, sagði að um 1500 af þeim 2.300 skæruliðum sem handteknir voru meðan á bardögum stóð, hefðu verið látnir lausir, og eðlilegt ástand væri að komast á í landinu. Þá var og sagt að skærulið- amir myndu í framtíðinini bera vopn gegn ísrael, þ.e. þeir þeirra, sem ekki hafa leitað þar hælia undanfarna daga. Hiin Arabaríkin hafa harðlega for- dæmt aðgerðir hersins gegn skæruliðum, en Hussein kcxn- ungur virðist staðráðimin í að losa sig við þá í eitt skipti fyrir öll. Þeir skæruliðar, sem látmir verða lausir dreifast viða, um 400 fara til Sýrlands, rúmlega 300 fara til annarra Arabaríkja og rúmlega 800 hafa þegar far- ið til ýmissa staða í Jórdamíu. Carrington kominn frá Möltu: Lítil von um skjóta lausn London, 21. júlí — AP CARRINGTON lávarður, varnar málaráðherra Breta, kom til London frá Möltu í dag, en þar hafði hann rætt við Dom Mint- off, forsætisráðherra Möltu, um framtíð brezku flotastöðvarinnar á eynni. Carrington sagði, að enn bæri mikið í milli og hann gæti ekki séð að skjót lausn fengist á vandamálinu. Ráðherrann sagði, að hann myndi gefa Edward Heath, for- sætisráðherra, skýrslu um við- ræður sínar við Mintoff og síð- an yrði rætt við önnur aðildar- lönd NATO um málið. Framh. á bls. 19 Mikil mótmælaalda vegna efnaúrgangsins: Stella Maris hrakið úr höfn í Færeyjum — Trillur hindruðu skipið í að leggjast að Faraldurinn á Spáni: Sérfræðingar vinna að sjúk- dómsgreiningu Madrid, 21. j'úlí. AP-NTB. UM 400 þúsund manns hafa verið bólusettir gegn kóleru í Sargossahéraðinu á Spáni, en enn liggja ekki fyrir endanlegar niðurstöður um hvort það sé kólera eða einhver önnur veiki s««n herjar þar. Heilbrigðisyfir- völd, sögðu að endanleg sjúk- dómsgreining myndi liggja fyrir á morgun (fimmtudag). Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin i Genf, sagði að hún gæti engar upplýsingar gefið á þessu stigi. Stofnunin hefði fengið tii- kynningu frá spænskum heii- brigðisyfirvöldum þar sem sagt væri að grunur léki á um að sjö manns hefðu veikzt af kóleru, en of snemmt væri að segja ákveðið tii um það. Sérfræðingar FramliaJd á bls. 10 Reykjavík, miðvikudag. • Hollenzka skipið Stella Mar- is, sem flytur með sér 600 lestir af eitruðum úrgangsefnum, var hrakið úr höfninni í Færeyjum í kvöld, og fékk ekki að leggjast við landfestar til að taka olíu. • Island, Irland og Færeyjar, Noregur og Danmörk hafa harð lega mótmælt þeirri ákvörðun að skipið kasti úrgansefn- um í hafið 540 sjómilur suður af íslandi og 540 sjómílur vestur af Irlandi. Brezka stjómin hefur og tilkynnt að hún muni bera fram mótmæli við hollenzku stjórnina. • Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, átti í dag fund með Vilk'm Givers, sendiherra Hol- lands á íslandi, sem hingað var kominn til að afhenda forseta ís- lands trúnaðarbréf sitt. Bar ráð- herrann fram mótmæli Islenzku ríkisstjórnarinnar. Búið var að álkveða að Stella Maris dældi farmi sínum í yfir- borð sjávar á stað, 55 gráður norður og 27 vestur. Farmurinn er plastúrgangur úr hollenzkum verksmiðjum, og rannsókndr sem framkvæmdar hafa verið í Noregi, Danmörku og Svíiþjóð, sýndu að hann er hættulegur sjávarlífi. Hafstraumar bera sjó af þessu svæði upp Æð Is- landi, og þar sem plastúrgangur eyðist lítt 1 sjó, mætti búast við að hann bærist hér upp að ströndum. Talað hefur verið um að ef verður af því að Stella Maris losi lestar sínar á þessum stað, hjálpist Norðmenn og Is- lendiingar að við að fylgjast með áhrifunum, og hvemig úrgangur inn berst með straumum. Fréttaritari Morgunblaðsins í Færeyjum, sagði að Stella Mar- is hefði fengið heldur kaldar við- Framhald á bls. 10 Krossinn sýnir á hvaða slóðum Stella Maris á að Iosa úrganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.