Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1971
11
Sr. Eiríkur Eiríksson,
þj óðgarðsvörður 60 ára
VETURINN 1913-’ 14 var ég
miemandi í Un gmc ninaskól anu m
á Núpi í Dýraíirði, sem enn var
á bei-nskuskeiði, en þá þegar
yfir honum Ijómi hugsjóna og
fagurra framtíðiardra'uma. Þeir
etóðu þar hlið við hlið, séra
Sigtryggur Guðlaugsson og
Bjöm Guðmundsson frá Næfra-
meei í Dýrafirði, studdir dyggi-
lega af Kristni bónda á Núpi,
bróður séra Sigtryggs, en
hamn hafði átt frumkvæði að
þvi, að séra Sigtryggur sótti
um Dýrafjarðarþing. í skólanum
var lögð mikil áherzla á ís-
lenzka tungu, túlkun jákvæðra
bókmennta, söigu íslands og
ejálfstæðisbaráttu, heittlavæn-
leg áhrif söngs og sttðast en
ekki sízt siðgæði i anda frjáls-
legs krisitindóms. Enmfrernur
var þar freistað að glæða áhuga
á græðslu örfoka lamds, sem
fjölbreyttastri ræktun og yfir-
leitt þeim möguleikum, sem
landið og sjórinn við strendur
þess hefði upp á að bjóða, og
geetu gefið fyriirheit um, að hér
gæti búið frjáls og sjálfstæð
þjóð, ef hver uppvaxamdi mað-
ur, karl og kona, sýndi vilja til
að verða að því gagni sér og
sínum og þjóðarheildimni, sem
gáfur og igeta leyfðu. Þetta allt
var boðskapur, er var í sam-
ræmi við það, sem ungt fólk í
þann tima vomaði og hafði vilja
á að stefna að, og hvorki vaxð
vart náms- né lífsleiða. Hygg
ég, að flestir hafi farið frá
Núpi með þakklátum huga, og
þannig var það um mig, sem
hef að fleira en einu leyti búið
allt til þessa dags að þeim
áhrifum, er ég varð fyrir á
Núpi.........Þess skal svo geta,
að í Núpsskóla hafa genigið —
eða verið í tengslum við skól-
amn — ®vo ólík skáld sem
Steinn Steinarr, Jón úr Vör,
Guðbergur Bergsson og Guð-
mundur Ingi.
Árið 1935 gerðist kenmari við
ekólann Eirikur Eiriksson, sem
er sextugur í dag. Hann er
fæddur í Vestmannaeyjum, en
er Ámesingur að ætt og upp-
ruma og uppalinn á Eyrarbakka
hjá mikilhæfri móður. Þar naut
hann uppfræðslu hjá þeim Ingi-
mar Jóhannessyni frá Méira-
Garði í Dýrafirði og Aðallisteini
Sigmundssyni frá Árbót í Aðal-
dal. Báðir lögðu þeir rækt við
að fræða hanm og leiðbeina
honum, og Aðalsteimm festi
siíka trú á gáfum hans og getu,
að hann studdi hanm og styrkti,
svo sem hamn framast mátti, til
náms og félagslegs þroska, en
báðir voru þeir Ingimar og Að-
alsteinn hrifnir af unigmenna-
félagshreyfingunmi og töldu
hana einn af styrkustu burðar-
ásum nýrrar, þjóðlegrar menn-
imgarreisnar og aukinis áhuga
um það, sem þjóðinni mætti
helzt koma að haldi. Þá er Ei-
ríkur Eiríksson réðst að Núpi,
hafði hanin bæði lokið prófi í
Kenmaraskólanum og tekið guð-
fræðipróf úr guðfræðideild Há-
skóla íslands, og hann hafði
enmfremur kynmt sér kirkju-
og skólamál í Sviss og á Norð-
urlöndum, þó að ekki væri
harin nema tuttugu og fjögurra
ára gamall. Hann gat sér þegar
góðan orðstír sem kennari, og
fór mjög vel á með honum og
þeim séra Sigtryggi og Birni,
sem þá tiafði tekið við skóla-
etjórn. Árið 1937 tók Eiríkur
prestsvígslu sem aðstoðarprestur
séra Sigtryggs, og árið eftir var
harnn kosinn sóknarprestur í
Dýrafjarðarþingum, en 1942
varð hann og skólastjóri, og báð
um þessum störfum gegndi
hanm, unz hann varð prestur og
þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
árið 1960. Harnn hafði haldið
tryggð við ungmenmafélags-
hreyfiraguna, og aðeins 27 ára
gamall varð hamm sambands-
stjóri U.M.F.Í., og var það til
ársins 1969.
Hin gömlu tengsl min við
Núpsskóla og fólkið þar á staðn
um, urðu til þess, að ég kom
þangað öðru hverju, eftir að ég
fluttist til ísafjarðar. En fyrstu
árin hafði ég lítil kynni af þeim
umga menmtamanmi, sem þar var
setztur að, emda var hann, að
mér virtist, frekar hlédrægur,
var allóræður á svip, seinmælt-
ur og yfirvegandi, gaut stund-
um til min rarunsóknaraugum
gegnum ærið þykk gleraugu.
Ég spurði séra Sigtrygg um
hanm, og varð hanm hýrlegur á
svip og bar á hann fáort, en
eindregið lof. Ég spurði:
„Er hanm nærsýnn?"
Séra Sigtryggur svaraði og
hló og það mjög hjartanlega,
eims og hans var vandi, ef hanm
á annað borð hló:
„Já, hanm hefur sagt mér,
að hanm hafi verið kúasmaM
Eyrbekkinga í bemsku sinni,
og hafi sér verið mikil raun að
því, að hann skildi stundum
sumar kýrnar eftir vegna þess,
hve skammt hanm sá frá sér, og
gat ekki náð hópnum svo ræki-
lega saman að hann gæti kast-
að tölu á hjörðina." Nú varð
séra Sigtryggur alvarlegur og
bætti við: „En andlega nærsýnn
er hanm ekki, þarf emgin gler-
augu til að auka sér víðsýni.“
Árið 1911 var haldin mikil
hátíð á Hrafnseyri tii minning-
ar um aldarafmæli Jóns Sig-
urðssonar. Það þótti mér enm
merkilagri samkoma vegna
þess, sem ég sá en hims, sem
ég heyrði, og eitt af þvi, sem ég
man bezt, vom þrjár blóma-
rósir, er fylgdust að og auð-
sjáamttega vom systur. Þótti
mér þær bera af flestum þeim
konum og meyjum, sem þarna
voru saman komnar. Og auðvit-
að varð ég að afla mér vitn-
eskju um hverjar þær væm.
Mér var tjáð, að þær væru dæt
ur Guðmundar Jerassonar á
Brekku í Dýrafirði. Þar með
vissi ég, að þetta vom frænk-
ur minar — og var ég beimiínis
montinm af þessum mér skyida
blóma. Ein þeirra, Ágústa, gift-
ist Jóni, syni Ólafs bönda í
Hólum í Þingeyrarhreppi og
konu hans, Kristínar, sem var
ljósa min og í miklum metum
hjá móður minni sakir vitsmuma
og mikillar og góðrar gerðar.
Jón var og vitsmunamaður,
gerhugull, dulur og dreym-
inin, en þó alúðlegur, enda
hinn bezti drengur. Þau Ágústa
settu saman bú á Gemlufalli í
Mýrahreppi og bjuggu þar altt-
an sinm búskap í tvíbýli. Þau
höfðu ekki stórt bú, en voru
þó risnuhjón og komu upp fimm
bömum, sem öll voru hin memni
legustu og mjög vel greind. Þar
af vom fjórar dætur, sem mér
þóttu svo álitlegar og skemmti-
legar, að eftir að ég kom til ísa-
fjarðar kom ég stundum við á
Gemlufalli á ferðum miinum
fyrst og fremst í þeim tilgangi
að renna á þær augum og mæla
þær máll, enda minntu þær mig
á glæsimeyj arnar, sem ég sá á
Hrafnseyri 1911. Svo var það
haustið 1938, að ég frétti, að
elzta systirin, Kristín, og séra
Eiríkur Eiríksson hefðu verið
gefin saman í hjónaband. Þá
sagði ég við sjálfan mig: „Ekki
bregzt honum frekar innisýni en
víðsýni, þessum Árnesinigi, sem
orðiinn er mektarbokki í menn-
ingarmálum Vestfirðinga."
Er svo þar Skemmst frá að
segja, að síðan séra Eiríkur eign
aðist heimili og ég kom þar í
fyrsta skipti hafa samskipti
okkar sífellt orðið meiri og nán-
ari, og veit ég enga traustari né
betri vini okkar hjóna en þau
séra Eirik og Kristínu. Þau hef-
ur mér og þótt bezt að hitta á
þeim stundum, sem mest hefur
manninn reynt. Þar hefur
attdrei verið í kot vísað. Mtmdi
og óhætt að fullyrða, að séra
Eirikur hefði vart getað eignazt
meiri konu og betri en Kriatínu
Jónsdóttur frá Gemlufalfli. Hún
er vitur og vel menntuð, skör-
ungur að allri gerð og að sama
skapi skilningsrík og hjartahlý,
og slíkur er kjarkur hennar og
dugnaður, að þess munu því mið
ur fá dæmi. Þau hjón hafa eign-
azt ellefu börn, og af þeim eru
fimm synir og fimm dætur á
lifi, og er þetta jafnt í sjón og
raun hinn mennilegasti og
myndarlegasti hópur. Þennan
hóp hefur frú Kristín annazt
með eindæmum vel, en auk þess
haldið uppi mikilli og sér-
stæðri risnu, þar sem rausn og
alúð hafa haldizt í hendur, og
þrátt fyrir barnahópinn og heim
ilisannir lét frú Kristín sig
hafa það, þá er skólaráðskona
á Núpi gafst upp eftir fárra
vikna starf, að bæta á siig ráðs
konustörfunum í hinum stóra
skóla og vinna þau þannig, að
ekki mundi alilra eftir að leika.
Hún mun og löngum hafa
reynzt á skólastjóraárunum nauð
synlegur og hollráður ráðunaut-
ur bónda síns, þá er mest var
vandhæfni um úrræði.
Séra Eiríkur er sem prestur
mikill og óvenjusmjall og oft
frumlegur ræðumaður, en óhlut
deiliinin um sóknarbörn sín nema
á þeim stundum gleði eða
harma, sem mest reynir á þrek
og lifsviðhorf. Sem kennari
reyndist hann frábær — og
skólaistjórasförfin rækti hann
af slíkri elju og samvizkusemi,
að fáum mundi fært að feta að
fullu í fótspor hans, enda mun
það sanniaist mála, að þó að
hanm hafi verið gæddur mikilli
líkamlegri og andlegri hreysti,
hefði heilsa hans vart enzt ýkja
mörg ár til viðbótar, þá er hann
tók þamm kost að láta af störf-
um vestra. Oft var ég að því
spurður, hvemig það mætti
vera, að hann legði á sig auk
alls annars formenmsku í stjóm
U.M.F.Í. Ég þóítiist þess ekki
umkominn $ð svara þesœari
spumingu, og þó tel ég henni
ekki mjög vandsvarað. Ég
hygg, að hanm hafi talið sig allt
frá unglingsárum sinum í s'kuld
við suma þá menn, sem stóðu
að ungmennafélagshreyfimgunni,
og svo kom þá hitt til, að aðr-
ir forráðamenn hennar og sam-
starfsmenn hans, töldu hann
hreyfingunmi ómissandi. Hann
var brátt orðinm sá eini foringi,
sem þeir gátu hugsað sér á tím-
um menniingarlegs og siðferðd-
legs umrótis, breytinga og hart
nær byltingar í lifskjörum og
lifsviðhorfum. Hann var sá mað
ur, sem á stórmótum túlkaði
hiklaust siðræn og örvandi
sjónarmið hreyfingarinnar, svo
sem þau höfðu í aðalatriðum
ávallt verið, og á stjórnar- eða
félagsfundum var hann hinn
jafnvægi, réttdæmi, hófsami og
þó staðfasti foringi og sátta-
beri, sem allir gátu treyst.
Hanin var sameináegartákn
hreyfingarinnar út á við og ör-
uggur tengiliður inean hennar.
Þarna naut hann í rikulegum
mæli vitsmuna sdnna, einistæðr-
ar mannþekkingar og þeirrar
frábæru skopskyggni, sem ég
mun víkja að frekar.
Meðan ég var búsettur á fsa-
firði, dvaldi ég stundum nokkra
daga á heimili séra Eiríks, og á
síðasta áratug skóla»tjórnar
hans komum við þangað hjón-
in nokkrum sinnum að vetrar-
lagi og dvöldum þar allt frá ein
um og upp í þrjá mánuði, og
þar var sonur okkar nemandi.
Hann Varð 19 ára gamall einn
vetur kennari við Núpsskóla að
ósk séra Eiríks, og hamn tók
slíkri tryggð við skólamm, að
hann kenndi þar síðar í átta
vetur og vann honum oft á
sumrin líka. Ég flutti erindi í
skólanum öðru hverju eða las
þar úr verkum minum og ann-
arra íslenzkra höfunda, og sum
kvöld las ég og talaði klukku-
tímum saman. Þá var þar slík-
ur andi ríkjamdi, að ég hef
aldrei tálað eða lesið fyrir
þakklátari áheyrendur. Stund-
um hefði mátt heyra flugu
anda, en svo dundu við slíkir
hlátrar, að ég varð að þagna
og átti fullt í fangi með að
hlæja ekki sjálfur.— söfnuðin-
um til samlætis. Þá naut ég
þesis saninarlega, að sjá báða
prestana, hinn virðulega öldung,
séra Sigtrygg, og hinn sitarfandi
klerk og stranga skólastjóra,
séra Eirík, hlæja báða jafn-
hjartanlega.
En mest þótti mér um vert
að ræða við séra Eirik. Þess
minmist ég, að eitt sinn hófum
við viðræður klukkan hálfellefu
að kvöldi og héldum áfram,
þangað til klukkan átta að
mongni, að séra Eiríkur fór
beinit í skólann. Þegar ég dvaldi
vestra, unmum við báðir rösk-
lega, hvor að sínu, en samt
leyfðum við okkur ávallþ að
eyða alllöngum tíma í viðræður.
Eins og þjóðkunnugt mun orð-
ið, á séna Eiríkur bókasafn,
sem trúlega er stærst allra
einkabókasafna hér á landi.
Bókum anm hann af ástríðu, og
svo vel skilur frú Kristín þessa
gerð bónda síras, að hún hefur
liðið honum að þekja flesta
veggi á neðri hæð íbúðarimnar
á Þingvöllum með bókum —■
allt frá lofti til gólfs. Bókasafn-
ið var mér á Núpi að mi'klu
gagni, en enn meira þótti mér
þó um vert viðræður við séra
Eirík. Hann er maður víðles-
inn og hefur áhuga á flestu
maramlegu. Hann er með afbrigð
um næmur á blæbrigði íslenzkr
ar tungu, skynjar þar, hvað við
á hverju sinni, og heyrir hvem
falskan tón í þeim lögum, sem
leikin em á hörpu hennar, enda
er hann og sérlega næmur á
hljómlist. Hann kann jafnt að
dá sem dæma og með ljósum
rökum, þar sem þeim verður á
annað borð við komið, og skop-
skyn hans kemur iðulega fiam
í skarplegum atihugasemdum, þá
er rætt er um bókmeranfir, ekki
síður en þegar fjallað er um
menm. Við höfum rætt af al-
vöru og kappi, séra Eiríkur
stundum hafið sína sterku rödd
upp til hálfgildings lúðurhljóms,
en svo hefur allt £ einu kveð-
ið við svo smitandi hllátur, að
dauður maður gæti farið að
hlæja svo ákaft, að það skröLti
í beinagrindinni. Við séra Ei-
ríkur höfum oft hlegið saman að
því, sem á að vera spaugilegt,
en engu síður að hinu, sem eng-
an veginm er ætlazt til að sé
hláturvekjandi, og má þar nefna
til sumar lítt heppilegar tilraun
ir ágætra kirkju- og fræði-
manna til umbóta á þýðingum
Heilagrar ritningar. Það er
hægt að snúa Faðirvorinu upp á
mannkynsóvininn í beztu mein-
ingu! .... En í hverju og einu
kemur fram drengskapur séra
Eiríks. Hann flíkar ekki því á
almaninafæri, sem hann telur að
fái valdið öðrum sársauka —
Framhald á bls. 13
Ánægjan endist alla leiö
í langferSina
bjóðum við m. a. eftirtalinn
búnað í flestar tegundir bifreiða:
Platínur, kveikjuhamar,
kveikjulok, Champion kerti,
háspennukefli og þétti, straum-
loku, viftureim, pakkdósir,
pakkningar og pakkningalím,
vatnsdælu, vatnskassaþétti og
vatnskassahreinsivökva, hemla-
vökya, benzíndælu, fjaðrablöð,
lím, bætur, loftdælu og lyftu,
Trico þurrkublöð, startkapla,
þurrkvökva fyrir rafkerfið, ryð-
olíu, einangrunarbönd,
hemlavökva, verkfærasett,
5 lítra benzínbrúsa, þvottakúst
og farangursgrindur.
Allt á sama staö Laugiwegi 118 - Simi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HF