Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 22. JÚLÍ 1971 Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU bar»t eftir- farandi yfirlýsing í gær. (Sjá forystugrein í blaðiau í dag): Vegna fréttatilkynningar frá Menatamálaráðuneytinu um, að ráðinn hafi verið fyrirlesari í ís- lenzkum nútímab6k*ienntum við Háskóla Islands um eins árs skeið, vill Heimspekideild taka fram eftirfarandi: I marz sl. barst Heimspeki- deild bréf þáverandi mennta- málaráðherra, dags 11. marz, þar sem hann leitaði eftir umsögn deildarinnar um téð starf. I bréfi þessu sagði m. a.: „Áður en menntamálaráðuneytið réði í starfið, telur það eðlilegt að leita umsagnar um umsækjendur hjá þrigigja manna nefnd, sem skip- uð yrði einum fulltrúa frá heim- spekideild, einum frá Rithöfunda sambandi íslands og einum frá menntamálaráðuneyti.'1 Heimspekideild svaraði þessu bréfi með ályktun á fundi sinum 23. marz, þar sem hún fagnaði þvi, að fengizt hefði heimild til að greiða sem svarar einum prófessorslaunum til fyrirlestra- halds um bókmenntir við Heim- spekideild. Ennfremur gerði delldin eftirfarandi athugasemd- ir og tillögur um skipan starfs- ins: ,,1) Deildin telur ekki ástæðu til að binda starfssvið fyrirles- arans við „íslenzkar nútímabók- menntir“, heldur skuli honum heimilt að halda fyrirlestra um hvert það svið íslenzkra eða al- mennra bókmennta, er rann- sóknaráhugi hans beinist að og deildin kann að óska eftir. 2) Deildin telur ekki koma til mála, að fulitrúi frá Rithöfunda- sambandi Islands, sem er hags- munasamtök ákveðins hóps manna utan Háskólans, verði kvaddur til að meta hæfi um- sækjenda um þetta starf, sem er ætlað félögum nefndra hags- munasamtaka meðal annarra. Telur deildin, að með því fyrir- komulagi væru brotnar reglur og venjur um mat á hæfi há- skólakennara og vandséð, til hvérs það myndi leiða, ef félags- samtökum utan Hásliólans yrði eftirleiðis veitt aðild að slíku mati. 3) Deildin leyfir sér að benda á ákvæði 3. málsgr. 10. gr. laga um Háskóla Islands, nr. 84/1970, þar sem segir: „1 hvert skipti, er nýr kennari ræðst að Háskól- anum, skal afmarka stöðu hans með starfsheiti." I bréfi ráðu- neytisins er rætt um „fyrirles- ara“, en það starfsheiti er ekk: til í lögum um Háskóla íslands Með því að fyrirlesaranum er hins vegar ætlað að taka laun prófessors, virðist deildinni, rétt, ef starfið verður auglýst, að fara um mat á hæfi umsækjenda eft- ir sömu reglum og um prófess- or.sembætti væri að ræða. 4) Deildin minnir á, að fyrir Menntamálaráðuneytinu liggja tillögur hennar um visindalegar rannsóknar- og fræðslustofnanir í bókmenntafræði, norrænum málvisindum og sagnfræði, þar sem gert er ráð fyrir, að nefnd- um stofnunum verði gert kleift, þegar þær komast upp, að bjóða til sín gistiprófessorum. Með vis- un tii þessara tillagna og með vísun tii 1. málsgr. 12. gr. laga um Háskóla ísiands. nr. 84/1970. þar sem segir: ,,I>egar sérstak- lega stendur á, getur mennta- málaráðherra, samkvæmt tillögu háskóladeildar og með samþykki háskólaráðs, boðið vísindamanni að taka við kennaraembætti við háskólann, án þess að það sé auglýst laust til umsóknar," leyfir Heimspekideild sér að ieggja til við hæstvirtan mennta málaráðherra, að nefndum pró- fessorslaunum, verði varið til að gera Heimspekideild kleift að bjóða til sín gistiprófes'sor i sam- ræmi við hugmynd’r reglugerð- artillagnanna um vísindalegar rannsóknar- og fræðslustofnanir við deildina. 5) . Ef menntamálaráðherra get ur fallizt á þessi sjónarmið deild arinnar, leyfir hún sér hér með að leggja til, að fii. dr. Peter Hallberg i Gautahorg verði fyrst um boðið að gerast gistiprófess- or við rannsóknar- og fræðslu- stofnun í bókmenntafræði í Heimspekideild Háskóla Islands. 6) Að lokum vill deildin benda á, að gistiprófessor er sjaldnast boðið til lengri tíma en eins há- Franihald á bls. 27 Nýjar upplýsingar um f jöldaaftökurnar — í Katynskógi ! — Faraldur Framhald af bls. 1. frá stofnuninni hefðu farið til Spánar, og myndu rækta sýni með spænskum vísindamönnum, til að ganga úr skugga urn hvaða sjúkdómur væri á ferð- inni. Niðurstöður þeirra rann- sókna myndu llggja fyrir á morg un (fimmtudag). Þá var og sagt að ef um kól- eru væri að ræða, væru til fimm milljón skammtar af bóiuefni í landinu, og hægt væri að fá milljón skammta í viðbót með litlum fyrirvara. Fréttamönnum hefur verið neitað um leyfi til að heimsækja Sargossa, og eru yfiirvöld mjög treg til að gefa upplýsingar. Virkjunar- framkvæmdir í Kerlingarfjöllum SL. HAUST réðst Skíðaskólinn í Kerlingarfjöilum í það mikla framtak að virkja Árskarðsá til ljósa og hita fyrir skíðaskólann. Virkjunarframkvæmdum þess- um stjórnar Magnús Karlsson, yfirsmiður og verkstjóri á staðn um, sem séð hefur um allar helztu byggingarframkvæmdir á staðnum. Virkjun Árskarðsár er nú komin á lokastig og er gert ráð fyrir að henni verði lokið um mánaðamótin júlí—- ágúst. Verður þá mikil breyt- ing til hagræðis fyrir skíðaskól- ann, sem fær þá rafmagn í öll hús ó staðnum tii ljósa, hitunar og eldunar. Hverfur þá vélar- hljóðið af þeim silóðum og ör- æfakyrrðin heldur aftur innreið sína í Árskarð. Tel Aviv, 21. júlí. AP-NTB. MAÐUK nokkur sem býr í ísrael, en var áður pólskur ríkisborgari, hefur nú ljóstrað upp gömlu i»,yndarmáli (sem hann kaliar svo) og þar með varpað nýju ljósi á fjölda- aftökumar í Katyn-skógi 1940, þar sem 10.000 pólskir liðsforingjar voru líflátnir. Abraham Vidra 64 ára og býr í Haifa, segir í grein í dagblaðinu „Maariv" að hann að hann hafi þekkt a.m.k. tvo sovézka hermenn sem við riðnir voru blóðbaðið. Mjög hefur verið deilt um þetta mál síðustu þrjá ára- tugi. Bandaríkjaþing lét fara fram rannsókn og voru niðurstöðurnar þær að Sovét stjómin hefði fyrirskipað af- tökurnar. Hins vegar segja Sovétmenn að nazistar hafi staðið þar á bak við, en þó hafa þeir hafnað alþjóðlegri rannsókn, sem fram færi á staðnum. Nýlega undirrituðu 200 brezkir þingmenn kröfu um nýja rannsókn, en því hafnaði brezka stjórnin í síð asta mánuði. Þetta mál kom fyrst fram í dagsljósið 1943 er nazistar tilkynntu að fjöldagröf hefði fundizt i Katymskógi nó- lægt Smolensk. Liðsforingj- arnir voru allir skotnir í höfuðið, en opinber tala þeirra var 4.500. Vidra segist þannig frá í „Maariv“: Árið 1939 náði Rauði her- inn Austur-Póllandi á vald sitt og handtók tugþúsundir pólskra hersveita. Þeim var dreift í allmargar fanga- búðir, þeirra á meðal var ein í Starobelsk í Austur- Úkraínu. Þar lenti Vidra, en hann hafði verið handtekinn fyrir það sem hann nefnir „zioníska starfsemi". í árslok 1940 voru 10.000 pólskir liðsforingjar fluttir úr fangabúðunum og sáust aldrei framar. Um þetta leyti segist Vidra hafa komizt i kynni við sov- ézkan majór af Gyðingaætt- um, Joshua Sorokin að nafni og hafði hann umsjón með birgðum fangabúðanna. Sorokin var sendur til að sjá um þriðja og síðasta brottflutning Pólverjanna. Síðar, eftir að Sorokin kom aftur úr förinni, fóru þeir Vidra til nágranna- þorps eins til að sækja birgð ir. Þegar þeir voru orðnir einir sagði Sorokin frá því (á yiddísku) að pólsku liðs- foringjarnir hefðu verið skotnir í skóginum nærri Smolensk. Vidra segir að Sorokin hafi augljóslega verið í miklu uppnámi og hefur eftir hon- um: „Heimurinn mun ekki trúa því sem augu mín sáu.“ Segist Vidra hafa lofað að halda þessu leyndu í 30 ár. ,,Ég fann ótta hans og traust til mín. Ég klappaði honum á öxlina og lofaði að þagja yfir þessu eins og hann bað um.“ f febrúar 1941 var Vidra fluttur til Talitza í Úralfjöll- um þar sem hann starfaði við að stía föngum í sund- ur. Hann minnist tveggja ný kominna fanga sem hétu rússneskum nöfnum, Alex- ander Suslov og Samyun Tichonov, flokksforingjar. þeir hegðuðu sér á undar- Rotaryhreyfingin stofnaði námssjóð - á umdæmisþinginu á Laugarvatni DAGANA 18.—20. júní sil. var haldið Umdæmisþing og formót Rotaryhreyfingarinnar á íslandi. Fór mótið fram að Laugarvatni. Á þinginu var rætt um þau mál- efni, sem efst eru á baugi hjá Rotary á Islandi. Voru alls mætt ir til þingsins 205 fulltrúar. Þing- inu stjórnaði umdæ'misstjóri is- lenzkra Rotaryumdæmisins, Ás- geir Magnússon, framkvæmda- stjóri. Fór þingið fram í hinum nýju salarkynnum Húsmæðra- skólans að Laugarvatni. Til formótsins 18. júní voru mættir verðandi forsetar allra ís- lenzku Rotaryklúbbanna, en þeir eru 22 að tölu, auk ritara þeirra. Auk venjulegra þingstarfa ávarp aði þingið sérstakur fulltrúi for- seta R,otary International, Jaek Pride, Paul Oxhöj, fulltrúi Rot- ary Norden og Sven Ludvigsen, aðalritstjóri tímaritsins Rotary Norden. Auk ýmissa þingmála var sér- staklega rætt á þinginu um nýj- an sjóð, sem Rotaryhreyfingin hefur stofnað. Er það námssjóð- ur íslenzka R,otaryumdíemisim og er sjóðnum ætlað það hlut- verk að styrkja íslendinga tii framhaldsnáms erlendis í þeim greinum, sem að dómi sjóðs- stjórnar skortir fó'lk til að sinna 'hér á le.ndi. Hafði prófesisor Tóm as He'lgason framsögu um mál þetta og voru samþyk'ktar s'kipu- lagsreg'lur sjóðsins. Bindur Rot- aryhreyfingin miklar vonir við þennan nýja sjóð og framtíðar- starf hans. Þinginu var slitið formlega laugardagskvöldið 19. júni. Voru þá fráfarandi umdæmisstjóra, Ásgeiri Magnússyni, færðar sér- stakar þakkir fyrir ágætlega unnin störf í þágu Rotaryhreyf- ingarinnar á Isiandi. Jafnframt var fagnað eftirmanni hans, sem við störfum tók 1. júlí sl. Vil- hjálmi Þ. Gislasyni. Á sunnudaginn 20. júní hlýddu þingfuiltrúar messu í Skálholts- kirkju, þar sem sr. Grimui Grímsson prédikaði. legan hátt og enginn vissi hvers vegna þeir voru hafðir þar í haldi. Vidra var falið að halda þeim frá hinum föngunum, því að „þeir væru ekki al- veg í lagi“. Þeir höfðu báð- ir fengið taugaáföll. Einu sinni sagði Suslov við hann: „Mig langar til að segja þér ævisögu mína. Tichonov og ég erum óham- ingjusömustu menn í heimi. Þú ert Gyðinigur og það skiptir okkur engu þótt við segjum þér frá þessu, erl %ð- eins þér. — Ég drap Pólverj- ana. Ég skaut þá sjálfur." Suslov missti þá stjórn á sér, og sagði að sumir rússn- esku hermannanna hefðu framið sjálfsmorð í stað þess að drepa Pólverjana og hefðu fleygt sér ofan í fjölda gröfinia. öðrum úr aftöku- sveitinni var tvístrað um allt Rússland. Síðar hitti Vidra Sorokin á ný eftir að báðir voru orðn ir iausir úr herbúðum, og ítrekaði Sorokin við hann að halda loforðið. Vidra sagðist vera að flytja til ísrael og Sorokin skyldi skrifa sér ef hann teldi tíma til kominn að gera málið lýðum ljóst. -—- En hann skrifaði aldrei. Vidra segist hafa ákveðið að ljóstra upp leyndarmálinu vegna þess að hann telji Sorokin látinn og nýlega þegar hanin hafði verið við- staddur jarðarför vinar síns varð hónum ljóst að hann vildi ekki taka leyndarmálið með sér í gröfina. „Þar að auki á ég enga ættingja Rússlandi." Vidra var áður starfsmað- ur stærsta byggingarfyrir- tækis ísraels en er nú setztur í helgam stein. — Stella Maris Framhald af bls. 1. tökur þegar það kom þangað kl. 8.30 í kvöld, til að taka oliu. Um 400 manns höfðu safnazt saman á bryggjunni og báru margir spjöld með hauskúpum og krosslögðum leggjum, og fyr ir neðan var letrað „Stella Maris Go Home.“ Froskmenn voru á sundi í höfninni, og fleyttu á undan sér mótmælaspjöldum. Þegar skipið ætlaði að leggjast að brygigju, s'kutust trillur á milli þess og bryggjunnar, þann ig að það komst ekki að. Auk þess neitaði fólkið á hafnarbakk anum að taka við landfestpm, og bakkaði Stelila Maiiiis þá út úr höfninni aftur, við mikil fagnað- arlæti. Síðast sást það til skips- ins að það stefndi í suðurátt, og rí það heldur þeirri stefnu, er það a.m.k. ekki á beinni leið á þann stað sem valinn var tá'l að taka á móti úrganginum, enda hefur það ekkd eidsneyti til þess. Pátttakcndur á umdæmisþingi Rotary.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.