Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1971 i KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ góð, ★ sæmileg, O léleg, IIBIlllillIill Sig. Sverrir Pálsson Erlendur Sveinsson fyrir neðan allar hellur, Sæbjörn V aldimar sson Háskólabíó: „ÓLGA (JNDIR NIÐRI“ Mynd þessi er að nokkru heimildamynd um uppþotin 1 Chicago '68. Soguhetjan er sjón- varpstökumaður, sem vílar ekki fyrir sér að beina vél sinni að dekkri hliðum mannlífsins, þrátt fyrir óánægju yfirboðara sinna. Hann kemur oft 1 íá- tækrahverfin, þar sem von- leysi lbúanna víkur smám sam- an fyrir brennandi hatri á öll- um, sem líður betur I þjóðfé- laginu, og er þess vegna kennt um eymdina. — Hann kemst 1 kynni við konu og litlnn son hennar. Þegar mótmælagöngurn ar hefjast er hún að leita að syni sínum og flækist inn í mannþröngina. Leitar hún þá hjálpar tökumannsins, sem þar er við störf. ★★★ „Kaldasta" augnablik- ið í Medium Cool er að min- um dómi lokaskotið, þar sem Wexler kvikmyndar sjálfur sitt sviðsetta slys í fjarska, algjörlegia ósnortiran. Þar renna saman raunv erulegir atburðir og tilbúnir og hvor ugir, hversu hroðaiegir sem þeir eru, virðast hafa áhrif á okkur. ★★★★ Höfundurinn, Haskell Wexler miðlar reynslu og ó- trúlegri yfirsýn yfir störf fréttatökumanna sjónvarps og siðferðilega afstöðu þeirra til starfsins og sannleikans. Svo margbrotnu og tæknilega vej gerðu verki verða einung is gerð skil í langri grein, en sjón er sögu rikari. ★★★ „Kalda augað“, nefndu Svíar þessa mynd, og fóru nærri sanni. Köld myndavél arlinsan sýnir okkur misk- unnarlaust ógnartíma í lýð- ræðisríki og inn fyrir landa- mæri fátæktar og óhamingju. Þökk sé Wexler fyrir snilldar mynd, sem krefst eftirtektar. Hafnarbíó: „LETTLYNDI BANKASTJÓRINN1 Timothy Barlett (Norman Wis dom), sem er aðstoðarbanka- stjóri, miðaldra, kvæntur og á þrjú börn, lifir afar reglubundnu lífi. Þegar ráðstefna bankastjóra stendur fyrir dyrum, slasast að- albankastjórinn, svo það kemur í hlut Barletts að sækja ráð- stefnuna. Á leiðinni þangað kynn ist hann tveimur stúlkum, Meg og Nikki, sem verður þess vald- andi að hann stundar ráðstefn- una heldur slælega, en þeim mun betur táningalíf staðarins, enda dregst hann að Nikki. Hið reglubundna líf hans er þar með úr sögunni. En frelsið i ást armálum lizt honum ekki á. — Hann hringir þvi 1 konu sina og segir henni aö koma tafar- laust og hjónabandið verður sem nýtt á eftir. ★★ Bráðskemmtileg fram að miðju, en dofnar þá nokk uð og gerist langdregin, jafn- vel tregafull yfir glataðri æsku. Wisdom er greinilega í essirau sínu, enda skrifað- ur fyrir hálfu handritinu og hefur trúlega haft sínar skoð anir á leikstjórn og út- færslu efniisins. ★★ Aðstæðurnar eru bráð skemmtilegar og sýna hve viðjar vansms eru ríkar i fólki, en jafnframt að það hafi þörf fyrir að losna úr þeim. Norman er mjög góð ur, enda minna ýktur en oft áður. Nýstárlegt við þessa mynd hans er að sjá tækn- ina nýtta í þágu kímninnar á svo hugmyndaríkan hátt. ★★ Þar kom loks gaman- mynd, sem maður getur hleg ið að, en þvi miður aðeins út hálfa myndina. Þá fara Wisdom og Co að missa tök- in á efninu og ná sér ekki á strik að nýju. En samt sem áður ljómandi afþreying. Austiirbæ jarbíó: „BULLITT“ Johnny Boss, mikilvægt vitni fyrir Chalmer, framgjarnan stjórn málamann, þarfnast vemdar og er Bullit, (Steve McQueen) ásamt mönnum sinum Degletti og Shant ón skipaður I starfið. Þeim vinnst illa í fyrstu, því bæði Boss og Shanton er skotnir i hótelher- bergi Boss. Þeir eru fluttir á sjúkrahús, og er Boss deyr, smygi ar Bullit líkinu út, svo hann geti unnið áfram að málinu, því ekki virðist allt hafa verið með feildu milli Chalmers og Boss. Bullit fylgir slóð málsins, þar til hann uppgötvar, að Chalmer hafði lát- ið gæta rangs manns, hinn rétti Boss, öðru nafni Beniek hefur rétt I þvi myrt konu sína og er i þann veginn að sleppa úr greip um þeirra með flugvéi til Lond- on. Bullit og Degletti hefjast nú handa . . . Leikstj. Peter Yates. ★★★ Yates tekst að magna upp góða spennu, með hjálp frábærrar töku W. Frakers, klippingu Kellers, (Oscars- verðlaun) og músík Lalo Schifrin, sem er algjör sér- kafli. Hins vegar er efnið oft loðið og inngangurinn undir titlunum nær óskiljanlegur. Kappaksturssenan á sér eng an líka í snilldarlegri út- færslu. ★★ Fyrst og fremst ætlað að vera spennandi og tekst það svo um munar. Tækni- lega vel gerð og stundum frá bærlega, eins og í eltinga- leik Bullitts og morðingjanna. Músik Lalo Schifrins fellur vel að. Sýningareintakið er forráðamönnum hússins til skammar og það ekki í fyrsta sinn. ★★★ Kappaksturinn á stræt um San Fransisco er ein magnaðasta kvikmyndasena, sem ég hef augum litið. — Leikstjórnin er mjög góð, eins kvikmyndatakan, klipp ingin og' tónlist Schifrins. Stjörnubíó: „GESTUR TIL MIÐDEGISVERÐAR“ Joey Drayton, dóttir blaðaútgef- anda í San Fransisco, og John Prentice, fella hugi saman í skemmtiferð á Hawai. Henni er það ekkert vandamál að hann er blökkumaður. Hann gerir sér aft ur á móti ljós þau vandamál sem þau munu verða að horfast i augu við áður en til hjónabands kemur, enda reyndari, og fjórtán árum eldri en hún. Feður þeirra leggjast líka gegn ráðahagnum og gengur á ýmsu. Eftir margs konar átök endar myndin með lokaræðu föður Joey’s. Hann beinir orðum sínum til ungu elskendanna, og gerir grein fyr ir þeirri ákvörðun sem hann hefur tekið, eftir vandlega um- hugsun. ★★★ Kramér er laginn við að hræra í tilfinningum áhorf andans. En er nokkurt vanda mál að lynda við svo yfirskil vitlega góðan og gáfaðan negra, sem Poitier er látinn leika? Þetta vandamál þarfn ast miklu nánari ígrundun- ar en Kramer veitir okkur. Síðasta mynd S. Tracy og verðugur minnisvarði um hann. ★★★ Vel gerð mynd um efni, sem kemur öllum við, ekki sizt því fólki, sem setur jafnaðarmerki milli tilfinn- inga og væmni. Góð upp bygging tæknilega (t.d. Dray ton hjón mynduð í spegli) sem efnislega (Drayton og ís sölustúlkan). Látlaus kvik- myndun, jafn og góður leik- ★★ Góður leikur, þjált og vel skrifað handrit. Sem bet ur fer eru kynni okkar af kynþáttavandamálum að mestu leyti af afspum, þvl er erfitt að gera sér grein fyrir hversu gagnlegan boð- skap myndin flytur. Persónu lega finnst mér hú£i ekki rista nógu djúpt, né stinga á kaununum, aðeins skemmti- mynd. Gamla Bíó: „NEYÐARKALLFRA NORÐURSKAUTI“ Óþekktur hlutur er látinn falla niður á Norðurpólinn skammt frá veðurathugunarstöðinni Zebra. Skömmu síðar berast óljósar hjálparbeiðnir frá stöðinni og Ferradey (R. Hudson), skipherra á kafbátnum „Höfrungnum" er sendur á skautið með hjálpar- leiðangur. Með honum fer einn ig dularfullur Englendingur, Mr. Jones (P. McGoohan, „harðjaxl inn“) og þegar komið er á haf út bætast við tveir farþegar, ”Bor is Vaslov og Anders höfuðsmað ur. Brátt kemur í ljós, að um borð er svikari, sem ekki skirr ist við að fórna eigin lífi til að sökkva kafbátnum, en á pólinn komast þeir, og þar hefjast hin raunverulegu átök. ★ Bækur MacLeans njóta mikilla vinsælda, enda skrif aðar af frábærri frásagnar- tækni. Þessa mynd skortir fyrrnefnda tækni, og er því ekki annað en risavaxin blaðra, innantóm og illa hönn uð. Efalaust fýsir marga að sjá þessa 2 % tíma mynd, en hún er vafasamur greiði við MacLean. O Algjör misþyrming á sam nefndri bók Alistair MacLean enda er myndin spennulaus og langdregin. Tæknilega illa gerð, studioatriðin aug- ljós og unnin af slíku þekk- ingarleysi, að teljast verður lítilsvirðing við áhorfendur. Kvikmyndataka og klipping fátækleg og hugmyndasnauð. ★★ Saga eftir Alistair Mac Lean, stórmyndartónlist eftir Legrancl, dýr leiktjöld, sem reyndar eru á köflum óraun veruleg, (sérstaklega koma norðurpólssenurnar okkur „eskimóunum", nokkuð spánskt fyrir sjónir). Frægir leikarar og leikstjóri er John Sturges. Furðulegt að út- koman skuli aðeins vera miðlimgs skemmtimynd. Tónabíó: í HELGREIPUM HAFS OG AUÐNAR Geoffrey Peace var frækinn kafbátaforingi I síðari heims- styrjöldinni, en stundar nú vopnasmygl á Miðjarðarhafi ásamt félaga sinum. Þeir eru stöðvaðir af fallbyssubát I sið- ustu ferð sinni og verða að sjá á eftir aleigunni I sjóinn. Skömmu siðar kemur félagi þeirra úr stríöínu, Biker, og býð ur þeim hlutdeild I gimsteina- þýfi, sem falið er á bannsvæði námueiganda á vesturströnd Afriku. Er talið ófært að kom- ast á þessar slóðir, en Biker veit að Geoffrey hafði einmitt unnið þá dáð að sigla gegnum hættulega skerjagerðinn, sem er úti íyrir ströndinni. Og þeir félagar leggja upp I svaðilíör- ina.......... O Það versta við þessa mynd fyrir áhorfendur er það, hvað hún er léleg, en hitt er þó jafnvel ennþá verra, að höfundamir taka sjálfa sig mjög alvarlega. ★ Nokkuð áhugavert efni meðhöndlað þannig, að það verður sjaldnast langdregið (fráskilinn inngamgur) eða leiðinlegt, þrátt fyrir ýmsa galla í uppbyggingu atrið- arana. Kvikmyndlaitaíka er sviþlaus og klippingar oft lé- legar, en sviðsmyndin er vel gerð. Hér er fátt gert af viti. Efnisþráðurinn. er það lygi legur, að furðulegt er að nokkrum skyldi til hugar koma að gera eftir honum mynd. Leikurinn ex eftir þvl og stúdíó-vinnan er svo fár- ánleg, að af henni má næst- um hafa gaman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.