Morgunblaðið - 22.07.1971, Page 14

Morgunblaðið - 22.07.1971, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JOLÍ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Fremkvaemdaetjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 5, sími 10-100 Augtýsingar Aðaistræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 198,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. HVAÐ VERÐUR UM STÓRVIRKJANIR ? k síðasta Alþingi voru sam- þykkt ný lög, sem heim- ila Landsvirkjun að ráðast í byggingu tveggja nýrra orku- vera við Hrauneyjafossa og Sigöldu í Tungnaá. Er gert ráð fyrir, að Hrauneyjafoss- virkjun verði um 160 MW, en Sigölduvirkjun um 150 MW. í viðtali við Morgunblaðið í maímánuði sl. sagði dr. Jó- hannes Nordal, formaður Landsvirkjunar, eftirfarandi um undirbúninginn að þess- um virkjunarframkvæmdum: „Stefnt er að því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fyrri virkjunina vorið 1972. Til þess að ná því mark- miði þarf að taka um það ákvörðun um mitt þetta ár, í hvora virkjunina verður ráðizt fyrst, þannig að hægt verði að hefja endanlega verkfræðilegan undirbúning og gerð útboðsgagna. Útboð gæti þá farið fram snemma árs 1972 og framkvæmdir hæfust um vorið. Takist þetta ætti virkjunin að geta verið fullgerð í síðasta lagi sum- arið 1975.“ í sama viðtali gerði dr. Jó- hannes Nordal grein fyrir þeirri könnun, sem fram hef- ur farið á orkusölu til stór- iðju, og sagði: „Sá orkufreki iðnaður, sem fyrst og fremst virðist vera um að ræða eins og nú standa sakir, er annars vegar ál- bræðslur en hins vegar fram- leiðsla á ýmiss konar málm- blendi, sem notað er í stál- framleiðslu. Á þessu stigi málsins eru ekki hafnar nein- ar raunverulegar samninga- viðræður um orkusölu til iðn- aðar frá þessum næstu virkj- unum. Hins vegar hefur verið unnið að söfnun upplýsinga frá fyrirtækjum, er áhuga kynnu að hafa í þessum efn- um, og er stefnt að því, að unnt verði að marka ákveðna stefnu í þessum málum með haustinu svo hægt verði að leggja tillögur um nýja orku- sölusamninga fyrir ríkis- Mótmæli ¥>ithöfundasamband fslands, sem er eins konar sam- einingartákn beggja rithöf- undafélaganna, óskaði eftir því við fyrrverandi mennta- málaráðherra, samkvæmt samþykkt á þingi rithöf- undasambandsins, að ís- lenzkur rithöfundur yrði skipaður til fyrirlestrahalds um nútímabókmenntir ís- lenzkar og varð ráðherra við stjórn og Alþingi næsta vet- ur.“ Af þessum ummælum stjórnarformanns Landsvirkj- unar má sjá, að undirbúning- ur að framkvæmdum við nýj- ar stórvirkjanir hefur verið í fullum gangi og stefnt hefur verið að því að hefja fram- kvæmdir við aðra þeirra næsta vor. Nú er hins vegar tekinn við yfirstjórn orku- mála maður, sem hefur bar- izt heiftarlega gegn stór- virkjunum og orkusölusamn- ingum til stóriðju, þ.e. Magnús Kjartansson, iðnað- arráðherra. Þá vaknar sú spurning hvað verði um fyr- irhugaðar framkvæmdir við nýjar stórvirkjanir. Á Alþingi sl. vetur, þegar frumvarp þáverandi ríkis- stjórnar um stórvirkjanir í Tungnaá var til umræðu, flutti Magnús Kjartansson breytingartillögu við frum- varpið þess efnis, að Lands- virkjun rnætti reisa smærri virkjun, 30MW að stærð í Brúará við Efstadal ef ekki tækist „nægilega snemma að tryggja eðlilegt samhengi milli orkuframleiðslu frá stórvirkjunum og orkunotk- unar“, eins og sagði í tillögu hans. í viðtali við Þjóðvilj- ann sl. sunnudag, sagði iðn- aðarráðherra, að núverandi ríkisstjóm boðaði aðra stefnu í orkumálum en hin fyrri og vildi miða við þarfir húsahit- unar og hins innlenda iðnað- ar. Þess vegna er full ástæða til að spyrja nú og krefjast svars: Ætlar vinstri stjómin að hverfa frá áformunum um stórvirkjanir í Tungnaá og láta í þess stað reisa smá- virkjun? Þetta er ekki aðeins spurning um það, hvort hætta eigi við þá stefnu að beizla orku fallvatnanna í þágu þjóðarinnar allrar. Þetta er líka stórkostlegt hagsmunamál þess mikla fjölda, sem fá mundi atvinnu við stórvirkjunarframkvæmd ir næstu ár. Hverju svarar iðnaðarráðherra? út í hött þeirri beiðni. Morgunblaðið fagnar því, að einn helzti rit- höfundur landsins, Guðmund ur G. Hagalín, hefur verið ráðinn til starfsins í eitt ár. Þess starfs mun áreiðanlega sjá stað í þjóðlífi okkar næsta vetur. Er vonandi að haldið verði áfram á þeirri braut, sem rithöfundar hafa inark- að. Mótmæli heimspekideildar Helsingin Sanomat; Öryggi íslands byggist á 5 vopn- uðum fiskiskipum — verði herstöðin lögð niður A MEÐAL erlendra blaða, sem fjallað hafa um væntanlega brottvísun bandaríska herliðsins frá íslandi, er finnska blaðið Helsingin Sanomat, sem er hið stærsta í Finnlandi og talið óháð. Þar segir meðal annars, að yfir- lýsing forsætisráðherra íslands um brottvísun hersins hafi vakið mikla athygli, sérstaklega þó í Noregi, þar sem ýmsir aðilar og blöð líti svo á, að fyrirætlanir ís- Icndinga séu mjög hættulegar. Áhyggjur Norðmanna séu skilj- anlegar ef tekið sé tillit til fregna um, að Sovétríkin hafi eflt veru- lega hemaðaraðstöðu sína í Norður-íshafi. „Hinis vegar,“ segir blaðið, „hlýtur stefna íslendiinga í ör- yggismálum að ákvarðast á ís- landi en ebki í Noregi. Jóhannes- son, forsætisráðherra, getur svar- að gagnrýnendum sínum í Nor- egi með því, að Norðmenn sjálfir leyfi ek'ki vist erlendra her- mantna í sánu landi. En þarna kemur til mismunur á íslandi og Noregi. ísland hefur ekkert eigið varnarlið og stofnun þess kæimi eikki til greina. Ef Bandaríkja- menn rýma herstöðina í Kefla- vík, byggist öryggi Ísland3 á ftonim vopnuðum fiskiskipum. Vafasamt er, hvort landið getur áfram orðið aðili að NATO og murgt fólk á eynni hefur meiri áhyggjur af hugsanlegri úrsögn. úr Atlanjtshafsbandalaginu en rýmingu herstöðvarinnar í Kefla- vík.“ Stuttgarter Zeitung: NATO verður að virða óskir aðildarríkjanna Það þarf Varsjárbandalagið ekki MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt frásögn af ritstjómargrein v- þýzka dagblaðsins Stuttgarter Zeitung, þar sem fjallað er um fyrirætlun íslenzku ríkisstjómar- innar um að vísa bandaríska her liðinu á brott frá Keflavíkurflug- velli. Skrifar blaðið, að það, sem er að gerast á fslandi sé sýnu alvarlegra en það, sem hefur gerzt á Möltu. Blaðið segir, að íslenzka rík- i'sstjórnin hafi óskað eftir brott- för herliðsins frá Keílavík jafn- framt því að lýsa yfir, að hún vilji áframhaldandi aðild Islands að Atlantshafisbandalaginu. Hins vegar sé afar ólíklegt, að hún geti á nokkurn hátt hætt NATO upp missi herstöðvariinnar. Blaðið segiir: „fslendingar eru að feta i fótspor Frakka og þess verður ekki langt að biða, að NATO hafi innam sinna vébanda tvo háJlfigildmigsmeðlimi, sem tak marka aðild sína í bandailaginu við að leyfa því allra náðarsam- legast að verja sig án þesis að leggja noikkuð af mörkum sjálf- ir.“ Blaðið segir síðan, að þessi hættulega tækitfærisstefna muni draga úr trú manna á Atlants- hafsbandalagið. En það eigi engra amnarra kosta völ en að virða óskir aðildarrikja sinna. Eila mundi það varpa rýrð á þau verðmæti, sem þvi sé ætlað að verja. „Slíkit þurfa Varsjárbandalags rikin ekki að setja fymir sig,“ segir Stuttgarter Zeitung, — „ef Islendingar teldust til þjóða Austur-Evrópu, mundi tilraun þeirra til að draga sig út, verða kæfð í fæðingu af sovézkuim her mönnum. Hinn yestræni heimur, er stj'órnast atf viija borgaranna, verður að taka þær áhættur, sem stafa af því, að aðildarrik- in skortir vilja til að verja sig og gera sér eklki grein fyrir nauðsyn vama.“ Loks segir blaðið, að hið sér- stæða ásitand á Islandi bjóði heim þeirri spurningu, hvort NATO eigi einnig að taka þær áhættur, sem stafi af einhliða afvopnun Vesturlanda vegna að- ildar kommúnista að vestrænum rikisstjórnum. Peking getur aldrei fallizt á tvö Kína segir Chou en-Lai Washington og Peking, 20. júlí — AP-NTB CHOU en-Lai, forsætisráð- herra Kína, sagði í samtali við bandarískan stúdentahóp í Peking í dag, að Peking myndi aldrei fallast á tveggja Kína-stefnu í nokkurri mynd og tæki aldrei sæti hjá Sam- einuðu þjóðunum við hliðina á Taiwan. Taiwan væri kín- verskt hérað en ekki sérstök þjóð. Forsætisráðherrann sagði einn ig, að fyrsta skilyrðið fyrir bættri sambúð Kína og Banda- ríkjanna væri brottflutningur bandaríska herliðsins frá Viet- nam. Hann sagði, að í vinnu að lausn þess máls, myndu Kínverj- ar ekki eingöngu hugsa um hags muni þjóðanna í Indó-kína, held- ur einnig hagsmuni bandarísku þjóðarinnar. Þetta eru fyrstu ummæli ráðherrans um fyrir- hugaða heimsókn Nixons Banda- ríkjaforseta til Kina eftir að skýrt var frá henni sl. fimmtu- dag. Nixon Bandaríkjaforseti hélt í dag fund með þingleiðtogum repúblikana, þar sem hann skýrði þeim frá áætlunum í sam- bandi við fyrirhugaða heimsókn hans til Kína. Hann endurtók þá fyrri yfirlýsingu um að heim- sóknin yrði ekki farin á kostn- að kínversku þjóðernisstjórnar- innar, Sovétríkjanna eða ann- arra landa. Forsetinn lagði og áherzlu á að heimsóknin væri stórkostlegt tækifæri til að tryggja heimsfriðinn á næstu ár- um. Ron Ziegler, blaðafulltrúi Nix- ons, skýrði fréttamönnum frá því í gær, að forsetinn hefði sent skeyti til Chiang Kai- Sheks þar sem hann fullvissaði hann um að Bandaríkin myndu áfram standa við hernaðarlegar skuldbindingar sínar við Form- ósustjórn. Formælandi Indlandsstjórnar lét í dag í ljós ánægju yfir fyrir- hugaðri heimsókn Nixons tii Kína. Sama þögnin rííkir enn í Moskvu í sambandi við heim- sóknina og hafa hvergi komið fram opinber ummæli um hana. eru út í hött og óskiljanleg með öllu, ekki sízt vegna þess, að rithöfundurinn er ráðinn við háskólann, en ekki heimspekideild sérstaklega. Eins og fram kemur annars staðar í Morgunblaðinu var haft fullt samráð við háskóla- rektor um mál þetta. Furðuleg neitun Að undanförnu hafa dvalizt hér á landi sjónvarps- menn frá brezka sjónvarpinu. Þeir óskuðu eftir viðtali við Ólaf Jóhannesison, forsætis- ráðherra, en hann neitaði. Þessi neitun forsætisráðherra er furðuleg. Þarna gafst hon- um einstakt tækifæri til þess að gera brezkum almenningi grein fyrir málstað íslands í landhelgismálinu. Hann hafn- aði slíku tækifæri. Hvað veldur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.