Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 28
' JMjNFgptttÞIð&ifr nucLvsincnR ©^»22480 flliKgttiiirifofrife FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1971 DflCIEGn 80% ríkisábyrgð vegna kaupa á togurum Á FUNDI, sem Lúðvík Jóseps- son, sjávarútvegsráðherra, efndi til með fréttamönnum í gær, kom fram, að ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að veita kaupendum 400 til 500 rúmlesta skuttogara ríkisábyrgð fyrir 80% kaup- verðsins. Ráðherra sagði, að slik lán gætu jafnan fylgt slík- um skipum hjá erlendum skipa- smiðastöðvum. Sj ávarútvegsráöhe.rra sagði, að áfram yrði veitt 5% lán til skuttogarakaupa úr sérstökum sjóði innanlands. Kaupendur ættu því að geta fengið fyrir- greiðslu, er næmi 85% kaup- verðsins. Hann sagði, að þessar ráðstafamir væru gerðar til þess að auðvelda kaup á skipum af þessari stærð, þar sem kaup- endur fengju nú aðeins fyrir- greiðslu er næmi 72% kaup- verðsins. Fiskveiðasjóð'ur lánaði nú 67% af andvirði skipanna og 5% lán væri unnt að fá úr sérstökum itnnlendum sjóði. Eig- endur yrðu þanniig að leggja fram 28% kaupverðsiins nú, em aðeins 15% eftir að þessi breyt- ing kæmi til framkvæmda. Aðspurður sagði ráðherrann, að þessar ráðstafanir væru gerðar í samræmi við ákvæði í málefnasamningi stjómarflokk anna, þar sem boðuð eru kaup á 15 til 20 skuttogumm. Rík- isstjóminn hefði erm ekki tek- ið ákvörðum um togarakaup á eigin vegum. Mengunarrannsóknir á Akureyrarpolli Á AKUREYRI eru nú að hefjast rannsóknir á Pollinum með til- liti til mengunar, en í haim remnur mikið skolp. Fól heil- brigðisnefnd bæjarins Náttúru- gripasafninu á Akureyri að ann- ast rannsóknir og hafa nanðsyn-| leg tæki þegar verið keypt. Bjarni Kinarsson bæjarstjóri sagði Mbl. að enn vænu engar niðurstöður komnar af rannsókn unum, enda kæmu þær til með að taka langan tíma þar sem mikið þarf að taka af sýnishom- um með vissu millibili. í Pollin- um er mikið skolp og er talið að það hafi farið mjög versnandi siðustu árin vegna aukinnar notkunar alls kyns stertkra þvotta- og hreinsiefna. Um leið Enn ekkert og PoOurinn verður rannsakað- ur verða tekin sýnishom af af- rennsli verksmiðjanma, sem aðal- lega fer út í Glerá. ■' Wí& W i tJtsýnið yfir Viðeyjarsund var fagurt í hlýviðrinu í gær. (Sjá um kappát hrossa i Viðey á bls, 3). Kom fram á Akranesi í GÆR auglýsti lögreglan í Borgarnesi eftir tvítugum Breta, David Smith, sem orðið hafði við skila við vin sinn á Gagnheiði sl. mánudag. Ætluðu þeir að fara sinn hvorum megin við hæð og hittast síðan á ný. Svo fór að þeir hittust ekki og í gær var Miohael Reeve farinn að óttaist um félaga sinn, David Smith. Sá síðamefmdi kom fram á Akranesi í gærikvöldi og hafði hann gemgið niður í Hvalfjörð i fynradag, gist á túninu á Fer- stiklu í fyrrinótt og haldið síðan til Akraness. Eftir að auglýst var eftir Bret- anum.í útvarpinu síðdegis í gær voru hjálpansveitir í Reykjavík, á Selfossi og í Borgarfirði til- búmar að hefja leit, ef á þyrfti að halda. Smith var hvorki með landakort né áttavita og sagði lögreglan í Borgamesi að allt of algengt væri að ferðafólk legði þannig upp í gönguferðir og vildu björgunarsveitarmenn mjög brýna fyrk fólki að fara ekki í lengri göngur án slíks iág- m aiksútbúnaðar. Fé úr Verðjöfnunarsjóði notað til fiskverðshækkunar LIU mótmælir ráðstöfunum ríkisstj órnarinnar gull GULDLEITARMENNIRNIR á Skeiðarársandi eru hættir leit í bili, en mikað vatn hetf- ur verið á þvi svæði, þar sem þeir telja líklegast að eitthvað finnist. Siggek Lárusson í Kirkjubæ, sem hefur haft samband við leitarmennina sagði Mbl. í gær, að hann vissi ekki til að nokkuð heíði fundizt, en leitarmenn hyggð ust koma austur síðar og halda leit áfram. Að tilhlutan sjávarútvegs- ráðherra gaf forseti íslands út bráðabirgðalög í gær, þar sem ákveðin er 18 til 19% hækkun á aðaltegundum fisk aflans, þorski og ýsu, sem koma á til framkvæmda 1. ágúst n.k. Felld er niður greiðsla 11% kostnaðarhlut- deildar til útgerðaraðila, sem ekki kemur til hlutaskipta. Þessi greiðsla gengur til hins almenna fiskverðs (skipta- verðs). Auk þess kemur til viðbótarfiskverðshækkun, þannig að heildarhækkunin verður 18 til 19%. Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins af útflutningsandvirði Fjölmenni við minningarathöfnina — um skipverjana á Sigurfara Höfn, Horniafirði, 21. júlí. 1 DAG fór fram í Hafnarkirkju minningarathöfn um skipverjana sem fórust með Sigurfara 17. apríl sl. Mikið fjölmenni var við athöfnina, bæði frá Höfn og ann ars staðar að af landinu. Skarp- héðinn Pétursson prófastur pré- dikaði, kirkjukór staðarins söng og Skapti Pétursson söng cin- söng. Við þetta tækifæri fór fram -formleg afhending á peniinga- gjöf, að upphæð 10 þúsund kr. til styrktar slysavarnastarfsemi á Höfn frá Skipstjóra- og stýri- mannaféaaginu Öðdunni. Pening- ar þessir renna til væntanlegrar byggingair á björgunarstöð, sem á að reisa ininan skamims fyrir þennan landshluta. 1 stöð þessari verður aðstaða til leitarstjórnun- ar, tækjavörzlu og fundahalda. Allir Homafjarðarbátar, sem veiða á heimamiðum, eru nú í höfn og voru áhafnir þeirra við- staddair mininingarathöfnina í dag. Bátarnir fara ekki út fyrr en eftiir 10 daga, því nú er að hefjast hið aimemna sumiarfrí Homfirðinga. Mjög mikill ferðamannastraum ur er á Hornafirði um þesisar mundir. — Fréttaritari. fiskafurða eru lækkaðar sem fickverðshækkuninni nemur. Fundur stjómar L.Í.Ú., varastjórnar og formanna út- vegsmannafélaga innan L.í. Ú. hefur lýst sig andvígan þessum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, og telur það m. a. hættulegt fyrir framtíð sjávarútvegsins að nota Verð jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins í þeim tilgangi að jafna þá röskum, sem afnám á kostn- aðarhlutdeildinni veldur. Sjóðurinn hafi verið stofnað ur í þeim tilgangi að jafna verðsveiflur á söluverði fisk- afurða og þessi notkun hans eigi ekkert skylt við þess hátt ar markmið. 1 ályktun fundar L.l.Ú. segir ennfremur, að kostnaðarhl ut- deild sú, sem fiskkaupendur greiði útvegsmönnum, séu bæt- ur fyrir kostnaðarhækkun, sem varð vegna gengisbreytingarinn- ar 1968, og sé hluti af rekstrar- grundvelli sjávarútvegsins. Þess- ar greiðslur hafi ráðið úrslitum um að tekizt hafi að rétta við hag útgerðarinnar eftir áföllin 1967 og 1968. 1 ársbyrjun 1969 hafi verið samið við sjómenn og þeir fengið verulegar kjarabæt- ur í formá lífeyrissjóðs og fríu fæði að mest'U. Síðar hafi verið samið um, að kostnaðarhlutdeild in lækkaði úr 17 í 11%. Giidandi kjarasamningar útvegsmanna og sjómanna væru byggðir á þess- um grundvelli og breytingar á honum séu þvi bein ihlutun um samnángsmál útvegsmanna og sjómanna. Þá segir í ályktuninni, að fyrir huguð skerðing á Verðjöfnunar- sjóðnum muni nema 310 miiljón- um króna á ári og með þvi sé sjóðurinn gerður óhæfari tii þess að gegna hlutverki sínu. Þá segir í ályktuninni, að fund urinn feli fulitrúum sinum í Verðlagsráði sjávarútvegsins og Verðjöfnunarsjóði að vera vel á verði um, að núverandi rekstrar grundvöllur útgerðarinnar verði í engu skertur frá því sem nú er með fyrirhuguðum ráðstöfun- um ríkisstjómarinnar. L/úðvík Jósepsson, sjávarútvegs ráðherra, greándi frá hinum nýju bráðafoirgðalögum ríkisstjórnar- innar á fundi er hann boðaði með fréttamönnum í gær. Á fundinium kom það fram, að sj'ávarútvegsráðherra hefur hald ið fundi með útgerðarmönnum á nokkrum stöðum á landinu. Ráð- herrann sagði, að sér hefði virzt það vera einróma skoðun útgerð armanna á þessum fundum að hækka ætti hlut sjómanna og þvi fögnuðu þeir þessari ráðstöf un. Það kom einnig fram, að Verð jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins er sameiginlegur sjóður sjómanna og útgerðarmanna. Aðspurður sagði ráðherra, að það væri að sjlálfsögðu rétt, að með þessum ráðstöfunum væri verið að bæta kjör sjómanna með fé, sem þeir ættu sj'álfir; það væri ekki verið að taka fé frá neinum öðrum. Ráðherrann upplýsti, að áætl- að hetfði verið, að Verðjöfnunar- sjóðurinn næmi um 1 milljarði króna í árslok 1971; talið væri spunileigt, að hann yrði ekkd Framh. á bls. 19 Kekkonen ut- an með 8 laxa ,,ÉG hef sjaldan verið með áhugasamari veiðimanni en Kekkonen Fininland'sforseta, því að þótt hann sé orðmn 71 árs var hann rétt einis og ung- lanab, fór fyrstur á fætur á morgnana og síðastur í rúmið á kvöldin," sagði Gunnar J. Friðriksson, sem var fylgdar- maður forsetans meðan hann dvaldist hér á landi við lax- veiðar. Kekkoruen forseti hélt utan í gærmorgun og fyigdi forseti íslands, herra Kristján Eldjám honum á flugvöllinn. Finniandsforseti fór héðan með þá átta laxa, sem hann féklk í Grímsá, þá tæpa þrjá daga sem hann var við veiðar. Læknir forsetams og finnskur fylgdarmaður fengu saman 12 laxa, þannig að heildaraflinn varð 20 laxar og þótti mjög gott, þar sem sólskin var allan tímann. Laxamir voru allir settir í ískassa, en þeir minnstu voru reýksoðrair áður með sér- stalkri fininskri aðferð. „Forsetinn var mjög ánægð- ur mieð Islandsdvölina í heild,“ sagði Gunmar, „og hafði orð á þvi að nú sæi haran ísland í öðru ljósi en þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn. Hann var svo hrifinn af um- hverfimu og dvölinni í Lundar hóliraa að það mætti segj a mér að hann og fylgdanmeran hans hefðu fullan hug á að koma hingað aftur til laxveiða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.