Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLl 1971 ...því fer Nixon til Peking NIXON Bandaríkjaforseti gerði heyrum kunnar forsendur fyr- Ir þeirri ákvörðun sinni að heimsækja Kina á stuttum blaðamannafundi, sem hann hélt í Kansas fyrir nokkrum dögum. Hann sagði, að yrði Kínverska alþýðulýðveldið ekki leyst úr einangrun sinni og flutt inn í samfélag þjóðanna, myndi vera stórkostleg hætta á kjarnorkustyrjöld innan næstu 15—20 ára. Hann sagðist hiklaust vera þeirrar skoðunar, að Kínverjar væru dugmikil, skapandi þjóð, „einhver hæfileikamesta þjóð heims“. Óhjákvæmilegt væri að Kínverjar yrðu mikils meg- andi afl á efnahagssviðinu með öllu sem því fylgdi, þar er meðal annars átt við hernaðar- mátt þeirra. Nixon bætti við: „Það er ástæðan fyrir því, að ég taldi brýna nauðsyn bera til að þessi ríkisstjóm stigi fyrsta skrefið í þá átt, að leiða ein- angrun Kina til lykta í heimin- um. Við urðum að stíga þessi skref, vegna þess að Sovétrík- in gátu það ekki.“ Ágreiningur Kínverja og Sovétríkjanna, m.a. út af landamærum (svo að ekki sé minnzt á hugmynda- fræðilegar deilur) virðist ósætt- anlegnr og „við vorum eina stórveldið, sem gat stigið þetta skref“. Hann benti jafnframt á, að innan fimmtán til tuttugu ára hefði Bandarikjamönnum ef til vill tekizt að komast að raun- hæfum samningum um kjarn- orkuvopn við Sovétríkin. En meginland Kina — utanveltu við alþjóðasamskipti, þar sem leiðtogamir hefðu engin tengsl við aðra ráðamenn — mundi verða ógnun við allan heiminn og hlytu Kínverjar því að ráða ráðum sínum án þess að taka tillit til annarra þjóða. Með öðrum orðum og einmitt að öllu óbreyttu — gat engin önnur þjóð en Bandaríkin haft forgöngu um að breyting yrði á og hefði engin slík orðið vofði sú hætta bæði yfir Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum að til kjarnorkustyrjaldar kæmi við Kínverja. Háttsettir bandariskir emb- ættismenn leggja áherzlu á, að stefna bandarísku ríkisstjórn- arinnar hafi verið vakin af slik um hugmyndum og henni sé ekki á neinn hátt ætlað að gera erfiðari samningaviðræður Sov- étmanna og Kínverja um landa mæri ríkjanna. Bersýnilega gætir kvíða hjá fjölmörgum I Bandaríkjunum um að Sovét- menn taki óstinnt upp ákvörð- un Nixons og reynt hefur verið að slá þá vamagla, sem þurfa þótti. Vert er að hafa í huga, að Bandaríkin hafa stjómmála- samband við Sovétríkin, en eng inn bandarískur forseti hefur nokkru sinni farið þangað I heimsókn. En nú er Nixon Bandaríkjaforseti að fara í heimsókn til Kína, sem Banda- ríkin hafa ekki stjómmála- skiptl við. Þó er rétt að hafa í huga, að skömmu eftir að Nixon varð forseti lét hann að því liggja, að hann myndi taka heils hugar heimsóknar- boði frá sovézkri hálfu. Ekkert slíkt boð hefur borizt, enda haft fyrir satt að Nixon hafi lítið gert til að ýta á það hing- að til. Tvö eru þau mál, sem hæst ber í „samskiptum" Kína og Bandaríkjanna, það er Inn- göngubeiðni Kína í SÞ sem Bandaríkin hafa verið andvig, svo og framtíð Formósu, ef Kína fer í samtökin. Fram til þessa hafa Bandaríkjamenn beitt sér óspart til að koma í veg fyrir að Kína fengi aðild að SÞ svo sem alkunna er. Hins vegar hafa málin smám saman verið að þróast á þann veg, að fylgi við umsóknar- beiðni Kína hefur verið að vaxa fiskur um hrygg á allra síðustu árum og vafasamt, að Bandaríkin hefðu getað stöðv- að málið öllu lengur. Fari svo að Kina komist í SÞ mundi það samtímis fá sæti í Öryggisráð- inu og Formósa hlyti að víkja, og sama máli gildir um sætið á Allsherjarþinginu. Þá vaknar sú spuming hvað Formósu bíði. Nema þvi aðeins að gerð- ar verði einhverjar sérstakar ráðstafanir myndi Formósa verða svipt aðild að SÞ. Vitað er að Bandaríkin hafa haft í huga að ná samkomulagi um að rikin bæði verði i samtök- unum, en hins vegar eru bæði stjóm Kínverska alþýðulýðveld isins og Formósustjórn alger- lega andsnúnar þeirri lausn. Nú eru taldar nokkrar líkur á að Formósa ákveði að standa upp og taka sæng sina í sæmilegu bróðerni, verði Alþýðulýðveld- inu veitt aðild. Varasamt er þó að ætla að það gangi svo þrautalaust fyrir sig. En hvemig svo sem það mál hefur verið eða verður leyst, er ótvirætt að það eru Banda- ríkjamenn, sem hafa verið frumkvöðlar að því að koma samskiptum ríkjanna Kína og Bandaríkjanna í „eðlilegt horf“ eins og það heitir á máli póli- tíkusa. Yfirlýsing sú, sem Nix- on las upp í útvarp og sjón- varp, er hann greindi frá heim- sókninni, leiddi það í ljós, að Nixon hafði nánast boðið sjálf- um sér til Kína. Ýmislegt skyldi þó haft I huga. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan hér í Mbl. birtist útdráttur úr viðtali, sem brezki blaðamaðurinn og Kínavinur- inn Edgar Snow átti við Mao Tse-tung, formann kinverska kommúnistaflokksins. Þar lét formaðurinn i ljós áhuga á þvi, að Nixon kæmi í heimsókn og lét í veðri vaka, að honum yrði Richard Nixon: Fer hann inn í söguna sem stórmenni? ágætlega fagnað, hvort sem hann kæmi í einkaheimsókn eða sem forseti Bandarikjanna. Á það er einnig að líta, að Kínverjar hefðu sjálfsagt aldrei látið neyða sig til eins eða neins í þessu sambandi. Margt hefur verið í deiglunni undanfama mánuði, sem sýnir að þessi þróun á sér aðdrag- anda og hápunkturinn — vænt- anleg heimsókn Bandaríkjafor- seta — næsta eðiilegur þáttur þeirrar þróunar. En varla er við þvi að búast, að Kínverjar fagni Nixon nema því aðeins að ein- Chou En-lai: Ræddi við Klssinger og bað fyrir boð til Nixons. hvers konar samkomulag hafl náðst, m.a. I þá átt að binda enda á styrjöldina í Víetnam, svo og varðandi hugsanlega að- ild Kína að Sameinuðu þjóðun- um. Kínverjar hafa verið vantrú- aðir á einlægan vilja Banda- ríkjamanna varðandi Víetnam og þvi má gera ráð fyrir, að drjúgur tími af þeim tuttugu klukkustundum, sem fóru I við- ræður Kissingers og Chou En- lais hafi verið notaðar til þess að sannfæra Kínverja um að Bandaríkjamenn yrðu þeim Sendiboði Nixons til Kína: Oruggur með sig, gáfaður og jafnlyndur FRÉTTIRNAR, sem fóru eins og eldur í sinu um hekns- byggðina á dögunum um að Nixon Bandaríkjaforseti hefði í hyggju að halda í heimsóikn til Kína, eru ekki aðeina póli- tískur sigur fyrir Bandaríkja- forseta, heldur eíkki síður fyr- ir Kissrnger, sem lagði á ráðin um ferðina og ræddi í 20 klukkustundir við Chou En Lai, forsætisráðherra Kínia. Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að enda þótt Kissinger hafi þótt takast vel í starfi sínu sem sérlegur ráð- gjafi forsetans í öryggismál- um, hafi fáir búizt við að hon um tækist að fá því áorkað, að kínverskir og bandarískir leiðtogar hittust og reyndu að bæta sambúð þessara tveggja stórvelda. ★ Henry Kissinger er á 48. aldursári. Hann er þýzkur Gyðingur og flýði frá Þýzka- landi 14 ára unglingur, með foreldrum sínum, þegar nas- istar voru komnmiir tii valda. Hann ber öll svipmót Gyð- ings, ensku talar hann með greinilegum, þýzkum hreim, og bæði í framlkomu og hugs- un sýnist hann eiga mun meira sameiginlegt með Evr- ópumönmum en dæmigerðum Ameríkana. ★ Kissinger hét upprunaiega Heinz að fomafni, en eftir að hann gerðist bandarískur rikisborgard breytti hann því í Hemry. Hanm átti aldrei í neinum erfiðleikum með að samlagast hinu nýja föður- landi, þótt hann hafi ekki að öllu leyti samið sig að sdðum þess og háttum. Snemma kom í ijós, að hann var ágætum gáfum gæddur. Eftir að hann hafði gegnt herþjónustu í fjögur ár í heimisstyrjöldinmi síðari, fór hann í háskóla og lauk mjög góðu embættisprófi frá HarvaTd og hafðd stjóm- vísdmdi að aðalgreim. Hanm skrifaði doktorsritgerð og tvær bækur, sem athygli vöktu, bæði heima og erlendis; önnur fjallaði um stórvelda- diplomati og hin um kjarn- orkuvopm og utanríkispólitík. Með þessu hafði hann haislað sór völl sem glöggur höfund- ur um öryggismál og stjórn- mál og forsetamir John F. Kennedy og Lyndon B. John- son færðu sér þessa hæfileika hana í nyt með því að fá hann tii aðstoðar í ýmsum tilvikum. Því kom nokuð á óvart, að hanm dkyldi svo fús að vinna með Nixorn eftir samstarfið við tvo forseta demókrata. ★ Sem mámasti ráðgjafi Banda ríkjaforseta um erlend örygg- isanál elur hamn ekki með sér neina drauma um bamdaríska dýrð og mikilleik; sönmu mær væri að segja að hann líktist lífsþreyttum stjórnmála- mamni, sem hefur verið svipt- ur öllum sínum hugsjónum Kissinger og Chou En-Lai ræðast við í Kina. ................ 'ö fyrir æði löngu, ágreiningsmál og valdastreitu leggur hann niður fyrir sér á yfirvegaðan og eimkar hófsamlegan máta. Ógerlegt er að gera sér í hugarlund, hvaða ákoðun Kín verjar hafa myndað sér á Kissinger. En telja má að rétt sé eftir haft, þegar talsmaður Hvíta hússins tók svo til orða, að viðræðumar hefðu farið fram með friði og spekt og „hávaðalaust". Annað hefði verið ólíkt Kissinger, sem er þekktur fyrir að láta dkaps- miuni ekki hlaupa með sig í gönur undir hvaða kringum- stæðum sem er. Kissinger, sem er fyrrver- andi Harvard-prófessor, hefur lagt sig í líma við það á síð- ustu árum að setja sig inn í hugsamagamg, bæði Kínverja og Norður-Víetnama. Honum dettur ekki í hug að hugisa um Kínverja eða Norður-Víet- nama sem „sveitadurga“ eða „larfaláka". Samnleikurimn mun vera sá, að hann er einn af örfáum mönnum í æðstu virðingar- stöðum í Bandaríkjunum, sem enn ber hlýjar tilfinningar og jafnvel virðingarvott fyrir Thieu forseta og Ky varafor- seta í Suður-Víetnam. ★ Snar þáttur í eðli Kissing- ers er hugrekki. Þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu árið 1968 hafði hann naumast mælt Nixorn máli. Hann var starfs- samur háskólakennari, hafðí ferðazt vítt um og margt séð fyrir sér og í kosningabarátt- unni 1968 hafði hanm unnið af mikilli ósérhlífni fyrír Nelson Rockefeller, og hann hafði einnig haft nokkur afskipti af málefnum Víetnams vegnia starfa fyrir Lyndon Johimson, fyrrverandi forseta. Engu að síður þá hann starfið hjá Nix- on án þess að depla auga, enda sjálfstraust jafnan verið sagt ríkt í fari hamis. Forsetinin er á stundum sagður hikandi og fljótfær, en. Kissinger er andstæða hana um flest. Hann er hæglyndur maður, en fljótur að átta sig. Fas hans er rólegt og handa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.