Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1971 Skotið lenti í veggnum Barón William J. G. Gevers sendiherra ásamt Einari Ágústssyni utanríkisráðherra og forseta Islands, herra Kristjáni Eldjárn. Af henti trúnaðarbréf LÖGREGLAN var í fyrradag kvödd til húss I Reykjavík, en sagt var, að maður hefði skotið af byssu að konu sinni. Þegar lögreglan kom á staðinn, reyndust hjónin bæði drukkin og var maðurinn fluttur í fanga geymsluna. Við yfirheyrslu í gær kvaðst hann ekki hafa ætl- að að verða eiginkonu sinni að fjörtjóni, heldur hefði skot hlaup ið úr byssimni af slysni — það Ienti í vegg nokkuð frá konunni. Konuna var ekki unnt að yfir- heyra í gær. Það voru kunningjar hjón- anna, sem hringdu í lögregluna, en til þeirra hafði konan hringt EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi 1 Veiðifélagi Mývatns 14. júlí sl. „Nú, þegar lífið í Mývatni virðist í lágmarki annað árið í röð, þrátt fyrir hagstætt veður- far í vor og sumar, getur verið nokkur ástæða til þess að álíta, að mengun, eða önnur utanað- komandi öfl séu þar að verki. Nú hefur Náttúruverndarráð sent frá sér ályktun, þax sem það fyrir sitt leyti bannar, að haldið sá áfram framkvæmdum rið hitaveitu fyrir Reykjahlíðar og Vogahverfin, þar til niður- stöður náttúrufræðilegra rann- sókna á Laxár- og Mývatns- svæðinu liggi fyrir. Afstöðu sína byggir Náttúruverndarráð fyrst og fremst á þvi, að í djúp vatninu frá borholunum í Bjarnarflagi séu skaðleg efni fyrir líf í Mývatni. Sé þetta rétt, hlýtur það að | Krafta- j verkin í Kína J Moskvu, 21. júlí. — AP. J JSOVÉZKT blað birtir í dag I 1 grein um undramátt kenn- I inga Mao Tse-tungs leiðtoga 9 Kíha, og segir að Mao-dýrk- J unin í Kína hafi tekið á sig I svip trúarbragða, með sínum | eigin helgisiðiun, trúarlækn- 7 ingum og einlaega trú á I óskeikulleika Maos. I Er hér um langa grein að ræða, sem birtist í málgagni sovézkra rithöfunda, Eitera- turnaya Gazeta, undir fyrir- sögninnl: Krafaverkin halda áfram. Blaðið ræðir um undramátt1 kenninga Maos, og segir með- al annars: „Margs konar kraftaverk gerast í Kína í dag, til dæmis undraverðar lækningar eins og þegar mál-i og heymarlausir taka að syngja í kómum. Eða siðferði legar lækningar eins og þegar afgreiðslustúlkan, sem stal sér kjólefni skilar þvi aftur eftir að hafa lesið úr verkum Maos.“ „Það skiptir ekki máli hvaða grein úr kenningum Maos er lesin,“ segir blaðið. „Sama greinin getur læknað blindu, aukið uppskeruna, eða sigrað óvinina." Blaðið segir að þessi trú á kraftaverk sé orðin allsráð- andi í Kína, og því sé ef til vill réttara að tala um dultrú en trúarbrögð. — Bent er á að þessi dultrú byggi að nokkru leyti á siðum Búdda- trúarmanna, og geri „milljón- ir ólæsra og vanþróaðra lands rnanna enn fáfróðari." og sagði frá því að maður siinin hefði hleypt af byssu inni í íbúðinni. Við yfirheyrslu í gær segist maðurinn hafa handfjatlað hagiabyssu, sem hann á. Hugði hann byssun tóma, en þegar minnst varði, hljóp skot úr byssunmi og lenti í einum veggn um. Ástæðuna fyrir því, að hann fór höndum um byssuna sagði hann vera þá, að þau hjónin hefðu verið að taka til undir málningu á ibúðimni. Byasan varð þá fyrir honum og fór hann að aðgæta, hvort hún hefði orðið fyrir nokkru hmjaski. Síðan hefði skotið hlaupið úr byssunni. styrkja þann grun, að djúpvatn þetta kunni að eiga einhverja sök á þeim umskiptum, sem á eru orðin í Mývatni. En þar sem ósannað er, að af- renmslisvatn væntanlegrar hita- veitu sé hættulegra Mývatni heldur en djúpvatnið, sem runn ið hefur frá borholunum í Bjamarflagi og þaðan í Mý- vatn, ályktar fundurinn, að bann, sem aðeins nær til nýting ar djúpvatnsins til húsahitunar, sé kák eitt. Ef Náttúruvemdarráð telur málið svo alvarlegt, að ástæða sé til að stöðva hitaveitufram- kvæmdir, telur fundurinn að hið eina raunhæfa hljóti að vera að loka borholunum i Bjarnarflagi þegar í stað, þar til vísindaleg niðurstaða sé fengin um það, hvort djúpvatn þetta sé hættu- legt fyrir Mývatn. Hér er svo mikið í húfi, að hagsmunir bæði hitaveitu, rafstöðvar og kísiliðju hljóta að víkja um sinn, ef um verulega hættu er að ræða. Ef raunveruleg alvara býr að baki ályktunar Náttúruvemdar- ráðs, hlýtur fundurinn að krefj- ast þess, að málið sé tekið föst- um tökum, og skorar á Orku- stofnun rikisina, sem ábyrgð ber á borholunum við Námafjall, að loka þeim nú þegar, þar til vísindalega er sannað, að þær valdi ekki tjóni. Ennfremur skorar fundurinn á Náttúru- vemdarráð að mæla með og styðja slíkar aðgerðir." STJÓRN Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á rík isstjómina að tryggja óskoraðan yfirráðarétt fslendinga yfir öllu landgrunninu allt að 400 metra dýpi, en þó hvergi nær Iandi, — grunnlínumörkum — en 50 míl- ur. Ályktun þessi var gerð á stjórniarfundi Fjórðunigssam- bands Vestfirðinga, sem haldinn var á Þingeyri 17. júlí sl. og var samþykkt með samhljóða atkvæðum að því er segir í fréttatilkynningu, er Morgun- blaðinu hefur borizt. Ályktunin er svohljóðandi: „Með tiivísan til fyrri sam- þykkta stjómar Fjórðungssam- bands Vestfirðinga í landhelgis málinu og ítrekaðra óska vest- firzkra sjómanna og útvegs- manna um útfærslu landhelg- innar og nauðsyn þeiss, að ís- lendingar hafi yfirráðarétt yfir öllu landgrunninu, skorar stjóm NÝSKIPAÐUR sendiherra Hol- lands, barón William J. G. Gev- ers, afhenti í gær forseta Islands trúnaðarbréf sitt í skrifstofu for- seta í Alþingishúsinu, að við- stöddum Einari Ágústssyni, ut- TALSVERÐAR tafir urðu á inn- anlandsflugi Flugfélags fslands t gær og má búast við áframhald- andi töfum í dag, þar sem báðar Fokker Friendship flugvélarnar eru í viðgerð. Komu í ljós skenrundir á þéttiefni innan á eldsneytisgeymum beggja vél- anna er verið var að athuga elds neyti þeirra í fyrradag. Sérfræð- ingur frá Fokker-verksmiðjunum í Hollandi var væntanlegur til landsins í gær tll að starfa með tæknimönnum Flugfélagsins að rannsókn á orsökum skemmd- Spanskflugan flýgur hægt yfir Húsavík, 19. júlí. SPANSKFLUGAN, sem leik- flokkur Leikfélags Reykjavíkur ætlaði að fljúga með um landið, fer hægara yfir en áætlað var vegna sérstaklega mikilla vln- sælda og aðsóknar. Á Akureyri hafði verið áætlað að hafa mest 6 sýningar, en þær urðu 15. — Síðan var „flogið" til Húsavíkur og þar voru 2 sýningar áform- aðar í gær, en aðsókn er svo mikil að þeir ætla að sýna í kvöld og lengur, ef þörf krefur. — Fréttaritari. Fjórðungssambands Vestfirðinga á rikisstjómina í sambandi við boðaðar aðgerðir stjómvalda I þessu mikilvæga hagsmunamáli þjóðarininar, að tryggja óskorað an yfirráðarétt íslendinga yfir öllu landgrunninu allt að 400 metra dýpi, en þó hvergi nær landi, — grunnlínumörkum — en 50 mílur. Til rökstuðninigs þessari áskorun bendir stjóm Fjórð- ungssambands Vestfirðinga á þá alvarlegu og mikilvægu stað- reynd, að þýðingarmikil fiski- mið fyrir sunnanverðum Vest- fjörðum, út af Húnaflóa, Breiða firði og Faxaflóa verða utan landhelginnar ef miðað er við 50 mílna landhelgismörk. Augljós hætta vofir yfir mik- ilvægasta undirstöðuatvinnu- vegi fjölmargra byggðarlaga, —• fiskveiðunum — verði um- rædd fiskimið frjáls athafna- og veiðisvæði stórvirkra fiski- skipa erlendra þjóða." anrikisráðherra. 1 frétt frá skrif- stofu forseta Islands segir, að síðdegis hafi sendiherrann þeg- ið heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. anna og viðgerð á þeim. Ekki er gert ráð fyrir að viðgerðin taki nema örfáa daga. í fréttati'lkynningu, sem Mbl. barst i gær frá Flugfélagi Is- lands segir m.a.: „Flugfélag íslands mun nota aðrar tiltækar fluigvélar til inn- anlandsfliugsins meðan viðgerð Friendship flugvélanna fer fram, en hún mun væntanlega taka tvo til þrj'á dáiga. Af þessum sök um er aldmikið rask á áætlunar- flugi innanlands fyrirsjáanlegt næstu daga. Ferðum mun seinka, einstaka flug falla niðiur en flug til annarra staða verða samein- uð. Eru væntanlegir flugfarþeg- ar beðnir velvirðingar á töfum sem þeir kunna að verða fyrir í þessu sambandi. Jafnframt eru farþegar og aðrir viðskiptamenn félagsins beðnir að hafa sam- band við afgreiðslur þess og um boðsmenn vegna breyttra brott- fara- og komutima flugvélanna næstu daiga." Nýr skuttogari til Grænlands DANSKA Grænlandsverzlunin fékk nýlega afhentan nýjan skut- togara, sem smíðaður var í skipa smíðastöðinni í Fredrikshavn. — Þetta er annar togarinn, sem þessi stöð smíðar fyrir Græn- landsverzlunina. Skipinu var gef ið nafnið Pamiut. Heimahöfn þess verður Godtháb. Það heldur til veiða nú um mánaðamótin og verður 24ra marma áhöfn á því, Grænlendingar og Færeyingar. VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um samskipti brezkra sjónvarpsmanna vlð forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, hef- ur Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, óskað að taka fram, að 6 manna hópur frá brezku sjónvarpsstöðinni BBC hefði haft samband við sig kl. 14 í fyrradag. Þá hefði öllum tímum ráðherrans verið ráðstafað þann daginn, en hann bað deildar- stjóra sinn að reyna að ná sam- komulagi um annan tíma. Hon- um var hins vegar tjáð, að slíkt væri útilokað, þar sem hópur- inn færi utan daginn eftir, þ.e. i gærmorgun. Utanríkisráðherra benti á, að ekki hefði verið haft samband við sig fyrr en daginn áður en sjónvarpsmennirnir hugðust fara úr landi. Hann kvaðst jafnframt mundu nota Svörtum sendi- ráðsmanni mis- þyrmt í Moskvu SÆNSKA blaðið Dagens Nyhet- er, skýrir frá því að einn af starfsniönnum sendiráðs Nígeríu í Moskvu, og kona hans, liggi mikið slösuð í sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa orðið fyrir árás hóps Rússa, sem hrópuðu: „Negri, farðu heim!“ Fréttin er höfð eftir nígeríska blaðinu Daily Sketch, en frétta- maður þess er nýkomiinin heim frá Moskvu. Samkvæmt frásögn hanis var viðskiptafulltrúi sendi- ráðsins á heimleið úr boði ásamt konu sinnd, þegar hópur manna stöðvaði bíl þeirra, dró þau út og misþyrmdi þeim. Að sögn blaðsins stóðu átta rússneakir lög reglumenm þar skamant frá, en akiptu sér ekkert af því sem frarn fór. — Kínaferð Framliald af bls. 1. sem tekin hefur verið i löndun- um tveimur til þessa. 1 rúmenska blaðinu Scinteia — sem er málgagn miðstjórnar kommúnistaflokksins — birtist í dag löng grein þar sem fjallað er um ferð Nixons. Þar segir meðal annars: „Rúmenía er fylgjandi alþjóðaviðræðum, um- ræðum og samningum um deilu- mál. Fögnum við sérhverri bót á samvinnu ríkja í milli án til- lits til hvaða stjórnmálastefna ríkir þar.“ 1 ritstjórnargrein gefur rúm- enska blaðið í skyn, að það hafi verið Nicolai Ceausescu, forseti og flokksleiðtogi Rúmeníu, sem hafi verið milligöngumaður varð- andi heimsókn Nixons tij Kína, en Ceausescu er nýkominn heim úr ferðalagi til Kína. 1 þessu sambandi er bent á, að Nixon forseti fór í fyrrasumar í opin- bera heimsókn til Rúmeniu og ræddi þá við Ceausescu forseta. Er talið að i þeim viðræðum hafi hugsanleg Kínaferð Nixons kom- ið til tals, og þá einnig milli- ganga Ceausescus. 18 létust Aioi, Japan, 19. júlí, NTB, AP. AÐ minnsta kosti 18 marrns létu lífið og 100 slösuðust af völduxn jarðskjálfta og flóða í vestur- hluta Japans um helgina. Níu fórust og 47 slösuðust, er skriða féll á strönid og reif með sér bún- ingsklefa, sem fólk hafði leitað hælis í eftir að úrheliisrigning skall á og segir í fréttum að úr- koman hafi verið eins og í synda flóði. Þá fórust 9 manns er skriða féll á fjallveg og tók með sér á- ætlunarbifreið, sem var þar á fetrð. Margra er enin saknað. hvert tækifæri, sem sér gæfist, til þess að kynna málstaS Is- lands erlendis. Landhelgis- dómur DANÍEL Traustason Skipstjóri á Kópi VE 11, sem tekinn var fyrr í vikunni að meintu-m ðlög- legum veiðu-m 1.9 mílur frá landi úti af Kötlutön.gum játaði brot sitt fyrir rétti í Vestmannaeyj- m Var hann dæmdiur i 2ja miánaða fangelsi, 40 þúsund kr. sökt og afli og veiðarfæri gerS upptæk. Vilja a5 borholunni í Námaf jalli verði lokað Fjóröungssamband Vestfirðinga; Umráð yf ir landgrunn- inu öllu verði tryggð - en hvergi nær landi en 50 mílur Tafir áinnanlandsflugi vegna viðgerða á báðum Fokker-flugvélum F.í. Athugasemd utanríkisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.