Morgunblaðið - 22.07.1971, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.07.1971, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1971 15 Frumhlaup í varnarmálum RÚM vika er liðin frá því að vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar tók við völdum á Islandi. Á þessari einu viku hefur henni tekizt að skaða verulega álit Is- lands á alþjóðavetlivangi með yf- irlýstri stefnu sinÁi I utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar og furðulegu misræmi i yfirlýsing- um einstakra ráðherra um fyrir- ætlanir stjórnarinnar í varnar- málunum. Það ákvæði í málefnasamningi stjórnarflokfkanna, sem fjallar um varnarliðið á Keflavíkurflug- velli er svohljóðandi: „Varnar- samniingurinn við Bandarikin skal tekinn tiil endiurskoðunar eða uppsagnar í því skyni, að yarnarliðið hvenfi frá Islandi í áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför ldðsins eigi sér stað á kjörtí'mabilin u.“ Hinn 14. júlí sl. birti Alþýðu- blaðið frétt um viðtal, sem „Ar- beiderbladet" í Osló hafði átt við Hannibal Vaidimarsson, en samkvæmt frásögn Alþýðublaðs- ins hafði hann þetta að segja við hið norska blað um fyrirætl- anir rikisstjórnarinnar í varnar- málum: „Valdimarsson vísar á bug sem eintómum spekulasjón- um þeim orðrómi, að hin nýja stjórn muni segja upp varnar- samningnum við Bandaríkin og krefjast þess, að hinir amerísku hermenn verði látnir fara frá Keflavíkurflugvelli þegar í stað. Allir stjórnarflokkamir hafa skuldbundið sig til þess, segir Hannibal ennfremur, að breyta núverandi herstöðvarsamningi á næsta fjögurra ára tímabili. Við stefnum að þessu, en það er ljóst, að ekkert skref verður tek- ið í þessa átt fyrr en fiskveiði- takmörkin hafa verið færð út.“ í þessu viðtali við norska blað- ið virðist Hannibal Valdimarsson túlka ofangreint ákvæði málefna samningsins á þann veg, að varnarliðið verði ekki látið fara, en hins vegar sé ætlunin að fá fram breytingu á varnarsamn- ingnum. Daginn eftir að þessi frétt birt- ist I Alþýðublaðinu kveður hins vegar við allt annan tón hjá Ein- ari Ágústssyni, utanrikisráð- herra, í viðtali við dagblaðið Vísi. Eftirfarandi ummæli eru höfð eftir utanríkisráðherra á forsíðu Vísis hinn 15. júlí og það skal tekið fram, að utanríkisráðherra hefur hvergi mótmælt því að rétt sé eftir honum haft. Hann sagði: „Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að varnar- liðssamningurinn skuli tekinn til endurskoðunar og uppsagnar og brottflutningi hersins verði lok- ið á fjórum árum.“ Og ennfrem- ur sagði utanríkisráðherra i við- tali við Vísi: „Ég skil ekki, hvernig menn geta túlkað þetta á annan veg, en herinn verði látinn fara.“ Þessum síðast- nefndu ummælum Einars Ágústs sonar, utanríkisráðherra, var augsýnilega stefnt gegn Hanni- bal Valdimarssyni, félags- og samgöngumálaráðherra, vegna ummæla hans við „Arbeider- bladet". Jafnframt var yfirlýsing utanrikisráðherra í Vísi mjög af- dráttarlaus um, að varnarliðið yrði í rauin og veru látið hverfa úr landi fyrix lok kjörtimabils- ins. Þarna kom strax fram á fyrsta degi skoðanaágreiningur milli tveggja ráðherra í vinstri stjórn- inni um það, hverjar fyrirætlan- ir hennar væru. Morgunblaðið vakti athygli Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, á þessu einkennilega misræmi í yfirlýsingum tveggja ráðherra í ríkisstjórn hans um varnarmálin og óskaði skýringa. Forsætisráðherra hafði þetta að segja um þennan ágreining ráð- herranna í viðtali við Morgun- blaðið 16. júli sl.: „Ætli þetta sé rétt eftir Hannibal haft? Ég bendi aðeins á það, sem stendur í málefnasamningnum, en sam- kvæmt honum verður unnið að því, að varnarliðið hverfi af landi brott í áföngum, en það þarf allt sinn undirbúning. Vit- anlega munum við byrja á því að ræða þessi mál við rétta að- ila.“ Laugardaginn 17. júlí er kom- ið allt annað hljóð í strokkinn hjá Einari Ágústssyni, utanrík- iráðherra, í viðtali er Tómas Karlsson, ritstjóri Timans, átti við hann og birtist á forsíðu Tímans. Þá hafði utanríkisráð- herra þetta að segja um fyrir- ætlanir rikisstjórnarinnar i varn- armálunum: „Næstu mánuði mun landhelgismálið taka mest- an hluta af okkar tíma. Við munum eftir því, sem tök eru á, kynna okkur öll atriði varðandi varnarliðið og dvöl þess hér og síðan að slíkri könnun lokinni, könnun, sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að taka alllangan tima, taka upp viðræður við Bandarikjastjórn um endurskoð- un varnarsamningsins frá 1951 með brottför liðsins i áföngum í huga (leturbreyting Mbl.) eins og í málefnasamningi stjórnar- flokkanna segir.“ Þajnnig hafði átt sér stað eft- irtektarverð hugarfarsbreyting hjá hæstvirtum utanríkisráð- herra á tveimur dögum. Hinn 15. júlí lýsti hann yfir þvi skýrt og skorinort i viðtali við Vísi, að varnarliðið yrði látið hverfa úr landi á næstu fjórum árum. Hinn 17. júlí talar hann ekki lengur um uppsögn varnarsamn- ingsins heldur endurskoðun og hann talar ekki lengur um það, sem ákveðið mál að varnarliðið verði iláJtið hverfa úr landi, held- ur verður það haft i huga í við- ræðum við Bandaríkjastjórn. Sú spurning vaknar auðvitað hvert mark er hægt að taka á ummælum utanríkisráðherrans, þegar slík stefnubreyting verð- ur á tveimur dögum. Eitt er vist, að ráðherrarnir eru greini- lega ekki á einu máli um það, hvernig túlka beri ákvæði mál- efnasamningsins um þetta efni. VIÐBRÖGÐ ERLENDIS Það hefur verið afar fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum manna erlendis við stjórnar- skiptunum og stefnuyfirlýsingu vinstri stjórnarinnar í utanríkis- og öryggismálum. Fyrir okkur Islendinga er sérstaklega athygl- isvert að kynnast viðhorfum frændþjóða okkar á hinum Norð urlöndunum. Nær öll helztu blöð á Norðurlöndunum hafa látið í ljós verulegar áhyggjur vegna þeirrar stefnubreytingar, sem orðin er hjá íslenzkum stjórnar- völdum í þessum málum, og á það jafnt við vinstrisinnuð blöð sem hægrisinnuð. Mörg Norður- landablaðanna ganga raunar út frá því sem vísu, að íslenzka rík- isstjórnin hyggist láta eitthvað koma í staðinn, annað hvort ís- lenzkt varnarlið eða lið frá ann- arri þjóð eða öðrum þjóðum en Bandaríkjunum. 1 NTB-frétt frá Osló, sem Morgunblaðið birti i fyrradag, er skýrt frá ritstjórnargrein i norska blaðinu „Aftenposten“ um fyrirætlanir vinstri stjórnar- innar i varnarmálunum og i fréttinni segir svo: „I ritstjórn- argrein „Aftenposten" í dag, seg- ir, að það muni mjög varða Noreg og stöðu norska ríkisins í varnarmálum, ef hersföðin á Keflavíkurflugvelli verði lögð niður, þar sem hún sé mikilvæg- ur staður á norðursvæði Atlants- hafsbandalagsins. Segir blaðið að Keflavíkurflugstöðin hafi til þessa skapað mótvægi gegn sívaxandi starfsemi sovézka flotans á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Sé því litið notalegt að sjá stöðima lagða niður sam- tímis því, að flota Atlantshafs- bandalagsins sé neitað um að- stöðu á Möltu. Bllaðið segir enn- fremur, að íslendingar hugsi sér að halda áfram aðild að Atl- antshafsbandalaginu, en aðild að því byggist á gagnkvæmri aðstoð og samábyrgð. „Maður getur ekki gert ráð fyrir því, Framhald á bls. 17. Þessi teikning sýnir þá aukningu, sem orðið hefur á ferðum sov- ézkra hcrflugvéla í námunda við fsland. Á árinu 1963 varð þeirra vart 17 sinnum, 1964 í 11 skipti, 1965 í 19 skipti, 1966 í 33 skiptl, 1967 59 sinnum, 1968 í 162 skipti, 1969 í 86 tilvikuni, en 1970, þ. e. sl. ár, 3 0 0 sinnum. Móðgaðir - viðkvæmir - uppnæmir! Nú er orðið erfitt að liifa á Islandi. Ekki vegna þess að svokölluð vinstri stjórn hefur setzt í ekil'ssæti þjóðarvagnsins, heldur af þeim sökum að sú sama stjórn og nánustu að- standendur hennar eru svo við- kvæmir fyrir gagnrýni að með eindæmum er. Minnir þessi viðkvæmni einna helzt á Sovét- stjórnina og íylgisveina henn- ar, þegar atburðir eins og inn- rás i Ungverjaiand eða Tékkó- slóvakíu eru í deiglunni. Þá má ekki anda í leppríkjunum, svo að það sé ekki taiið árás á sósialismann og framtíð sósíal- istiskra rikja. Satt að segja hefur manni aldrei dottið í hug að svipað andrúmsloft ætti eftir að heltaka vora ástkæru fósturjörð. Ástæðan til þessarar við- kvæmni er sö, svo umdarlegt sem það hljómar, að birtar eru hlutlausar fréttir í Morgun- b.aðinu og raunar víðar um viðbrögð blaða og fréttastofn- ana við málefnasamningi rilkis- stjórnarinnar. Mega Islending- ar ekki lengur fylgjast með við brögðum erlendis? Datt ein- hverjum í hug að unnt væri að hafa á prjónunum áætlanir um að draga úr öryggi ís- lands og veikja varnir Atlants- hafsbandalagsins án þess það vekti athygli? Ef Morgunblað- ið segði ekki frá þessum við- brögðum — og þá ekki sízt stjórnenda Sovétríkjanna — brygðist það hlutverki sínu. Með það í huga eru árásirnar á blaðið nú árás á prentfrelsi og skilyrðislausa kröfu um alhliða fréttaþjónustu. Ef viðbrögðin eriendis eru íslenzku ríkis- stjórninni til ama, getur hön við engan sakazt nema sjálfa sig og málefnasamninginn. Viðbrögð stjórnarsinna nú minna óþægilega á aístöðu Spiros Agnews, varaforseta Bandaríkjanna, á fyrstu mán- uðum embættisferils hans, þeg- ar hann blaðraði sem mest um ábyrgðarleysi fj'ölmiðla, en varð síðan að draga í land, þegar hann lo'ks áttaði sig á því að frjáls blaðamennska er óaðskiljanlegur þáttur lýðræð- is. Hvers vegna þá þessa við- kvæmni? Forsætisráðherra er móðgað- ur. Utanríkisráðherra er við- kvæmur. Og ®vo aliir tindátarnir. Ungur maður, sem ég hélt að væri blaðamaður en reyn- ist nú einungis viðskotalilur og uppnæmur ungur Framsóknar- maður, skrifar grein i Tim- ann í gær, þar sem hann talar um ofsafengnar árásir Morg- un'blaðsins á ríkisstjórnina vegna þess að það hefur leyft fólki að fylgjast með. Ségir siðan að SjáJfstæðisflokkurinn sé 5. herdeildin á íslandi. Hvaða uppeldi fær svona fólk? Það hlýtur að vera umhugsunar- efni. Svava Jakobsdóttir ritar greinarkorn í Þjóðviljann í gær og er vart búin með 1/2 dálk, þegar hún dróttar fasisma að okkur Morgunblaðsmönnum. Þó að hún virðist bera meira traust til stjórnar Sovétritoj- anna en við hér á blaðinu, þarf hún ekki að grípa til svona auvirðilegra og tilböinna stíl- bragða. Það er óviturlegt að skrifa þannig, að sæmilegu fólki dettd einna helzt i hug að eigandi pennans sé einungis leigjandi hans. Svava er of sjáilfstœð og menntuð í umíburð arlyndi til að falla fyrir ómerki legustu freistingu pólitískra vindhana! Hitt er svo annað mál að ís- lendingum og Atlantshafsbanda laginu á vonandi eftir að tak- ast að finna lausn á varnar- málum íslands, án þess að nið urstöðurnar hafi það í för með sér, að varnir landsins og banda lagsþjóðanna verði veikari vegna atburðarásar hér á landi. Það er þetta sem Morgumblað- ið hefur óskað eftir, annað ekki. Þetta er hin „óþjóðlega" stefna þess. Þetta er allt og sumt! Hvemig væri nú að hætta að móðgast, hætta að halda að glerhús séu óvinnandi víghreið ur — og taka viðbrögðum og gagnrýni eins og frjálsu fólki sæmir. Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.