Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR' 10. Sfcl’TKWftílíR' 1971' TÖKUM AÐ OKKUR alls konar viðgarðir á þunga- vinnuvélum og bifreiðavið- gerðir. Vanir menn. Vélsmiðjan Vörður hf Elliðavogi 119, sími 35422. HÚSNÆÐI ÓSKAST Læknir óskar eftir einstakl- ingsherbergi eða KtiHi íbúð í Kópavogi, vesturbæ. Fyrir- framgreiðsla kemur til greina. Uppl. í s. 42628 eftir kl. 19. KAUPUM GULL Hæsta verði. Gull og silfur, Laugavegi 35. VIL TAKA A LEIGU góða 2ja herb. íbúð miðsvæð is í borginni eða í Vestur- bænum. Ttlb. merkt Fyrir- framgreiðsla 5908 skilist til Mbl. fyrír þriðjudag. TViTUG STÚDÍNA úr náttúrufræðideild óskar eftir virrnu mánud., miðvikud. og föstud. f vetur. Margt kemur trl greina. Ti boð send- ist Mbl. merkt 6297. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu. Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án bíl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. VEL BORGUÐ AUKAVINNA Vantar mann sem getur uinn- ið heima sjálfstætt að endur- skoðun. Tilboð merkt Morg- unbl. 5848. ÓSKA EFTIR 2JA—3JA HERB. íbúð sem fyrst. Þrjú f hieim- ili. Til greina kæmi einhver fyrirframgreíðsla. Tifb. merkt Góð umgengni 5845 sendist fyrir 16. sept. GÓÐUR BÁTUR óskast til kaups, stærð 6— 10 tonm. Tifboð merkt 6295 seodist afgr. Mbl. fyrir 20. sept. CORTINA Til sölu, vel með farin Cort- ina, árg. '70. Uppl. í síma 43209 eftir kl. 18. ÓSKA EFTIR 2ja herb. íbúð frá 1. okt. — Simi 41853 í dag. 2JA—3JA HERB. IBÚÐ óskast strax. Einhver fyrirfr.- greiðsla. Heimilishjálp eða fæði fyrir eldri mann, kæmi til greina. Sími 30779. 3JA HERB. IBÚÐ til feigu í Kópavogi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 14. þ. m. merkt Jarðhæð 5851. HÓPFERÐIR 8—21 farþ. Benz '71 til leigu í lengri og skemmiri ferðir. — Kristján Guðleifsson, sfmi 33791. ORGEL Til sölu er rafmag-ns-orgel, YAMAHA, sem nýtt, gott verð. Uppl. í sfma 17477 eft- ir kl. 2. Sýning Valgerðar MáJverkasýningn Valgrerðar Hafstað á Mokka við Skólavörðu- sfcíg lýkur 18. september. Á Mokka konia margir inn, og Val- gerður var ekkert óánaegð með árangurinn, þegar við spjölluð- um við hana sniemma í þessari viku. Og eiigum við þá við, að margir hafa gaman af að eiga þessar „strámynÆr" hennar, jafn- vei þótt hún viðurkenni ekki, að um strá sé að ræða. Allt um það, hér er lisf akona á ferðinni. — Fr„S. ÍRNAi) IIEÍLLA 75 ára verður Sigurður J. Jón assom, pí p ula gwin.g atmeis t ar i, Ásvallagötu 53. Hann verður að heiman i dag. Sunnudaginn 8.8. síðastliðinn voru gefin sainan J hjónaband í Neskirikju af séra Jónasi Gísla- syni ungfrú Sonja Garðarsdiótt- ir og stud. polyt. Lúðvfk Georgsson. Heimili þeirra er í Lundi Svíþjóð. Spakmæli dagsins Það er ef til vill áliðið og dyr unum lokað, en lykillinn bíður þtn á sinum stað. — H. Redwood. PENNAVINIR Safnarahringurinn Okkur barst bréf núna rétt fyrir skömmu frá félagsskap, sem á dönsku nefnist: Samler- ringen, Skandinavisk Brygge- souvenir Samleforening. Segir í bréfinu, að þetta sé félag safn- ara, sem eingöngu safna merki- miðum aí ölflöskum, aðallega dönskum og svo einnig frá öðr- um hlutum heims. 1 félaginu eru 200 meðlimir og dreifðir um alla Sbandinaviu. En þeir kvarta í bréfinu yfir því, að engir slikir safnarar séu til á Islamdi. Þeir efast stórlega um, að Islending- ar hafi ekki áhuga á þessum hlutum, og minnast á það, að á íslandi séu tvö bru gghús. Og nú biður gjaldkeri félags- ins, Steen Stenderup, Vigerslev Allé 396 C, 2650 Hvidovre, í bréfinu Mbl. að koma þeim orð- um til Islendinga, sem áhuga •hefðu á málinu, að skrilfa fé- laginu. Segist félagið lofa slík- um íslenzkum söfnurum merki- miðum frá gömlum dönskum brugghúsum, og einnig dönsk og útlenzk glös til þeirra fyrstu sem skrifa þeim. Með þessu bréfi sendu þeir eintak af félagsblaði sínu, þar sem fróðlega er skrifað um safn ararnál, jafnvel af háskólamemnt uðum mönnum Og hér með er orðsendingu þeiTra komið á framifæri. 10. ágúst s.l. voru gefin sam- an í hjónaiband af séra Jóni Thorarensen í Neskirkju ung- frú Brynja Axelsdóttir, ljós- mæðranemi og Bjöm Halldórs- son, verzlunarmaður. Heimili þeirra verður að Víðimel 29. Gamalt og gott Helga digra Guðmundsdóttir frá Lönguhlið í Hörgárdal orti um mann, sem átti hj’átoonu: Eins og melur aiþekktur, ýmsa felur hrekki, hef ir í seli Sigurður, sem hann telur ekki. ★ Jakob minn, ég þekki þig; þú hefir mar.gt á prjónum. í lautinni, það minnir mig, að mér yrði hált á skónum Helga kom inn í búð til Jak- obs Havsteen, kaupmanns á Ak ureyri, og vildi fá úttekt í búð- inni, en Havsteen tók þvi ekki greiðlega. Á Helga þá að hafa feveðið visuna. Helga þótti ver- gjöm í meira lagi og Havsteen talinn nokikuð vífinn, og er sagt, að hann hafi átt vingott við hana. Brá honum svo við vls- una, að hann skipaði þjónum sinum að láta Helgu hafa það, er hún beiddist, en gekk sjálf- ur burt. SA NÆST BEZTI „Pabbi minn og ég, við vitum sko allt um allt í þessum heimi," sagði Óti vinur minn, sem er fimm ára. „Nú já,“ sagði ég. „Hvar er þá Haifnanf jörður?" „Hafnarfjörður?. . . Hafnarfjörður? . . . Ja, það er é'.tt af því, sem pabbi veit.“ En Jesús svaraði og sagði við Símon Pétnr, en hann hafði lýst yfir því, að hann væri sonur Guðs: Sæll ert þú, Símon Jónasson, því að hold og blóð hefur eigi opinberað þér það, heldur faðir minn í himniniun. J • ■ I dag er föstudagur 10. séptember og er það 253. dagur ársins 1971. Eftir lifa 112 dagar. Árdegisháflæði kl. 9.49. (Úr íslands almanakinu). Læknisþjónusta í Reykjavík Tannlæknavakt er í Hei'lsu- verndairstöðinnd laugard. og sunnu d. kl. 5—6. Síimi 22411. Símsvari Læknafélaigsins eir 18888. Næturlæknir í Keflavík 10., 11. og 12.9. Ambjörn Ólafss. JL3.9. Kjartan ÓlaÆsson. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sumniudaga, þriðjudaiga og fimmtudaga frá kl. 1.30. Að- ganigur ókeypis. IJstasafn Einars Jónssonar er . oplö daglega frá kl. 1.30—4. Inngangur frá EiríksgÖtu. Náttúrugripasafnið Hverfisgötu 116, Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Ráðgjafarþjónusta Geðverndarfélags- ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30 síðdegis að Veltusundi 3, sími 12139. í»jónusta er ókeypis og öllum heimiL Sýning Handritastofunar Islands 1971, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, er opin daglega kL 1.30—4 e.h. 1 Árnagarði við Suður- götu. Aðgangur og sýninaarskrá ókeypis. ís á Faxaflóa Árið 1695 var mikill ófriður í Norðurálfu, því að Frakkar áttu í stríði við Hollendinga, Breta o,g Spánverja. Þá um vet- urinn voru meiri frost á megin- landinu en sögur fóru af áður. I Færeyjum var þá svo mikið frost, að þar kól bæði menn og fénað til bana. ísland fór held- ur ekki varhluta af þessu harð- æri. HafLs kom snemma og fyllti hvem fj'örð norðanlands. Barst hann síðan suður með Ausitur- landi og vestur með suður- ströndinni og var fcominn vest- ur fyrir Þorlákshöfn um sumar- mál. Og enn hélt hann áfram, vestur fyrir Reykjanesskaga og fyllti sunnanverðan Faxaflóa, svo að hafþök voru vestur að Hítarárósi Voru þá hörkufrost og fraus saman sjór og land, svo að gengið var á isi frá Akra- nesi til Reykjavlkur, o,g hafði slíkt aldrei heyrzt áður. Að vestamverðu komst hafísinn líka suður úr Látraröst og langt inn á Breiðafjtörð. Þegar ísinn rak inn Faxaflóa var sexæringur frá Útskálum að veiðum úti á miðum; ísinn tók hann og braiut i spón, en mennirnir komust af, þeir komu gangan-di í land og þótti það einnig furðulegt. Haf ísinn lá hér í flóanum fram að lokum, og miinntist þess enginn að slíkt hefði gerzt áður. „Litlu eftir vertíðarlok eltu franskir hvalarar duggu hol- lenzka inn fyrir Reykjanes. Hún lagði undan inn í ísinn og þeir á eftir, brutu svo skip sitt, en duggan komst klaklaust norð- ur úr isnum og höfðu þeir henn ar ekki, en urðu að ganga af s.kipinu föstu og brotnu. Þeir komust af vel flestir, 50 saman og stefndu inn eftir Nesjum og vestur um land í fjörðu óðfara. Þeir námu staðar í Tálknaifirði; lá þar skip eitt, er þeim þótti likt frönsku hvalaraskipi, og fóru þeir strax til þess, en er •þeir komu á skipið, voru þar fyrir hollenzkir og hjuggu þá þegar alla fyrir borð. Þá er þeir voru nýfarnir að sunnan, komu suður á Nes 8 menn skozkir, er á land hiöfðu komið á ísjaka 1 Vestmannaeyj- um. Þeir hötfðu setlað að sigla til Vestur-Indíalands, og verið tebnir af frönsfcum undir Eng- landi, rændir öllu góssi og flett ir nálega öllum fötum. Höfðu franskir síðan siglt með þá norð ur í höf, unz þeir sáu ísinn og látið þá þar upp á; rak þá svo á honum í 4 dægur, áður þeir komu að Vestmannaeyjum. Voru þeir strax fluttir á me-gin VÍSUK0RN Gömul visa (ort fyrir 1777). Flest er gott, sem flornkveðið er, fyrðar mega það sanna: unir á meðan upp á sér augunum baugananna. land, fóru svo með fylgd suð- ur og vistuðust um Nesin, sinn á hverjum bæ, til þess skip komu. Tóku þá danskir við þeim og létu þá sigla með sér um sumarið." Þessa frásögn er að finna í Valla-annál. Höfundur hans séra Eyjólfur Jónsson, dvaldist þenna vetur að Nesi hjá Sel- tjöm, hjá Jóni sýslumanni Eyj- ólfssyni föður sínum, og mátti hann því vera manna kunnug- astur um þessa atburði, þvi að Jón sýslumaður gaf frönskú skipbrotsimönnunum vegabrétf vestur á land, og hann sá um að koma þeim skozku fyrir á bæjnm. Annars greinir annála hér nokkuð á. 1 Eyrarannál er sagt frá þvi, að frönsku skipforots- mennirnir hefðu kiomizt í franskt hvalveiðiskip vestur í Arnar- firði. Þar segir og, að annað franskt hvalveiðaskip hefði far izt í ísnum undan Afcranesi, skipverjar hefðu hlaupið frá þvi, skilið allt sitt etftir o.g far- ið vestur á fjörðu og náð þar í franskt hvalveiðaskip. En í Setbergsannál segir svo frá: „1 þessum hatfís hleypti hol lenzkt skip undan frönskum inn í ísinn í Höfnum suður, en þeir frönsku fyrirfórust í isnum. Hollenzkir björguðust og náðu landi með nauðum i Höfnum syðra. Fóru 24 af þeim fótgang- andi inn eftir byggðum og vildu komast vestur. Tvær slutffurnar með 9 menn á hvorri, tóku það fyrir sig í fögru veðri, að þeir lögðu frá Sandgerði á Miðnesi og sigldu á stað og vildu vest- ur undir Jökul. Sú önnur frá Útsikálum 17. mai, degi síðar en hin, vildi sama kóss. Hrepptu báðar gott veður." 1 Fitjaannál segir svo frá: „Franskir eltu hollenzka duggu inn í ísinn nálægt Reykjanesi, og brutu þar sjálfir skip sitt í ísnum, komust af 42 menn. Nokkrir af þeim lögðu á tveim ur bátum af Miðnesi undir Jök- ul í góðu veðri, o.g þaðan á Vest firði. Hinir tfóru landveg vest- ur eftir, og sigldu þeir með öðr- um frönskum." — Hér segir líka að skipið sem fórst hafi verið hið sama og skildi Skotana eft- ir á ísnum hjá Vestmannaeyj- um. (Sennilega er ruglingur í frásögn Setbergsannáls, þar eigi að standa, að Hollendingar hafi komizt undan, en Frakkar náð landi með nauðum í Höfnum syðra). Frá horfnum tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.