Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 10. SEPTFMBER 1971 Forráðanienn ÍBR og blaðanienn virða fyrir sér jörðina Reykjanes i Grímsnesi, sem ÍBR hefur nýlega fest kaup á. (Ljósm. Mbl. Hdan.) * IBR kaupir Reykjanes í Grímsnesi Þar verður æfingamiðstöð reykvískra íþróttamanna NÝLEGA bauð stjórn Iþrótta- banðalags Reykjavikur blaða- mönnnm að skoða jörðina Reykjanes í Grímsnesi, en ÍBR hefur fest kaup á jörðinni í þeim tilgangi, að koma þar í framtíð- Snni upp aefingamiðstöð fyrir iþróttafélögin í Reykjavík. Reykjanes í Grímsnesi er um 100 km frá Reykjavík og er jörð- in um 320 ha að stærð, flatlend og votlend, en eigi að síður eru þar ágætir möguleikar á vaiiar- gerð. Þá eru á jörðinni heitar uppsprettur og laugar með alis um 30 sek-lítrum af 70—90° heitu vatni. Einnig íylgja jörðinni veiðiréttindi í Brúará, þar sem áin rennur á um 4 km kafla með henni. Forráðamenn ÍBR sögðu, að á meðal íþróttaféiaganna í Reykja- vík væri almennur áhugi íyrir því að fara með íþróttaflokka í æfingabúðir, en fyrirsjáanlegt væri, að íþróttamiðstöðin að Laugarvatni myndi í framtið- inni ekki geta annað eftirspurn I þeim eínum, eins og reynslan ber með sér á þeim þremur ár- um, sem hún hefur verið starf- rækt. Þess vegna taldi stjórn iBR ráðlegt að leita að svæði, sem hentaði fyrir æfingamiðstöð fyrir aðildarfélögin, sem eru öii iþróttafélögin i Reykjavik. Var þvi farið að svipast um eftir jörð og i desember sl. var jörðin Reykjanes i Grímsnesi auglýst til sölu og taldi stjóm iBR hana henta vel til starfsem- innar, sérstaklega þar sem þar er jarðhiti, en það er nánast óhugsandi að slikur rekstur sé mögulegur án jarðhita til upp- hitunar á húsum og til sundiaug- ar. Tókst iBR að festa kaup á jörðinni í febrúar sl. með hag- stæðum kjörum. Ekki er ákveðið hvenær fram- kvæmdir hefjast við byggingu mannvirkja að Reykjanesi, og að sögn forráðamanna ÍBR mun það vart verða á næstu tveimur tál þremur árum. Þó mun undir- búningur hafinn að skipulagn- ingu svæðisins, þar sem iBR hef- ur ieitað til Iþróttanefndar rikis- ins um aðstoð í þeim efnum. Góðir sigrar B-TARNI Stefánsson og (íuðnntnð ur Hermannsson tóku þátt í frjálsíþróttamóti í Gartenkichen í Þýzkalandi í fyrrakvöld. Sigr- uðu þeir báðir i síntim greinum, Bjami í 100 metra hlaupi á 10,7 sek., og Guðmundiir í kúluvarpi, kastaði 17,61 metra. Unglingamót í sundi UNGLINGAMEISTARAMÓT Is- lands i sundi fer fram á Akur- eyri á morgun og á sunnudag- inn. Sunddeild KA sér um mót- ið, en til þess mætir flest bezta sundfólk landsins, þar sem það er enn flest á unglimgs- aldri. Má búast við hörkukeppni i flestum greinum, og jafnved ís- iandsmetum. Faxaflóaúrvalið leikur á Laugardalsvellinum við úrvalslið unglinganefndar KSÍ FAXAFLÓAÚRVAL ungra knatt spyrnumanna, er vann frækileg- an sigur í knattspyrnukeppni í Skotiandi s.I. sumar, leikur við úrvalslið unglinga á Laugardais- vellinum á morgun og hefst leikurinn ki. 17.00. Sem kunnugt er, þá hefur ísland tilkynni þátttökn í undan- keppni Unglingakeppni Evrópu í knattspymu, og mun þar mæta ímm, en það lið sem vinnur þann leik, keppir sáffan við Wales um það hvaða land kemst í aðal- keppnina, sem háð verður á Spáni I maí n.k. Sú þjóð sem tapar í þeim leik, vinniir sér hins vegar rétt til að fara beint í aðal- keppnina 1973. Unglinganefnd KSÍ vimnur nú að undirbúningi keppninnar við íra, og hefur verið farið fraim á að leikið verði hér hekna síð- ari hluta september eða fyrri hluta október, en evar frá Irum heíur eikki borizt ennþá. Til unglinganefndar KSÍ hafa verið tilkynntiir 62 piltar og var meirihluti þeirra reyndur ej. sunnudag, en aldurstakmark keppninnar er 18 ára og yngri, þ. e. miðað er við að piltarnir séu fæddir eftir 1. ágúst 1953 og fyrir 1. ágúst 1956. Leikurinn á morgun verður fjáröflunarleikur fyrir unglinga- nefndina, og má búast við að margir verði til þess að leggja leið sína á vöiiinn og sjá hina ungu knattspyrnumenn í keppni. Faxaflóaúrvalið verður þannig skipað: Sverrir Hafsteinsson, KR Óiafur Magnússon, Val Janus Guðlaugsson, FH Þorvarður Höskuldsson, KR Lúðvík Gunnarsson, ÍBK Guðm. Ingvarsson, Stjömunni Bjöm Guðmundsson, Víking Grímur Sæmundsen, Val Gunnar Öm Kristjánsson, Víking Ottó Guðmundsson, KR Gísli Torfasoin, iBK Stefán Halldórsson, VikSng Ásgeir Ólafsson, Fyiki Gisli Antonsson, Þrótti Hörður Jóhannsson, ÍA. Úrvalslið unglinganeíndar er mætir Faxafióaórvaiinu verður þannig skipað: Ámi Stefánsson, ÍBA Ársæll Sveinsson, ÍBV Stefán Sigurðsson, KR Magnús Brynjólfsson, FH Ottó Óiafsson, Þrótti Adolf Guðmundsson, Víking Gunnar Bjarnason, FH HaHdór Guðiaugssom, Fram Birgir Karisson, Þrótti Ólafur Stefánsson, Viking Logi Ólafsson, FH Atli Þór Héðinssoin, KR Gunnar Haraldsson, Fram Hinrik Þórhallsson, Breiðablik Halldór Sigurðsson, KR Helgi Benediktssom, Val Daniel Hálfdánarson, Haukum Ásgeix Sigurvinsson, ÍBV. Verð aðgöngumiða verður kr. 100,00 íyrir fullorðna og kr. 50,00 fyrir börn. Valsdagurinn á sunnudaginn HINN árlegi Valsda.giir verðiur haldinn á iþróttasvæði félagsins að Hliðarenda nk. sunmtdag og hefst kl. 10 f.h. með leilíjuni í yngrstu fiokkum félag;sins i knatt spyrnu. Valsdagvtrinri verður settur af formanni félagsins, Þórði Þor- kelssyni, kl. 1.30 e.h., en að ávarpi hans loknu hefjast svo kappleikir í þeim íþróttagreimjm, er félagið leggur stund á, m.a. knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og badminton. Uppistaðan í Valsdeginum er nú eins og undanfarin ár keppni í yngri flokkum félagsins gegn jafnöldrum sinum frá hinum íþróttafélögunum í Reykjavík og nágrenni og nú í fyrsta sinn mun knattspymuflokkur frá Akur- eyri koma tU keppni. Meistarafiokkar félagsins I knattspymu og handknattleik kvenna munu nú leika á Vals- deginum. Meistaraflokkur kvenna, sem nú fyrir fáum dög- um varð íslandsmeistari í úti- handknattleik 8. árið í röð, mun leika gegn UMFN, en þessi félög léku einmitt til úrslita á nýafstöðnu móti. Meistaraflokk- ur karla í knattspyrnu mun svo leika gegn Breiðabliki og verður það ugglaust hin skemmtilegasta viðureign. Það er von forráðamanna Vals að foreldrar drengjanna írá hin- um ýmsu félögum, sem keppa við Val á sunnudaginn, fjölmenni tU þess að fylgjast með keppn- innij en aðgangur að svæðinu verður ókeypis og öUum frjáls. Meistaraflokkur kvenna í hand knattleik mun svo sjá um kaffi- sölu i félagsheimilinu frá kl. 3 til 4.30 e.h. og einnig verða seld- ar veitingar úr söiutjaldi á félags svæðinu. Þulur mun svo til- kynna úrslit leikja jafnóðum og þau íiggja fyrir á himum ýmsu keppnisvöUum. BAGSKRÁ VALSDAGSINS 1971: Knattspyrma: Ki. 10 GrasvöUur 5 a Valur — Víkingur, 2x25 min. Kl. 10 MalarvöUur 4 a Valur — Ármann, 2x25 mín. KL 11 Grasvöllur 4 b Valur — Fylkir, 2x25 mín. Kl. 11 MalarvöUur 5 b Valur — KR, 2x25 mín. Kl. 11 Malarvöllur 5 c VaJur — KR, 2x25 mín. KJ. 13.30 MalarvöHur Mfl. VaJur — Breiðablik, 2x35 mín. Kl. 13.30 GrasvöUur 3 a VaJur— Þór, Akureyri, 2x30 min. Kl. 14.45 MalarvöUur 3b VaJ- ur — Fram, 2x30 mín. KI. 14.45 GrasvöUur 2 a Val- ur — Þróttur, 2x30 min. Handknattleikiir: Á veJU fyrir framan iþrótta- húsið. KI. 13.30 Mfl. kvenna, VaJur — UMFN, 2x25 mim. KI. 14.30 2. fJ. kvenna VaJur — FH, 2x15 min. Kl. 15 3. fJ. kvenna, VaJur — KR, 2x15 min. Körí iiknattleiknr: Kl. 15.30 í iþróttahúsi féJags- ins, VaJur — IR 3. fl. Badmintonleikur: Kl. 15 félagar BadmintondeiJd- ar Vals. Heimsmet í sleggju- kasti WALTER Schmidt frá Vestur Þýzkalandi setti nýtt heimsmet í sleggjukasti á íþröttamóti, sem fram fór í Lahr í Schwarzwaid um siðustu helgi. Kastaði hann 76,40 m. Gamia metið átti landi hans Uwe Bayer — sá er lék Sigurð Fáfnisbana í samnefndri kvikmynd. Var það 74,90 m. Fundur hjá fr jáls- íþróttafólki VEGNA frj'álsiþróttakeppninmar Reykjavik:Landið, nú um heJg- ina, verður haidinn fundur með keppnisliði Reykjavikur í kivöld, föstudaginn 10. sept. kl. 8 í Tjarn arbúð uppi. Ræít verður um keppnina, keppnisbúnin gar atflhemtár og fyr irliði Uðsinis valimm. Er keppmisfólkið hvatt til að mœta bæði vel og stumdvíslega. Hand- knatt- leikur Hamdknaittlei ksvertiðin er nú víða að Jxefjast. Sviar eru i feeppnistflerð í Japarn, og léfeu landsilei'k við Japami fyrir sfeömmu og iaufe homum með siigri Svia, 18:13, i fremiur jöfn- um leik. Þá léku Sviss og Bamda- rikin landisleik fyrir skömmu og Siigruðu SvissJendinigar 28:17, eftir að staðam í hálltfleik haíði verið 16:8. Jón meistari 1 FYRRAKVÖLD fór íram á LaugardalsveUinum keppni I 10 km hlaupi meistaramótsins. Veð- ur var heldur slæmt ttl keppni, stanzJaus rigning og nokkur gjóla. Dró það greinUega úr ár- angri keppenda, sem verður þó að teljast nokkuð góður. Jón H. Sigurðsson, HSK, sigr- aði örugglega I hlaupinu á 33:37,0 min. Annar varð Ágúst Ásgeirsson lR, á sínum langbezta tíma, 33:50,2 min., og þniðji varð Kristjéui Magnússon, Á, sem hljóp á 39:06,6 mln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.