Morgunblaðið - 10.09.1971, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.09.1971, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 Þetta kom al Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkuæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, sfmi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I iausasölu 12,00 kr. eintakið. STAÐA KINA OG ATKVÆÐI ÍSLANDS f/ína hefur verið lokað land “ í meira en tvo áratugi, sumpart af eigin ásetningi, sumpart vegna þeirrar stefnu Bandáríkjanna og margra fleiri ríkja að viðurkenna ekki Pekingstjórnina og banna öll meiriháttar við- skipti við hana. Á tím- um menningarbyltingarinnar drógu Kínverjar sig enn ræki legar inn í skelina. Á síðustu misserum hafa Kínverjar alveg snúið við blað inu. Þeir vinna nú markvisst að því að efla samskipti við aðrar þjóðir og fleiri og fleiri þeirra ríkja, sem fram til þessa hafa ekki viðurkennt Pekingstjómina sem hinn rétta valdaaðila í Kína, hafa nú breytt um stefnu og tek- ið upp stjórnmálasamband við Peking. Gleggsta dæmi um þá breytingu, sem er að verða, er fyrirhuguð heim- sókn Nixons til Peking fyrri hluta næsta árs. Hún sýnir hvort tveggja í senn ger- breytta stefnu Bandaríkj- anna gagnvart Pekingstjórn- inni og einnig að ráðamenn í Peking eru reiðubúnir til þess að taka þann þátt í al- þjóðlegu samstarfi, sem eðli- legt er að svo fjölmennt og öflugt ríki geri. Þetta er já- kvæð þróun mála. Að vísu liggur enn ekki fyrir, hvort og þá með hverjum hætti Pekingstjómin gerist aðili að Sameinuðu þjóðunum, en á það mun væntanlega reyna að telst til undantekninga, að ríki setji sjálf sig á uppboð á frjálsum markaði og lýsi sig reiðubúin til að selja sig eða aðstöðu í land- inu hæstbjóðanda. Þetta er þó í raun það, sem vinstri stjómin á Möltu hefur gert undanfarnar vikur. Bretar og Atlantshafsbandalagið hafa haft vissa aðstöðu á Möltu og hafa Bretar greitt ákveðna upphæð fyrir á ári hverju. Með stjómarskiptum á Möltu voru settar fram kröfur um hærri greiðslur fyrir þessa aðstöðu en verið hefur. Bret- ar hafa smátt og smátt hækk- að tilboð sitt, en jafnframt liggur í loftinu, að bæði Sovétríkin og Líbýa, sem er auðugt land vegna olíulinda hafi boðið Möltustjóm ein- hvers konar fjárhagslega fyr- irgreiðslu. I heimsblöðunum hefur undanfamar vikur hvað eft- ir annað verið rætt um Is- innan skamms. Á undanförn- um ámm hafa fulltrúar ís- lands á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna stutt til- lögu um aðild Pekingstjóm- arinnar að þessum alþjóða- samtökum, en tillaga sú, sem ísland hefur greitt atkvæði, hefur einnig gert ráð fyrir því, að Formósustjórnin, sem hingað til hefur skipað sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðun- um, eigi þar aðild áfram. Eins og allt er í pottinn búið er eðlilegt, að Formósa eigi sína fulltrúa hjá alþjóðasam- tökunum, jafnvel þótt Pek- ingstjórnin líti svo á, að For- mósa tilheyri Kína. Þegar afstaða fulltrúa Is- lands til þessa máls á þing- um Sameinuðu þjóðanna und anfarin ár er höfð í huga, eru furðuleg ummæli, sem Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, viðhafði í stuttu fréttasamtali við Morgunblaðið frá Kaup- mannahöfn, en þau birtust hér í blaðinu sl. miðvikudag. I fréttinni sagði m.a.: „Sagði ráðherrann, að ísland hefði nú snúizt á sveif með hinum Norðurlöndunum um að styðja aðild Kína að Samein- uðu þjóðunum....“ Með þess um orðum fullyrðir utanríkis- ráðherra, að fram til þessa hafi ísland ekki stutt aðild Pekingstjórnarinnar, en eins og að framan greinir er það alls ekki rétt. Það er því al- rangt, að stuðningur nú við Kína þýði stefnubreytingu af íslands hálfu. ólík viðhorf land og Möltu í sömu and- ránni vegna þess, að á svip- uðum tíma komu fram yfir- lýsingar um breytta stefnu þessara tveggja landa. Hins vegar höfum við íslendingar aldrei lagt fjárhagslegan mælikvarða á öryggismál okk ar. Við höfum ekki þegið greiðslu fyrir þá aðstöðu, sem varnarliðið hefur hér á landi, enda lítum við svo á, að dvöl þess hér sé nauðsyn- íeg vegna okkar eigin örygg- is. Nýleg yfirlýsing uta-nríkis- ráðherra um að könnun sú á varnarmálunum, sem yfir stendur, beinist einungis að efnahagslegum afleiðingum þess, að varnarliðið hverfi á brott, er vonandi ekki til marks um neina stefnubreyt- ingu að þessu leyti. Hins veg- ar á sú könnun auðvitað að beinast fyrst og fremst að því, hvaða afleiðingar það hefur fyrir öryggi íslenzku þjóðarinnar að landið verði varnarlaust. DAVID R. SCOTT: Geðshræringarnar, sem þú verður fyrir á tunglinu koma í öldum, biiðlegum bylgjum, sem stöðva þig, lyfta þér upp en svipta þér ekki af leið. Það var enginn tlími fyrir holskeflur — ekki ef við áttum að gegna hlutverki okkar í þessari um- hverfiskönnun eins og hún getur mikilfenglegust orðið. Aldan umlukti mig á þeirri stundu sem tunglferjan okkar „Fálkinn“ renndi sér yf- ir tinda Apenninafjalla og stakk sér til lendingar á tungl inu. Þá fengum við Jim Irwin í fynsta sinn nákvæma yfirsýn yfir lendingarstaðinn á slétt- unni við Hadley Rille, sem er gljúfur, um það bil 1 km á breidd. Ég sá furðuveröld Hadley. Ég sá, að við mund- um senn geta seilzt eftir hinu óþekkta og höndlað það. Svo kom sú stund, er ég stóð á Hadley sléttunni skömmu eftir lendingu og gerði mér ljóst, hvað þetta þýddi. Ég áttii fyrir höndum að sjá og skýra hluti, sem eng- inn maður hafði fyrr séð. Ég var að hefjast handa við verk efni, sem ég hafði stefnt að ailt mitt líf. Ég vissi, að ég hafði náð æðsta takmarki mínu — og Visindanna. En mest varð eftirvæntingin þegar við Jim höfðum ekið fjór hjóla farartækinu okkar, Rov- er 1. upp hlíð Hadley Delta. Það er eitt af stærstu fjöllum á þessu svæði, um 4000 metrar og við höfðum komizt upp nokkur hundruð fet, lengra en við hefðum getað komizt fót- gangandi. Við urðum veru- lega undrandi þegar við litum við og sáum hve hátt uppi við vorum. Og þá varð það, sem ég sá Fálkann okkar úti á sléttunni, í um það bil fimm kílómetra •fjarlægð. Handan ferjunnar voru fleiri fjöll og svart- ur himinn. Sem ég skynj- aði þetta allt saman, ferjuna, sléttuna og fjöllin, fór ég að finna mig heima í þessu nýja umhverfi. Já, mér leið í raun og sannleika vel þarna. Næstum því frá upphafi þjáltfunar okkar, fyrir meira en ári, gerðum við Jim okfcur grein fyrir þvi, að í Apollo 15. mundum við fá tækifæri til þess að leggja mikilsvert fram lag til vísindanna og skilnings mannsins á alheimnum. Hin nýju tæki, tunglbíllin.n og flug- geta Apollos 15. gerði okkur þetta fært. Því fannst mér, að hlutverk ofckar væri að þjálfa okkur til visindalegrar könn- unar fremur en til þess að vera eingöngu reynsluflug- menn. 1 stað þess að verja öllum okkar tíma tii þess að kynna okkur vélarhluta, bilanir og þess háttar, sem reynsluflug- menn verða að vera við búnir, lögðum við áherzlu á visindi, einkum jarðfræði. Við nutum góðs aif uppfræðslu nokkurra beztu jarðfræðinga landsins og áhugi þeirra smitaði otokur. Við urðum reglulegir steina- safnarar. Við fórum í ramnsóknarferð- ir i hverjum mánuði. Við fór- um til San Juan fjallanna í Golorado, þar sem við fengum tilfinningu fyrir Apennina- fjöllum tunglsins. Við fórum til hæðanna á strönd Califomiu til að skoða eldfjallabungur og hraumstrauma. Rio Grande- gljúfrin í New Mexioo u-rðu okkur fræðslunámslkeið urn Hadley gljiúfrið. 1 Minnesota rannsökuðum við hinar fáu flísar af anorthosíti (gabbro tegund), en það er steinteg- und, sem talið er, að sé algeng í eldri gerðum tunglskorpunn- ar. Á Hawai, þar sem sumt í landslagi er líkt Hadley, var eins og við værum í lokaprófi í hvert sinn sem við fórum út. Við stunduðum athuganir okkcir máikvæmlega eins og við mundum gera á tunglinu. Við tókum myndavélar okkar, tæki og skjóður. Við fengum ákveð- inn tíma til þess að fara yfir landsvæði, sem við höfðum aldrei fyrr augurn litið. Við urðum að meta það jarðfræði- lega, skýra hvar það væri í aldursröð, skýra hvers vegna tillteknar steintegundir og klettamyndanir voru þarna og koma með sýnishom, sem voru dæmigerð fyrir svæðið. Þetta var erfitt starf, en fyrirtaks þjálfun fyrir þær 18tis klst. rannsóknir, sem við áttum eflt- ir að gera umhverfis Hadley sléttuna. Jarðfræðin tók mig reglulega fanginn. Ég hafði alltaf verið gefinn fyrir sögú og þegar ég var orrustuflugmaður í Evrópu og flaug yfir Norður- Afrífcu og Grikkland, varð ég heillaður af hinum fomu rúst- um þar. Fomleifafræðin varð áhugamál mitt. Þegair ég kom að jarðfræðinni gat ég fundið í henni skyldleifca við sögu og fornleifafræði, svo að mér fannst ég fljótt á kunnugum slóðum. Ég hef komizt að þeirri nið- unstöðu að jarðfræði sé vís- indagrein með listrænu bragði. Ég kom.st að því, að nám í jarð fræði var eins og tungumála- nám. I fyrstu lærir þú að þýða orð fyrir orð en að lok- um lærir þú að hugsa á mál- inu. Þá ertu farinn að þekkja það. Smám saman breyttumst við úr vélfræðingum og tilraunaflugmönnum í menn sem gáltu hugsað á máli jarð- fræðinnar. Það var ánægjulegt og borgaði sig, að ég held. Á þetta reyndi meðal ann- ars í annarri af þremur rann- sóknarferðum okkar á tungl- inu, ferðinni að rótum Apenn- inafjalla. Það var þegar við sá- um kristallsbrotið sem mér skilst að sumir kalli „Upphafs- steininn". Ég sá steininn, þar sem hann tróndi á öðrum stærri. Á fá- einum sekúndum tóik ég eftir samhliða rákunum sem eru ein kennandi fyrir plagioclase en sú steintegund er ein hin helzta í anorthositi. Og talið er að mikið sé af anorthositi í eldfomum hæðum tunglsins og leifum af elzta hluta tungl- skorpunnar. Kristallarnir voru svo stórir, að Jim gat séð þá úr eins metra fjarlægð. Við höfðum gert otokur von- ir um að finna amorthositsteina á tunglinu. Þéttleiki tunglsins er slíkur, að við þurftum að finna anorthosit eða eitthvað tiltölulega óþétt efni til þess að skýra heildarmassa tunglsins í hlutfalli við steinana, sem þegar hefur verið komið með þaðan, sem allir eru þéttari en meðalþéttleifci tunglsins. Því var það eitt af markmiðum obkar að finna anorthosilt og sú var ástæða þess að ég sagði við stjómstöðina. „Ég held, að við höfurn íundið það sem við sóttumst eftir.“ Hvort ég svo hafði rétt fyr- ir mér í því að telja það anor- thosite eiga jarðfræðingarn- ir eftir að ákveða. En okkar skoðun var sú, að við yrðum að meta þetta eftir beztu getu miðað við þann stutta tíma, sem við réðum yfir. Ef okkur skjátlaðisit, skjáitlaðist okfcur. Enginn góður jarðifræð inguir er óskeikull. Eins og ég sagði. Jarðfræði er list, efcfci aðeins vísindi. Hvað sem öilu líður, — steinninn var vissu- lega einstakur. Við höfðum skoðað alla steinana, sem toom- ið höfðu úr ferðum Apollos 11, 12 og 14 áður en við lögðum upp í okkar ferð og þessi var algerlega ólíkur öllum öðrum sem við höfðum séð frá tungl- inu. Ég verð að játa, að það fór um mig önnur eftirvæntingar- alda, þegar ég sá steininn, sem setið hafði þarna milljónir ára og beðið eftir okkur. Tilifinn- ingin var eins og að finna páskaeggið. Þú veizt, að það eru fjölmörg egg á grasflötinni en það er aðeins eitt gullegg — og þarna var það — gull- eggið. Rannsóknir okkar á fjalls- hlíðum, gígum og barmi Hadley-gljúfurSins gáfu okk- úr lítinn tíma til að hafa áhyggjur af því, sem farið gæti úrskeiðis hjá okkur eða við ferjuna. Ég geri ráð fyrir að segja megi að við höfum sett traust okkar á félaga okkar og haldið áfram ætlunarverki okkar og við hugsuðum ektoert um að við værum svona langt frá heimahögunum. Það gerði okkur fært að losa okkur við allar erfiðar hugsanir. Við fór- um þetta bara og áttum þar góðar stundir og nuttum þess að gera allt sem við gerðum. Stundum fannst mér við að- eins vera í reglulega góðri j ar ðf ræðif erð. Enn er mifcið starf fyrir höndum við að lesa í 80 kg af steinum og jarðvegi, sem við höfðum með okkur heim. Um- fram það hef ég efcki gert nein Á tunglinu. Þessi mynd Malta og Island —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.